Liverpool-Havant&Waterlooville hefst eftir 10 mínútur. Torres, Gerri og Carra á bekknum. Rocky Baptiste er í liðinu hjá H&W. Spái því að Rocky þessi skori í dag.
Ef Crouch skorar ekki í dag þá þarf að selja hann fyrir kvöldmat. H&W fær víst 350.000 pund fyrir þennan leik sem gerir töluvert meira en að greiða upp allar skuldir félagsins. Liver var hins vegar að taka glænýtt 350.000.000 punda lán.
Meðalfjöldi áhorfenda á heimaleikjum H&W er 606 á þessu tímabili.
Hendi inn stöðunni í leikjum dagins eftir því sem ég sé það á soccernet, er staddur í Naustabryggju en á leið í Jórsali, engin Sýn hér en er að horfa á Króatía-Frakkland á RÚV, er með Sýn í Jórsölum og fer þá væntanlega að horfa á Arsenal-Newcastle og síðan Wigan-Chelski, allavega...
14.57 Lið Liver er Itandje, Finnan, Sami, Martin, Riise, Pennant, Mascherano, Lucas, Yossi, Babel, Crouch.
14.59 Súrt að leikurinn sé ekki sýndur, BBC klúðraði því víst eitthvað og voru búnir að velja Mansfield-Boro sem tv-leik, getið þið nefnt mér tvo sem hafa áhuga á þeim leik, fyrir utan þá sem aldir eru upp í Mansfield. Lið úr Blue Squre South deildinni á Anfield í fjórðu umfeðr bikarkeppninnar er dáldið stærri saga.
15.01 Boro vann annars Mansfield 2-0 áðan, jibbí. Spái 15-1 fyrir Liver.
15.03 Stórleikurinn hafinn
15.06 Jay Smith tók innkast á vallarhelmingi Liverpool
15.08 Plymouth komnir í 1-0 á heimavelli Portsmouth, liðið hjá Portsmouth er Hemmi og unglingaliðsgaukar held ég, gerist þegar allt aðal- og varaliðið þitt fer á Afríkumótið
15.09 Havant & Waterlooville fékk fyrsta horn leiksins, Itandje tók það
15.11 Havant & Waterlooville eru komnir yfir á Anfield, Richard Pacquette skoraði með góðum skalla á fjær, 0-1, óvæntustu úrslit í sögu bikarkeppninnar ef dómarinn flautar af áður en Liver skorar
15.13 Mo Harkin lagði upp markið
15.14 Liver greinilega að einbeita sér of mikið að því að dekka Rocky Baptiste
15.17 Staðan á Anfield eftir korter er 0-1, sanngjarnt eftir því sem ég best veit. Mark Richard Pacquette kom á áttundu mínútu
15.20 Liver að fá eitthvað af hornum og Riise allavega búinn að eiga tvö skot
15.21 H&W á dáldið af markspyrnum
15.22 Tuttugu búnar og staðan 0-1, var annars að kveikja á Sýn2, Villa-Blackburn er í gangi þar, tuttugu búnar og staðan 0-0
15.23 Jay Smith tók þrjú innköst á sömu mínútunni, Neil Sharp átti síðan skot framhjá marki Liverpool, versta við þetta er að við getum líklega ekki einu sinni selt Pennant til liðs í Blue square south eftir þetta
15.29 Lucas Leiva að jafna á 27. mínútu eftir sendingu frá Babel, fjórtán eftir, mörk þ.e.
15.33 H&W komnir yfir aftur, sjálfsmark hjá Martin Skrtel, ég er hættur að kalla hann Martin, hann heitir hér eftir bara eitthvað, t.d. akhgaaædjgnk, 1-2
15.35 Sjálfsmarkið kom eftir skot frá hinum geðþekka leikmanni H&W Alfie Potter
15.37 http://www.havantandwaterlooville.net/club/clubinfo.shtm er heimasíða stórliðsins, þarna ætti að vera hægt að nálgast miða á leikinn svo lengi Liver nær að jafna. Best að fara að tékka á því hvenær sá leikur er spilaður, gæti verið gaman að kíkja á þann leik
15.38 Er einhver sem les bloggið með sambönd á Westleigh Park, gæti orðið erfitt að fá miða, 37 mínútur búnar og staðan 1-2
15.41 Markið hjá Lucas áðan var víst með góðu skoti af 25 metrum, hlaut að vera, ekki auðvelt að koma boltanum framhjá Kevin Scriven í marki H&W
15.44 Philip Warner meiddist, Tony Taggart kom inná fyrir hann, veit ekki hvaða taktísku afleiðingar það hefur en ég er hrifinn af Tony Taggart, hlýtur eiginlega að vera nagli miðað við þetta nafn, annað hvort það eða hann leikur í fullorðinsmyndum, þarf að passa orðalagið skiljiði, Aron er á ferðinni hérna í nánd
15.46 Yossi að jafna, 2-2, hann væri góður blue square south leikmaður, allavega yfir meðallagi, ætli Thurrock vilji fá hann?
15.47 Pennant lagði þetta víst upp með sendingu frá vinstri, hvað ætli Pennant hafi verið að gera þar
15.49 Tom Jordan er á miðjunni hjá H&W, hann er sonur hins snoppufríða Joe Jordan
15.50 Flautað til hálfleiks á Anfield Road í Liverpool, staðan er 2-2
15.52 Þetta er allt gott og blessað nema hvað gallinn er að nú gæti Rafa fengið þá hugmynd að setja Torres og Gerra inná, ef hinir leikmennirnir þínir geta ekki klárað Havant & Waterlooville þá er vandamálið stærra en það að þú þurfir að gefa Torres og Gerra frí öðru hvoru, finnst mér allavega
15.56 Af öðrum leikjum er það helst að frétta að arsenal-newcastle er 0-0 og stórlið derby er að tapa 0-3 heima fyrir Preston
16.01 Frakkland yfir 22-21 á móti króatíu, ef einhver hefur áhuga, fimm mínútur eftir.
16.05 nú fer seinni væntanlega að byrja fljótlega, þetta fer allavega ekki 15-1
16.08 Seinni byrjaður, engar skiptingar
16.09 Kevin Scriven að taka útspörk
16.20 Yossi búinn að skora tvö í viðbót, er hættur að skrifa um þetta, er nefnilega að horfa á leikinn
Meginflokkur: Enski boltinn | Aukaflokkur: Bloggar | 26.1.2008 | 14:58 (breytt kl. 16:20) | Facebook
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Þú ert besti þjónustustjóri í heimi !!!
PS: Konan min er besti markvörður í heimi.....hef ekki "skorað" í margar vikur!!!
Pottverjinn (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.