Leikjadagbók Liverpool-Aston Villa 21.1.2008

Jórsalir 4, slatti af vatni og banani eru veitingar kvöldsins.

19.48 Allavega ekki logn í Reykjavík, nýjustu útgáfu MR-Versló dagsins lauk með sigri Versló. Gísli, Villi og Hanna Birna unnu Dag og Gumma Steingríms. Vonandi að það verði ekki mikið fleiri meirihlutaskipti í bili, þetta er að verða ágætt, anywho..

19.50 Eins og fram kemur í fyrri færslu þá fer þessi leikur 3-0 fyrir Liver en það þarf víst að spila hann samt, alltaf spennandi að vita hvernig mörkin skiptast. Gummi Ben einn í settinu, það er afbragð.

19.52 Liðið er Reina, Arbeloa, Sami, Carra, Aurelio, Yossi, Gerri, Mascherano, Harry, Kuyt og hinn gullfallegi Fernando Torres. Itandje, Crouch, Alonso, Babel og Skrtel sem hér eftir verður kallaður Martin.

19.54 Stuart Taylor í markinu hjá Villa, Carson má ekki spila Liver leiki. Reo-Coker er í liðinu hjá Villa, mannvitsbrekkan Bellamy sagði um Dyer að hann væri eins og Reo-Coker nema hvað hann kynni fótbolta. Kieron Dyer var annars að slá enska metið í fjölda tíma hjá sjúkraþjálfara, Darren Anderton átti gamla metið

19.57 Mótmælalök á Anfield, ekkert sérlega sáttir við Hicks/Gillett þessa dagana. Gaman annars að sjá Harry og fína hárið hans aftur í liðinu. Líka gaman að vita af Voronin í stúkunni, kannksi það eina sem gæti toppað þetta væri ef Yossi sæti við hliðina á honum

20.00 Þetta er annars byrjað, Yossi með skot yfir eftir ágæta sendingu frá Kuyt

20.01 Mascherano tapaði skallabolta fyrir Carew áðan, munaði bara svona 90 sentimetrum að hann ynni hann

20.03 Ef niurhal væri löglegt hefði ég verið að horfa á ágæta mynd áðan, Before the devil knows you´re dead. Marisa Tomei eldist afar vel skulum við bara segja

20.04 Gummi ekkert að fela sponsið, var nú að segja öllum að fara inná 1x2.is að tippa í beinni, fattar sennilega ekki að það á örugglega að fara fínt í svona sponsdót

20.05 Torres einn að pressa, það er alltaf skemmtilegt. Reina síðan út fyrir teig að skalla, ágætt að hann hitt´ann

20.07 Mascherano með skot 9 metra yfir og 12 framhjá, af 30 metra færi

20.08 Kantararnir hjá Villa væru velkomnir í Liver, ungir og fljótir

20.09 Roberto Mancini er á vellinum enda bara nokkrar vikur í Inter leikina, hef litlar áhyggjur af þeim, Inter getur aldrei neitt í meistaradeildinni, Aurelio að missa boltann en Gardner ákvað að skjóta framhjá

20.11 Aurelio með sendingu á einn í hinu liðinu, hreinsaði síðan ágætlega stuttu seinna

20.12 Hvort ætli sé dæmt oftar á Carew eða Crouch, hendi á Petrov en bara önnur, ekkert dæmt

20.14 Hraður leikur og ágætis spil hjá Liver, ég er þokkalega sáttur ef þeir eru bara búnir að taka hreinsiæfingu, það er eitthvað sem þarf að vera í lagi til að búa ekki til endalaust af færum fyrir hina kallana

20.16 Yossi veit ekki að boltinn fer ekki í gegnum mannslíkamann, klafs og horn eftir skot frá Harry

20.17 Yossi að skora eftir gott spil með Kuyt, reyndar varði markmaðurinn fyrst en Yossi tók frákastið, vel gert hjá Yossi og Kuyt, 1-0

20.19 Gæti hafa verið sjálfsmark hjá Laursen, gallinn við það er að hann er í draumaliðinu mínu

20.20 Dæmt á Torres, sýnist honum vera kalt í framan, hann er með svona Henschoz andlit, kannski að honum sé svona heitt en ég held ekki. Talandi um kulda, ég væri alveg til í snjó ef það væri bara svona 15 stiga hiti með honum, verður líklega seint

20.22 Torres er nagli, stóð af sér eitthvað tæklingaklafs, Ronaldo er eiginlega eins, nema bara akkúrat öfugt, rangstaða á Carew, hann er stór

20.23 Harry reyndi hæl sem gekk ekki, Yossi að renna sér, gekk ekki heldur

20.25 Ef einhver á Anfield er að lesa þetta, nenniði að rölta yfir til Rafa og fá hann til að setja Babel inná fyrir Yossi, Aurelio með snöggan auka á mótherja, pointið með snöggum auka er sennilega frekar að gefa á samherja

20.28 Gummi segir að það hafi vantað graða menn inní boxið eftir fína ristarfyrirgjöf hjá Kuyt, rétt hjá honum 

20.29 Aurelio í hálffæri eftir ágætt spil hjá Kuyt og Gerra, fínt ef Kuyt fer að finna sig sem batti, ég væri alveg sáttur við það, rétt eins og að ég væri vel sáttur ef Crouch ynni jafn marga langa skalla og Carew

20.32 Lítið að gerast hjá Villa nema helst þegar Harry/Aurelio gefa á þá, eitthvað bras á Torres þessar mínúturnar

20.34 Ok, það eru 36 búnar, staðan 1-0 fyrir Liver og þeir hafa verið miklu betri, Villa má alveg halda svona áfram í seinni, Mascherano að reyna 30 metra innanfótarsendingu, dreif svona 15, Yossi að skalla Bouma, ekki mjög gott held ég, vonum að þeir séu í lagi, mér er nefnilega ekket illa við Yossi nema bara sem fótboltamann, hann er eflaust ágætis náungi þó hann sé ferlega ljótur

20.37 Mascherano á Bouma á Kuyt á Laursen á Yossi á Davies, að mestu leyti í fyrsta, kannski þeir ættu að prófa aukatouch

20.40 Liver með horn og þrjár eftir, Ashley Young tók hann með maganum, samkvæmt Gumma segja handboltamenn víst helvítis svíinn, Gumma fannst Mellberg vera að leika eitthvað, var reyndar að fatta að Barry er ekki með Villa, kannski þess vegna sem þeir eru í tómum vandræðum á miðjunni

20.43 Ágætis pæling hjá Harry, tók í fyrsta innfyrir á Torres, var reyndar allt of langt en ekki alvitlaust. Petrov með skot 12 metra yfir

20.44 Flautað til hálfleiks, Liver miklu betri og eru verðskuldað yfir 1-0, best að fá sér banana, aftur eftir tæpt korter

20.58 Carlsberg útvegar ekki með leigjendur en ef þeir gerðu það þá væu það líklega bestu meðeigjendur í heimi. Sú auglýsing er mun skemmtilegri en TM auglýsingin þar sem fólkið fer í bað saman, mér finnst eiginlega algjör óþarfi að sýna hneturnar svona víst þetta er auglýsing.

21.00 Yossi greiddi sér í hálfleik, veit reyndar ekki hvort það er gott að hann hafi greitt frá andlitinu

21.01 Gummi með ágætis punk, Torres var hálf rólegur í fyrri

21.02 Sem sagt engar breytingar í hálfleik, Villa með langan auka en Liver hreinsaði í fyrsta, það er miklu betra, Curtis Davies með skot framhjá eigin marki

21.05 Veit ekki hvort það er netið hjá mér eða moggabloggið, er hálf lengi að uppfærast, lítið annars gerst í leiknum fyrir utan það að Kuyt fékk eðalfæri en klúðraði móttökunni svaðalega

21.08 Mynd af Martin, hann er með húfu, Torres missti boltann þegar hann reyndi hlaupatilvinstritrixið sitt

21.10 Ágætt skot frá Harry varið og svo Torres með skot yfir

21.12 Töluvert tempó og tæklingar, Arbeloa með trix og síðan gott spil, endaði á skoti yfir frá Arbeloa yfir, gott moment í leiknum hjá Liver núna

21.14 Dáldið lýsandi fyrir enskan bolta síðustu mínútur, örlítið meira kapp en forsjá en allavega aksjón í leiknum, Villa með auka til hliðar við teiginn

21.16 Yossi klobbaður af 10 metrum, reyndar óvart hjá Reo-Coker en samt

21.17 Mellberg með parabóluinnkast, Villa hafa nú veirð aðeins skárri í seinni, það var svo sem ekki erfitt. Carra með klafslega hreinsun í innkast, hreinsiæfingin þeirra hefur samt virkað fínt, hreinsa allavega langt, Yossi reyndi nú enn og aftur boltannígegnummanninntrixið, nennir einhver að kalla á hann að það virki ekki. 63 búnar sem þýðir að það ættu að vera 4 mínútur í skiptingu hjá Rafa en verða líklega 11. Torres aftur að missa boltann aðeins of langt frá sér, hefur veirð dáldið þannig dagur hjá honum 

21.20 Reo-Coker að rífast yfir því að það var dæmt á að hann færi í gegnum Torres, Aurelio með auka, ég vissi ekki að það mætti stökkva langt útúr veggnum í auka sem er tekinn beint, dómarar eru svo fáránlega miklar gungur í þessu að það er svona á mörkunum að vera óþolandi, reyndar líka hendi á gaukinn , Yossi að hlaupa of langt og missti boltann, Villa með hratt upphlaup en Carew með vonlaust skot

21.24 Gult á Arbeloa, auki nálægt miðju og Villa jafnar, drasl  1-1

21.25 Marlon Harewood skoraði með bakfallsspyrnu, Gummi Ben sagði að það væri úr karakter hjá honum, það er hins vegar ekki úr karakter hjá Rafa að skipta þá núna, nokkrum mínútum of seint

21.27 Einhvern veginn er Villa komi í 2-1, Mellberg með klafsmark, þetta mark var reyndar sérlega ljótt og fór af hendinni á Aurelio, Liver ætlaði greinilega ekki að gera jafntefli í 4 leikjum í röð, hefði verið skárra en að tapa leiknum. Nú er Rafa að fara að skipta Babel inná, eins og venjulega of seint

21.29 Harry útaf fyrir Babel, korter eftir 

21.31 Carra er orðinn bakvörður, Arbeloa fór útaf fyrir Martin á milli markanna áðan, Liver að fá horn, inní með martin, sami og carra

21.32 Eðlilega smá pressa á Villa markið eins og er, verið að endursýna seinna mark Villa, það var dáldið spes, manni er hins vegar almennt refsað fyrir að nýta ekki færin, ljótt mark samt en telur jafn mikið og hin

21.34 Martin að rífast við Harewood, fínt að rífa aðeins kjaft, allavega eitthvað skap í honum, Babel er sprækur

21.36 Crouch inná fyrir Yossi, Liver fékk horn og svo aftur

21.37 Gummi vandar sig mismikið í sjónvarpinu, segir t.d "GÁT" af því að GUðni Bergs segir að þannig beri maður fram Kuyt, það má vel vera, en maður segir samt ekki að dómarinn sýndi bara sólheimaglott, það er meira svona eitthvað sem maður segir við félagana

21.39 Dómarinn hefur látið þetta fljóta ágætlega, lítið flot verið í hinum gullfallega Fernando Torres, hann er að reyna en það bara virkar ekki almennilega, skulum vona að Kuyt hafi ekki smitað hann af því

21.41 Gerri með skot í hausinn á Petrov, ekkert spes, fimm eftir og hlé vegna höfuðmeiðsla, eitthvða af fólki að fara af vellinum, það er dáldið spes að fara af vellinum þegar liðið þitt er einu marki undir heima, nema einhver þarna sé búinn að fatta að það sé happa, skulum vona það

21.43 Liver með auka langt úti á velli, klafs og Crouch jafnar, ekki fallegt mark en telur, samt ekki nærri því eins ljótt og hjá Mellberg, afar sérstök tölfræði hjá Gumma, fyrsta deildarmark Crouch frá því í Mars, ég veit að hann spilar ekki alla leiki en það er samt dáldið spes hjá landsliðssenter, Torres með skot sem fór ekki í hendina á einum, Liver vildi samt fá víti

21.46 Gerri með ágætan skotséns en afleitt skot, 91 búin og við höldum þá áfram að reyna að bæta jafnteflismetið, annars gott að þetta lið fór áðan, það var þá happa

21.48 Knight við það að koma Crouch innfyrir en það rétt slapp hjá honum, flautað af og endaði 2-2, fjórða jafnteflið í röð hjá Liver, þessi leikur átti samt að fara 3-0 fyrir Liver

21.49 Liver gengur merkilega illa á heimavelli, spiluðu reyndar alveg ágætlega stóran hluta af leiknum en búa ekki til nógu mörg færi, það sem er eiginlega verra er að það gerist lítið ef Gerri/Torres eru ekki afgerandi

21.52 Næst á dagskrá hjá Liver er þá heimaleikur við Havant&Waterlooville, stórleikur og sérsniðinn fyrir Voronin/Yossi og félaga í varaliðinu, allavega ef Torres og Gerri eru í hópnum þá fer ég endanlega að efast um geðheilsuna hjá Rafa, fimmst hans tími hjá Liver reyndar vera á enda en ágætt að það bíði fram á sumar úr þessu. Þarf einfaldlega að fá þjálfara sem getur komið liðinu ofar í deild, ætli það sé hægt að ráða Rafa bara í meistaradeildina, þeir þurfa hvort eð er að borga honum laun eftir að þeir reka hann, kannski jafn gott að fá hann sem tæknilegan meistaradeildarráðgjafa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaha Pétur,,hefurðu ekkert breyst síðan ég sá þig fyrir hmmm man ekki hvað mörgum árum síðan =) þú ert ótrúlegur =) en já gaman að lesa vitleysuna eða kannski ekki vitleysu:O sem kemur frá þér =)

Una (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 20:26

2 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

hehe, það eru nokkur ár síðan, ég hef eflaust breyst eitthvað en líklega ekki jafn mikið og ég held, helsta breytingin er líklega 10 ár og 20 kíló

Pétur Björn Jónsson, 21.1.2008 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband