alls(net,tv,bremsu)laus

Ég er fluttur á Bollagötu 16. Það er annars ekkert sérlega skemmtilegt að flytja, ágætt að það er búið.

Er búinn að vera netlaus í nokkra daga, alveg morkið

Var í afar skemmtilegu brúðkaupi í Kef á laugardag, Ingunn frænka mín að gifta mig. Skemmtilegur dagur.

Er sjónvarpslaus, eitthvað pickles á loftnetstenginu heima, alveg morkið

Escortinn stórskemmtilegi varð bremsulaus á fimmtudag, fór með hann á verkstæðið Bremsuna á föstudag, það er svona tannlæknaverðskrá þar, kostaði 16.627 að skipta um bremsuslöngu vinstra megin að framan. Það þýðir að þessi slanga er verðmætari en restin af bílnum held ég.

Josiah Leming datt úr úr Idol, góða spáin hjá mér, Michael Johns er þá gisk nr. 2, aðallega af því að ég man ekki hvað rokkarastelpan heitir.

Skemmtilegt að Liver skyldi segja sig úr bikarkeppninni á laugardag, svona rétt á meðan ég var í brúðkaupinu, Inter hljóta að skjálfa í beinunum eftir að Barnsley kom á Anfield og vann


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Torfi

til lukku með Move-ið og heryði góða sögu um daginn sem Sindri Bjarna sagði mér  hún er svona: Sigurður frá Geitaskarði ( var með vömp ) var í Liverpool bol sem á stóð Redknapp  og maður að nafni Pétur Björn sneri sér að honum og spurði er þetta Harry Redknapp priceless

Gísli Torfi, 19.2.2008 kl. 04:14

2 identicon

Til lukku með íbúðina gamli. Liggjum í kósíheitum og tökum bloggrúnTinn um landið. David Hernandez er okkar maður og Mikki nr. 2

Kveðjur að Norðan

XXX 

Lísa og Svanborg (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband