Leikjadagbók Ísland-Svíþjóð 17.1.2008

Jórsalir 4, engir gestabloggarar að þessu sinni.´

Ég veit sáralítið um handbolta annað en það sem ég sé í TV, ég var reyndar markmaður í handbolta í svona tvö ár þegar ég var fjórtán eða fimmtán. Þetta þýðir þá að ég er u.þ.b jafn hæfur í handboltalýsingar og Gaupi er í fótboltalýsingar. Munurinn er kannksi helst sá að ég vinn ekki við að lýsa þessu í sjónvarpi.

19.07 Hmm, ég veit ekki alveg hvernig þetta virkar í handbolta en best að ég reyni að finna byrjunarliðið. Birkir Ívar, Guðjón Valur, Garcia, Snorri, Óli, Alex og Róbert eða eitthvað í þá áttina. Þar sem skiptingar eru heldur frjálsari en í fótbolta þá þarf víst ekki að giska sérstaklega á skiptingamínútur

19.09 Markmenn skipta töluvert meira máli í handbolta en fótbolta. Með fullri virðingu fyrir Kjartani stórvini mínum þá er helsta krafan á fótboltamarkmenn að þeir séu solid og verji meira en útispilari myndi gera. Í handbolta geta þeir hins vegar oft á tíðum unnið leiki næstum því uppá eigin spýtur. Eiginlega eina íþróttin þar sem mér dettur í hug að einhver skiptir meira máli en handboltamarkmaður er íshokkímarkmaður. Nóg af almennu markmannstali annars

19.12 Ég hef afskaplega gaman af handboltastórmótum, það þyrfti heilan helling til að fá mig á deildarleik í handbolta en Íslendingar á stórmótum er eitthvað sem enginn vill missa af. Þjóðsöngurinn að byrja, þarf að standa upp...

19.16 Bara svo það sé á hreinu þá er Ólafur Stefánsson besti hópíþróttamaður sem Ísland hefur átt, hann hefur í dáldinn tíma verið einn besti handboltamaður heims og það er nóg. Eina ástæðan fyrir því að ég er ekki alveg viss hvort hann sé okkar besti íþróttamaður yfirleitt er að handbolti er dáldið spes íþrótt sem fáir spila

19.19 Ólafur Lárusson íþróttakennari er að lýsa með Geir Magnússyni, Ásgeir Örn er annars í liðinu en ekki Alexander, leikurinn er að byrja fljótlega

19.20 Lausin er kannski sú að ráða Gaupa sem handboltasendiherra, hann gæti séð um allar handboltalýsingar fyrir sjónvarpsstöðvarnar og blöðin, þessir miðlar hljóta að geta slegið saman í eina stöðu handa honum

19.22 Ég er alltaf hrifinn af Fúsa en Róbert er hreinlega betri, Birkir varði fyrsta skotið, vonandi að svíar skjóti hann í stuð, það er svona handboltalingo

19.23 Svíar byrjuðu með boltann en íslendingar fá fyrsta vítið sem snorri skoraði úr eftir að óli braust í gegn, 1-0

19.24 Birkir varði aftur en svíar fengu frákast og víti, Birkir varði það  inn, 1-1. Það væri nú sennilega að æra óstöðugan að telja upp öll mörkin hérna. Þarf ekki að telja þetta skot hjá Loga gelgerðarmanni, það fór svona hálfan metra framhjá

19.25 Íslandingar eru að spila 5-1 vörn, ég veti það af því að GUðjón er einhvers staðar annars staðar en í horninu og af því að þeir sögðu það í TV-inu, ég held að það sé næstum meira um hrindingar í handbolta en í amerískum fótbolta, einn svíin var að reyna skrúfu úr horninu en það skrúfaðist lítið, hitti allavega ekki teiginn, Birkir varði annars aftur eftir ruðning á Loga og hraðupphlaup

19.28 Handboltamenn eru töluvert meira naglar en fótboltamenn, allavega eru þeir töluvert massaðri

19.30 Logi með stökkskot, reyndar cirka þar sem hægri hornamaðurinn er venjulega og beint í varnarmann en allavega reyndi hann skot, við erum víst orðnir einum færri og einu undir

19.31 Birkir varði boltann inn, svíar tveimur yfir en ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu, Íslendingar eru góðir í handbolta og eiga besti kallinn á vellinum, reyndar kannski tvo bestu ,Óla og Guðjón

19.33 Staðan í þrándheimi er annars 3-4, held að leikurinn sé allavega í þrándheimi

19.34 Nú þurfti ég að logga mig útaf msn því Eva systir heimtaði að segja brandara, hún kann ekki góða brandara

19.35 Snorri að láta verja frá sér víti, Guðjón Valur síðan að skora úr hraðupphlaupi stuttu seinna, hann er fljótur og reyndar gormur líka, tólf mínútur búnar og staðan 4-5

19.37 Gult spjald í handbolta er eitthvað það furðulegasta sem ég veti um í íþróttum, Róbert að brenna af öðru færi, kannski bara reglurnar um ruðning sem eru skrýtnari, nema reyndar þegar Héðinn Gilsson vinur minn var að spila, það var yfirleitt dáldið augljós ruðningur. Veit annars einhver hvort það var oftar dæmdur ruðningur á Héðinn eða Júlíus Jónasson? 

19.40 Tomas Svenson er að verja ágætlega, það er ekki alveg nýtt, Birkir varði síðan líka, Íslendingar eru hreinlega betri í handbolta en Svíar þó það verði að viðurkennast að það hefur ekki alltaf verið þannig

19.41 Jú var að fatta eitt sem er furðulegra í handbolta, dómgæslan er stórskrýtin yfir höfuð, vissulega held ég að ruðningsreglan sé skrýtnust en þetta með ólöglegar blokkeringar og svoleiðis í íþrótt sem byggist að töluverði leyti uppá hrindingum er dáldið spes, Íslendingar annars í hratt upphlaup en svíar skora úr hraðupphlaupi, það gerist allavega hellingur í handbolta

19.45 Miðað við hvað þeir hlaupa og hoppa mikið þá skil ég ekki alveg hvernig þeir geta spilað leiki með svona stuttu millibili, var að taka eftir því að Garcia er inná, þetta hefði alveg eins getað verið Logi eftir að skipta um gel, leikhlé og Alfreð segir að þeir séu að spila of hægt

19.47 Brotið á Róberti og íslendingar fengu víti, Óli að taka það núna, mark, 7-8 og tuttugu búnar, við einum fleiri

19.49 Pierre Litbarski að skora lengst innan úr horninu eða allavega einhver sem er líkur honum, annars svíi rekinn útaf fyrir að kýla Óla í magann, það má sem sagt hrinda en ekki kýla

19.51 Dæmd skref á Garcia og við tveimur fleiri, það er ekkert spes, einn svíi kominn inná aftur

19.52 Hafið þið annars hugmynd um hvenær á að gefa merki um leiktöf eða hvort það skipti máli hvað sé mikið eftir af leiknum þegar það er ákveðið, ætli dómararnir viti það?

19.53 Guðjón Valur að skjóta yfir úr hraðupphlaupi, það er dáldið lélegt að hitta ekki markið þegar maður fær að hoppa inní teiginn, Einar og Logi komnir inná, Einar neglir allavega eða reyndar ekki því Snorri henti útaf

19.55 tvígrip á Svía og Einar skorar eftir einhvers konar hallasérafturábakogbeygjasigíhnjánum gabbhreyfingu, gott mark og svíar brenndu síðan af víti

19.56 Guðjón með skot í góðu færi fyrir miðju en í slána, svíar skora síðan, 9-11, þetta er annað skiptið sem við klikkum á færi og svíar fara upp og auka muninn í tvö, Einar með skot úr kyrrstöðu en Svenson varði

19.58 Tuttugu sekúndur eftir, við í sókn, Óli með standskot framhjá, staðan í hálfleik er 9-11, dáldið lítið skorað sem sagt. Eitt sem ég er samt að pæla í með handbolta, er einhver önnur íþrótt þar sem maður fær skráða leiki án þess að spila? Jakob Sigurðsson á held ég yfir 200 landsleiki en ég sá helling af þeim og Gummi Gumm fór aldrei útaf, allavega sjaldan, það er svo sem ok en ég á þá svona tuttugu deildarleiki með Hammarby en ekki sjö eða átta, smá hlé víst það er hálfleikur

20.04 Gummi er að tala um að liðið þyrfti að hraða leiknum og taka sér meiri tíma, ég skil greinilega handbolta ekki því ég veit ekkert hvað hann er að tala um, Júlíus Jónasson er hins vegar alveg svakalega brúnn

20.07 Auglýsing um mynd sem heitir disturbia, allir raðmorðingjar búa við hliðina á einhverjum, frábær spennumynd með sjía leböff í aðalhlutverki, kannski horfi ég ekki nóg á sjónvarp og myndir en ég hef aldrei heyrt um sjía leböff

20.09 Tvær auglýsingar með strákunum okkar, sú seinni frá Kaupþing með Birki Ívari að koma úr sturtu, mikið er ég feginn að Silfur Egils notar ekki sömu auglýsingahugmynd

20.11 Geir sagði að Einar hefði skotið rétt framhjá en það hefði allavega verið fast, það er dáldið eins og ég í fótbolta í sporthúsinu, Snorri með sérstakt trix, hann tók einhvers konar hliðarvalhopp til vinstri og svo standskot í svona 3 varnarmenn sem stóðu þar.

20.13 Íslendingar byrjuðu með boltann og svíar skoruðu fyrstu tvö mörkin, það er vonlaust að byrja með boltann á þessu móti, Logi skoraði með góðu skoti en Anderson líka, 10-14

20.14 Óli nennti ekki að bíða, skaut í skeytin af 10 metrum, svona Sigga Sveins mark

20.15 verst að svíarnir skorðu strax aftur, 11-15, Logi er með dáldið fínt hár en Svenson varði frá honum, Birkir varði síðan úr góðu færi, hann er samt ekki með jafn fínt hár og Logi enda framleiðir hann ekki sitt eigið gel

20.17 Sérstök sókn hjá okkar mönnum og svíar náðu boltnaum, svíar voru víst að setja upp í kerfi, ég kann ekki eitt handboltakerfi, þeir fengu hins vegar víti, Birkir fer til Alfreðs þegar þeir fá víti, ég næ ekki alveg því trixi, allavega skoraði svíinn, 11-16, dæmd hindrun á Vigni Svarsson, Ólafur Lárusson segir að íslenski sóknarleikurinn sé hræðilegur, allavega erum við búnir að skora 11 mörk á rúmum 39 mínútum, það eru þá um 17 mörk í leik, 11-17 og svíar með boltann

20.22 Guðjón Valur er orðinn miðjumaður og Hannes Jón kominn í hornið, reyndar var Guðjón að fara útaf í tvær mínútur, koma svo Ísland

20.23 Fimm á móti fimm og staðan 11-18, nítján eftir. Svíar spila góða vörn sýnist mér, Snorri fékk dæmt á sig og á sama tíma sögðu Óli og Geir skref/ruðningur, Svíar misstu boltann síðan og gelið hans Loga fékk víti og tvær á einhvern, tólfta markið kom ekki, hinn markmaðurinn varði vítið, við erum sem sagt búnir að skora tvö mörk á þrettán mínútum í seinni, eitthvað hefur hálfleiksræðan hans Alfreðs klikkað eftir níu marka fyrri, leikhlé hjá okkur. Dáldið skondið að Geir og Óli heyra ekki það sem Alfreð er að segja en við heyrum það, Geir ákvað þá að giska á að það ætti að auka hraðann, er ekki almennt bara betra að sleppa því að segja eitthvað í stað þess að giska

20.28 Við einum fleiri, en það vill enginn skjóta, Einar með gegnumbrot og honum hrint en ekkert dæmt, hann var ekki kýldur þannig að þetta er í lagi í handbolta. Nú fáum við annað víti, Garcia sleppir því alveg að skjóta, ætli hann sé þá svona góður sendingamaður? allavega hélt ég að hann væri skytta, Guðjón Valur að skora tólfta markið þegar 44:40 eru búnar

20.31 Sónarleikur svía er ekkert spes heldur eða reyndar íslenska vörnin góð

20.32 Svenson að verja úr góðu færi hjá Guðjóni, Geir var að segja að enginn væri að hjálpa Garcia þegar hann hoppaði upp, þeir kannski hafa haldið að hann myndi skjóta.

20.33 Óli Lár sagði að Garcia hefði verið góður með sínu félagsliði fyrir áramót, það er svona kurteis leið til að segja að hann hafi ekki verið að spila vel í þessum leik

20.34 Svenson að verja skot frá Einari, hann er búinn að vera góður í þessum leik, svíar skora 13-21, þetta fer að verða erfitt, ellefu eftir og Hreiðar kominn í markið, Svenson ver frá Einari

20.36 Garcia henti boltanum í lappirnar á einhverjum okkar manna, svíar komnir í 13-23 og þá er þetta því miður formlega búið. Ég er augljóslega óhappa í þessu handboltaleikjabloggi, mun klárlega ekki reyna þetta aftur enda kannski betra að halda sig við íþróttir sem maður veit meira um en það sem maður hefur séð í sjónvarpi, kannski að ákveðin sjónvarpsstöð taki það líka til fyrirmyndar

20.39 Hinn markmaðurinn hjá svíum er með fínasta hár þó hann sé með smá nöttarasvip, við erum tveimur fleiri en vorum að klikka á hraðaupphlaupi, staðan er sem sagt 16-23 og fimm eftir

20.42 Hreiðar ver fimmta skotið sitt, málið er að mér finnst vörnin og markvarslan hafa verið alveg í góðu lagi en það er sennilega ekki nógu gott að vera komnir með sautján mörk á rúmum 56 mínútum. Ekki það að ég viti mikið um varnarleik í handbolta en miðað við að svíarnir eru bara komnir með 23 mörk á 56 mínútum þá er það sennilega bara nokkuð gott, þarf nefnilega að líta á björtu hliðarnar skiljiði

20.45 Það er dáldið með handbolta eins og aðrar íþróttir, ef liðið manns er að tapa illa þá er þetta ekkert sérstaklega skemmtilegt

20.47 Rétt um mínúta eftir og þetta sem sagt að fjara út, vonum að næstu leikir gangi betur, reyndar búið núna og endaði 19-24, maður leiksins þá væntanlega Tomas Svenson, ætla að taka til við annan þáttinn í Idol


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bla bla bla bla bla... thú losnar ekki léttilega vid mig...  

svíarnir eru med flottara skegg en íslendingarnir....  mikilvaegt ad koma thví ad.... og stadan er 7-9..

eva systir (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 19:52

2 identicon

doktor ritgerð á handboltaleik.

 það er spurning að detta bara í það soon vinur...ja herna.

Pottverjinn (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 20:43

3 identicon

Ertu bara ekki á rangri hillu í lífinu gæskur - á ég að safna undirskriftum um að þú fáir draum þinn uppfylltan og fáir að lýsa í beinni í sjónvarpinu ;-)

Birna (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 13:23

4 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

æ nei, er í ágætri vinnu, það er miklu þægilegra að sitja heima í lazy-boy og horfa á þetta

Pétur Björn Jónsson, 18.1.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband