(grát)Broslegt

að horfa upp á Liver þessa dagana. Hvernig getur lið með reynda hafsenta fengið á sig 2 nákvæmlega eins ensk mörk. Langur bolti sem annar senterinn flikkar á hinn og hann skorar. Þetta eru alveg fáránleg mörk. Þar fyrir utan er ekkert flæði í liðinu, það eru yfirleitt 30 metrar á milli manna og sjaldan meira en einn valkostur þegar einhver er með boltann. Gríðarlegur munur á Liver og Arsenal þessa dagana. Liver var sennilega með besta liðið sitt í dag, allavega af þeim sem eru heilir. Voronin var glettilega sprækur, hann er allavega fyrir ofan Crouch á vinsældalistanum, ekki að það hafi verið erfitt. Yossi er kannski búinn að finna sitt hlutverk, svona supersub, hann allavega nýtist betur þega rliði verður að sækja og hann getur þvælst útum allt.

Ef Sami Hyypia vinnur ekki langa skallabolta þá er best að parkera honum og láta einhvern kjúklinginn spila, hann hefur allavega ekki hraða, vonandi verður Agger ekki allt of lengi frá. Ég veit ekki hvort liðið er nógu gott til að endast fram til áramóta áður en við fáum nýja menn.


mbl.is Torres bjargaði Liverpool á síðustu stundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

hehe, takk vinur minn, æ já ég er annars sammála þér um Henry, hann veit lítið og talar mikið, yfirleitt ekkert spes blanda

Pétur Björn Jónsson, 7.10.2007 kl. 17:17

2 identicon

Nú ég skil er einhver kona að draga þig til Hveragerðis :-) Frábært til hamingju með það.

En mér finnst samt ekkert hip og cool við Hveragerði :-)

Birna (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband