Gott mark

hjá hinum gullfallega Fernando Torres. Liver virkuðu þokkalega solid í leiknum en áttu reyndar ekki mikið af færum. Voru þó betri en Chelski en það var ekki nóg, ódýrari týpan af víti sem CHelski fékk, skondið að dæma víti þegar ekki einu sinni Drogba réttir upp hendi og heimtar víti, það er örugglega í fyrsta skipti sem Drogba veifar ekki hendi þegar einhver dettur í teignum. Ágæt helgi allavega, veit ekki hvað er að gerast hjá ManU, þeir virðast ekki vera sérlega markheppnir, læknast væntanlega af því þegar Ronni og Shrek koma til baka en mega ekki tapa of mörgum stigum fram að því.

 


mbl.is Liverpool og Chelsea skildu jöfn, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Það er alltaf ömurlegt að tapa stigum á vafasömum atvikum en það var nákvæmlega EKKERT vafasamt við þetta atvik sem varð til þess að dæmt var víti. Þess má geta að Torres var klárlega hindraður, af Ben-Haim, inni í vítateig fljótlega eftir mark liverpool. Þá hefði átt að dæma víti.

Ólafur Guðmundsson, 19.8.2007 kl. 17:22

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þetta var einhver ótrúlegasti vítaspyrnudómur sem ég hef orðið vitni af og reyndar margir af þessum dómum , eins og þegar gula spjaldinu var veifað í allar áttir, og svo sá brotlegi látinn sleppa, enda hefur Rob Styles (hlýtur að vera stytting á "robbery in Style") ekki lagt í að reka Haim útaf og þurft að hlusta á eða lesa commentin frá Móra mæðulega.

Kristinn Karl Brynjarsson, 19.8.2007 kl. 17:42

3 identicon

Það sem ManU er að gera kallast að "spila eins og KR" eða "að taka KR byrjun á þetta" og ég verð nú að játa það að ég græt það ekki.

Rob Styles er klárlega fífl, það hefur sést of áður, hér er ágætis dæmi um það:

http://www.football365.com/story/0,17033,8750_2672365,00.html 

Biggi Gringo (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband