Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Flottasta mark Íslandsmótsins?

Veit ekki hvort ég hef séð flottara mark en þetta frá vini mínum Kanu.


Auglýsing fyrir sleipiefni

Þetta portúgölsk auglýsing fyrir sleipiefni, held reyndar að hún sé nokkurra ára gömul. Dáldið sniðug auglýsing

Sniðug auglýsing


Ef niðurhal væri löglegt

Veit ég hreinlega ekki hvort ég myndi mæla með því að horfa á heila seríu af Standoff á nokkrum dögum. Ron Livingston er svona that guy týpa sem ætti ekki að leika aðalhlutverk í neinu.


Get ekki stillt mig um

að setja inn meira Bush stöff


Piparsveinninn minnir á sig

Fyrir tveimur árum skrifaði ég nokkrar greinar í skólablað KHÍ. Sumir tóku þessu bókstaflega og voru eitthvað ósáttir.

Var að rifja þetta upp eftir að hafa lesið síðuna hennar Maju frá þessum tíma. Afar skemmtileg lesning og lærdómsrík.

Set greinarnar hérna inn ef einhvern langar að rifja þetta upp. Takk Maja fyrir að geyma þetta. Piparsveinninn er farinn á eftirlaun þannig að líklega verður þetta það síðasta sem frá honum kemur.

Grein 1

Sælir ungu menn,

Skólinn nýbyrjaður og mikið af nýjum, vænlegum stelpum. Það er því við hæfi að fara yfir nokkur atriði sem þið þurfið að hafa í huga þegar þið hafið fundið stelpu, nú eða þær stelpur sem þið hafið áhuga á. Reynsla okkar er misjöfn að ýmsu leyti en það eru engu að síður nokkur atriði sem koma upp í hvert skipti sem við látum til skarar skríða.
Í fyrsta lagi snýst þetta jafn mikið um magn og gæði. Það þýðir ekki að binda alla von við einhverja eina stelpu sem svo jafnvel dregur ykkur á asnaeyrunum allt árið. Ef hún harðneitar að umgangast ykkur þá gefur það ákveðna vísbendingu um að erfitt geti reynst að fá hana til að fara á mörg stefnumót, sama hvað þið reynið. Í þeim tilvikum er þolinmæði ekki dyggð. Því er betra að vera alltaf með að minnsta kosti þrjár sem koma til greina. Því fleiri því betra. Þetta getur þó reynst snúið því þær mega að sjálfsögðu ekki vita hver af annarri. Þið getið því gleymt því að reyna við heilan vinkvennahóp. Þær tala saman og svoleiðis er fljótt að fréttast. Við erum hins vegar það heppnir að nokkrar brautir eru í skólanum og umgengni á milli bekkja og sérstaklega árganga er ekkert sérstaklega mikil. Finnið því til dæmis eina á grunnskólabraut, aðra á þroskaþjálfabraut og þá þriðju á leikskólabraut. Ef þið treystið ykkur til þess þá er hægt að vera með eina á hverju ári á hverri braut. Það er undir ykkur komið.

Varist gemsa eins og hægt er. Það er engan veginn hægt að treysta því að skilaboðum sé eytt eftir heiðarlega tilraun til þess að sannfæra einhverja unga stúlku um að þið séuð hinir bestu menn. Ef þið hins vegar viljið nota skilaboð við þessar tilraunir þá mæli ég hiklaust með því að nota nokkur númer. Það kostar sama og ekkert að fá sér 5-6 frelsisnúmer. Notið eitt á hverja stelpu. Þetta krefst þess hins vegar að þið haldið utan um hvaða númer tilheyrir hverri stelpu. Þannig getið þið alltaf hent númerinu ef einhver fer að sýna sms með misheppnuðum kommentum frá ykkur. Harðneitið því síðan að eiga númerið og þetta fellur um sjálft sig.

Þar sem ég er þess fullviss að þetta á eftir að skila sér í því að nokkrar stelpur samþykkja að fara eitthvað með ykkur, þá eru nokkrir punktar sem hjálpa ykkur að ná því marki sem þið setjið ykkur. Það er mikilvægt að skipuleggja hvað það er sem þið ætlið ykkur með viðkomandi stelpu. Ef þetta er stelpa sem ykkur langar til að hitta nokkrum sinnum en hafið ekki hugsað að fara með í jólaboð til foreldranna þá skiptir mestu að hafa hraðar hendur. Eftir ákveðinn tíma, að jafnaði um mánuð, fer hana að gruna að þið hugsið meira um kynlíf en samband og fer að gera kröfur um að hitta vinahópinn og foreldrana. Eftir það getur reynst erfitt að sannfæra hana um að sinna ykkur eins og áður og mjög fljótlega flosnar upp úr þessu. Eins ágætt og þetta getur verið í nokkur skipti þá kemur að þeim tímapunkti þar sem við viljum sjálfir meira. Þegar þar að kemur er rétt að henda/leggja aukanúmerunum og einbeita sér að þeirri stelpu. Þetta skal þó aldrei gert fyrr en eftir að minnsta kosti eitt stefnumót. Nú fer að skipta máli hvers konar kvöldi þið stingið upp á við hana. Það þýðir ekki lengur að stinga upp á því í byrjun að þið farið ekkert út heldur komi hún í heimsókn til þín og þið finnið upp á einhverju skemmtilegu. Meira að segja einföldustu stelpur sjá í gegnum þetta.
Farið út að borða, á safn, í Bláa Lónið eða einhvern annan opinberan stað þar sem þið hafið tækifæri til að tala saman um daginn og veginn. Ef þið farið á safn og vitið ekkert um það sem er til sýningar þá borgar sig ekki að þylja upp eitthvað sem þú last í bók daginn áður. Það kemur alltaf í hnakkann á manni síðar og stelpur eru alltaf líklegri til að þekkja þetta en þið hvort eð er. Látið því eins og þið hafið gaman af því að skoða eitthvað framandi með henni.
Ef þið farið út að borða hafið þá með ykkur kort og peninga. Það er ekkert verra en að vera að fara að borga (þarf varla að taka fram að þið borgið alltaf því konur vilja alls ekkert jafnrétti á þessu sviði) fyrir matinn og þá kemur eitthvað vesen með kortið. Það eru fáar fljótlegri leiðir til að klúðra sambandi en að vera alltaf í vandræðum með peninga þegar þið ætlið að borga eitthvað. Ekki samt borga matinn með vöndli af peningum, það er eitthvað hálf dularfullt að vera með allt of mikið reiðufé á sér, heldur hafið þið þetta til vara ef eitthvað kemur upp með kortin. Þannig trúir stelpan ykkur þegar þið talið um kortavandræðin. Þið komuð jú með peninga til vara af því að þið “vissuð” af þessu vandamáli.
Í annað eða þriðja skiptið sem þið ætlið að hittast er kominn tími til að elda fyrir hana. Þá heldur hún sjálfkrafa að þið séuð mjög sjálfstæðir fyrir utan að þetta svínvirkar á verðandi tengdamömmu. Nú vandast hins vegar málið því flestir okkar kunna ekki að elda annað en pylsur og pasta. Á því er hins vegar einföld lausn. Finnið ykkur bók með Jamie Oliver og kaupið hana. Ef einhverjir ykkar vita ekki hver hann er á lesið ykkur til um hann á netinu strax, það gengur ekki að þekkja Peter North, Rocco Siffredi og félaga en hafa aldrei heyrt um Jamie Oliver. Gaukur sem eldar þannig að meira að segja ég og þú getum eldað eftir uppskriftunum án mikilla vandræða. Bók eftir hann lítur líka ágætlega út í eldhúsinu hjá ykkur ef stelpa kemur í heimsókn. Farið hins vegar algerlega eftir uppskriftunum. Það boðar ekki gott að ætla að vera með eigin afbrigði af uppskriftum eftir aðra. Það er reyndar ekki vitlaust að horfa á nokkra þætti með honum. Þeir eru sýndir á nokkrum sjónvarpsstöðvum sem nást hérna. Þetta er hins vegar ekki eitthvað sem þið viðurkennið. Það er flott að eiga bók með honum en rokkstuðullinn lækkar allsnarlega ef þið verðið vísir að því að sitja og horfa einir á matreiðsluþætti í sjónvarpinu.
Eftir matarboðið ættuð þið að vera komnir vel á leið með þessa ágætu stúlku og kominn tími til að skipuleggja framhaldið á sambandinu. Það tökum við hins vegar fyrir síðar þegar þið eruð búnir að þrengja hópinn sem þið ætlið að velja úr.

Gangi ykkur vel.

Kveðja,
Piparsveinninn

 

Grein 2

Sælir aftur ungu menn

Eftir síðustu grein bárust nokkrar spurningar. Þær voru aðallega um hvað væri eðlilegur fjöldi á önn og eðlilegur tími frá því að þið eruð einni þangað til það væri í lagi að finna nýja. Við þessu eru einföld svör, ef þið eruð búnir að ákveða að þið ætlið ekki að vera með henni lengur þá breytir tíminn engu. Að sama skapi eru engar fjöldatakmarkanir, því fleiri, því betra. Ef þið veljið þessa leið þá fylgir sá böggull skammrifi að þið verðið helst að láta þær segja ykkur upp, þannig verða þær ekki sárar og svekktar og skemma fyrir ykkur möguleg framtíðarkynni með einhverri stelpu sem þær kannast við. Klók leið til að fá þær til að segja ykkur upp er að segjast vera nýlega kominn úr sambandi og hvort það sé í lagi að þið farið mjög hægt í að láta sambandið þróast. Eftir að þið hringið bara einu sinni í viku í svona mánuð þá stinga þær örugglega upp á því að þið verðið frekar vinir á meðan þú ert að átta þig. Ef það tekst þá eruð þið á grænni grein þar sem þar með er möguleikanum haldið opnum að þið sofið hjá þeim seinna, hvort sem það verður eftir mánuð eða ár. Þannig byggið þið smám saman upp net þar sem þið getið haft samband við stelpur sem þið hafið sofið hjá áður og getið þar af leiðandi líklega leitað til aftur ef ekkert nýtt finnst.
Svo við snúum okkur nú að þeim sem þið getið hugsað ykkur samband með þá eru jafnframt ákveðin atriði sem hafa þarf í huga.
Eftir að samband er komið aðeins áleiðis og þú ert farinn að hitta foreldra hennar er mikilvægt að koma vel fram. Passa vel að vera viðkunnanlegur við mömmuna og kurteis við pabbann. Ef þú og hinn nýji tengdapabbi sitjið einhvern tímann tveir einir og eruð að spjalla saman eftir að ykkur er orðið þokkalega vel til vina eru samt sem áður nokkur atriði sem þarf að passa. Segðu aldrei kvennafarsssögur af sjálfum þér. Jafnvel þó karlinn segi sögur af því hversu kvensamur hann var á yngri árum þá máttu ekki undir neinum kringumstæðum falla í þá gryfju að segja svipaðar sögur af sjálfum þér. Það versta er þó hann fer að tala um kynlíf. Þar er hann að reyna að veiða þig í gildru. Það er dóttir hans sem þú ert að sofa hjá og það vill enginn pabbi heyra kynlífssögur af dóttur sinni. Þarna þarf smá lagni. Það þýðir ekki að þykjast ekkert vita um kynlíf, þið eruð orðnir það gamlir að þið eruð klárlega farnir að sofa hjá (vona það allavega, það er annars efni í allt annan dálk). Láttu eins og þér þyki þessar umræður óþægilegar, jafnvel þó þig dauðlangi að segja honum hvað þú varst að gera með dótturinni kvöldið áður. Best af öllu er að nota orðið elskast og tala almennt um kynlíf. Það notar þetta enginn heilvita náungi þegar hann talar við aðra menn. Um leið og hann heyrir þig nota orðið elskast þá hættir hann um leið við þessa umræðu og fer að tala við þig um eitthvað annað. Það er reyndar líklegt að honum finnist þú frekar skrýtinn en það er vel þess virði því hann talar klárlega aldrei við þig um kynlíf aftur.
Ef þið eruð búnir að vera með stelpu skemur en í 2 mánuði og hún talar um að þið farið að elskast þá er klárlega kominn tími til að hætta með henni. Þið þurfið eðlilega ekki að segja henni upp á staðnum. Það er þá kominn tími til að leita á önnur mið en hins vegar sjálfsagt að sofa hjá þessari þar til önnur er fundin. Sú regla á reyndar við í öllum tilvikum. Það er óþarfi að hætta að sofa hjá einhverri þó þið séuð búnir að ákveða að finna einhverja eða einhverjar aðrar.
Það getur verið strembið að skipuleggja það að vera með margar stelpur í gangi í einu. Mikilvægast er þar að gera þeim grein fyrir að þær eiga aldrei að koma óboðnar í heimsókn. Það er alveg sjálfsagt að þær komi í heimsókn á skrítnum tímum og reyndar æskilegt en þær verða að boða komu sína til að þið lendið ekki í því að fá tvær í heimsókn í einu. Stelpur hafa einhverra hluta vegna afskaplega lítinn húmor fyrir því að vera að sofa hjá einhverjum sem fær á sama tíma heimsókn frá annarri sem hefur það sama í huga. Komið þeim í skilning um að þær eigi að senda ykkur sms eða hringja til að boða komu sína. Þannig getið þið sagst vera uppteknir við að læra ef þið eruð þegar komnir með heimsókn. Ef þær eiga erfitt með að sætta sig við þetta og mæta óboðnar í heimsókn þá er best að opna hreinlega ekki fyrir þeim. Þær skilja það örugglega ef þær þurfa að standa úti í kuldanum, af því að þið komið ekki til dyra, einhverja nóttina þegar þeim hefur dottið í hug að mæta óboðnar í heimsókn. Eftir það senda þær alltaf skilaboð eða hringja þegar þær vilja koma í heimsókn.
Best er ef ykkur tekst að finna stelpur sem eru nú þegar í sambandi, þær stinga gjarnan upp á skemmtilegum tímum til að koma í heimsókn. Skreppa heim úr skólanum í hádeginu er t.d. eitthvað sem eingöngu gengur ef stelpan á kærasta, stelpur á lausu eru því miður ekki líklegar til að fást með í slíkt. Það hljómar líka óneitanlega betur að fá heimsókn ef þið vitið fyrirfram að hún fer fljótlega eftir að þið eruð búin. Þá gefst nógur tími til að gera hvað sem er án þess að fá samviskubit yfir því að hún sé inni í herbergi á meðan þið t.d. farið fram og drekkið bjór og horfið á boltann.
Vona að þetta auðveldi ykkur veiðarnar. Í næsta pistli verður síðan fjallað um framhjáhald, aðallega þá hvernig á að komast upp með það.

Bestu kveðjur,
Piparsveinninn

 

Grein 3

Sælir ungu menn

Flestir ykkar hafa nú komist í tæru við nokkrar stúlkur og líklegra en ekki að til sambanda hafi verið stofnað. Það ber þó ekki skilja sem svo að stúlkan sem þið eruð með sé sú eina sem þið sofið hjá. Í nokkrum fyrirspurnum sem ég fékk eftir síðustu grein héldu menn að eingöngu mætti sofa hjá öðrum konum ef þið væruð búnir að ákveða að segja henni upp en væruð ennþá að líta í kringum ykkur eftir nýrri til að hefja samband með. Það er misskilningur sem reyndar er tiltölulega algengur meðal stúlkna. Reglan er sú að þið megið sofa hjá þeim stelpum sem þið viljið, hún á bara ekki að vita af því.
Það getur þó verið vandmeðfarið að stunda reglulegt framhjáhald. Þægilegast er klárlega að vera með eina eða tvær aðrar sem þið sofið hjá öðru hvoru. Það getur þó verið leiðigjarnt til lengdar því þannig missir maður spennuna sem óhjákvæmilega fylgir því að reyna við nýja stelpu. Það er alltaf smá tími, rétt áður en þið snúið ykkur að kynlífinu, þar sem þið getið ekki verið alveg vissir að þetta gangi upp. Það má kalla þetta veiðispennu. Veiðispennan heldur manni ferskum og því má ekki gleyma henni þó stofnað hafi verið til sambands.
Veiðunum má skipta í tvennt. Annars vegar þær stelpur sem eru á lausu og hins vegar þær sem eru í öðru sambandi. Það er klárlega skemmtilegra að landa einni sem er í sambandi. Það er krefjandi og þær eru heldur ekki líklegar til að krefjast frekara sambands. Þær sem eru á lausu geta þó verið vandmeðfarnar. Það verður að gera þeim fljótlega grein fyrir að þið séuð í sambandi áður en þær birtast heima hjá ykkur á slæmum tíma. Það er nóg að segja þeim t.d. að erfiðleikar hafi verið í sambandinu undanfarið og þið vitið ekki alveg hvað þið viljið. Með þessu náið þið að sofa nokkrum sinnum hjá þeim áður en þær fara að gera kröfur um að þið veljið aðra hvora. Þegar kominn er tími til að hætta við þær er síðan notuð einfaldasta leiðin, hætta hreinlega að hringja. Þær skilja það eftir fáeinar vikur að sambandið sé komið í lag hjá ykkur og þær láta ykkur því vera.
Látið stelpu aldrei fá lykil heima hjá ykkur. Með því eruð þið í raun farin að búa saman þar sem hún á eftir að ganga inn á ólíklegust tímum. Slíkt breytir klárlega öllu varðandi framhjáhald. Ef þið búið saman(það gildir s.s. einnig ef hún er með lykil hjá ykkur) þá getur verið erfiðara að stunda framhjáhaldið heima hjá ykkur. Þið þurfið sífellt að spá í hvar stelpan sé og hvort hún sé væntanleg. Reyndar er ekki svo vitlaust að gera þetta samt nokkrum sinnum til að auka spennuna. Ef stelpan býr ekki hjá ykkur þurfið þið eingöngu að spá í að hún, eða einhver sem hún þekkir, geti fylgst með því hverjir koma og fara. Það er viðvaningsháttur að láta góma sig á því að það sást til einhverrar stelpu fara frá ykkur á einkennilegum tíma. Þægilegasta leiðin er hreinlega að hringja í stelpuna þegar sú nýja er að fara til að vita hvar kærastan er stödd. Hlustið þá hvort hún er úti eða inni og spyrjið t.d. hvort hún sé nálægt búð af því að ykkur vanti nýjan tannbursta og hvort hún nenni að kaupa einn ef hún fer í búðina. Konur eru í eðli sínu alltaf tilbúnar að fara í hvaða búð sem er og tannbursti er ekki eitthvað sem maður gerir sér sérstaka ferð til að kaupa. Það er líka enginn sem veit hversu lengi þú ert vanur að nota hvern tannbursta þannig að það er aldrei hægt að nappa ykkur á því. Ef stelpan er hins vegar heima hjá sér er hægt að redda sér út úr því með því að spyrja hvort þú hafir gleymt einhverju heima hjá henni. Þarna er t.d. stór kostur að nota gleraugu, fólk er sífellt að leggja þau frá sér og ekki óeðlilegt að þau hafi gleymst. Fyrir þá sem ekki nota gleraugu er létt mál að spyrja um bók eða eitthvað annað sem þið gætuð mögulega einhvern tímann hafa tekið með til hennar.
Eftir nokkur skipti þurfið þið að hugsa þetta aðeins áður en þið hringið. Meira að segja einfaldasta stelpa skilur að eitthvað er í gangi ef þið biðjið hana að kaupa fyrir ykkur tannbursta tvisvar í viku. Þetta er auðveldara varðandi það sem þið gleymið heima hjá henni. Þar getið þið notað sama hlutinn aftur og aftur, það fer nefnilega ekki í taugarnar á þeim. Þær vita þá bara að þið eruð gleymnir og móðureðlið kemur upp í þeim þegar þeim finnst þær þurfa sífellt að hugsa um svona mál fyrir ykkur.
Framhjáhald í sambandi eru eðli málsins samkvæmt flóknari. Það er skylda hvers karlmanns að halda framhjá í hvert sinn þegar kærastan fer í ferðalag. Eftir því sem þið öðlist meiri reynlsu getið þið aukið þetta í framhjáhald í hvert sinn sem hún fer út fyrir bæjarmörkin. Slíkt er þó ekki á færi annarra en reynslubolta.
Notið þó helst ekki rúmið ykkar ef þið ætlið að stunda framhjáhald heima hjá ykkur. Konur eru nefnilega í sí og æ að þrífa og þið eruð löngu hættir að taka eftir því þegar þær skipta um rúmföt. Það væri því bagalegt ef upp kæmist um framhjáhald með skoðun á rúmfötum
Þar sem karlmenn eru í eðli sínu klaufar er best að nota borð eða sófa þegar þið takið aðrar konur með ykkur heim til að sofa hjá þeim. Þar sem eitthvað brotnar eflaust við aðfarirnar er auðvelt að útskýra það með eigin klaufaskap. Þið segist hafa rekist í lampann eða hvað það nú var sem brotnaði.
Þegar þið ætlið að sofa hjá öðrum stelpum en kærastan er ennþá innan bæjarmarkanna þurfið þið á traustum vinum að halda. Þið eigið nefnilega örugglega eftir að sofna einhvern tímann heima hjá viðhaldinu, annað er líffræðilega útilokað og það getur verið erfitt að skýra fyrir kærustunni. Segist hafa sofnað heima hjá einhverjum félaga sem konan kannast við en þekkir lítið. Hún er þar af leiðandi ekki líkleg til að hringja í hann. Þið verðið hins vegar að vera búnir að tala við vininn áður þannig að hann komi ekki alveg af fjöllum ef kærastan skyldi hringja. Best er að ræða saman í byrjun ársins og leggja línurnar þannig að ekki þurfi að vera í reddingum morguninn sem þið vaknið einhvers staðar úti í bæ. Gerið því nokkurs konar opinn samning við vin ykkar, þið getið jafnvel gert það sama fyrir hann ef hann þarf á sams konar aðstoð að halda.

Ég vona að þessar upplýsingar forði ykkur frá því að verða gripnir við framhjáhaldið. Framhjáhald er okkur öllum hollt því það viðheldur klárlega spennunni í sambandinu og synd ef eigið gáleysi verður til þess að eyðileggja það.

Í næstu grein leggjum við lokahönd á verkefni vetrarins, sem er að gera okkur alla að betri piparsveinum.

Bestu kveðjur,
Piparsveinninn

 

Piparsveinahornið, lokahluti

Þið eruð væntanlega búnir að fá ykkar sanngjarna skerf í vetur og sumarið framundan með tilheyrandi útilegum og grillveislum. Eins og þið vitið þá erum við á heimavelli þegar kemur að grilli. Það er klárlega karlmannlegt að kveikja upp í grilli og standa síðan við það með bjór í hönd á meðan kjötið grillast. Þar sem konur hafa blessunarlega vit á því að láta okkur vera við grillið þá er það ágætis vettvangur fyrir karlmenn að ræða um kvenmenn og mál tengd þeim. Þar er til dæmis ágætt að fara yfir þær reglur sem gilda þegar kemur að vinahópnum og konum sem þykja áhugaverðar. Fyrsta reglan er sú að ef einn úr hópnum hefur sofið hjá stelpu þá má enginn annar úr hópnum sofa hjá henni næstu 6 mánuðina nema með sérstöku leyfi þess sem er búinn. Með því að sofa hjá henni er hann nefnilega búinn að merkja hana. Merking er önnur önnur tveggja leiða til að eigna sér stelpu innan ákveðins hóps. Hin leiðin er að panta og er sú eðlilega heldur skammlífari. Ekki er hægt að ætlast til að menn fái meira en 3 mánuði til að vinna úr slíku panti, eftir þann tíma mega allir úr hópnum reyna sitt. Með því að hafa þessar tvær aðferðir í huga sparið þið ykkur ómælt vesen sem felst annars í því að tveir félagar eru að reyna við sömu stelpuna á sama tíma, slíkt boðar venjulega ekki gott og leiðir ansi oft til þess að báðum mistekst þar sem stelpan veit að þið eruð vinir og því furðulegt að báðir séu á sama tíma að reyna. Þó við ræðum almennt ekki um stelpur þá er mikilvægt að segja félögunum frá því ef þið sofið hjá einhverri því annars er mögulegt að einhver úr hópnum missi af merkingunni og fari sjálfur á stúfana.
Engar reglur gilda um fjölda þeirra sem má merkja, þar gildir hreinlega að fyrstur kemur, fyrstur fær. Það sama getur eðlilega ekki gilt um pant, það væri hálf óeðlilegt að panta heilan hóp stelpna og útiloka möguleika félaganna. Reglan er því sú að aðeins má panta eina í einu. Menn geta að sjálfsögðu afpantað ef þeir finna aðra vænlegri og vilja frekar panta hana. Það þykir þó lélegt að afpanta mikið, það þýðir að mönnum mistekst í sí og æ það sem þeir ætla sér og slíkir menn eiga það á hættu að missa pantréttinn.
Svo við snúum okkur aftur að útilegunum í sumar þá er gott að kunna að tjalda og vera með allan nauðsynlegan búnað. Öllu má þó ofgera. Það er klárlega gott að taka með sér mat í útilegurnar og þar á ég að sjálfsögðu við kjöt. Karlmenn eiga ekki undir neinum kringumstæðum að taka með sér salat eða mörg krydd til að nota við matargerðina. Best er að mæta með kjöt sem er tilbúið fyrir grillið og ekkert annað matarkyns. Það er til ágætis úrval af tilbúnu grillkjöti í Nóatúni og kjötbúðum, miklu nær að láta fagmenn um þetta en að vera með tilraunir í útilegunni. Alltaf yrði um tilraunir að ræða þar sem það er aldrei í lagi að taka með sér matreiðslubók í útileguna eða sumarbústaðinn, slíkar bækur eiga heima í eldhúsinu á lítið áberandi stað. Ekki má gleyma því að mikið pláss sparast fyrir bjór með því að hafa engan annan mat en kjöt með sér í ferðalagið.
Fæstir okkar syngja eins vel og við höldum. Hins vegar er hreinlega ætlast til þess að við syngjum með gítarspilinu í útilegum. Það ber þó að varast að syngja of hátt, það er í lagi að raula með en meiningin er ekki að við séum forsöngvarar nema þá að sjálfsögðu þeir ykkar sem kunna að syngja. Eins er í flestum tilvikum gott að kunna textann, þar eru þó að sjálfsögðu undanskildir allir textar með strákagrúbbum og álíka vindlum. Þar sem þið eruð að raula með laginu en í raun ekki að syngja er mikilvægt að gleyma sér ekki og fara að fylgjast of mikið með einhverri stelpunni, það er eitthvað verulega óeðlilegt við það að ranka við sér við það að hópurinn starir á þig og þú áttar þig á því að þú varst að raula lagið ágæta úr Toy Story.
Annars vona ég að leiðbeiningarnar í vetur hafi komið ykkur að gagni. Ykkur er klárlega frjálst að endurnýta þetta næsta vetur ef þið teljið ykkur komast upp með sömu trix einu sinni enn.

Bestu kveðjur,
Piparsveinninn


Tækifærissinnar

Fyrir allmörgum árum þegar lottóið byrjaði fóru víst einhverjir óprúttnir náungar í elliheimili í seljahvefi og seldu lottómiða. Þetta var hins vegar fyrsta vika lottósins þannig að þeir gátu selt miðana þar sem maður velur sér tölur án þess að nokkurn grunaði nokkuð. Líklega erfitt að endurtaka


mbl.is Tveir skiptu á milli sín lottóvinningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki nógu gamall

til að finnast það vera í lagi að vera vaknaður fyrir kl 9 á sunnudagsmorgni Sleeping


It´s oh so quiet

Sungu aðdáendur Cork City reglulega allan leikinn. Skot á stuðningsmenn Vals, skemmtilegir aðdáendur verð ég að segja. Þeir sungu allan leikinn og fóru meira að segja að syngja með stuðningsmönnum Vals til að gera ennþá meira grín að þeim, einhver írsk útgáfa af Áfram Valur.

Hér eru nokkur hljóðdæmi frá snillingunum á fótbolta.net


mbl.is Valur tapaði fyrir Cork City, 0:2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lærði af varaforseta pabba síns

Dan Quayle gleymist stundum þegar rætt eru um mannvitsbrekkur frá BNA

 Hérna eru annars fleiri frasar frá þessum snillingi, hluti efnisins fékkst úr Quayle Quarterly sem nokkrir demókratar gáfu út, þrisvar á ári ef ég man rétt, til að minna á snilld mannsins.


mbl.is Bush óvinsælasti forseti Bandaríkjanna í 35 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá þennan live á sviði í Vegas

Einn sá allra besti

Pólitísk rétthugsun, hvað er það


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband