Daloon dagur í dag

Fínasti dagur í dag. Fór með minime í afmæli hjá Inga bekkjarbróður hans frá 1-3, á meðan hann var þar fór ég að fixa 29 ára afmælisgjöf sem ég gleymdi að kaupa fyrir stuttu, verður vonandi fyrirgefið, allavega svona þegar hún kemst til skila.

Við fórum svo á landsleikinn sem er alltaf gaman þó leikurinn hafi verið lélegur. Eiginlega það eina sem ég nenni að skrifa um þennan leik er að ég skil ekki hvernig hægt er að nota Emil sem vinstri kantmann í 442. Hann verst töluvert minna en Palli Gúmm vinur minn gerði á sínum tíma á sínum versta degi. Emil þarf að vera mikið betri sóknarmaður en þetta til að réttlæta þessa þjóðbraut sem hann býr til fyrir hitt liðið á kantinum sínum.

Er núna staddur í afmælismatarboði hjá mömmu og pabba, Sigfríð gamla er orðin 29ZX, til hamingju með það. Snilldarvillibráðarmatur, Fundum eitt hagl sem þýðir að einn af fulgunum sem Jói vinur pabba skaut hefur laumast með til okkar, pabbi notar nefnilega bara eitt hagl á milli augnanna á fuglunum til að skemma ekki kjötið.

Fer á Bifröst eftir 3 vikur að heimsækja Maju og Jón Bjarna, ætti að verða skemmtileg helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já alltafgaman að fá gjafir og heimsóknir sko :)

majae (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband