Jórsalir 4, engir gestabloggarar enda þriðja umferð í bikarnum, bíðum með gesti þar til síðar í keppninni, sér í lagi ef Liver fær Everton, nei annars, þeir duttu víst út fyrir Oldham
15.54 best að tékka á liðinu sem boðið verður uppá í dag, spái Itendje, Arbeloa, Hobbs, Riise, Pennant, Leiva, Momo, Harry, Crouch, Kuyt
15.56 Liðið er víst Itandje, Finnan, Carra, Hyypia, Riise, Yossi, Alonso, Leiva, Babel, Kuyt, Crouch
15.57 Gummi Ben er einn í settinu, hann er að segja okkur raunasögu Luton, ekkert spes að vera atvinnumaður í þriðju efstu deild í Englandi og fá ekki greidd laun
15.59 Liver spilaði við Luton fyrir 2 árum í bikarnum, Liver vann 5-3 eftir að Luton komst í 3-1.
16.00 Þetta var að byrja og Babel komst í gott færi eftir 23 sekúndur en markmaðurinn varði
16.01 Veit einhver af hverju Carra er að spila þennan leik, þetta ætti að vera ágætis tækifæri til að gefa honum frí, Finnan ákvað að gefa Luton frí. Luton er annars kölluð hattaborgin, ég hef ekki hugmynd um hvað það þýðir eiginlega, framleiða þeir pípuhatta? sixpensara? er það virkilega nógu stór bransi til að halda uppi heilli borg?
16.04 Luton gaukur einn innfyrir en Itandje varði vel, opinn leikur og skemmtilegur fyrstu 5, oft þannig í bikarnum
16.05 Hvað er annars málið með þessi meiðsli hjá Agger, hann er búinn að vera frá einhverja 3 mánuði, gerðum ekki alveg ráð fyrir því þegar ákveðið var að kaupa ekki annan hafsent í haust
16.08 Ágætt spil hjá Kuyt og Crouch, Kuyt í gott færi en ákvað að fara frekar í yfir
16.09 Markmaðurinn hjá Luton er í dáldið stuttum stuttbuxum, hann hefur sennilega verið að spara og fundið stuttbuxur frá áttatíuogeitthvað sem voru reyndar 4 númerum of litlar líka. Þetta væri eðlilegra ef hann væri stelpa í suðurríkjum USA sem hefði verið að klippa gallabuxurnar sínar og klippt aðeins of mikið
16.12 Crouch að vinna langan skalla, hann hoppar samt ekki nema svona 8 sentimetra.
16.14 Luton með horn en Babel fékk boltann uppúr því og stakk eiginlega alla af, hann er ekki mjög seinn
16.15 Varamennirnir eru Martin, Hobbs, Mascherano, Nabil El Zhar og hinn óviðjafnanalegi Andryi Voronin
16.17 Horn hjá Liver sem ekkert varð úr, Reyndar eru Sami og crouching tiger komnir í liðið þannig að það er ok að gefa þessi horn inní
16.19 Talbot sólaði Hyypia allt of auðveldlega upp við hornfána, Sami kallinn leit ekki allt of vel út þarna, Itandje reddaði þessu ágætlega
16.22 Hmm, athyglisvert, það eru 6 úrvaldsdeildarlið dottin út, Everton, Birmingham, Aston Villa, Blackburn, Sunderland og eitthvað eitt lið í viðbót, tveir aðrir innbyrðisleikir eftir þannig að næstum helmingur úrvalsdeildarliðanna er þá dottinn út. Kannski ekkert sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að ekkert þessara liða getur blautan k... en samt.
16.27 Luton búnir að vera alveg ágætis þó það sjáist að þeir geta ekki mikið, Kuyt kæmist í liðið hjá þeim en ég veit ekki hvort hann væri yfirburðamaður, ætti eiginlega að vera það miðað við að hann kostaði 10 mills
16.29 Ef maður hoppar á öðrum færi, í þessu tilviki vinstri, og snýr sér í heilan hring til hægri, svona hálfpartinn afturábak, Babel var að reyna þannig hreinsun, fór ekki langt og ég man ekki eftir því að hafa séð þetta reynt áður á fótboltavelli
16.31 Luton að fá helling af hornum, þeir eru eiginlega betri þessar mínúturnar
16.33 Yossi er ekki hrifinn af því að skjóta, kannski ágætt því hann er ekkert spes skytta, Crouch með 2 skotfæri núna á 1 mínútu, annað skotið ágætt en markmaðurinn varði, hitt framhjá, örlítið lifnað yfir spilinu hjá Liver síðustu 2-3 mínúturnar
16.35 Æ þetta er annars svona leikur sem líður hratt, venjulega er þá ekki mikið að gerast en þetta er búið að vera ok, 35 búnar og staðan 0-0, bæði lið búin að fá færi
16.39 Var að lesa aðeins um NFL úrslitakeppnina, einn leikmaður missir af leiknum þessa helgi af því að hann er með rifna lifur eftir síðasta leik, ég get sagt með góðri samvisku að ég hef aldrei heyrt um þau íþróttameiðsl áður
16.42 Jæja , þetta er búið að vera dapurt síðustu mínútur, 3 eftir af fyrri og sem sagt ennþá 0-0, klukkuna vantar eina mínútu í næstu mínútu og hér er næsta lag
16.45 Flautað til hálfleiks, þessi leikur byrjaði ágætlega en hefur heldur dalað, Liver frekar bitlausir, kannski við fáum að sjá Nabil El Zhar í seinni, ekki það að mér finnist hann æðislegur en þó ágætt að einhver sé með lífsmarki úr þessum unglinga- og varaliðum. Sykurskert kókómjólk fæst nú líka í flöskum, gott að vita
