Leikjadagbók Middlesbrough-Liverpool 12.1.2008

Naustabryggja 29, sérlegur gestabloggari Aron Freyr, sem er að borða flatköku með hindberjamarmelaði.

14.49 best að tékka á liðinu, leikurinn er á sýn extra 1 þannig að það er lítið um stúdíóspjall

14.50 Liðið er Reina, Finnan, Carra, Hyypia, Arbeloa, Yossi, Gerri, Mascherano, Rise, hinn óviðjafnanlegi Andryi Voronin og hinn gullfallegi Fernando Torres. Ekki alveg uppáhalds uppstillingin mín, 6 varnarmenn, 2 varaliðsmenn og svo Gerri/Torres. Bekkurinn er Itandje, Agger, Alonso, Babel, Kuyt

14.54 Þorsteinn Gunnarsson er einn að lýsa, ætli það megi ekki segja fólki upp á þessum stöðvum, af hverju er ekki löngu búið að skipta Gaupa og Þorsteini út? Arnar mætti líka gera eitthvað annað en hann er svona level-i fyrir ofan Gaupa/Þorstein en það segir svo sem ekki mikið

14.56 Liðið hjá Boro er einhvern veginn, þekki engan sem heldur með Boro þannig að ykkur er sennilega jafn sama og mér hver er í liðinu hjá Boro.

14.57 Skrtel er ekki í hópnum, ekki heldur hlkajdhg, alerhkajg eða kjsrgkgf. Meira ónafnið þessi nýi gaukur, þarf að finna eitthvað nikk á hann, reyndar sá ég eina mynd þar sem hann minnti mig á private pyle úr full metal jacket, ekki hrós en allavega eitthvað, reynum Martin samt til að byrja með

14.59 Leikurinn er byrjaður og Voronin er með tagl, verst að það er ekki alveg nógu sítt til að fela það að hann er nr 10

15.01 Byrjar Þorsteinn að tala um framtíð Mascherano, bæði veit hann ekkert um það og eins skiptir það engu um þennan leik. anywho, boro fékk fyrsta hornið en ekkert varð úr því Riise reyndi sendingu á engan sem tókst ekki, hann hitti einn Boro kall

15.04 Hreinsunardellan sem kostaði okkur á endanum wigan leikinn er byrjuð aftur, gerri og arbeloa báðir búnir að hálf klúðra hreinsunum

15.06 Þorsteinn núna að mala um að það eigi eftir að líða þónokkur ár áður en að Liver getur unnið deildina, það getur svo sem vel verið að Liver vinni ekki næstu ár en á tíma þar sem t.d Chelski gat farið úr meðalmennsku í topplið á 2-3 árum með því að henda peningum í liðið þá er þetta dáldið spes komment, eiginlega bara bull, kemur svo sem ekki á óvart miðað við þulinn

15.08 Klafs og Liver fær horn sem gerri og riise tóku stutt, Gerri fékk ágætt skotfæri uppúr því en varið í annað horn

15.10 downing street með skot framhjá, hann er markahæstur í boro, með 4 mörk í deild

15.11 Arbeloa að klúðra annarri hreinsun, síðan dæmt á Hyypia fyrir að aliadiere henti sér niður, skulum kalla það ronaldotrix

15.14 Ekkert vaðr úr aukanum, annað en reyndar að mascherano fékk boltann í hausinn og vankaðist, voronin var núna að reyna 15 metra hliðarbringusendingu sem klikkaði merkilegt nokk

15.15 Riise er örvfættur

15.16 Mashcerano er eiginlega örfættur, allavega ekki sérlega stór

15.18 tuttugu búnar og lítið að gerast, ætli það tengist því að við erum með 6 varnarmenn og tvo varaliðsmenn inná

15.20 Voronin með hælspyrnu á einhvern boro kall, ekkert spes hjá honum en þó hæll

15.23 eina böggið við að slökkva á hljóðinu er að þá missir maður vallarhljóðin, af hverju er ekki hægt að slökkva á þulinum, gott upphlaup hjá boro og þeir komir yfir, fengu reyndar að skalla á milli inní markteig en ágætt engu að síður hjá þeim

15.26 Voronin fékk dæmdan á sig auka og meiddi sig við það, það er alltaf hálf aulalegt

15.27 Það er ósköp þægilegt að slökkva á hljóðinu

15.29 Finnan með svona la la skot eftir að aukinn var tekinn stutt, Huth sparkaði aftan í torres áðan en nendo sakaði ekki, mér leiðist annars þegar varnarmenn fá að renna sér aftan í menn án þess að fá spjöld, leiðist reyndar yfir höfuð þegar þegar þeir renna sér aftan í menn en einhvern veginn ákveðið réttlæti í því þegar þeir fá spjöld fyrir það

15.36 Smá tafir, þurfti að bregða mér frá örstutt

15.37 Línuvörðurinn dottinn á hausinn, hann virðist þó hafa sloppið að mestu ómeiddur

15.39 Liver hefur getað akkúrat ekki neitt í fyrri, líkurnar á skiptingu á hálfleik eru samt engar, nema reyndar ef boro skorar aftur fljótlega, litla rlíkur á því samt, þeir geta ekki mikið, Riise með skot rétt framhjá teignum, það er þá bara rúma 17 metra framhjá markinu

15.41 Nenni eiginlega ekki að horfa á þennan leik, það er afar sjaldgæft með liver leiki en þessi er hrein hörmung, voronin að reyna trix sem hann réði ekki við, veit að það þrengir trixahringinn ekki mikið enda sér maður sjaldan trix sem hann ræður við en þetta trix var sem sagt innanfótarmóttaka sem skoppaði einhvern veginn aftur fyrir hann

15.45 Þá er búið að flauta til hálfleiks, það eina jákvæða sem hægt er að segja um þennan hálfleik er að ég þurfti bara að hlusta á þorstein í sirka korter, síðan þá hefur verið þægileg þögn hér.

15.48 Veit ekki alveg hvað ég nenni að horfa á þetta mikið lengur þannig að ég hendi kannski einhverju inn ef eitthvað merkilegt gerist en annars læt ég þetta gott heita í dag

**uppfært kl 22.43

endaði sem sagt 1-1 eftir að Torres skoraði með skoti fyrir utan teig, held að honum hafi leiðst svo meðspilararnir að hann gat alveg eins farið að skjóta fyrir utan. Í fyrsta skipti þá kom einhver inná í hálfleik, babel fyrir arbeloa, skánaði eitthvað við það en liver voru arfaslakir í þessum leik. það er þá bara uppávið hér eftir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Þorsteinn er að bríllera eins og alltaf. Var að nefna að Reina væri markvörður sem væri alltar á tánum. Hef nú ekki séð betur enn að hann hafi átt 2 vel tímasett og vel ígrunduð úthlaup. Ég blota því alltaf jafn mikið þegar Liverpool eru sýndir á Sýn 2 eða Sýn 2 extra þar sem þar eru íslenskir lýsendur. Mig langar miklu frekar í þessu ensku.

Annars er Liverpool að spila hörmulega. Ekki viss um að Derby geti spilað svona ílla.

Sigurhjörtur (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband