Góður leikur, góð úrslit

Við hefðum vissulega viljað vinna eftir að hafa verið svona lengi yfir en jafntefli á móti Spáni er ekki slæmt. Það sem var jafnvel betra var að sjá baráttuna í liðinu, viljann vantaði ekki. Við fengum sennilega fleiri færi en þeir þó þeir hafi verið miklu meira með boltann. Gaman að sjá Ragnar í hafsentinum, fljótur og sterkur náungi. Fyrrum landsliðisfyrirliði Jón Pétursson og Aron Freyr voru sammála um að leikurinn hafi verið góður og að liðið hafi staðið sig vel.

Fékk daprar fréttir áðan, Geiri El dó í dag. Toppkall og kannski besti íslenski þjálfarinn fyrr og síðar. Gerði Fram að því sem það varð á níunda áratugnum og gerði fína hluti með landsliðið. Hvað leikmenn hans hafa verið marga klukkutíma í reitabolta veit ég ekki en þeir lærðu af því sem og öðru sem hann hafði fram að færa. Fyrir utan að vera afbragðs þjálfari þá var hann skemmtilegur kall og góður vinur foreldra minna, heimurinn er verri staður án hans og hans verður sárt saknað.


mbl.is Íslendingar og Spánverjar skildu jafnir, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband