Leikjadagbók Manchester United-Portsmouth 8.3.2008

Naustabryggjqa 29, sérlegir gestabókarar Aron Freyr og fyrrum landsliðsfyrirliði Jón Pétursson.

Komum heldur seint inní þennan leik, 21 mínúta liðin og staðan 0-0.

13.10 Shrek að fá spjald fyrir tilraun til ninjastökks, náði ekki Krancjar, annars hefði hann líklega fengið rautt, Ronni átti að fá víti áðan en þar sem hann eyðir heilu og hálfu leikjunu í fallinni spýtu þá fær hann stundum ekki það sem hann ætti að fá, gott á hann

13.12 Nenni ekki að telja upp liðin en Nani, Hargreaves og Quasimodo komu inní liðið

13.13 Nani í appelsínugulum og Ronni rauðum skóm, Nani hélt að hann fengi að taka auka, neibbs, Ronni á rauðu skónum stillir upp og neglir í vegginn

13.15 Hemmi með þokkalega fyrirgjöf, reyndar lág og á varnarmann en allavega ekki á fysta varnarmann

13.16 Ronni með trix, stóð reyndar kyrr útá kanti með þrjá fyrir framan sig en trix engu að síður.

13.17 Hemmi framhjá Wes sem felldi hann, átti að fá gult en Hemmi kann ekki að detta þannig að það var bara auki

13.21 Jafnvægi í leiknum eins og er, allavega svona þokkalegt, ManU pressaði aðeins áðan og Shrek komst innfyrir en Calamity James þvældist fyrir því og Glen Johnson varði á línu frá Quasimodo.

13.22 Papa Boupa Diop er stór

13.23 Liverpool-Newcie Brown Ale á eftir, Hinn gullfallegi Fernando Torres að rena að skora þrennu í þriðja heimaleiknum í röð klukkan þrjú, ég ætla allavega að horfa á það

13.25 Höddi Magg er einn að lýsa, það er alveg ágætt, ekki alltaf sammála honum en hann veit allavega slatta um fótbolta.

13.26 Já, alveg rétt, þessi leikur er í 8 liða úrslitum bikarsins, svona fyrir þá sem ekki vissu

13.27 Diarra fattaði ekki trix hjá Ronna og stóð kyrr, Ronni hljóp á hann og Diarra fékk gult fyrir það, skulum vona að þetta sé þá fyrir endurtekin brot, ég veit ekki einu sinni hvort þetta var auki

13.29 Þegar Shrek komst innfyriráfram þá var það víst ekki James sem þvældist fyrir, það var varnarmaðurinn, Quasimodo hitti einhvern veginn Glen Johnson á línunni

13.35 Tafðist aðeins, var að setja hanakamb í son minn, hann hefur afar gaman af því, Vidic nálægt því að skora eftir horn, kominn hálfleikur

13.48 Andy Gray verður gestur þáttarins á eftir, 4 4 2 væntanlega þá.

13.49 Sýnist ManU annars vinna þennan leik, Portsmouth eru hreinlega númeri of litlir, reyndar hefðu Barnsley átt að vera nokkrum númerum of litlir fyrir Liver :(

13.52 Skipting hjá ManU, Kuszczak inná fyrir Edwin VD Sar.

13.53 Seinni byrjaður, Hemmi með fyrirgjöf á markmanninn

13.54 Milan Baros er á bekknum hjá Portsmouth

13.55 Shrek var dáldið pirraður í fyrri, geri ráð fyrir því að Rúdolf með rauða nefið hafi talað við hann 

13.58 Rio aðeins pirraður eftir að það var dæmt á hann, reyndar dáldið mikið pirraður

14.00 Ætlaði að kaupa jarðarberjatopp áðan, gaukurinn í lúgusjoppunni kom hins vegar berjaeitthvað, alveg goslaust, kannski af því að þetta er bragpbætt vatn á kolsýru, það er eitthvað hálf misheppnað, Shrek með skot yfir

14.01 Baros inná fyrir Kanu, ekki Kidda Tomm heldur hinn Nwanku Kanu

14.04 Wes með fyrirgjöf með vinstri, í magann á James.

14.06 Alls konar klafs í teignum hjá Portsmouth eftir skalla frá Vidic, ManU tókst einhvern veginn að skora ekki, endaði á skoti frá Ronna rétt framhjá

14.10 Saha er ekki á bekknum, meiddist í upphitun, það er nýtt hjá honum, áður hefur hann meiðst í heimaleikjum, útileikjum, hlaupaæfingum, sundæfingum, hlaupaæfingum og göngutúrum, Rio hefur hins vegar meiðst við það að setja fæturnar uppá borð þegar hann var að horfa á sjónvarpið, kennir honum að maður á ekki að vera með fæturnar uppá borði

14.13 Ronni í gott skotfæri en átti lélegt skot framhjá, gott spil en afar dapurt slútt

14.15 Anderson á leið inná, líklegast fyrir Anderson

14.16 Anderson og Carrick inná fyrir Quasimodo og Hargreaves. Evra komst innfyrir áðan, skaut hins vegar ekki, ákvað að gefa afturfyrir Quasimodo

14.18 Einhvern veginn skoraði ManU ekki, Carrick klafsaðist framhjá James, lenti í klafsi við Distain sem fékk boltann óvart í stoðfótinn sem var á línunni, Carrick lá þarna líka en boltinn endaði hjá James, furðulegt allt saman, reyndar bjó Ronni færið til með frábærum hæl

14.21 Skot frá Evra sem James varði í stöng, skulum bara segja að það liggi aðeins á Portsmouth, reyndar þarf ManU að skora úr einhverju af þessum færum, það veit yfirleitt ekki á gott að nýta engin færi, nú fór fyrirgjöf framhjá öllum pakkanum 3 metra frá marki.

14.23 Þó Höddi viti slatta um fótbolta þá er hann ekki allt of skýr, nú var hann að segja að þetta minnti á árásir Bnadaríkjamanna á Baghdad, heldur ósmekklegt Höddi.

14.25 Markmaðurinn felldi Baros, víti og rautt, Rio í markið

14.26 Muntari skoarði en Rio fór í rétt horn.

14.27 Eitt dáldið spes varðandi þetta skyndiupphlaup sem Portsmaouth skoraði uppúr, Baros endaði í skallabolta við Anderson við miðju, fór þaðan á Krancjar, voru þá tveir á tvo, Krancjar og Baros á móti Anderson og Shrek, skil ekki alveg af hverju Anderson var einn aftast, reyndar gríðarlega vel gert hjá Shrek að koma sér alla leið til baka en samt spes að annar hvor bakvörðurinn sé ekki þarna

14.31 Tæpar tíu eftir, 0-1 og ManU einum færri

14.33 Auki hjá ManU á miðjum vallarhelmingi Portsmouth, Ronna ætlar held ég að skjóta, reyndar varð þetta nokkuð gott skot en færið svolítið langt, yfir

14.38 Fjórum mínútum bætt við

14.40 Diop fór uppí hornið og fékk auka, það er ekki létt að taka boltann af honum. Síðasti sénsinn hjá ManU fór í tómt rugl, Nani var að þvælast með boltann og endaði á að hlaupa á fjóra Portsmouth menn, hefði kannski verið betra að gefa á einhvern.

14.43 Búið að flauta af, Portsmouth vann 1-0. ManU átti eiginlega allan leikinn og fengu fullt af færum, einhvern veginn skoruðu þeir ekki og liðum er að jafnaði refsað fyrir það, kem aftur í Lier leiknum á eftir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband