Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Bifröst beibí

skemmtilegir dagar framundan á bifröst, komst allavega hingað heilu og höldnu. Sit heima hjá Jóni að spjalla við hann og Maju með sam adams vin minn frá baltimore í hönd. það eru víst svíar á svæðinu, rétt tæplega 1,05 í stuðul að ég eigi eftir að tala sænsku á eftir. frí í vinnunni á morgun, bes tað reyna að fara yfir viðtölin sem ég tók síðustu daga vegna verkefnisins í þróunarfræðum.

Plebbalegt

ef rétt er að Óli Örn, vinur minn, hafi verið að væla í blaðamönnum um landsliðsþjálfarann. Hef litla trú á því að það sé rétt. Árangurinn er hörmulegur, það fer ekkert á milli mála og erfitt að sjá að Eyjólfur geti verið áfram með liðið. Vandamálið ristir hins vegar dýpra. Við höfum eiginlega ekki náð neinum árangri af viti síðan Atli var með liðið og flestir átta sig á því að hann erfði liðið hans Guðjóns.

Mér segir svo hugur að vandamálið sé ekki síður hjá leikmönnum. Agaleysið fer að verða vandræðalegt, ég á ekki við sögusagnir um næturlífið heldur agaleysið inná vellinum. Það er í raun afrek að fá jafn mörg mörk úr föstum leikatriðum og við höfum fengið á okkur undanfarin ár. Sér í lagi af því að við erum yfirleitt með frekar hávaxna og hrausta menn í liðinu.

Sko, ég er með lausn á þessu. Ráðum við Willum og látum hann hafa svona 5 ára samning þannig að hann geti byggt upp lið sem hann vill nota. Þegar hann er með svona langan samning þá geta misvitrir blaðamenn heldur ekki byrjað að grenja eftir 6 mánuði eða ár um að þessu eða hinu eigi að breyta. Það ætti að verða samstaða um Willum alls staðar, nema kannski helst hjá Val. Fáum svo fasta 5-6 æfingaleiki á ári á landsleikjadögunum yfir veturinn þannig að landsliðið geti spilað eitthvað saman, Willum verður ekki lengi að henda þeim köllum úr liðinu sem nenna ekki í æfingaleikina(lesist: "kóngarnir")


mbl.is Eru landsliðsmennirnir óánægðir með Eyjólf?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

tónlist

ég þyki ekki vera með sérstaklega merkilegan tónlistarsmekk, allavega samkvæmt MajuSmile, ég reikna því með að ráða ekki miklu í tónlistinni í hveragerði, það er sjálfsagt þar sem að ég kem til með að reyna að stjórna tv fjarstýringunni, var að gramsa í ipodinum mínum og tölvunni til að leita að nokkrum lögum til að koma að, svona áður en allt verður fyllt af Cohen og Cave, reyni að koma þessu að fyrst:

Smá Damien Rice:

Eitthvað með Green Day

og eitthvað verður að vera úr Idol, setjum Chris Daughtry hér


Leikjadagbók Newcastle-Tottenham 22.10.2007

Jórsalir 4, ég er að elda þannig að þetta gæti orðið aðeins stopult, gæti reyndar orðið stopult af því að mér er slétt sama um bæði þessi lið

18.50 Gaupi einn að lýsa, það er svona eins og að fá null í tombólu. Newcastle Brown Ale eru búnir að vinna 3 í röð, Tottenham engan í röð.

18.53 Gaupi er búinn að fara yfir stöðuna í deildinni og hvaða leikir eru framundan, hann hefur ekki komið með neitt sérkennilegt komment ennþá, nema reyndar akkúrat núna, var að taka það fram að Arnar hefði lýst West Ham leiknum eins og honum einum er lagið

18.58 Gaupi sagði okkur rétt áðan að Newcastle hefði unnið 3 leiki í röð, var svo rétt í þessu að bæta við að Allardyce hefði byrjað vel hjá Newcastle en liðið væri núna að koma til baka eftir frekar erfitt gengi, þeir eru samt bara búnir með 8 leiki í deildinn, er það bara ég sem er ringlaður?

18.59 Frekari tölfræðiupplýsingagreiningar frá Gaupa, dáldið eins og að hlusta á pípara lýsa skurðaðgerð

19.00 leikurinn byrjaður, Berbatov á bekknum, kannski ok að láta 18 milljóna senterinn darren bent spila eins og einn leik. Tottingham eru í dáldið fínum hvítum búningum

19.03 búinn að elda, kjöt og pasta, smá hlé á meðan ég næ í þetta

19.04 Kominn með þetta, er sem sagt núðlusúpa með kjötbragði

19.05 Best að hrósa Gaupa, hann má eiga það að hann er duglegur að ná sér í stöff um leikmenn og hafa með sér í leikinn, var að segja okkur að Abdoulaye Faye hafi spilað hjá Lens, vona að hann haldi sig við svona stöff, það er kannski ennþá von?

19.10 Emre meiddist aðeins áðan, eru það annars sérkennilegustu viðskipti síðari ára, þegar Souness vildi endilega losna við Jenas og keypti svo Emre. Hver ætli tilgangurinn hafi verið að losa sig við Jenas, hver vill svo sem eiga unga enska varnarmiðjumenn? Jón Bjarni sagði um daginn að við ættum kannski að fá Souness til að taka við Liver aftur, hann var að sjálfsögðu að grínast en mér er ennþá flökurt við tilhugsunina

19.13 Bale fékk gult fyrir að tefja horn hjá Newcie brown ale, Faye átti síðan skalla í stöng uppúr horninu

19.15 gott að sjá að fair play herferðin er að virka, Bale fékk auka og sat og var að kveinka sér, Tottingham notaði þá tækifærið og tók aukann strax, ekki það að Bale sé í tottenham eða neitt

19.17 Mér finnst þessi núðlusúpa ágæt, geri samt ráð fyrir því að Maja eldi eitthvað annað eftir tvær vikur, hún er afbragðs kokkur, ætli maturinn þá sé inní þriggja ára planinu eða er það meira svona almennt um það hvað maður ætlar að gera, ekki endilega máltíðir hvers dags?

19.20 Bale farinn útaf meiddur, Geremi steig á hann áðan, það var held ég ekki gott.

19.21 var að fatta að Arsenal eru komnir með 25 stig úr fyrstu 9 leikjunum, það er slatti, það er eiginlega svona manager byrjun, fyrir þá sem ekki vita hvað manager er þá get ég bara ekki hjálpað ykkur

19.24 ég hélt einu sinni með tottenham, það var þegar ég var svona 8 eða 9 ára, já ég veit dáldið langt síðan, það var af því að garth crooks var í liðinu, mér fannst svo skrýtið að sjá svarta menn spila fótbolta

19.26 nei, mér finnst það ekki ennþá skrýtið, en takk fyrir að spyrja

19.27 Owen í færi en markmaðurinn varði vel, fannst þetta skrýtið þangað til að ég fattaði að mrs. robinson er ekki í markinu hjá tottingham heldur einhver cerny. Það er ágætt fyrir þá, prófa að vera með markmann sem stoppar hitt liðið í færum í staðinn fyrir að gefa þeim færi, allavega vel þess virði að reyna, svona miðað við að þeir eru i 18. sæti og svona

19.29 Tottenham með sama trix og þeir skurðuð tvisvar úr á móti liver, einn langur sem annar senterinn flikkar á hinn, Keane komst í færi en skoraði reyndar ekki. Þetta er kannski svona óstöðvandi trix, svipað og lokasparkið í karate kid 1

19.31 ef þetta er óstöðvandi af hverju nota þeir þetta þá ekki meira, ekki eins og að annað sé að ganga allt of vel hjá þeim. Litli tyrkinn að minna á sig segir Gaupi, Emre átti sem sagt skot framhjá. Nú fáum við ferilskrána hans Emre, þetta eru ágætis upplýsingar frá Gaupa

19.35 Faye með tveggja fóta stökktæklingu sem Keane hoppaði uppúr, það má víst taka tveggja fóta ef maðurinn hefur vit á því að hoppa, ekki viss um að Gylfi væri hrifinn af þessari dómgæslutúlkun

19.37 Chimbonda hraunaði einn og fékk gult, kom þá alveg steinhissa veifandi einum fingri, hann heldur víst að það megi taka eitt hraun áður en maður fær spjald, Duffield vinur minn er dáldið inná þessari skoðun líka.

19.39 Það eru búnar 39 mínútur og eiginlega bara eitt alvöru færi, það er ekkert spes. Sjálflýsandi græna peysan sem dómarinn er í er hins vegar dáldið spes, hann er svona eins og grænn hlunkafrostpinni

19.42 Hmm, ætli Gaupi hafi verið nýbúinn að borða þegar hann mætti í útsendinguna, hann hefur eiginlega ekki sagt neitt furðulegt í útsendingunni, hann er kannski svona mettur og sæll að honum detta engir misjafnir brandarar í hug. Þetta er þá fínt trix, svona þangað til að handboltatímabilið byrjar, hvenær sem það nú er, gefum Gaupa helling að borða fyrir lýsingar

19.45 Obafemi Martins að skora gott mark, hann er fljótur og góður, reyndar sterkur líka, ætli þeir vilji skipta á sléttu á honum og crouching tiger? Og þá byrjaði ruglið í Gaupa, Martins fagnaði með einhverju flikkflakkheljarstökku, Gaupi byrjaði þá á 15 sekúndna lýsingu á því að Martins gæti keppt fyrir Ísland á ólympíuleikunum í fimleikum, bara ef hann fengist til að skipta um ríkisfang, það þyrfti einhver að gefa Gaupa eitthvað að borða í hálfleik, þetta var búið að ganga svo vel hjá honum en hann er sennilega að verða svangur

19.56 Gaupi má samt eiga það að hann er snyrtilegur í taujinu kallinn, það er alltaf ágætt

19.58 Það geta allir verið heimsborgarar, nýju auglýsingarnar eru ágætar, toppa samt líklega seint Jack-ið frá síðasta vetri

20.01 Gaupi segir að tottingham sé líklega að fara að tapa þessum leik, það gæti alveg verið rétt hjá honum. Gaupi að fara aftur yfir stöðuna í deildinni, hann er markviss í kvöld kallinn, allavega svona mestan partinn.

20.05 Hive að hringja aftur og bjóða mér eitthvað, heyrðist síðan ekkert í þeim, verða þá líklega að hringja aftur, alltaf gaman að símasölufólki svona yfir leiknum, hélt fyrst að Sigfríð væri að hringja en hún veit sennilega að það er leikur Wink

20.07 Það er stundum dáldið svipað með leikjadagbækurnar og sunnudagsboltann hjá mér, meiri kraftur framan af. Þessi leikur er dáldið gamaldags á köflum, ef þið kannist við myndir úr hm frá 60 og eitthvað, svona einn sem hleypur og 1 til 2 að verjast honum, aðrir standa og horfa. Newcie brown ale var að skora úr horni, 2-0, Cacapa skoraði með skalla. Berbatov þá farinn að hita upp, kannski kominn tími til að taka hann úr skammarkróknum sem Gaupi talaði um í hálfleik

20.12 er ekki dáldið vesen að vera með Robbie Keane sem fyrirliða þegar þú ert með Berbatov og Darren Bent í hópnum líka, þarf eiginlega fyrirliðinn þinn ekki að vera pottþéttur í liðið? eru ekki bæði bent og berbatov betri en keane?

20.15 að sjálfsögðu skoraði þá Keane, reyndar úr frákasti eftir að Bent skallaði í stöng 2-1, allavega mörk í þessum leik, Berbatov er samt að fara að koma inná, einhver aðstoðarþjálfari að með töflufund á hliðarlínunni til að útskýra eitthvað, Berbatov inná fyrir Malbranque

20.17 Berbatov er eitthvða kalt, hann er með jesperblomqvist ermatrixið, mér finnst það alltaf frekar furðulegt að sjá, sérstaklega þegar menn eru þarna á stuttum

20.19 Gaupi er orðinn svangur aftur, þetta var að koma uppúr honum " Allardyce hefur lést talsvert frá því að hann kom frá Bolton, kannski verri matur, ég veit það ekki", gott að Gaupi er að hugsa um leikinn

20.21 Gaupi kominn aftur í blöðin sín, það er fínt, Cacapa er frá Brasilíu, var í Atletico Madrid, áfram svona Gaupi, maturinn er á leiðinni

20.24 Tottenham er búið að fá á sig 20 mörk í 10 leikjum, það er slatti í poka

20.25 Gaupi er líka með svona fínan framburð, djínas. ok, fínn framburður og fín föt hjá honum, tískuþáttastjórnandi kannski?

20.27 Joey Barton á leiðinni inná, hann er geðgóður, verst að bowyer er farinn frá newcastle

20.33 Milner var að skora 3-1 ágætis mark, það svona eiginlega drap aðeins þennan leik, þetta verður svona engin miðja leikur, liðið sem er yfir parkerar 2-3 frammi sem sækja en hitt liðið er með 5 frammi, ekki ósvipað æfingu þegar lið spila á lítinn völl

20.40 Jenas er víst búinn að vera alveg hrikalega slakur, ööö ég hef eiginlega ekki tekið eftir því, hann hefur svo sem ekki gert mikið en veit ekki hvort hann hefur verið hrikalega slakur

20.43 Þessi leikur dó eiginlega við þetta þriðja mark, það eru ca. 7 mínútur eftir og nenni eiginlega ekki að horfa á restina af þessu, Newcastle búnir að vera betri mestallan tímann. Ætla að sjá hvort það er ekki eitthvað skemmtilegra í tv.

20.53 Það gerðist ekki meira í leiknum, Martin Jol var dáldið fýldur á svipinn, sennilega lítið eftir af Tottenham ferlinum hans, best að nota þá síðasta tækifærið til að minnast á það að hann á 2 bræður sem heita dick og cock


Allt í lagi, ég skal spyrja

~ hver pantaði þetta veður? ég labbaði niður laugaveginn áðan til að hitta Ómar vin minn, ég hefði ekki blotnað meira þó ég hefði stokkið í sjóinn

~ hvernig get ég verið viku frá því að verða 36 ára? ég fór í fótbolta í gær og var afar sprækur, varð ekki stífur í kálfunum og móður fyrr en fyrsti leikurinn var hálfnaður, ca. 6 mínútur.

~ hvað varð um kvikmyndaferilinn hjá Alec Baldwin? finnst einhvern veginn ekki vera langt síðan hann lék í hunt for red october, þangað til að ég áttaði mig á því að hún er frá 1990 og hann hefur eiginlega ekki leikið í neinu af viti síðan. Ef niðurhal væri löglegt þá væri ég núna að horfa á hann í 30 rock.

~ hvað þarf maður að hafa sem meðlæti með núðlusúpu til að það teljist eldamennska?

~ hvað er það augljóst ellimerki að vera alltaf vaknaður áður en vekjarinn hringir klukkan sjö?

~ er það merki um að hafa verið of lengi piparsveinn þegar ég þekkti ekki helminginn af grænmetinu og kryddinu sem Jamie Oliver notaði í þáttunum sínum sem ég hefði verið að horfa á í gær ef niðurhal væri löglegt?

~ hvað þýðir það eiginlega að ég hafi eytt sunnudagskvöldi í að horfa á kokkaþætti með Jamie Oliver? eða sko hefði gert það ef niðurhal væri löglegt

~ er ekki frekar lame að blogga um veðrið?


Arnar er skyggn

eða gæti verið að hljóðsendingin sé á undan myndinni. Ég held að Arnar Björnsson sé í Englandi að lýsa þessu, lógískt því mér skilst að hann hafi verið ða Arsenik leiknum í gær. Þá var smá vesen með það að lýsingin hans Arnars var á undan myndinni okkar, munaði ekki miklu en nóg til þess að það böggaði mann.

Núna er hann hins vegar örugglega svona sekúndu á undan þannig að ef eitthvað gerist í leiknum þá veit maður það áður en maður sér það, skyggn? Man öðru hvoru eftir þessu úr útsendingum af handboltastórmótum, það er þetta reyndar miklu meira pirrandi því þá veit maður hvenær þeir skora og ekki, aðeins meira um mörk í handbolta. Er þess vegna búinn að vera með slökkt á hljóðinu núna í dáldinn tíma, það er ekki alvitlaust. Er samt með tillögu fyrir sjónvarpsstjórnendur, á meðan ekki er hægt að samræma mynd og lýsingu þegar lýsandinn er í útlöndum þá er best að láta lýsa þessu frá Íslandi. Getur vel verið að þetta sé svona umbunarkerfi þannig að spekúlantarnir fái að fara á X-marga leiki á ári, það er þá fínt, leyfið þeim bara að horfa á leikinn og hafið einhvern hérna heima til að lýsa leiknum. Víst ég minnist á það, það væri fínt að hafa Gaupa, Arnar og Þorstein dáldið mikið í útlöndum, þeir geta þá tekið viðtöl og svona, sýnt myndir frá ferðum Íslendinga til Englands og jafnvel verið með svona sína sýn á enska knattspyrnu, sem við getum þá sleppt því að horfa á og um leið losnað við þá úr lýsingunum.

Munurinn á Sýnarlýsendum sást ágætlega í gær, Arnar var að lýsa beint og það var einhvern tækling á miðjunni sem gaukurinn fékk McCann fékk spjald fyrir, Arnar var að missa legvatnið yfir því hvað hann væri heppinn að fá ekki rautt. Málið var hins vegar að þetta var ekkert sérstaklega gróft og Gummi Ben benti réttilega á í umfjöllun um leikinn að það hefði kannski verið fullmikið að spjalda á brotið.

Sko, Sýn er afbragðs stöð og sýnir alls konar íþróttir. Væri ekki ráð að láta þá, sem vita eitthvað um fótbolta, lýsa leikjunum en hinir(lesist, Arnar, Þorsteinn og Gaupi) sjá um aðra viðburði. Gaupi séi t.d. alveg um handbolta og póker(væri merkilegt nokk framför að hlusta á Gaupa miðað við dúddann sem lýsir því nú), Arnar og Þorsteinn gætu skipt á milli sín boxi, fitness og öðru slíku. Ég veit að það hljómar spes að þeir sjái um fitness en það snýst meira um áhorfendafjölda sem fylgist með en sérfræðiþekkingu þeirraSmile.

Það er töluvert um hræringar á fjölmiðlamarkaði, sýnist manni allavega. Þetta á samt ekki alveg við um sýn, þeir þremenningar eru búnir að vera þarna síðan Köben brann. Eflaust búa þeir yfir reynslu sem gott er að nýta, er ekki hægt að láta þá vera einhvers konar verkstjóra, þeir svona ráðleggja sérfræðingunum og kannsk kóvera ef leysa þarf einhver mönnunarvandræði í stað þess að þeir séu stöðugt í sviðsljósinu.

Ég einhvern veginn held að við myndum ekki sætta okkur við þá félaga sem bókmenntaskýrendur um jólin. Ég er samt pottþéttur á því að þeir hafa lesið fullt af bókum. Sama á eiginlega við um fótbolta, þeir verða ekki sérfræðingar á að hafa horft á fullt af leikjum, (já og ég veit að Þorsteinn var einu sinni markmaður). Þetta voru allavega mín 2 cent um þessa ágætu menn.


mbl.is West Ham sigraði Sunderland 3:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikjadagbók Everton-Liverpool 20.10.2007

Jæja, ég er kominn úr Bónus, keypti spægipylsuálegg, 8 núðlusúpur og 6 Thule pilsner. Það var enginn sem kommentaði að þá vantaði neitt þannig að þetta varð ekki meira. Þetta kostaði alveg 800 kall.

Allavega, er staddur í Jórsölum 4, engir gestir að þessu sinni. Í þessum töluðu orðum er verið að sýna Urban Freestyler stöff á sýn2, þessir gaukar eru teknískir. Einhverjar fréttir af "svindli" á ksí hófinu í gær, Margrét Lára ekki valin best heldur einhver úr KR. Ég man eftir þesus einu sinni áður, það var fyrir einhverjum 20 árum þegar allir KR-ingarnir völdu einhvern úr Víði Garði, hann fékk flest atkvæði en það var mixað einhvern veginn.

11.31 Aukakrónur, þær koma bara, fer að verða þreyttur á þeim auglýsingum. Everton-Liverpool er víst fyrsti leikurinn í háskerpu(HD) í íslensku sjónvarpi. Ætli það breyti miklu í 7 ára gömlu Sony sjónvarpi?

11.34 Gummi Ben og Bjarni Jó í settinu, gott mál, það verður þá fjallað um fótbolta í þessari útsendingu. Þeir eru að tala um þreytu eftir landsleikjahléið, það er slatti af svoleiðis köllum í Liver, þýðir ekki að væla yfir því. Bjarni er ekki hrifinn af skiptimiðakerfinu hans Rafa, er ekki einn um það.

11.36 Bjarna finnst að ef menn eru heilir þá eigi þeir að spila sem eru bestir í liðinu, hann mætti senda Rafa póst með þessum upplýsingum. Gummi var greinilega búinn að ákveða að tala um liðsuppstillingarnar, þær tefjast aðeins og Gummi er að babbla til að redda sér úr því. kominn í 12 og á síðustu 60 sekúndum. Eitt við háskerpuna, það heyrist full mikið þegar þeir félagar eru að anda með nefinu, kannski er þetta reyndar ekki háskerpan heldur að þeir eru með mikrófónana uppí nefinu

11.40 Reina, Finnan, Carra, Hyypia, Riise, Gerri, Mascherano, Momo, Yossi, Kuyt og Voronin, má bjóða þér franskar með því?

11.42 Gerri kominn á kantinn aftur, erum við byrjuð með það crap aftur, hver á þá að gefa sendingar af miðjunni? Sigfríð að hringja, ætli hún viti ekki að það er leikur að byrja

11.44 nærmynd af Phil Neville rétt áðan, mig langar ekki að eiga mynd af honum

11.45 Þá er það byrjað, eftir 49 sekúndur tapar Sami sínum fyrsta langa skalla, ekki gott

11.48 Yossi komst innfyrir bakvörðinn, sem náði honum fljótlega aftur, Yossi er ekki raketta allavega en er með þokkalegt auga fyrir spili, erfitt að stoppa svoleiðis leikmenn í varaliðsdeildinni

11.49 Gummi sagði að það hefði farið fullt af athyglisverðum karakterum frá Íslandi á leikinn, svo flissaði hann, hvað getur það eiginlega þýtt? fór Ástþór Magnússon?Bubbi? Voronin í færi eftir spil frá Yossi en beint á markmanninn, þetta lítur vel út hjá Liver

11.52 Momo gaf á samherja sem var 7 metra frá honum, ef hann gæti verið í þessu allan leikinn þá er hann góður, vinnur mikið af boltum allavega

11.54 Gerri og Riise tóku hörmulegan aukaspyrnuvaríant, það er yfirleitt betra þegar þú endar ekki á að renna þér þegar þú átt sjálfur auka fyrir utan teig hjá hinum

11.57 Bjarna finst dómarinn leyfa leiknum að fljóta, rétt hjá honum. Leon Osman tók stutt horn, það er við hæfi, ég held að hann sé minni og léttari en Yossi, ætli það sé hægt

11.59, ég missti af því hverjir eru á bekknum, best að tékka

12.02 Itandje, Babel, Crouch, Pennant, Lucas Leiva er bekkurinn, Sami skallaði frá áðn eftir erfiða aukaspyrnu frá Arteta, vel gert hjá kallinum, Kuyt í færi en var ranglega dæmdur rangstæður

12.04 Hmm, Bjarni sagði að dómarinn leyfði karlmannlegar viðkomur, ég er nokkuð viss um að ég hef ekki heyrt þetta áður í fótboltalýsingu, átti samt einhvern veginn ágætlega við, dómarinn hefur ekki veirð að flauta á smástöff

12.07 Mig langar heldur ekki í mynd af Stubbs

12.08 sjit hvað það er mikil rigning hérna, eða réttara sagt fyrir utan, "rigningin lemur rúðurnar" héti þetta er leikjadagbókin væri glæpaskáldsaga, Momo og Osman skalla saman, það er ekkert spes

12.13 Everton búnir að vera betri síðustu mínútur, nokkur horn sem hafa verið svona hálfhættuleg

12.15 Hálftími búinn everton betri en engin stórhættuleg færi, Sami að vinna einhverja langskalla, sem er gott

12.16 Carra að taka auka, ég fer einhvern veginn alltaf að hugsa um jólaboð hjá Liver þegar ég sé Carra, skulum bara segja að eitt árið var fenginn strippari í það og Carra fór víst uppá svið

12.19 Momo að reyna hluti sem hann ræður ekki við, skulum bara segja að það sé ekki í fyrsta skipti

12.20 Everton átti ágætis skalla og Riise þokkalegan auka, Liver aðeins að mjakast aftur inní leikinn allavega, horn á fyrsta varnarmann, annað horn. Momo reyndi vinstrifótarsendingu sem var lengri en 5 metrar, hún fór svona 15 metra frá Liverkallinum

12.23 Enn eitt hornið hjá Everton, þeir eru hættulegir í þeim, Sami með sjálfsmark úr einu slíku, hvaða þvæla er það eiginlega hjá honum, afar klaufalegt en reyndar þokkalega afgreitt hjá Hyypia Blush

12.26 Það er sem sagt 1-0 fyrir Everton, eðlilegast væri að skipta í hálfleik enda ekki verið sérstaklega mikið að gera hjá Liver en ætli hann bíði ekki og skipti á 57. 76. og 86. mínútu þegar það verður of seint. Getum nokkurn veginn gefið okkur að Pennant komi inná fyrir Momo á 57. Babel fyrir Yossi á 76. og svo Crouch fyrir Voronin á 86. mínútu. Reyndar gæti þetta breyst ef Liver jafnar en annars verður þetta svona, jafn pottþétt og getraunaseðlar helgarinnar 

12.30 Nú eru bæði Momo og Riise búnir að sleppa Everton köllum við gult með því að standa strax upp eftir að það var brotið á þeim

12.32 flautað til hálfleiks, Everton betri en ég hlakka til 57. mínútu þegar við fáum skiptingu, verst að Pennant kemur inná og er að spila á móti Lescott en það er þó skárra en enginnákantinumafþvíaðGerrierhlaupandiinnámiðjunatrixið sem þeir eru að nota núna.

12.49 Öllum að óvörum er engin breyting á Liverliðinu, sennilega svo ánægður með hvernig gekk í fyrri. koma svo liver

12.52 ekki nema 11 mínútur í skiptingu, yakubu meðð svona stökkdýfu, alltaf skondið þegar menn eru felldir en fara upp í loftið við það

12.53 allt í lagi, ég skal spyrja, á þetta ekki að vera derbyleikur, af hverju eru engar tæklingar af viti, svo standa menn bara upp og eru voðalega góðir vinir, Gummi heldur því fram að þetta verði blóðugt til leiksloka, þá rann voronin á rassinn, hann ætti að kaupa takkaskó, það er betra á grasi

12.56 er það þegar maður ér að verða 36 ára þegar maður fer að finna smá buzz af því að drekka 2,25% thule pilsner

12.57 Víti og rautt, gerri sótti þetta fannst manni, reyndar togaði Hibbert í hann, réttur dómur

12.58 Kuyt er vítaskytta og skorar, 2 reglur um víti, 1. það er betra að taka í hornið sem markmaðurinn er ekki í og 2. besta víti í heimi er víti sem þú skorar úr.

13.03 Lescott átti sennilega að fá víti og stuttu seinna skaut Riise yfir úr deddara

13.05 Liver að pressa, 3 fyrir 1 í færum en kuyt skallaði yfir

13.06 Gummi að benda á að Momo sé bestur í að vinna bolta en verstur í að send´ann, það er hárrétt hjá honum

13.09 Momo reynir dáldið svona þéttingsfastímagahæð sendingar

13.13 Babel kominn inná fyrir Yossi, það er ágætt, hann er allavega massa skotfastur, Liver eru eðlilega mikið meira með boltann, lítur vel út verð ég að segja, nú er Lucas Leiva að koma inná, vonandi fyrir Momo

13.16 Gerri er víst að fara útaf, Lucas Leiva inná, vorum sennilega með of mikla breidd í liðinu

13.19 Mascherano með skot í Osman, það er ekki létt að hitta hann, Liver að fá horn sem ekkert varð úr

13.22 Vá hvað Voronin átti lélegt skot núna, hefði ekki einu sinni verið mark í varaliðsdeildinni, McFadden inná hjá Everton, hann er ágætur, allavega í landsleikjum

13.24 Momo í dauðafæri, átti næstum jafn lélegt skot og Voronin áðan, reyndar kannski verra en þetta var hinum megin þannig að það er erfitt að meta það alveg

13.26 Nú styttist í Crouch, það er fínt að setja hann inná svona af því að við erum ekki með neina kantmenn til að gefa á hann, ekki eins og að hans styrkur sé að skalla eða neitt

13.27 Bjarni að biðja um Crouch inná, veit sennilega ekki að það er ekki komin 86. mínúta

13.29 Dæmt á Carra, hann er alveg steinhissa, þrátt fyrir endursýningin hafi sýnt það ágætlega að hann var í einhvers konar flugvélarstellingu ofan á honum

13.31 Momo missti boltann á miðjunni, það kemur öllum á óvart nema þeim sem hafa einhvern tímann séð fótbolta. Horn hjá Everton, varð sem betur fer lítið úr því

13.33 Carra og McFadden báðir gult, Carra skilur það ekki, Momo farinn útaf fyrir Pennant, fínt að hann komi inná til að gefa á engan

13.35 víti og rautt, sjáum hvað gerist, sennilega aftur Kuyt, gott skot hjá Leiva en Phil Neville varði með hendi á línu, Kuyt skoraði en Everton átti sennilega að fá víti á 93. mínútu

13.43 Everton átti að fá þetta víti, gott á þá. Kuyt var frekar heppninn að skora úr seinna vítinu, hann gleymdi reglu 1, skjóta í hornið sem markmaðurinn fer ekki í. Fínasti sigur hjá Liver á endanum. Þeir voru reyndar ekki betri fyrr en þeir voru orðnir einum fleiri og búnir að jafna, Lucas Leiva var sprækur, vel spilandi gaukur, enda Brassi.

13.52 Háskerpa á ekki við um hljóð greinilega, nú eru Bjarni og Gummi að fara yfir leikinn, held ég. Málið er að það er ekkert hljóð, þetta var svona í smá stund í byrjun leiks líka, í hálfleik var síðan tónlist eða eitthvað á meðan þeir voru að tala og nú hefur ekki verið neitt hljóð í nokkrar mínútur. Ok, ég er farinn að skilja þetta háskerpustöff, þeir nota bandvíddina sem áður var notuð í hljóð til að senda betri mynd. Svona fyrir mig þá hefði ég kosið að hafa bara hljóðið áfram, ég fæ ekki mikið betri mynd á 7 ára gamla Sony tækið.


Gleðifréttir

fyrir Jón Bjarna, ég er vaknaður og ætla að skrifa leikjadagbók á eftir. Jón ætti því að skilja leiki dagsins betur. Ætla samt ekki að byrja alveg strax að tala um Torres og co. Er á leiðinni í bónus, vantar einhvern eitthvað úr bónus?

Ef niðurhal væri löglegt

þá væri ég að horfa á þáttaröð sem heitir Greek, eitthvað USA háskólastöff sem ég hefði verið að ná í. Fyrir ykkur sjö, err átta meinti ég Hafdís( er ennþá að venjast fjöldanum skiluru), þá er þetta hreint afbragð ef þið gerið engar kröfur um söguþráð, spennu, brandara eða annað það sem yfirleitt er að þvælast fyrir sjónvarpsþáttum.

Get ekki beðið eftir Evertonpuke á móti liði félagsskap hins himneska og gullfallega Fernando Torres(ég veit,dáldið langt en þetta er stór leikur) vona bara að Hinn Útvaldi(lesist Fernando Torres ef einhver var ekki að fatta) verði klár í leikinn. Hans konunglega hátign er víst eitthvað tognaður en hann svona 35% er betri en flest annað sem við höfum uppá að bjóða. Leikjadagbók fylgir í fyrramálið nema að ég verði svo hugfanginn af Greek að ég sofni ekki og missi af leiknum, vonandi ekki samt,(það hefur nefnilega gerst svona einu sinni eða tvisvar)

í tuttugastaogellefta skiptið á stuttum tíma verður þetta lag sett sem lokalag(fyrir ykkur sem viljið væla þá er þetta alltaf skárra en Uhh Ahh Cantona)


Ég var í kennó

og uppáhalds fagið mitt var trúarbagðafræði, var að lesa yfir gömul verkefni þar og fann þetta, sem ég skrifaði einhvern tímann vorið 2004. Man reyndar ekki alveg hvort þetta voru fyrstu drög og þar af leiðandi hversu mikið þarna kemur beint frá öðrum en þá so be it. Fór nefnilega aðeins að pæla í trúarbrögðum útaf skólanum og reyndar líka útfrá hörmungunum í Pakistan, here goes:

Trú endurspeglar allt það sem fólk trúir á. Ekki er aðeins um að ræða það sem við í daglegu tali teljum trúarbrögð, t.d. kristni, islam o.s.frv. Átrúnaður hefur verið til staðar frá tímum fornmanna þegar þeir treystu á hina ýmsu vætti. Átrúnaður getur einnig leynst innan þeirra stjórnmálahugmynda sem hafa það að markmiði að eyða trúarbrögðum. Stjórnmálastefnan sem slík, og hugmyndafræði hennar verður þá trúin, sbr. kommúnismi og nasismi. Átrúnaður tekur hins vegar breytingum með tíð og tíma. Kristni nútímans er ólík kristni frumkirkjunnar rétt eins og búddismi er ólíkur eftir því hvort hann er stundaður á Sri Lanka eða í Tíbet. Menn og þær aðstæður sem þeir fást við í sínu daglega lífi hafa áhrif á trúarbrögðin og þau breytast í samræmi við væntingar á hverju svæði á hverju tíma. Þar gildir einu hvort breytan er landsvæði eða tími.

Því er gjarnan haldið fram að trúarbrögðin séu leiðarvísir mannsins. “Markmið þeirra er að kanna djúp mannshugans og leita uppi kjarna tilverunnar”. Trú hvers samfélags er því sú leið sem það hefur valið til að ná fram þeim lífsgæðum sem álitin eru æskileg viðkomandi samfélagi. Þar sem trú er svo samofin samfélögum er ljóst að ekki er hægt að skoða sögu án tengingar við trúarbrögð, söguskoðun er því alltaf skoðun trúarbragða hvort sem fólk gerir sér grein fyrir því eður ei. Við skoðun trúarbragða er ekki aðeins verið að skoða hugmyndafræðilegan bakgrunn þeirra heldur einnig hvaða áhrif þau hafa á samfélög og félagslega uppbyggingu þeirra. Trúleysi er átrúnaður í sjálfu sér þar sem afneitun á guðlegum leiðtogum er sú lífskoðun sem viðkomandi hefur tamið sér og verður því að teljast lífskoðun þess aðila.

 

Hvað er átrúnaður. “Trúarbrögð eða átrúnaður er atferli sem byggir hugmyndum manna um hinstu rök tilverunnar” þessi skilgreining er gjarnan notuð þó lengra mál þurfi til að skilgreina átrúnað ítarlega.

 

Lengi hefur verið tilhneiging hverrar trúar að álíta að þeirra trú sé æðri öðrum, það liggur svo sem í hlutarins eðli þar sem að með því að viðurkenna að önnur trú sé æðri þinni ertu jafnframt að hafna eigin trú og álykta að eðlilegt sé fyrir þig að skipta um trú. Nýlendustefna Evrópuþjóða kemur meðal annars af þessum grunni, kristni evrópu var æðri “frumstæðari” trúarbrögðum og því rétt að fá þær þjóðir til að skipta um trú. Í þessu liggur hins vegar vandi sem er jafn gamall manninum, tilraunir til að fá einhvern til að afneita sínum trúarbrögðum hefur leitt til deilna og átaka frá öfrófi alda og nægir þar að nefna að gyðingar sem lentu í ofsóknum nasista létu frekar lífið en að afneita sínum guði.

Karl Marx hélt því fram að guð væri ekki til og heimurinn stjórnaðist af óbreytanlegum náttúrulögmálum og kommunísminn boðaði því í raun trú á kenningar Marx og urðu þannig trúarbrögð í eðli sínu.

Menn hafa gjarnan velt því fyrir sér hvers vegna menn trúa alls staðar á eitthvað, eflaust er þar um að ræða þörf fyrir leiðarvísi, skýringar á því hvers vegna við eigum að gera eitthvað og hvaða tilgangi það þjónar. Stjónvöld og átrúnaður hafa yfirleitt átt í deilum þar sem völd yfirvalda eru í eðli sínu takmörkuð ef þau koma ekki frá átrúnaðinum.

Á hvað ætli Íslendingar trúi í dag?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband