Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Helgin

er búin að vera alveg ágæt. Fór í mat með vinnunni á föstudag og hitti í kjölfarið 2 af fyrrum formönnum SKHÍ, þá Hermann Örn og Sigurð Grétar. Við drukkum saman jólabjór og ræddum heimsins mál. Laugardagurinn var síðanreyndar svipaður, fór þá og horfði á Liver með Finni og Ómaríó, drukkum jólabjór og spiluðum Tiger Woods 2007 til ca. hálf 2. Bolti í dag og er núna staddur í Naustabryggju í mat hjá þeim hjónum Jóni og Sigfríði. Kolla feitabolla er hér líka. Var rendar boðið á sýninguna Pabbann á föstudag en þar sem ég hef ekki ennþá fyrirgefið Bjarna Hauki fyrir afspyrnu leiðinlega útvarpsþætti fyrir skrilljón árum þá neita ég að sjá eitthvað með honum í, er þar af leiðandi einn af fáum sem ekki hafa séð hellisbúann heldur.

Verið að kalla á mig í mat en ég held áfram með Thurrock leikinn á morgun


Jólalausnir VALITOR

Ég lenti bara í öðru sæti í borðskreytingakeppni Valitor, hef sennilega ekki sett nóg stöff á borðið

Jólaskreyting


Enn einn hlekkurinn í keðju skynsamlegra ákvarðana

hjá þessum furðufugli Bush. Það sem er næstum jafn slæmt er að demókratar munu líklegast stilla fram Obama eða Clinton á móti einhverjum repúblikana. Það er því miður ekki séns að bandaríkjamenn kjósi svartan mann eða konu sem forseta. Ég þekki lítið til þessarar náunga sem eru í framboði hjá repúblikönum annarra en Giuliani en veit ekki alveg hversu mörg ár í viðbót af svona Bushtýpustjórn heimurinn þolir.

(**Leiðrétt eftir komment)

Oscar Wilde sagði einhvern tímann "America is the only country that went from barbarism to decadence without civilization in between" og þrátt fyrir að ég sé almennt mjög hrifinn af bandaríkjamönnum þá er ég að verða meira og meira sammála honum.

Björn vinur minn sendi mér einhvern tímann linkinn á þetta lag með Pink en best að ég endi á að setja það aftur inn.


mbl.is Demókratar gagnrýna Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Managerdagbók 4.12.2007

Eftir kommentið frá Sigurhirti í managerdagbókinni í gær ákvað ég að það væri best að fara aftur á byrjun. LLM er það því í dag og næstu daga, reglurnar fyrir lower league management eru í kommentinu við færsluna frá því í gær.

17.33 Tók við liði í Blue Square South deildinni, liðið heitir Thurrock, ég veit nákvæmlega ekki neitt um það en nafnið minnti mig á The Rock og það hljómaði ekki verr en hvaða annað. Þessi deild er held ég tveimur deildum fyrir neðan gömlu fjórðu deildina sem heitir víst í dag önnur deild.

17.38 Ómaríó var að poppa upp á msn og spyrja mig hvort ég væri á eiturlyfjum víst ég væri að skrifa managerdagbókSmile, nei Ómar en takk fyrir að spyrja.

19.39 Thurrock seldi 52 ársmiða fyrir tímabilið og ég vann fyrsta leik, 2-1 heima á móti Dorchester

01.36 það eru búnar 37 umferðir og ég er í 18. sæti af 22 liðum, þetta hefur gengið heldur brösuglega, besit leikmaðurinn minn er Greg Lincoln, fyrrum unlgingaliðsmaður hjá Arsenal. Mér tókst að fá tvo leikmenn að láni og fékk 2 gauka frítt. Eina vesenið er að þá vantar mig ennþá 6 nothæfa fótboltamenn og nískupúkinn sem á liðið neitar að borga 45 pund á viku fyrir scout núna, veit ekki alveg hvort náunginn á það skilið þar sem hann er með 4 í að meta ability en heila 10 í potential. Bes tað reyna að klára þessa 9 leiki sem eftir eru, ég get eiginlega ekki fallið úr þessu þannig að þetta ætti allavega að verða fróðleg sumarvertíð. Hver segir svo að ekki sé hægt að eyða tímanum í algjöra tilgangslausa vitleysu...


Managerdagbók 3.12.2007

Þar sem ég er hugsanlega ekki alveg í lagi þá er best að greina aðeins frá því sem er að gerast í manager, sem ég er að byrja aftur á. Til að gæta sanngirni þá er þetta leikur 2 frá því að ég keypti leikinn um daginn, Liver ákvað að endurnýja ekki samninginn við mig í síðasta leik, ég var sem sagt rekinn. Hef því hafið nýjan leik sem ég er nýbyrjaður á. Ætla ekki að æra óstöðugan með því að rekja frammistöðu í hverjum leik heldur koma reglulega með það helsta sem er að gerast.

Pétur Hafliði vinur minn fékk svipaðan skammt í Svíþjóð þar sem við sátum saman í leið í útileiki og hlið við hlið í búningsklefanum. Ég "leyfði" honum að fylgjast reglulega með því sem var að gerast í manager auk þess sem hann fékk yfirleitt að vita hvað var að gerast í þeim bókum sem ég var að lesa. Veit ekki til þess að Pétri hafi nokkurn tímann dottið í hug að spila manager og ég er ekki viss um að við séum með svipaðan bókasmekk, anyway...

19.53 fyrsti september 2007, búinn með 3 leiki, vinna 2 en tapa 1. Þeir leikmenn sme hafa veirð keyptir eru van der Vaart á 14,5; Landon Donovan á 5; Vagner Love á 9.25; Jérémy Ménez á 11.25 samtals 40 mills, helstu leikmenn seldir eru Riise, Momo, Voronin, Pennant, samtals 23m. Gerri meiddist í 2 mánuði og Crouch í 4(rétt þegar ég ætlaði að fara að selja hann). Best að taka til við leikinn, meira síðar.

20.04 Munaði litlu að ég gleymdi að segja frá því að ég spila svona varíant af 4-3-1-2 með (frá hægri) Reina; Finnan, Carra, Agger, Insúa; Lucas, Mascherano, Xabi; van der Vaart; Torres, Vagner Love

21.02 September búinn, ég tapaði útileiknum við Chelski en vann hina, stjórnin var þá ekki sérlega ánægð með mig, fannst ég eiga að standa mig örlítið betur, þeir vita ekkert. Gerri kominn aftur úr meiðslum en Torres meiddur í tvær vikur, tognaður á læri eftir sprett á æfingu. Er í fimmta sæti í deildinni með 5 unna leiki en tvo tapaða. van der Vaart, Vagner Love og Torres markahæstir með 2 mörk hver í deildinni. Rafael með 4 assist, spilar fremstur á miðjunni, kann ágætlega við sig þar, væri alveg til í að fá hann í hitt Liver, október framundan

22.13 Október búinn, bara tveir leikir í deildinni, vann heimaleikinn en gerði jafntefli við ManU úti, stjórnin er ennþá ekki alveg nógu sátt við mig en ég held að þeir skilji þetta ekki alveg, hmm... dáldið eins og Rafa líður sennilega. Er í fjórða sæti með nítján stig eftir níu leiki, ManU efstir með 29 eftir ellefu leiki. Lítið meira að segja um október enda fáir leikir, held áfram..

23.27 sjö unnir, þrjú jafntefli og tvö töp það sem af er, nóvember var að klárast, slatti af leikjum og svo var ég að lesa mbl.is aðeins. Hef átt í smá brasi með að skora en það ætti að reddast fljótlega, stjórn er sátt við mig núna en er að kvarta yfir einum leikmannakaupunum, kannski ekki skrýtið þar sem ég keypti Ménéz á 11.25 en kem honum eiginlega ekki fyrir í liðinu, ekki í fyrsta skipti sem það gerist, 24 stig í 12 leikjum, ManU efstir með 36 í 14, meira síðar...

00.46 tólf unnir, þrjú jafntefli og fjögur töp. Vann Arsenal 4-0 úti en tapaði fyrir einhverjum plebbum á Villa Park. Tókst annars að selja þennan Ménéz aftur á sama og ég keypti(11.25), seldi Kuyt líka, ef é ggæti nú bara losnað við Crouch og Yossi þá gæti ég keypt eitthvað af viti, veitir held ég ekki af, það er dáldið af meiðslum. Hætti þessu fljótlega en efast ekki um að þið hafið haft afar gaman af því að fylgjast með manager.


Leikjadagbók Liverpool-Bolton 2.12.2007

Jórsalir 4, engir gestir að þessu sinni. Rétt að vara lesendur við því að ég klára ekki seinni hér, þarf að fara í bolta um 16.35 þannig að ég missi af síðustu tíu.

14.50 Var að tékka á staðfestu liði. Reina, Arbeloa, Carra, Sami, Riise, Yossi, Gerri, Lucas, Harry, Crouching Tiger og Hinn Gullfallegi Fernando Torres. Er afar sáttur við þetta lið, sóknarbragur á því og Harry og Lucas í liðinu. I´m giddy

14.52 Varamennirnir eru Itandje, Mascherano, Babel, Hobbs og Kuyt, er smá spenntur fyrir þessum Hobbs, væri afskaplega gott að fá upp eins og einn kjúkling sem leggur eitthvað af mörkum. Höfum eiginlega ekki fengið upp almennilega júklinga síðan Gerri, Owen og Carra poppuðu upp. Miðað við þann fjölda kjúklinga sem búið er að kaupa þá hlýtur eitthvað að skila sér.

14.55 Sá annars unglingaliðsleik hjá Liver í gær. Það eru 3 þar sem gætu orðið góðir, Senterarnir Pourie(þjóðverji), Eccleston og bosníusvíinn Astrit Ajdarevic, Astrit þessi er svona teknísari útgáfa af Patrick Berger, sá reyndar ekki nærmynd af honum þannig að ég veit ekki hvort hann er jafn myndarlegur en hann var allavega með afar fínt hár.

15.00 Þá er þetta byrjað, Arnar er reyndar einn að lýsa en látum það ekki koma að sök

15.01 Liver byrjar á því að tjalda fyrir utan teig hjá Bolton, gæti orðið athyglisvert ef Bolton ætlar að vera þarna frá fyrstu mínútu

15.02 Smá vandræðagangur á Bolton fyrir utan teiginn hjá Liver sem endaði á skoti frá Campo af þrjátíu metrum, það er í góðu lagi, rétt í þessu reddaði einhver frá Crouch á línu eftir ágætt run hjá Yossi

15.04 Torres losaði einn Bolton gauk við gult með því að standa upp og halda áfram að hlaupa eftir að hann braut, nú var svo henid á Bolton inní teig en það er ekki víti á meðan það er bara önnur

15.06 Það er úað á Diouf, mér finnst það eiginlega óþarfi enda fullt af árum frá því að hann fór, Bolton fær þá fyrsta hornið

15.08 Hornið varð dáldið hættulegt, hef það á tilfinnunginni að horn verði eina hættan frá Bolton í þessum leik, reyndar ekki mikil vísindi það enda skorar Bolton helst eftir horn og auka, Diouf að væla eftir að fá gult, gat eiginlega þakkað fyrir að fá ekki rautt en sennilega ekki liðinn nógur tími af leiknum

15.10 Harry sprækur, Liver með fyrsta og annað hornið sitt, sem varð lítið úr

15.11 Riise með svona Kidda Tomm móttöku, tók furðulega háan bolta niður með löppunum

15.15 Fyrsta kortið búið og þetta lítur vel út hjá Liver, Harry er allavega heitur

15.16 Torres eitthvað að kveinka sér, Gerri með auka og hinn geðþekki Sami Hyypia skorar með skalla, heldur döpur dekkning hjá Bolton en ágætur skalli hjá Sami, 1-0 fyrir Liver þrátt fyrir að Arnar sé nú búinn að halda ræðu í 30 sekúndur um að þetta hafi hugsanlega, kannski, jafnvel verið rangstaða

15.18 Svona almennt þá veit það ekki á gott ef Diouf er kominn með gult snemma, hann er frekar pirraður leikmaður og lætur sig detta frekar oft, alltaf líklegur  til að fá annað gult, já víst við erum að tala um hann þá er rétt að þakka Houllier kærlega fyrir að borga tíu milljónir punda fyrir þann enda

15.20 Yossi er með dáldinn Einar Dan svip, það er eiginlega ekkert spes

15.22 Diouf eitthvað að kljást við Arbeloa og var pirraður yfir því að fá ekki auka, það gæti alveg verið að Rafa hafi sett Arbeloa í liðið bara til að pirra hann, Crouch að tala löngum skalla, er ekki hægt að ætlast til þess að tveggja metra senterinn þinn vinni allavega svona helming af löngum sköllum 

15.25 Reina í bölvuðu basli með auka, og Bolton fékk horn sem lítið varð úr

15.26 Torres fékk boltann útá kanti frekar framarlega, var kominn á ferð þegar Yossi ákvað að draga varnarmann beint í hlaupaleiðina hjá honum, hefði svona senilega verið betra að koma sér frekar í burtu eða jafnvel koma í overlap en labba eki beint í hlaupaleiðina með varnarmann í eftirdragi 

15.29 Harry með dapurt skot utan af kanti, það virkar í svona 0,1 % tilvika en allt í lagi að reyna, allavega þegar enginn er inní, æ ég veit það ekki annars, þetta virkar aldrei, betra eiginlega að tékka út og halda sókninni áfram

15.31 Crouch og Harry með tveggja hæla trix, klikkaði hins vegar þegar Crouch reyndi þriðja hælinn, örstuttu síðar reyndi Sami hæl líka, öööhhh skulum bara segja að Sami hafi dottið og hællinn ekki gengið

15.33 Carra gaf á Anelka, sennilega búinn að gleyma því að við vorum bara með hann á láni og erum löngu búnir að skila honum

15.34 Það er hellirigning í Liverpool, fer dáldið illa með hárið á Torres og Lucas

15.35 Harry með hægrisendingu á Riise, það er ágætt að hann er betri með vinstri

15.36 Ágætt upphlaup hjá Bolton, veit ekki alveg hvernig Arbeloa kom þessu í horn. Carra og Reina ákváðu að hlaupa á hvorn annan, hef ekki minnstu hugmynd um hvernig Anelka fór að því að hitta ekki opið mark, alveg stórfurðulegt 

15.39 Þetta var furðulega opið færi hjá Anelka, allavega... það eru rétt um fimm mínútur eftir af fyrri, mér þætti ágætt ef Rafa benti þeim á að ég næ ekki öllum leiknum og þeir mættu gjarnan vera búnir að skora svona tvö til þrjú í viðbót áður en ég þarf að fara

15.41 Þetta Bolton lið er dáldið furðulegt, ekki bara af því að leikurinn var smá stopp af því að Diouf þurfti að reima, lið sem spila á móti þeim enda á því að spila ekki almennilega sinn leik. Það er reyndar örugglega stór hluti af ástæðunni fyrir því þeim árangri sem þeir hafa þó náð, dáldið stórkarlalegur fótbolti. Í þeim töluðu orðum skorar hinn gullfallegi Fernando Torres gott mark eftir stungu frá Gerra, það er afar gott fyrir Liver og ekki síður hellingur af stigum fyrir draumaliðið mitt, 2-0 fyrir Liver og flautað til hálfleiks eftir nokkrar sekúndur

15,46 Hálfleikur í leik Liverpool og Bolton, staðan er 2-0 fyrir Liver. Sami og Torres skorað mörkin fyrir Liver en Anelka fékk svona þokkalegt færiErrm í stöðunni 1-0

16.01 Seinni byrjaður, liðin eru óbreytt. Crouch vann langan skalla og það rignir ekki minna núna, Riise með klassa fyrirgjöf og Crouch með skalla rétt framhjá

16.03 Gerri með eðal sendingu á Yossi sem var kominn í fínt færi en honum tókst að klúðra því alveg merkilega, náði ekki einu sinni skoti.

16.04 Harry átti nokkur skot í fyrri sem fóru flest í náungann sem stóð beint fyrir framan hann, nenniði að skila til hans að boltinn fari ekki í gegnum mannslíkamann, Gerri með gott hlaup og komst í dauðafæri en Jussi varði vel með tánni, horn

16.06 Var ég búinn að minnst á að það er rigning, skipting hjá Liver, Carra útaf, hann er þá ,meiddur, Jack Hobbs inná fyrir hann, hann er allavega massaður

16.08 Ágætis dæmi þarna um af hverju mér leiðist Arnar í lýsingum, Riise átti alveg vonlausa sendingu á Lucas inná miðjuna, Lucas rétt náði að teygja tána í boltann og Bolton náði honum síðan. Arnar kommentaði þá á að þetta hefðu verið mistök hjá Lucas, ágætt dæmi fyrir þá sem vita ekki að Arnar skilur ekki fótbolta

16.10 Shit, Torres lagði boltann á Crouch sem missti hann frá sér á vítateigslínu. Gerri með fyrirgjöf og brotið á Crouch, víti á Bolton og Gerri að fara að taka það

16.11 Öruggt hjá Gerra, 3-0 fyrir Liver og það er rigning. Sýnist enginn þarna nenna þessu lengur, ætli það megi flauta af ef bæði lið samþykkja?

16.13 Ánægður með að Hobbs sé að fá að spila aðeins, vona bara að Carra sé ekki mikið meiddur. Gaukar eins og Hobbs þurfa að fá leiki og ef ekki er hægt að treysta þeim í leik sem liðið er að rúlla upp á heimavelli þá eiga þeir ekki að vera í hópnum.

16.15 Kæmi ekki mikið á óvart þó Gerri og Torres færu útaf fljótlega, ágætt að gefa þeim smá pásu, það er allavega skárra en að setja þá á bekkinn í næsta leik af því að skiptikerfið er svo æðisleg leið tli að spara leikmenn, væri ekki nær að gefa þeim frí síðasta hálftímann hérna, þá hefu þessi leikur verið meira eins og æfing fyrir þá

16.17 Campo gaf boltann á Torres, Liver með auka á vítateigslínu sem Riise ákvað að dúndra úr, veit ekki alveg af hverju þurfti að negla svona af þetta stuttu færi, sér í lagi ef hann ætlðai síðan bara að negla í vegginn

16.19 Torres með gott run og skot rétt yfir, þetta verður væntanlega eitthvað á þessa leið þennan síðasta hálftíma

16.20 Rafa að fara að skipta, hvað ætli það verði?

16.21 Diouf á leiðinni útaf fyrir giannikoupolus, ég hélt að Rafa hefði verið að fara að skipta?

16.22 ok, nú kom það, Babel inná fyrir Harry, það má samt alveg fara að taka Gerra eða Torres útaf. Ef Torres verður svo ekki í liðinu næst af því að það verður að fara eftir skiptimiðakerfinu þá verð ég frekar pirraður. Er svona að gæla við hugmyndina að Rafa ætli bara að nota það í byrjun móts og noti bestu kallana úr þessu, er ekkert allt of vongóður en við sjáum til, Gerri fær allavega næga hvíld næsta sumar, ekki komust þeir áfram á EM allavega

16.26 Eitthvað bras við þennan auka, Riise renndi á Gerra sem síðan renndi á Lucas, hann skaut svo í einhvern Bolton enda sem renndi sér fyrir hann, gott annars hjá ManU að tapa fyrir þessu Bolton liði um daginn, til hamingju með það Ómar

16.28 Korter rúmt korter eftir og fer að stinga af í boltann, þetta er klárt hjá Liver og meira spurning um hver lokastaðan verður en hver fær stigin í þessum leik, Babel með gott run en boltinn eitthvað að þvælast fyrir Torres, Kuyt á leiðinni inná, væntanlega þá smá pása fyrir hinn gullfallega Fernando Torres

16.31 Crouch að komast einn innfyrir en hann er ekkert sérstaklega fljótur, haukurinn náði honum á svona fimm metrum.

16.32 Torres útaf fyrir Kuyt, fínt að gefa honum smá pásu, rigning og svona þannig að honum gæti orðið kalt.

16.33 Allt í lagi, ég skal spyrja, er það gott þegar miðjan þín er Campo, McCann og Speed?

16.38 Ég er farinn í bolta, þetta var fínasti leikur hjá Liver og freka þægilegur eiginlega, gott annars hjá ManU að tapa fyrir Bolton fyrir nokkrum dögum, til hamingju með það Ómar Smile


Desember

Byrjaði alveg ágætlega, var að koma af jólahlaðborði hjá Valitor, afar mikill matur og góður. Þetta eru aðeins öðruvísi samkomur heldur en hjá Voda enda töluverður aldursmunur á starfsfólki. Þægilegasta kvöld samt. Jón Ólafsson kom og tók fjögur lög, hann hefur sungið þau nokkur hundruð sinnum en tókst samt að gleyma textanum að Líf.

Hann var með einhver gamanmál á milli laga, þokkalegt en ég hugsa að ég myndi ekki panta hann í afmæli. Hann var í einhverju veseni með míkrafóninn, sagði þá að míkrafónninn væri eins og typpi sem væri ný búið að fá það, kom skondin þögn á hópinn.

Dagurinn var reyndar rólegur líka, einna helst að það væri vesen í manager, ég var í manager og horfði á leikina með öðru. Var reyndar orðinn svo þreyttur á einhverjum leiknum að ég þreif íbúðina, ekki bara tók til heldur þreif, ætla að biðja ykkur að segja engum, það fer með reppið.

Skil ekkert í því að mér, sem nýlegum hryllingsmyndaáhorfanda hafi ekki verið boðið á hryllingsmyndakvöldið sem haldið var í kvöld, sennilega var vitað að ég kæmist ekki útaf jólahlaðborðinu.

Bolti á morgun, ætti að verða sprækur enda á bílnum í kvöld. Kannski helst að þessi 300 kíló af kjöti sem ég borðaði í kvöld hafi áhrif. Er að horfa á 4 4 2, sá þáttur er meiri snilldin. Ætla að reyna að rétta við skútuna hjá managerLiver í svona 2 tíma


Ef veðmál væru lögleg

þá væri þetta getraunaseðill vikunnar

1. A.V-Arsenal 1X2

2. B´burn-Newcastle 1X

3. Portsm-Evert 1

4. Reading-Boro 1X2

5. Sunderland-Derby 1

6. Wigan-Man.City 1X2

7. Blackpool-QPR 1X

8. Coventry-Sheff.U 1

9. C.Palace-WBA 1X2

10. Leicester-Southhampton 1X

11. Plymouth-Scunthorpe 1

12. Sheff.Wed-Colchester 1

13. Watford-Bristol City 1X

S 4-4-144

Eins og ávallt þá eru 10% fundarlaun ef einhver afritar

lengja dagsins er

Portsmouth 1.95

Sunderland 1.55

Coventry 2.10

Sheff Wed 1.75

Stuðull 11.11 - leikirnir voru ekki sérstaklega valdir af því að stuðullinn varð töff


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband