Leikjadagbók Chelsea-Liverpool 10.2.2008

Naustabryggja 29, sérlegir aðstoðarbloggarar Aron Freyr og fyrrum landsliðsfyrirliði Jón Pétursson.

15.53 Liðið hjá Liver er Reina, Finnan, Carra, Skrtel, Riise, Gerri, Mascherano, Lucas, Babel, Kuyt, Crouch. Held að þetta sé frekar 4 3 3 en 4 4 2. Ætli Kuyt fari ekki að mjaka sér hægra megin út, þangað sem hann fer á endanum.

15.55 Liðið hjá Chelski er Cech, Belletti, Hinn ofurgrófi Carvalho, Alex, Cole, Makelele, Lampard, Ballack, SWP, Joe Cole og Anelka.

15.57 Spáin er eftirfarandi:

Pétur Björn 1-3

Aron Freyr 1-1

Jón P 2-1

15.57 Ánægður með að Lucas sé að spila

15.58 Gummi Ben er einn að lýsa, hann er á Stamford Bridge

15.59 Varamenn hjá Liver eru Itandje, San Jose, Harry, Yossi og listamaðurinn sem var áður þekktur sem Jermaine Pennant

16.00 Carra/Skrtel í fyrsta sinn, Sami er víst meiddur, getur þá sest við hliðina á Agger hjá sjúkraþjálfaranum

16.02 Ennþá fúll útí Inspector Clouseau að sleppa Anelka og fá í staðinn örþunnu hárkolluna hans El Hadji Diouf

16.03 Kuyt hleypur allavega. Merkilegt hvað maður hefur strax meiri áhuga á leikjum liðsins sem maður heldur með

16.04 eða kannski er það ekkert merkilegt

16.05 Hendi og gult á Belletti, réttilega en það kom samt á óvart að dómarinn þyrði að gera þetta

16.06 Anelka í break en Skrtel reddaði á edanum, tempó í leiknum, það er venjulega nóg aksjóna í leikjum hjá chelski-liver

16.07 Skrtel er dáldið grannur í framan, ekki alveg Yossi en samt

16.09 Crouch er dáldið grannur alls staðar, næstum eins og Yossi

16.10 Það er Lasagna í matinn á eftir, ég verð síðan að flýja héðan úr Naustabryggju áður en ég þau þurfa að flytja mig héðan með vörulyftu, það er ósköp þægilegt letilíf að vera með minime heima hjá gamla settinu heila helgi, mikið borðað en ekki mikil hreyfing

16.11 Bras á Liver en Skrtel hreinsaði þessu

16.13 Shaun Wright Phillips er tæpur meter, með haus

16.15 Skrtel hefur komið vel út fyrstu mínúturnar, virkar sterkur og fljótur

16.16 Carvalho er ekki búinn að brjóta á neinum ennþá, kannski enginn komist nálægt honum, Finnan með 40 metra fyrirgjöf

16.17 Cech með útspark, Anelka með slæman skalla, innkast chelski

16.18 Slæm sending hjá Ballack, Liver með innkast, Liver reynir dáldið að einangra Babel á móti Belletti, skalli hjá crouch til babel, aftur á crouch sem skaut rétt framhjá út góðu færi, liver með fyrsta færið en ekkert kom úr því

16.20 Skrtel er svona laumufallegur, þ.e. ef hann er fallegur þá er það vel falið

16.22 Gott moment í leiknum hjá liver, Gerri með fyrirgjöf sem crouch skallaði, crouching tiger var hins vegar að bakka þannig að það var enginn kraftur í skallanum, vel gert hjá gerra samt

16.23 Ballack á ekki séns í að hlaupa með boltann framhjá Mascherano, hann er hrifnari að vera nálægt sóknarmönnum, sennilega finnst flestum það þægilegra en samt

16.25 Babel er fljótur, ekki síst við hliðina á Belletti og Ballack

16.26 Chelski að ná meiri tökum á þessu aftur, langir boltar á Crouch eru betri ef þeir eru á hausinn á honum, verra þegar hann á að hlaupa 30 metra innfyrir einhvern

16.27 Joe Cole vildi fá víti, það varið farið í hann en hann datt sérkennilega, mátti dæma en mátti alveg sleppa, mér fannst ágætt að því var sleppt

16.29 Tæpur hálftími búinn og liver búnir að fá eina færið, staðan 0-0, Liver átti ágætis upphlaup sem varð einhvern veginn  ekkert, sendingin frá Mascherano aðeins of framarlega fyrir crouch og síðan fyrirgjöfin frá honum aðeins of léleg, Liver fékk horn eftir beina rist hjá Kuyt stuttu seinna

16.33 Chelski að fá horn, Skrtel renndi sér í Ballack og klafsaðist einhvern veginn afturfyrir

16.34 Anelka felldi Reina í horninu, það má ekki, auki, korter eftir af fyrri, vitlaust innkast eða réttara sagt tekið á vitlausum stað

16.35 Lucas með skot sem Carvalho skallar í horn, Gerri tekur, fékk svo boltann aftur en dæmt á Babel fyrir að Carvalho hrinti honum

16.37 Makelele með hæltrix, kúl

16.38 Babel er fljótari en Belletti, var ég búinn að segja það

16.39 Fín fyrirgjöf hjá hinum ágæta hægri vængmanni Dirk Diggler Kuyt en Crouch varð hræddur í fríum skalla og skallaði yfir, var hræddur við Alex sem var 3 metrum frá honum, Anelka með break og chelski fékk horn

16.41 Anelka með ágætis run, skot sem fór í Gerra og framhjá, horn Chelski, Alex kom fljúgandi á hópinn inní

16.44 Babel reyndi sama trix og Belletti í byrjun, sama niðurstaða, hendi og gult

16.45 Anelka er alveg ágætur, reyndar frekar sprækur, ætli við getum fengið hann frá Chelski af því að við héfðum átt að kaupa hann í staðinn fyrir Diouf á sínum tíma?

16.47 Ekki mikið eftir en break hjá Chelski, þeir fá uka svona 20 metrum fyrir utan teig þegar 45 eru búnar, Liver hreinsaði í horn

16.48 Skallað frá og hálfleikur, leikurinn í jafnvægi en Liver með betri færi, merkilega gott verð ég að segja

17.07 Seinni byrjaður, SKrtel er eitthvað meiddur og er ekki inná, Chelski fær auka en Liver hreinsar, babel með break sem ekkert vaðr úr, liver fær auka rétt fyrir utan teig, Gerri tekur væntanlega

17.09 Ég veit ekki hvað þeir ætluðu að gera Gerri og Riise en það virkaði ekki. Hvers vegna er verið að renna til hliðar þegar það er borðleggjandi að skjóta beint, ekki mikill ávinningur í því að hleypa veggnum nær, fór allavega í einhverja þvælu

17.12 Gerri að reyna að hlaupa gegnum Makelele, hann er lítill en samt, allavega auki á Gerra. 53 búnar og staðan 0-0, þessi leikur fer 0-1 held ég

17.13 Skali og skalli og skalli og skalli og auki, skemmtilegur bolti þarna í 1 mínútu

17.15 Auki Liver, slatta frá teignum en beint á Carvalho, smá pressa frá Liver núna, ágætis moment

17.16 Best að hætta að tala svona mikið um móment, í þeim töluðu orðum endaði þessi ágæta törn hjá Liver, Gerri með boltann, sending allt of löng á Kuyt

17.19 Var verið að dæma eina af þessum dularfullu hornaukaspyrnum, þið vitið þegar allir toga í alla og svo er auka á sóknarmennina, hafið þið einhvern tímann séð dæmt víti? Kannski að sóknarmennirnir séu svona mikið grófari

17.21 Riise gult, Carra skallar frá, Reina tók svo seinni fyrirgjöfina. Skrtel er búinn að vera solid. Skipting hjá Chelsea á 64. mínútu, Malouda inná fyrir Shaun Wright Phillips

17.23 Gummi með klassískt ÚBBS moment. Sá Capello í stúkunni og sagði svo" sé ekki betur en að Saddam Hussein sé þarna við hliðina á honum, allavega nauðalíkur honm", hmmm...  Gummi, svona segir maður ekki í sjónvarpi!

17.25 Vonum að Gaupi og Co séu ekki að eyðileggja Gumma. Hann smitast kannski af bullinu í þeim

17.26 Babel að sjá hvort það virki að gefa beint á fyrsta varnarmann í fyrirgjöf, ég hefði getað sagt honum að það virkar ekki, hann veit það næst vonandi

17.28 Hólí krappóla, Pennant af koma inná, reyndar fyrst Jan Obi Mikel fyrir Lampard, Pennant svo inná fyrir Babel, æji þetta er ekkert spes

17.30 tuttugu eftir og staðan 0-0, má slá aftan í hausinn á Crouch með olnboganum? Nei greinilega ekki, Carvalho að fá gult fyrir það, gott á hann, einn af þeim sem á alltaf að fá gult fyrir leik, svona eins og Martin Keown, hann á pottþétt eftir að gera eitthvað af sér

17.33 Gabbhreyfing hjá Belletti sem bara Pennant getur fallið fyrir, gott þá að það var Pennant sem var í honum. Dæmt á Ballack fyrir að slá boltann frá Reina, það má ekki, nú er dæmt á allt, auki á einhvern Liver kall. Ágætt að hann dæmir að mestu til skiptis

17.36 Dæmt á Mascherano, ekki í fyrsta skipti. Gleymdi að kalla Mikel hinn geðstirða Jan Obi Mikel, það leiðréttist hér með

17.38 Horn hjá Chelski

17.39 Ég er ekki sérstaklega hrifinn af Pennant, hann var að klúðra hraðupphlaupi núna, mjög gott færi hjá Ballack en hann setti það sem betur fer framhjá

17.42 Sjö mínútur eftir plús vextir, það er jafnvægi í þessu þó Chalski séu búnir að vera apeins sterkari síðustu 2-3. Ef maður er með Harry, Yossi og Pennant á bekknum, af hverju kemur þá Pennant inná þegar þú ætla rað setja einhvern á vinstri kantinn? Þetta heitir að yfirhugsa hlutina

17.44 liver að fá gefins innkast upp við eigin hornfána

17.46 Riise með skutluskalla til baka á Reina af markteig, tómt rugl en slapp fyrir horn

17.47 Skrtel að hreinsa útaf, það liggur aðeins á Liver núna, break hjá Liver en lélegt touch hjá Kuyt

17.50 Gott brot hjá Mascherano á miðju við hliðarlínu, tvær mínútur komnar framyfir, eiga að vera þrjár aukamínútur

17.52 Búið að flauta af, endaði 0-0, sanngjarnt. Liver sennilega betri til að byrja með og Chelski að hluta til seinni. Liver spilaði allavega ágætlega, tökum þetta stig allavega. Er á leið með minime heim til sín, þakka þeim tveimur sem lásu, auf wienerschnitzel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvenær eigum við að búa okkur til vefkerfið http://leikjadabok.net ?

klauvi (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 16:30

2 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

Styttist í það, eina skilyrðið er að Ómar fái ekki að vera með leikjadagbækur þar, nema þá leikjadagbó frá markmannsæfingu

Pétur Björn Jónsson, 10.2.2008 kl. 16:32

3 identicon

Verð nú að lýsa yfir frati yfir þeirri skiptingu að taka Babel af velli. Maðurinn sem allar sóknaraðgerðir okkar hafi farið í gegn og honum er skipt útaf. Rugl

Sigurhjörtur (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 17:38

4 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

Ég lýsi frati á allar skiptingar þar sem Pennant kemur inná

Pétur Björn Jónsson, 10.2.2008 kl. 17:45

5 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

Vil á sama tíma nota tækifærið og lýsa ánægju minni með allar skiptingar þar sem Pennant fer útaf

Pétur Björn Jónsson, 10.2.2008 kl. 17:49

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk kærlega Pétur, ósvikin skemmtun að lesa þetta, en ekki vera svona vondur við Pennant, strákgreyið var svo lengi meiddur í vetur og svo var hann nú góður í fyrra!

Einhvern tíman hefði Kuyt gert betur þarna í restina!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.2.2008 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband