Fór til Dags í gær að horfa á mynd með honum og Ástu ásamt því að sjá Inga Benedikt, sem hér eftir verður kallaður bollan :) Bollan fær sem sagt nóg að borða sýnist mér, sem reyndar er afar gott. Hugsanlega þarf að tékka betur á því ef hann verður jafn kringlóttur þegar hann verður 15 ára en fínt eins og er. Við horfðum á Layer Cake, alveg þokkalega mynd með Daniel Craig, sem vel á minnst er furðulegur náungi, lítur nokkuð vel út þrátt fyrir að vera í raun ljótur. Það merkilegasta við þessa mynd var eiginlega að ég fór á svona myndbandaleigu til að fá myndina, hef ekki komið inná svoleiðis síðan Köben brann, hélt að svona leigur væru ekki til lengur.
Jón Bjarni kom gjöfinni til skila, slapp fyrir horn þrátt fyrir að ég hafi verið afskaplega seinn á ferð. Ég fékk í það minnsta ekki sendan msn vírus frá Maju þannig að hún hataði gjöfina þá allavega ekki, sem er gott.
Tek 2 viðtöl í þessari viku vegna skólans, við Stefán framkvæmdastjóra Unicef og Ragnheiði Elínu sem er í utanríkismálanefnd Alþingis. Þarf að spjalla við þau um ÞSSÍ og smá um friðargæsluna, ætti að verða afar fróðlegt að heyra þeirra sjónarmið.
Til heiðurs Maju, verðandi sambýliskonu minni í Verahvergi, er best að kveðja með Leonard Cohen.
Flokkur: Bloggar | 15.10.2007 | 13:28 (breytt kl. 13:40) | Facebook
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.