Myndarkvöld

Fór til Dags í gær að horfa á mynd með honum og Ástu ásamt því að sjá Inga Benedikt, sem hér eftir verður kallaður bollan :) Bollan fær sem sagt nóg að borða sýnist mér, sem reyndar er afar gott. Hugsanlega þarf að tékka betur á því ef hann verður jafn kringlóttur þegar hann verður 15 ára en fínt eins og er. Við horfðum á Layer Cake, alveg þokkalega mynd með Daniel Craig, sem vel á minnst er furðulegur náungi, lítur nokkuð vel út þrátt fyrir að vera í raun ljótur. Það merkilegasta við þessa mynd var eiginlega að ég fór á svona myndbandaleigu til að fá myndina, hef ekki komið inná svoleiðis síðan Köben brann, hélt að svona leigur væru ekki til lengur.

Jón Bjarni kom gjöfinni til skila, slapp fyrir horn þrátt fyrir að ég hafi verið afskaplega seinn á ferð. Ég fékk í það minnsta ekki sendan msn vírus frá Maju þannig að hún hataði gjöfina þá allavega ekki, sem er gott.

Tek 2 viðtöl í þessari viku vegna skólans, við Stefán framkvæmdastjóra Unicef og Ragnheiði Elínu sem er í utanríkismálanefnd Alþingis. Þarf að spjalla við þau um ÞSSÍ og smá um friðargæsluna, ætti að verða afar fróðlegt að heyra þeirra sjónarmið.

Til heiðurs Maju, verðandi sambýliskonu minni í Verahvergi, er best að kveðja með Leonard Cohen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband