Hrollvekjudagbók 13.11.2007

20.34 ok, er að byrja á Texas Chainsaw Massacre, lofaði að blogga ekki á meðan, er búinn að slökkva ljósin, koma svo

21.58 þetta var reyndar betra, nokkuð góð mynd verð ég að segja, allavega nokkur atriði þar sem manni brá aðeins, varla hægt að ætlast til þess að þetta meiki allt sens en myndin þjónar sínum tilgangi. Ef hún hefði verið gerð dáldið seinna þá hefði annað hvort parið sett áður en að drápin byrjuðu, sem vel á minnst var eftir um 35 mínútur eða svo. Þessi fer allavega ofarlega á listann, skulum segja að staðan sé samt ennþá þannig að Omen sé í fyrsta og Texas Chainsaw í öðru, Hostel þá í þriðja og Hellraiser í fjórða, við þessa breytingu færist þá It niður í tuttugasta og fimmta sæti af þeim myndum sem ég ef séð síðustu tvo daga.

22.04 Tek til við Ringu eftir örskamma stund, uppfærður listi þá að henni lokinni

23.40 búinn með Ringu, hún er ekkert spes. Kvikmyndahöfundarréttasamtök væntanlega ekki hrifin af henni, maður er hólpinn svo lengi sem maður afritar og sýnir öðrum. Litlar breytingar á listanum eftir þessa, hún fer á eftir Hostel, eftir sex myndir er því staðan þannig 1.Omen 2.Texas Chainsaw 3.Hostel 4.Ringu 5.Hellraiser 26.It

er að melta það hvort ég eigi að horfa á Nightmare on Elm Street í kvöld, þarf eiginlega að horfa á hana til að ná að klára þetta á morgun. aftur eftir smá, ég lofa ða fara ekki að sofa fyrr en ég er búinn allavega að kommenta hér, svona fyrir þá sem ekki geta farið að sofa af spenningi yfir því hvað mér finnst um myndirnar.

00.14 no worries, ég er hér ennþá, byrja á Nightmare eftir smá stund, stenst eiginlega ekki að horfa á myndina svona rétt áður en ég fer að sofa, meira síðar

02.12 þá er martröðin í álmstræti búin, mér fannst hún reyndar alveg ágæt framan af, svona þangað til að hún breyttist í home alone, veit eiginlega ekki hvað annað ég á að segja um hana.

Listinn eftir þessar þrjár myndir er þá víst eftirfarandi 1.Omen 2.Texas Chainsaw Massacre 3.Hostel 4.Nightmare on Elm Street 5.Ringu 6.Hellraiser 34.It  

Allavega þá eru sjö myndir búnar af þessum ágæta lista, klára hann á morgun með Halloween, Exorcist og Poltergeist, nenni ekki að horfa á Shining aftur. Kvöldið annars ágætt en eina myndin sem ég myndi mögulega nenna að sjá einhvern tímann aftur er Texas Chainsaw Massacre, hún bar af í kvöld. Best að sofna yfir tv, auf wienerschnitzel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband