Golfsumarið 2009

er byrjað. Eða svona golfvorið. Eða svona það er alveg að verða komið.

Fékk tvær nýjar kylfur í gær. Fimm tré frá big bertha og 20°blending big bertha líka. Vantar nú bara pútter þá er þetta klárt.

Stefnan er sett á undir 15 í forgjöf, eftir endurskoðun vetrarins er ég víst með 20,6.

Aðal málið er þó líklega að ég ætla að reyna að spila alla golfvelli landsins næsta sumar, allavega þá sem er forgjafarskráðir. Telst til að þeir séu rúmlega 60.

Hef ekki alveg myndað mér skoðun á því hvenær ég fer í lengri feðrirnar útá land, ef einhver hefur áhuga á ferð vestur, norður eða austur er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að láta mig vita, ég er opinn fyrir flestum tímasetningum.  

Er á N55 að horfa á tv, eldaði áðan ef elda skyldi kalla, líklega nær að kalla það hita upp matinn. Það var sem sagt pyttipanna og paprika úr frystinum. Stones borðaði allavega að mestu þegjandi og hljóðalaust. Fer á K20 eftir ca. mánuð. Það verður ágætt að fara úr 101 en líklega skondið fyrir úlfinn að fara þessar 300 tröppur nokkrum sinnum á dag.

Anywho... ef einhver hefur áhuga á golfferð í sumar vestur, austur eða norður þá vinsamlegast láta mig vita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sorglegt að sjá hér engar krassandi leikjadagbækur lengur,ég tala nú ekki um í ljósi úrslita daganna 10. og 15. mars! Þau verða lengi í minnum höfð, en síðueigandi er bara að hugsa um forgjafarskýjaborgir í golfi!?En takist þér að fara "Stóra-Bola" undir 98 í sumar, þá áttu kannski sjéns að ná í skottið á leppum eins og Lúlla frænda!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.3.2009 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband