NEMA ljóð og sögur

best að setja inn eitt ljóð frá Ernu

Draumur

Í nótt dreymdi mig

              að ég væri mamma mín

       og ég stóð við altarið

   í Akureyrarkirkju

             og var að fara að giftast pabba.

En svo þegar við áttum að skiptast á hringum

                       fór allt í hund og kött

     því hringarnir pössuðu ekki

                          og við fórum að rífast.

Hringurinn hans pabba var of lítill

                og hringurinn minn var of stór

  en í stað þess að kenna gullsmiðnum um

                         þá ásökuðum við hvort annað

        fyrir að vera með asnalega fingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband