Seinfeld 1-1 The Seinfeld Chronicles

Best að byrja, er staddur í hægindastól í Jórsölum, verður líklega samastaðurinn ófáa tíma næstu vikuna.

1-1

http://www.tv.com/seinfeld/the-seinfeld-chronicles/episode/2241/summary.html

Jerry og George eru að ræða við konu sem þjónar á kaffihúsinu sínu, ætti þetta að kallast veitingahús eða kaffihús? deli? Allavega eru þeir að pæla í því hvort kona sem Jerry þekkir ætlar að hitta hann þegar hún kemur í heimsókn til N.Y. Ræða þetta á meðan þeir fara í þvottahús, svona laundromat, einhverra hluta vegna sest Jett uppá borð og krossleggur fætur, vissi ekki að nokkur karlmaður sæti svona, spái því að maður sjái þetta ekki oft. Þættirnir byrja alltaf á Seinfeld á sviði, ræða eitthvað sem tengist efni þáttarins, sniðug hugmynd, ætli þetta verði svona í öllum þáttum?

Shit hvað Jerry er í rauðum íþróttabuxum, þetta er frá júlí ´89, man samt ekki eftir að þetta hafi verið ásættanlegt þá, Kramer mættur yfir kl 1 um nótt með brauðsneið í hvorri hendi, spyr Jerry hvort hann eigi kjöt, spái því að Maja eigi eftir að fá nokkur svona bönk frá Jóni Bjarna, nýja nágrannanum sínum. Hann er síðan í íþróttaskónum sínum inni, það er dáldið bandarískt reyndar, fattaði það aldrei þegar ég bjó þar. 

George mættur með sixpensara, hann gæti litið illa út sem ósýnilegi maðurinn. Kramer aðeins æstur, virkar á mig sem æst týpa, hmm. Þeir ræða dáldið samskipti kynjanna og hvernig túlka eigi hin ýmsu merki sem fólk gefur, gæti orðið þema.....

Merkilegt nokk fór hann núna úr skónum inni hjá sér, samt ekki þegar hann kom inn heldur eftir ða hann var búinn að labba út um alla íbúð, sérkennilegt.... kom í ljós að stelpan sem hann þekkir lítið og fékk að gista hjá honum er trúlofuð, held að hann sé vonsvikinn, ekkert aksjón þá væntanlegt, hey kúl, þættirnir enda síðan á því að skipt er yfir á Jerry á sviði aftur, þetta er basically standup og sketsjar. Þáttur 1 búinn, 3 standup sem sagt og engin Elaine að sinni. George í fasteignabransanum virist vera, gengur þokkalega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband