Skemmtilega rólegt

um helgina. Fór á Ítalíu í gær, afbragðs matur og enn betri félagsskapur. Er núna í Jórsölum að gera ekkert, ég er reyndar ágætur í því að gera ekkert.

Ef niðurhal væri löglegt væri ég nýlega byrjaður á nýrri þáttaröð sem ég er búinn að vera að geyma aðeins. Þættirnir heita The Wire og eru lögguþættir frá Baltimore, dáldið spes þættir en alveg ágætir. Þetta verkfall handritshöfunda í Bandaríkjunum er að verða frekar þreytandi, þessir 12-13 þættir sem ég fylgist með reglulega eru í fríi núna og það eru ansi margir klukkutímar sem þarf að gera eitthvað annað við, ætli ég endi ekki á því að lesa í staðinn, meh...

Ábendingar um þætti eru vel þegnar, ef svo ólíklega vill til að ég eigi einhverja þætti eftir þá er þetta fínn tími til að uppgötva nýja. Idol byrjar annars eftir rúma viku, það er eins gott að það tefjist ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

so you think you can dance !

majae (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 03:11

2 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

hmm, afbragðs hugmynd, byrjaður að ná í fyrstu 3 seríurnar, thx

Pétur Björn Jónsson, 6.1.2008 kl. 03:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband