Síðbúin byrjun en fer svona 3-1 fyrir Ísland
Nýi þjálfarinn hlýtur að koma með eitthvað nýtt og skemmtilegt inní þetta, allavega lá nógu mikið á að ráða hann. Leikurinn er annars að byrja eftir svona 2 mínútur.
Allt í lagi, ég skal spyrja
-Ætli ég sé sá eini sem er eiginlega spenntastur að sjá hvort Pétur Pétursson er með fatla eftir viðbeinsbrotið á æfingu?
-Hvort á Kristján eða Ragnar að miðla boltanum?
-Hvort á Stefán eða Brynjar að dreifa spilinu
-Er Veigar Páll miðjumaður?
-Erum við að spila 6-0-4 eða er gert ráð fyrir því að Emil, Theódór og Veigar verjist, allavega smá?
-af hverju er ég samt bjartsýnn fyrir þennan leik?
19.20 Kristján farinn útaf, Sverrir inná, nei ekki taktískt eftir kommentið frá mér heldur af því að hann skallaði Emil, staðan er ennþá 0-0, nennir einhver á vellinum að kalla á Emil og segja honum að horn þurfa að fara yfir fyrsta varnarmann
19.23 Pétur var í settinu áðan, hann var samt með símann á silent, best að testa að senda sms á eftir, skot frá Daniel Jensen en Árni ver í horn. Er að pæla í einu, miðað við hvað er skorað mikið í handbolta, af hverju koma þá fleiri mörk uppúr horni í fótbolta?
19.25 mynd af Morten Olsen, af hverju er vi er röde, vi er vide ekki á youtube, eða torrent.is, æ já , sú ágæta síða er ekki til lengur, nennir einhver að linka á lagið ef þeir vita hva það er geymt á netinu, öhh, ég meinti löglega á netinu
19.27 Hemmi var brjálaður, vildi fá dæmda ólöglega blokkeringu þegar danirnir áttu horn
19.29 Merkilegt nokk gengur okkur illa að halda boltanum á miðjunni, af hverju ætli það sé, af hverju er ekki besti varnarmiðjumaður Íslands, Kári Árnason, með í þessum leik? já kannski af því að hann hefur ekki hitt samherja í síðustu 3 leikjum
19.32 Allt í lagi, ég skal spyrja. Hvenær breyttist Kári Árnason úr hægri kantaranum sem var að taka Spánverja á í æfingaleiknum fyrir svona ári eða tveimur, í gaukinn sem hittir ekki á samherja og kemst ekki í hópinn(réttilega)
19.36 Hinn íslenskættaði Jon Dahl Tomasson í dauðafæri eftir að Stefán gaf auka, það er ágætt að þetta er ekki karfa, Stefán væri löngu farinn útaf með 6 villur þó það sé bara búinn rúmur hálftími
19.38 af hverju ætli Arnar segi æ æ æ þegar Ísland fékk á sig mark núna, þetta er dáldið eins og að krakkarnir hans séu að spila, væri eiginlega betra ef hann öskaði dammit eða eitthvað, sem sagt 1-0 fyrir Dani, Bendtner skoraði. Loga finnst vont að við séum undir því við erum búnir að versla svo mikið í Danmörku, hmm ok
19.41 Hvernig ætli þessi leikur þyrfti að fara til að Óli fengi eitthvað blame fyrir þennan leik, 6-0? 7-0? Hefur einhver þjálfari verið með minni pressu á sér fyrir landsleik? Ef vel gengur þá er það Óla að þakka en ef eitthvað klikkar þá er það Eyjólfi/Bjarna að kenna, þægileg staða allavega.
19.43 Okkur gengur frekar illa að halda boltanum á miðjunni, merkilegt nokk. Grétar Rafn að fá fyrsta gula spjaldið, það er svon 0,93 í stuðul að Stefán fái spjald í þessum leik. Það er reyndar merkilegt nokk sami stuðull og er í öllum leikjum á að Byrnjar fái spjald. Er einhver munur á þeim annar en hárliturinn?
19.46 Rommedahl reyndi horntrixið hans Emils, það tókst reyndar og Ísland fékk útspark, þetta er reyndar ekkert sérstakt trix, horn á nefnilega að fara yfir fyrsta varnarmann, það er svona næstum það eina sem horn þarf að gera, allavega það fyrsta
19.48 Arnar að hvetja Íslendingana til að færa sig fram með Veigari þegar hann hleypur upp með boltann, í þeim töluðu orðum kemst Rommedahl innfyrir hægra megin, gefur á Jon og hann skorar annað markið, 6 eða 7 æ frá Arnari og síðan komment um að við höfum verið komnir útúr stöðunum
19.55 Rúnar Birgir sendi okkur þennan link, snilld! re-sepp-ten, takk kærlega fyrir það
Hmm, merkilegt, var að skrifa eitthvað hérna sem virðist hafa gufað upp, reynum aftur. Fyrsta alvöru fótboltaminningin mín er frá HM´86 og þessu snilldarliði Dana. Man reyndar aðeins eftir Bjarna Fel frá ´82 þegar allir leikir voru sýndir eftirá og Bjarni var alltaf að kjafta frá því sem var að fara að gerast" Eder er þekktur fyrir að fara inní teiginn vinstra megin og vippa yfir markmanninn í fjærhornið" vill einhver giska hvað gerðist 5 mínútum seinna?
20.07 ok, seinni var að byrja, sem sagt 2-0 fyrir Dani í hálfleik, mörkin samtals af 11 metra færi(2*5,5; sem er markteigurinn"
20.09 Markskot hjá Dönum, sennilega síðasta skotið þeirra í leiknum, Ísland hlýtur þá að vinna 4-2, ég get varla annað en haft rétt fyrir mér með markamuninn
20.14 Emil með horn sem dreif ekki yfir fyrsta varnarmann, hann hefur sennilega gleymt að lesa bloggið í hálfleik, Hemmi þekkir hann hins vegar og var kominn framfyrir varnarmanninn
20.15 Þegar maður skoðar youtube þá koma svona tengd vídeó eftir að fyrsta er búið, eftir re-sepp-ten koma vídeó sem heitir Extreme Catepillar Breakdance, kannski bara ég sem sé ekki tenginguna
20.19 Fyrir þá sem ekki vita þá var Michael Laudrup betri en Brian Laudrup. Michael var sennilega einn af topp 5 leikmönnum í heiminum þegar hann var uppá sitt besta. Hann var hins vegar í fýlu þegar Danir unnu EM´92, ætli hann sjái eftir því? Æ Æ æ frá Arnari, þið vitið hvað það þýðir, 3-0.
Brian Laudrup var einu sinni í Fiorentina með idjótinum Stefan Effenberg, þeir voru litlir vinir og allavega einu sinni þegar Laudrup var í burtu þá hirti Effenberg Bensinn hans og notaði á meðan, bara til að bögga Brian. Hvernig veit ég þetta? jú hausinn á mér er uppfullur af gagnslausum upplýsingum og gömlum popptextum
20.29 smá tafir þar sem að ég þurfti að svara kommenti. Theódór vildi fá auka en fékk ekki, fékk gult ekki mörgum sekúndum seinna fyrir að fara utaní einn danann, fínt hjá honum, ágætt að láta finna aðeins fyrir sér, Theódór er annars búinn að vera sprækur, skotið hjá Brynjari rétt í þessu var hins vegar verra
20.32 staðan er allavega 3-0, sýnist við varla vinna leikinn úr þessu. Ef einhver horfir á vídeó af leiknum kíkið þá þegar klukkan er nákvæmlega 70 mínútur, þar er gott dæmi um hvernig kantmenn eiga að pressa, Theódór lokaði sendingaleiðinni upp kantinn og pressaði svo, reglan er að vísa manninum þangað sem hjálpin þín er, nei Ómar, það sama gildir ekki um markmenn, það er venjulega engin hjálp fyrir aftan þá
20.36 korter eftir og ennþá 3-0, væri ágætt að fá svona eitt mark allavega, 3-1 er strax betra en þetta hefur ekki verið gott. Jákvætt þó að Eggert Gunnþór er kominn inná, þekki hann ekkert en ungur leikmaður sem er í liðinu í efstu deild í Skotlandi á klárlega að fá séns hjá okkur
20.39 Stefán braut af sér, skulum bara segja að það hafi ekki veirð í fyrsta skipti, um leið og ég ætlaði að kommenta á að hann væri ekki ennþá kominn með gult braut hann aftur af sér og fékk gult. Fyrir þá sem veðjuðu á það beint á Lengjunni áðan þá unnu þeir allavega, eða töpuðu minna. Já annars, ég er að vinna, einhverjir sem ekki vita að ég er að skrifa þetta því það hafa komið nokkur símtöl, eruð þið til í að hringja eftir svona 10 mínútur
20.43 ágæt sókn frá baunum en það reddaðist, sem er gott. Hvað eru eiginlega margir í þessu danska liði sem heita eitthvað Jensen?
20.44 þá er vinnan að verða búin, þið sem biðuð í 10 með að hringja verðið bara að hringja á morgun, ég er allavega á útleið, kannski meira á eftir þegar ég er kominn heim, allavega frekar slappur leikur af okkar hálfu, fínt að geta þá allavega kennt einhverjum um það(lesist: Eyjólfur og Bjarni) Menn leiksins af okkar hálfu sennilega Theódór og kannski Gunnar Heiðar, þeir tóku vel á því og þar að auki má ekki velja mark-eða varnarmenn þegar þið fær á sig 3 mörk, það er regla sem er ákveðin hér með. Ætti reyndar ekki að velja sóknar-eða miðjumenn þegar lið fær varla færi en svona er þetta, auf wienerschnitzel
Íslendingar sáu aldrei til sólar í 3:0-tapleik gegn Dönum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Leikjadagbók | 21.11.2007 | 19:06 (breytt kl. 20:49) | Facebook
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Hér er tengill á Re sepp ten eins og lagið heitir á frummálinu
http://www.youtube.com/watch?v=LTsjZ33UdXY
Með texta og alles
Rúnar Birgir Gíslason, 21.11.2007 kl. 19:53
snilld, takk
Pétur Björn Jónsson, 21.11.2007 kl. 19:54
Jiii hvad tessi bloggfærsla tin er lelega utfærd hugmynd. Get ekki imyndad mer ad nokkur nenni ad lesa yfir kommentin tin um landslidid, sem tu greinilega situr heima og flissar og rodnar yfir um leid og ter dettur kaldhædnin i hug.
Kjanahrollur!!!
Eg gafst upp a ødrum greinaskilum. Finndu ter eitthvad hobby sem er jakvædara enn ad drulla yfir landslidid. EF ter mislikar tessir strakar personulega, eda sem heild, hættu ta ad eyda orku i ad spa i ta.
Spadu heldur i hvad i lifinu gefur ter jakvæda orku og lifsgledi. Neikvæd orka sem tessi etur svipad mikid af lifi tinu og sigaretturnar. Likamin filar ekki leidinlegt og fult folk - og ekki eg heldur.
Elsa Sif Bjørnsdottir (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 20:23
hehe, ég hef nákvæmlega ekkert á móti landsliðinu, æ nenni eiginlega ekki að svara þessu Elsa Sif en þegar liðið spilar illa og það er frekar fyrirsjáanlegt að það verði þannig þá finnst mér ekkert athugavert við að kommenta á það. Því fylgir þó að maður verður að vera jákvæður þegar það á við og ef þú lest eitthvað af færslunum frá leikjum sem liðið spilaði vel þá sérðu það.
Það borgar sig nefnilega stundum að lesa lengra en að öðrum greinarskilum ef maður ætlar að sjá heildarmyndina. Þetta er dáldið eins og æ æ æ hjá Arnari, þetta eru fullorðnir menn og á meðan gagnrýnin er á frammistöðuna en ekki persónu þeirra þá er ég alveg viss um að þessir ágætu menn höndla það alveg ágætlega
Pétur Björn Jónsson, 21.11.2007 kl. 20:28
Takk fyrir mig,ég hafði gaman að því að lesa þessa lýsingu.
Katrín Ósk Adamsdóttir, 21.11.2007 kl. 20:45
Og nu lagdi eg a mig ad lesa allt dæmid, tad for ekkert skanandi... svo af hverju borgar tad sig ta ad lesa lengra enn fram ad ødrum greinaskilum?
Algjørlega sammala ter um ad landslidid verdi ad geta tekid kritik, enda held eg ad teir hafi hingad til tekid skitkøstunum alveg agætlega, og alveg lengi nuna, fra storum parti tjodarinnar - en hei, tu verdur ad geta tad lika.
Fyrst eini ahuginn sem eftir er a islandi vegna landslidsins er tilefni til skitkasta og leidinda, ta finnst mer bara ad teir eigi ad hætta tessu. Til hvers ad rifa sig heiman fra ur stressi og stifum leikjum til tess ad spila fyrir land sem kann ekkert betur enn ad rifa hvort annad i sig - hvort sem er framan i hvort annad eda a bakvid tau.
Islendingar eru ordnir svo neikvædir ad eg toli tad ekki. Vildi bara ekki betur til enn ad mælirinn fylltist vid lesturinn a tinu bloggi.
Eg tek kritik, landslidid tekur kritik - hvad um ad hætta ad kritisera einu sinni og halda nefinu ofan i eigin brokum? Bæta allt sem bætt verdur i eigin lifi adur enn madur tekur upp serfrædingshattinn og segir ødrum hvernig lifi teir eigi ad lifa? (taktu nu tessu ekki bokstaflega, eg er ekki ad meina ad tu sert ad segja landslidsmønnum hvernig teir eigi ad lifa, bara til ad sveigja undan slikum barnalegheitum strax).
Elsa Sif Bjørnsdottir (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 21:17
öööhh, þegar þú segist hafa lesið lengra Elsa Sif lastu þá kommentin um leikinn við Spánverja og N-Íra þar sem að þeir spiluðu virkilega vel eða léstu nægja að lesa þessa færslu alla? Eðlilega lítið jákvætt að segja um þennan leik enda gátum við lítið. En svo að þér líði betur þá lofa ég að skrifa áfram vel um þá þegar þeir standa sig vel
Pétur Björn Jónsson, 21.11.2007 kl. 21:51
Var aðeins upptekinn við að horfa á Englandsleikinn, best að klára að svara þér. Sko, svona sé ég þetta, það er hellingur af hæfileikaríkum leikmönnum í liðinu sem klárlega leggja sig fram, það hvarflar ekki að mér að halda öðru fram. Ég blæs líka á þetta blaður sem heyrist reglulega að fyllerí sé á leikmönnum í landsleikjaferðum, þetta eru atvinnumenn og haga sér sem slíkir. Það er vissulega fórn sem menn færa þegar þeir spila landsleiki og því fylgir pressa, þetta er jafnframt heiður enda eru menn þar andlit fótboltans í landinu. Ég spilaði ekki A-landsleik en spilaði á þokkalegu level-i og tel mig því vita nægilega mikið til að geta tjáð mig um þetta.
Svo ég fari í byrjunina á færslunni minni hérna þá fannst mér liðsuppstillingin sérstök, kjarninn í liðinu(hafsentar og miðjumenn) innihélt í raun fjóra leikmenn sem eru afar svipaðir. Kristján og Ragnar eru virkilega góðir varnarmenn en að mörgu leyti svipaðir, fljótir, sterkir og leggja sig fram en styrkur þeirra liggur ekki í því að byggja upp spil. Þetta væri í góðu lagi ef fyrir framan þá væri leikmaður sem kæmi til baka að bera upp boltann, Stefán og Brynjar Björn eru hins vegar ekki þannig leikmenn, þeir eru báðir varnarsinnaðir og duglegir en hvorugur þeirra er leikmaður sem á að byggja upp spil. Þegar við bætist að Veigar er í raun aftari senter-týpa þá finnst mér við eiginlega vera að biðja um vesen. Það kom líka í ljós að við áttum í vandræðum með að halda boltanum innan liðsins. Það var helst að við næðum að losa um spilið þega rvið komum boltanum á Veigar fyrir aftan miðjuna þeirra eða þegar Theódór Elmar fékk boltann í smá svæði.
Vandamálið með landsliðið liggur að miklu leyti hjá KSÍ, þar virðast tíðkast sérstök vinnubrögð og ég er ekki viss um að aðbúnaður landsliðsmanna og undirbúningur sé eins og hann getur best orðið. Hef áður skrifað um ksí þannig að ég ætla ekki að fara sérstaklega í það hér en þar má klárlega ýmislegt bæta.
Að lokum Erla Sif, bestu kveðjur til Kristjáns, vona að hann jafni sig fljótt á högginu sem hann fékk, þetta var leiðindahögg og maður vissi um leið að þetta var slæmt víst hann fór útaf, hann er klárlega ekki vækukjói (pakkaði mér allavega saman í bikarleik 2001)
Pétur Björn Jónsson, 21.11.2007 kl. 22:40
úbbs, sorrí, innsláttarvilla í nafninu þínu þarna í lokin, meinti að sjálfsögðu Elsa Sif
Pétur Björn Jónsson, 21.11.2007 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.