17.00 Hey, kúl, Don Hutchinson er í hópnum hjá Luton, hann var í Liver en var eiginlega rekinn þaðan fyrir djamm, fór síðan í West Ham þar sem hann var eiginlega rekinn fyrir djamm, var í Sheffield United þegar ég ætlaði að meika það(en gerði ekki), skemmtilegur náungi fyrir utan það þegar honum tókst að fá mig til að bíta í sápu. Styttri útgáfa af þeirri sögu er sú að hann mætti einhvern daginn með bakkelsi í klefann eftir æfingu og gekk á milli manna til að bjóða einhvers konar rjómabollur, ég tók eðlilega þá efstu og spáði ekkert í hvað þeir störðu á mig þegar ég var að fá mér bita, beit svo vel í sápustykkið og tuggði meira að segja einu sinni eða tvisva ráður en ég áttaði mig á þessu
17.04 Seinni byrjaður, engar skiptingar, ég held að Rafa viti ekki að það megi skipta í hálfleik
17.08 Skotfyrirgjöf hjá Kuyt, Yossi komst næstum í boltann en það telur lítið, ég verð nú eiginlega að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á því hvernig Kuyt gat skorað svona mikið í Hollandi, hann tekur bara beina rist í færum
17.10 Riise með gott skot sem breytti um stefnu en markmaðurinn varði það virkilega vle, Leiva komst í frákastið en einhver náði að henda sér fyrir skotið hans
17.12 Leiva með klaufalegt brot, hefði átt að fá gult held ég en slapp
17.13 Dauðafæri hjá Luton, frír skalli af markteig en hann ákvað að skalla yfir, Talbot held ég að það hafi verið
17.15 Markmaðurinn hjá Luton í smá ævintýri, missti boltann til Babel en það reddaðist einhvern veginn hjá honum.
17.16 Nú er veirð að tala um að Maurinho eigi að taka við Liver, fínasti þjálfari sem mætti alveg taka Liver að sér en ég veit ekki hvernig svoleiðis þjálfari hentar bandarískum peningamönnum, hef það á tilfinningunni að hann myndi líka vilja kaupa menn, samt klárlega klassa ofar en Rafa
17.19 Hálftími eftir og þá væntanlega 7 mínútur í skiptingu, svo að það komi frá þá heldur Rafa að það megi bara skipta á 4 tímapunktum í leiknum, 67. 74. 78. og 83 mínútu. Á þessu eru eingöngu veittar undantekningar ef einhvern meiðist eða lið fær á sig mark mjög seint
17.22 Lítið að gerast akkúrat eins og er, nema þá helst að tölvan er helst til heit á vinstra lærinu þessa stundina, best að færa hana aðeins
17.25 Rafa brosandi eins og venjulega
17.26 Fabio Capello á vellinum, er ekki alveg viss en mig grunar að þetta sé fyrsta skiptið sem Capello fer á völlinn í Luton, Voronin að gera sig kláran, hann þarf að drífa sig aðeins til að komast inná á 67. mínútu
17.28 Nú heldur Gummi að Kuyt sé Riise, mér finnst þeir ekkert líkir. Luton átti hins vegar hörmulega aukaspyrnu rétt áðan. Ágætt skotfæri rétt fyrir utan teig en þeir voru svo margir að þvælast í boltanum að þeim tókst ekki að búa til skotfæri, Babel útaf fyrir Voronin og Mashcerano að gera sig kláran
17.31 Mér finnst Mascherano mjög góður en þá vantar hann eiginlega ekki fyrir 17 mills, eigum Gerra og Alonso og Leiva til vara fyrir þá, höfum töluvert meira við einhvern sóknarmann að gera, hörmuleg hreinsun hjá fyrrum leikmanni Tottenham, Chris Perry, Voronin í dauðafæri sem markmaðurinn varði en Crouch tók frákastið og skoraði, þetta var alveg ok en ég er ekki alveg viss um að þetta sé í samræmi við gang leiksins, það skiptir reyndar jafn litlu máli og hvaða litur er á ruslapokanum manns, en samt
17.44 Smá tafir vegna vesens á moggablogginu, allavega, Luton er búið að jafna, ágæt fyrirgjöf og Riise henti sér fram, sparkaði boltanum í hendina á sér og í markið. Riise átti síðan ágætt skot rétt framhjá hinum markinu. El Zhar var að koma inná fyrir Yossi, Mascherano er kominn inná, fyrir Alonso held ég
17.47 Það er annars búið að vera smá vesen á moggablogginu síðustu daga, kvarta hér með. El Zhar er lítill, snöggur og getur skotið, það er svipað og Yossi, hann er lítill
17.50 Það væri alveg ágætt fyrir fjárhaginn hjá Luton ef þeir fá annan leik á Anfield, slatti af cash money fyrir það, þeim veitir víst ekki af
17.52 Búið að flauta af, virkilega góð úrslit fyrir Luton, bæði jafntefli og meira cash money. Frá sjónarhóli Liver var þetta ekki alveg í sama klassa, reyndar gott að Yossi og Voronin fái að spila á móti leikönnum á svipuðu level-i, það er allavega eitthvað.
Meginflokkur: Leikjadagbók | Aukaflokkar: Enski boltinn, Íþróttir | 6.1.2008 | 15:55 (breytt kl. 18:04) | Facebook
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.