Naustabryggja 29, ekkert nammi ogo ekkert gos en kaffi og eitthvað kex. Aron er staddur hérna einnig sem sérlegur ráðgjafi.
Höddi Magg og Óli Kristjáns í settinu, gott mál
12.31 Hargreaves í liðinu hjá ManU, snilld fyrir þá, hann gæti verið mikilvægasti leikmaðurinn sem var keyptur á þessu tímabili fyrir utan Torres. Liðið hjá ManU er Van Der Saar, Brown, Vidic, Ferdinand, Evra, Nani, Hargreaves, Carrick, Giggs, Scholes og Quasimodo.
12.34 Nani að reyna að vera Ronni, sólar sig síðan í rugl og Quasimodo skammar hann. Hamann er varnarmiðjumaðurinn hjá ManCity, ég þarf að tékka dagatalið, hélt að það væri 2007
12.36 Gott færi hjá Nani en Kasper ver vel, City ekki farið yfir miðju ennþá, nýi senterinn Bojinov lagstur útaf, gæti verið meiddur. Höddi segir að Svennis sé mikill snyrtipinni, rétt hjá honum
12.38 Bojinov er á leiðinni útaf, Óli segir að þetta sé slæmt því að Svennis hafi líklega lagt leikinn upp þannig að Bojinov sé frammi, ætli það sé þess vegna sem hann var í byrjunarliðinu?
12.40 Emile Mpenza kom inná fyrir Bojinov, ég var alltaf hrifnari af Mbo bróður hans, flottara nafn
12.42 Óli bendir á að Nani sé ekki að gera eins og hinir leikmennirnir vilja, HöddÓli segja þetta svipað og þegar Ronni kom til ManU, margt til í því. Umræðan hjá HöddÓla er um fótbolta það sem af er, sem er gott, tökum mínútu í að þakka fyrir að gaupi er ekki að lýsa og aðra í að vona að hann eða Arnar verði ekki með Liver leikinn
12.45 Brown fær tiltal frá dómaranum fyrir að brjóra tvisvar á Petrov á fyrsta korterinu, 1,25 í stuðul að Wes fái gult í leiknum, 1,90 að spjaldið komi í fyrri hálfleik.
12.48 Aron segir að Nani sé í hörkuformi, hann er á vinstri núna og er búinn að fá tvö færi, Kasper hefur tekið bæði
12.50 Hargreaves tekur aðeins á Elano sem liggur á eftir, Hargreaves hefur komið vel inní leikinn og er svei mér þá betri en O´Shea á miðjunni
12.52 tvö horn í röð hjá ManU, eitt í viðbót og þá er það víti. Vinalegi draugurinn með vonlaust úthlaup en slapp með það. Quasi næstum einn innfyrir en Micah reddaði því vel, hann væri velkominn í Liver. Elano meddi sig aftur, núna eftir Scholes
12.55 Fáránlega flott sending frá Nani á Evra sem komst í gott færi og skaut framhjá en meiddi sig eitthvað. Óli segist vera lélegur dómari, gott að vita
12.58 Quasi næstum innfyrir aftur en Micah reddaði aftur, hann er ekki lélegur
12.59 að vera með Emile Mpenza einan frammi er dáldið eins og að vera með Gaupa einan að lýsa, ekkert spes hugmynd
13.00 Svennis og Hasse Backe eru með 2 fyrir 1 bindi
13.01 Óli segir okkur að Hasse Backe sé fyra fyra två skipulagður
13.02 Geovanni skorar fyrir City með góðu skoti sem breytti aðeins um stefnu held ég, 1-0 fyrir City sem er heldur ósanngjarnt, það telur hins vegar frekar afar lítið í fótbolta
13.04 Wes Rown fékk gult fyrir að sóla mann, hann reyndi hlaupígegnummanninntrixið hans Riise en með nýjum varíant, toga manninn niður í leiðinni, það má ekki og hann er búinn að brjóta nógu oft á sér til að fá uppsafnað gult
13.08 Elano með 60 metra sendingu til baka á markmanninn, ég reyndi það einu sinni í varaliðsleik í Svíþjóð, lagi upp mark með því fyrir hina, dreif sem sagt ekki, maður á víst ekki að reyna 60 metra innanfótarvolleysendingar, Elano tók á ristinni, reyni það næst þegar ég spila varaliðsleiki í OldBoys í Svíþjóð
13.11 kasper ákvað að missa boltann útí teiginn til að micah gæti reddað með tánni.
13.12 Óli segirst vilja að markmaðurinn haldi bolta eins og Kasper missti áðan, jebbs sammála því, reyndar ætti 6.flokks markmaður að halda svona
13.14 Bekkurinn hjá ManU er O´Shea, Eagles, Frazier Campbell og Silvestre, viltu franskar með því? Nani með gott skot sem fór undir hendurnar á Kasper en framhjá
13.17 Enn eitt horn hjá ManU, reyndu tökumstuttþóþaðséunokkrirCitykallaraðdekkastuttahorniðtrixið sem virkaði merkilegt nokk ekki, flautað til hálfleiks, Ferguson reynir eflaust nokkrar skiptingar til að brydda uppá nýjungum í sóknarleiknum, nei annars sennilega ekki nema að hann hafi verið svo ánægður með O´Shea senterævintýrið frá Readingleiknum
13.22 Pétur Jóhann er snillingur, Thule, svellkaldur
13.24 Gaupi er í aðalsettinu með tvo markmenn með sér, það er erfitt að vera skrýtnari en tveir markmenn en Gaupi getur það sennilega
13.34 Seinni að byrja, Aron segist ætla að fá sér hrátt Cocoa Puffs í glas
13.36 Horn númer 345 hjá ManU, Vidic með skalla í slá, vinalegi draugurinn ekki alveg með á nótunum
13.38 Enn eitt hornið, ManU malar allavega tölfræðina, það er þó eitthvað
13.42 Micah að redda enn einu sinni, ManU eru all nokkuð betri, Emile Mpenza er ekki að virka sérstaklega vel, veit ekki alveg hvað hann er að gera þarna, ætli þeir geti leigt O'shea af ManU til að setja hann fram
13.47 Chris Eagles að koma inná fyrir Nani, sennilega eftir síðustu hörmulegu fyrirgjöf Nani þar sem að hann stóð inní teig en tókst ekki að hitta teiginn. Það er endalaust af færum og hálffærum hjá ManU, Quasi nú með skot rétt framhjá í dauðafæri eftir góða sendingu Giggs
13.50 ManU með boltann 71% í leiknum, jú það eru 11 í hvoru liði, eða réttara sagt 10 og einn þriðji hjá City víst þeir eru með Mpenza inná, nú kemur Bianchi inná fyrir Elano, hmm á þetta að styrkja miðjuna?
13.52 Höddi segir að Eagles hafi stundum verið líkt við Beckham, hmm þeir eru allavega ekki með svipað hár
13.54 ManU mega eiga það að þeir reyna slatta af fyrirgjöfum, gæfulegra en moka upp miðjuna kerfið sem þeir notuðu í Reading leiknum
13.55 Geovanni með lélega aukaspyrnu, fékk hann ekki brasilíska aukaspyrnugenið?
14.00 Eagles við það að komast í færi en klúðraðist einhvern veginn. Þetta lítur ágætlega út hjá City, þeir hafa þolað pressuna í 70+ mínútur, Frazier Campbell að koma inná, hann er víst mikil varaliðsskytta, ætli hann sé betri en Voronin?, O´Shea líka kominn inná fyrir Wes
14.03 Carrick fór útaf fyrir Frazier, Höddi nú að spá í hvort Carrick detti þá útúr liðinu þegar sjúkralistinn styttist, nú hefur Höddi verið að borða frostpinna og fengið smá heilafrost held ég, allavega er þetta ekkert sérstaklega gæfuleg pæling miðað við hvernig hann spilaði í fyrra
14.07 Höddi sá einn áhorfanda vera að naga neglurnar og sagði þær líklega vera búnar, velti því þá fyrir sér hvernig væri með táneglurnar, það hlaut að koma allavega eitt bullkomment frá honum
14.12, þarf að skreppa aðeins, aftur eftir hálftíma
Meginflokkur: Leikjadagbók | Aukaflokkur: Enski boltinn | 19.8.2007 | 12:33 (breytt kl. 14:13) | Facebook
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Haha, bráðskemmtilegt að lesa þetta, eiginlega betra en úrslitin!
Magnús Geir Guðmundsson, 19.8.2007 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.