Egill

hafði eðal tækifæri til spyrja Jón Ásgeir um allt mögulegt sem tengist hans fyrirtækjum. Eyddi hins vegar tímanum í verða reiður og kasta fram fullyrðingum sem Jón Ásgeir gat eiginlega ekki svarað öðruvísi en hann gerði, má eiginlega segja að Egill hafi meikað jafn mikið sens og þessi færsla hjá mér.

Hvernig hefði verið að spyrja um stöðu Glitnis í aðdraganda Seðlabankaferðarinnar, svona í ljósi þess að ríkið átti víst að vera í stórhættu ef þeir tækju við Glitni. Egill leyfði Jóni að komast upp með að segja að Glitnir hafi ekki verið á leið í gjaldþrot fyrir þá ferð. Ræða sölutryggingu Glitnis á Sterling/Nothern travel eða hvað sem flugfélagsfyrirtækið heitir þessa dagana.

Merkilegt nokk leyfði Egill Jóni að komast ágætlega frá þessu. Hvað var þetta með Abba singalong í lokin og að standa upp og fara frá borðinu áður en slökkt var á útsendingunni. Við þurftum yfirvegaða, hnitmiðaða Egil þarna en ekki pirraða Egil, hann fær vonandi annan séns síðar og klárar þetta þá betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pési,

 Egill fékk ekki að koma um borð - ertu hissa að menn séu pissed ?

Horfðu á ÍNN á mánudaginn - Ingvi Hrafn er með Jón Ásgeir á grillinu.

Pottverjinn (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband