Náunginn er ágætur

það kemur alltaf skemmtilega í ljós í skammdeginu.

Ég er greinilega ekki á spes dekkjum og var eiginlega fastur eftir vinnu, þ.e. bílnum var lagt í smá brekku og neitaði að fara uppávið, bíllinn bauðst hins vegar til að renna afturábak en þar var bíll fyrir.

Ég var að brasa við þetta í nokkrar mínútur, koma bílnum þvert til að fá grip af gangstéttinni, það tókst á endanum en ég komst ekki af stað upp brekkuna þrátt fyrir að vera kominn útá götuna, smá hálka skiljiði. Þá kom þar að þessi líka ágæti náungi og ýtti við bílnum þannig að ég komst af stað.

Hálka og vetur eru ágætis aðstæður fyrir náungakærleikann.

Grip og sumar henta betur bílnum mínum, hjálpin þó vel þegin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og nú mun PBJ héreftir elska náungan eins og sjálfan sig!?

Magnús Geir Guðmundsson, 28.12.2007 kl. 10:19

2 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

Ég eins og áður elska náungann eins og sjálfan mig

Pétur Björn Jónsson, 28.12.2007 kl. 12:31

3 identicon

Hvernig væri nú að kaupa bara nýjan fák :)

Ella (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 20:31

4 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

hmm, það er reyndar einn möguleiki

Pétur Björn Jónsson, 28.12.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband