Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Fótboltafræðsla - fyrsti tími

Ætla að smella inn reglulega myndskeiðum af nokkrum fótboltamönnum sem hættu fyrir allmörgum árum. Svona fróðleiksmolar fyrir Jón Bjarna, Ómar og fleiri kjúklinga.

Byrjum á Zico, 66 mörk í 88 landsleikjum fyrir Brasilíu

 

eitt frá Éder

og eitt frá barnalækninum og heimspekingnum Sókrates


Næst mest lesna fréttin!

Var að skoða mbl.is áðan og rakst á þessar upplýsingar

Mest lesið

Mest sent

Íslendingar vilja sem sagt frekar lesa um Britney Spears en flest annað. Átta mig ekki alveg á því að engin af 5 mest lesnu fréttunum er á listanum yfir þær mest sendu. Við sem sagt viljum lesa þetta en dettur ekki í hug að einhver annar hafi áhuga á því. Veit reyndar ekki alveg hvers konar tölfræði þetta er, þ.e. hvort þetta er yfir daginn eða síðustu klukkutíma eða hvað.

Fór allavega að pæla í því hvers vegna við höfum meiri áhuga á neikvæðum fréttum en jákvæðum. Karlalandsliðið í fótbolta hefur verið dapurt undanfarið, hef það á tilfinningunni að flestar fréttir tengdar því hafi verið um það hvort reka eigi Eyjólf. Lítið verið pælt í því hvað sé í raun að þessu annars ágæta landsliði eða hver eigi að taka við. Veit ekki til þess að árangurinn hafi verið mikið betri hjá Loga og Ásgeiri, því nauðsynlegt að reka þá til að ráða einhveen annan. Er mögulegt að vandamálið sé jafnvel stærra en þjálfarinn. Það virðist ekki skipta öllu máli, aðallega að geta skrifað um það hvort ekki eigi að reka einhvern. Rekum Teit byrjaði hjá KR eftir 3 leiki held ég, miðað við síðustu 4 leiki getur vel verið að það hafi átt rétt á sér en mér þykir því lítið hafa verið velt upp hvort eitthvað annað vandamál geti verið til staðar.

Varðandi fótboltaumfjöllun þá þykir mér almennt skorta fagmennsku. Sýn stendur sig reyndar býsna vel, þeir eru duglegir að fá sérfræðinga með sínum venjulegu íþróttafréttamönnum í lýsingum. Heimir og Guðni eru klárlega hæfir til að stjórna umfjöllun um meistaradeildina og ég fagna ráðningu Gumma Ben. Fótbolti er gríðarlega fyrirferðarmikill í dagskrá Sýnar og eðlilegt að fagmenn sjái um umfjöllunina. Höddi Magg spilaði lengi og þó ég sé alls ekki alltaf sammála honum þá veit ég að einhver þekking býr að baki hjá honum. Arnar Björnsson hefur verið í íþróttaumfjöllun síðan Köben brann og fer lítið í taugarnar á mér. Þorsteinn Gunnarsson var víst markmaður í ÍBV ef ég man rétt og á sem slíkur varla heima í fótboltalýsingum, markmenn eru allir hálf skrýtnir, annars væru þeir ekki í marki Cool. Þessi rumsa um Sýn er sennilega til komin vegna þess að Gaupi lýsir stundum fótboltaleikjum. Hann þarf að gera eitthvað annað, eru  þeir ekki með handboltaleiki þarna líka? væri ekki hægt að hafa hann bara í þeim þar sem að hann framlag til íþrótta, eftir því sem ég best veit, er að hafa verið liðstjóri hjá Bogdan og að vera pabbi Snorra Steins handboltamanns með meiru. Hann á allavega ekki að koma nálægt fótboltalýsingum, það einfaldlega passar ekki frekar en að ég taki að mér bókmenntagagnrýni í sjónvarpinu fyrir næstu jól.

Nokkrir slæmir á blöðunum líka, t.d. ÓÓJ hjá DV/Fréttablaðinu. Hann er einhver svona körfuboltatölfræðikall sem er að tjá sig um fótbolta, meikar einfaldlega ekki sens.

Verstur er þó eðlilega Henry Birgir, HBBþó spekingslegur sé hann. Hann var 8.júní að gagnrýna Eyjólf og KSÍ  og fer þar inná ráðningu Sigga Ragga hjá kvennalandsliðinu sem hefur reynst ágætlega það sem af er. Gallinn við týpur eins og Henry(verð að viðurkenna að ég les greinarnar hans stundum, er dáldið eins og að keyra framhjá slysstað, maður getur ekki annað en kíkt) er að hann hendir fram fullt af fullyrðingum og vonar að á endanum reynist einhver þeirra rétt. Hann veit hreinlega lítið sem ekkert um hvað hann er að tala þegar kemur að fótbolta og merkilegt að hann fái greitt fyrir þessi ósköp(kannski af því að fleiri en ég lesa bullið til að láta það fara í taugarnar á sér). Gefum honum þó plús fyrir að hafa nokkrum sinnum verið með í vörinni í útsendingu, það er allavega eitthvað.

Hann "lýsir" líka stundum NFL leikjum á Sýn. Ég hélt í smá stund að hann væri góður í því og verð að viðurkenna að þó hann viti ekki mikið um NFL þá veit hann sennilega nægilega mikið til að fólk fattar ekki almennilega hversu lítið hann veit um NFL. Það horfa reyndar held ég ekki það margir á leikina að það borgi sig að fá einhverja fagmenn til að lýsa þeim. 

Hilmar Björnsson gerði sem sagt fína hluti með Sýn, verst að ég held að hann sé kominn í eitthvað annað djobb þarna núna. Enginn er fullkominn þannig að ef þeir bara setja Gaupa eingöngu í handboltann og Henry í lýsingar sem byrja löngu eftir miðnætti þá ætti þetta að sleppa. 

Henry verður hins vegar að hætta að skrifa, eða allavega fólk að hætta að borga honum fyrir það. Hann er eins og pirrandi gaukurinn í vinnunni sem hefur mikinn áhuga á fótbolta og hefur haft lengi, hendir fram alls konar staðhæfingum og vitnar í umræðuvefi á spjallsíðum. Vegna fjölda fullyrðinga er óhjákvæmilegt að einhver þeirra sé rétt en langstærsti parturinn er bull. Sem betur fer er enginn þannig í vinnunni hjá mér en mér skilst að þetta sé víða svona Wink.

OK, reglan er þá sú að til að fjalla um íþrótt þá verðurðu að hafa spilað hana í að minnsta kosti 1 ár í meistaraflokki og þá telur neðsta deild eða utandeildin ekki með. Ef þetta er ekki virt þá verður bókmennta/listagagnrýni unnin af fólki sem hefur ekkert annað unnið sér til frægðar en að hafa lesið bók eða séð leikrit.

Nenni ekki að skrifa meir, ætla að sjá hvað er að gerast í Entertainment Tonight 


mbl.is Spears sögð íhuga nálgunarbann á móður sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning hvort einhverjir skólar fari að veita smá keppni

Ef MR á átta efstu í keppninni hvað er þá næsta challenge? Að raða öllum X bekknum í efstu sætin? Verður litið á það sem ósigur eftir nokkur ár ef MR fær ekki topp 10? Mér verður gjarnan hugsað til svona frétta þegar fólk ropar um það að allir framhaldsskólar séu eins.

Vel gert hjá verðugum fulltrúum Menntaskólans, stefnum á topp 10 á næsta ári.


mbl.is Fimm afburðaungmenni halda til Írans á alþjóða-ólympíukeppnina í eðlisfræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef niðurhal væri löglegt

myndi ég mæla með:

Alan Shore og Denny Crane

 

Criminal Minds

Athugið að myndskeið er líklega ekki fyrir mjög viðkvæma

 

 

Föstudagsljósum en eingöngu ef fólk hefur gaman af bandarískum íþróttum

 

 

Las Vegas 

 

 

Mind of Mencia

 

 

Tölum

 

 

og tveimur breskum þáttum

Nokkuð áhugavert

 

 

Mock the week

 

 

 p.s. hugsanlega vísbending þess að maður eigi ekkert líf ef maður horfir reglulega á þetta marga þætti þannig að ég sleppi því að benda á Earl, Bones, Everybody hates Chris, Jericho, 24, Dirt, Eureka, Grey´s anatomy, House, How I met your mother, Kyle XY, Men in trees, NCIS, Prison Break, ReGenesis, Scrubs, Studio 60, Two and a half men eða eitthvað annað héðan

 


Malcolm in the middle?

Dewey?MiniMe eða Dewey?

Já takk

Loksins eitthvað um nothæfa leikmenn.

Aðrir leikmenn sem eru velkomnir:

Kaka - augljóslega

David Villa, Milito systurnar, Simao Sabrosa, Daniel Alves, Malouda, Henry, Mancini. Allir Brassar eða leikmenn sem eiga ættir sínar að rekja til Brasilíu.

Minna velkomnir:

Darren Bent(endi), Defoe(höfum ekkert að gera við varamenn frá Tottingham), Eto´o(vælukjói), Varaliðsmenn frá Real/Barca eða öðrum spænskum liðum sem Rafa ætlar að "uppgötva" og gera að góðum leikmönnum. Man ekki hvað hægri kantmaðurinn heitir sem kom í Owen skiptunum(búinn að blokka eins og slæma bernskuminningu) en hann er líklega besta dæmið um þessar "uppgötvanir". Leikmenn með nöfn sem ekki er hægt að bera fram(svokölluð ónöfn, þekkt vandamál úr Manager). Leikmenn frá fyrrum ríkjum Sovétríkjanna eða löndum þar sem markaðsöfl ráða kaupunum(lesist: langtíburtistaníasíu/Bandaríkjunum)

Alls ekki velkomnir:

Morientes/Pellegrino týpur(gamlar hetjur úr spænsku deildinni, lesist:Raul/Ayala)

Ég skipti yfir í West Ham ef:

Þessi kemur í Liver(var að æla aðeins uppí mig við tilhugsina)


mbl.is Benítez vill fá Torres til Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Murphys law

Af Wiki: "If there's more than one possible outcome of a job or task, and one of those outcomes will result in disaster or an undesirable consequence, then somebody will do it that way."

Murphy-s-Law-Posters

Er að vinna við test þessa dagana. Held að hópurinn minn verði kallaður Myrphys.

Okkur hefur tekist að kalla fram eiginlega allar mögulegar og ómögulegar villur.

Ágætt svo sem, ættu að verða færri villur sem koma þá live.

Það er ekki alslæmt að vinna í kerfum og hafa það að markmiði að reyna að klúðra einhverju.

Ef einhver þarf að láta skemma kerfi fyrir sér þá er velkomið að hafa samband við hópinn.

Sloganið okkar verður eitthvað á þessa leið:

"Fokkum öllu upp á fimm mínútum"

"Enga stund að eyðileggja"

eða

"Við viljum villur"


Plebbalegt

 

Þetta fatta ég ekki.

Það hefur svo sem verið rætt um að þetta sé svona en ágætt að búið sé að rannsaka þetta. Staðreyndin er þá sú að konur biðja um lægri laun og reyndar að þeim sé ráðlagt að biðja um lægri laun.

Fór að pæla í því eftir kosningar hvaða skilaboð stjórnmálaflokkar senda. Jákvæð skilaboð eða neikvæð. Ég er sjálfstæðismaður og treysti þeim flokki best til að stjórna landinu en skilaboðin sem þjóðinni voru send voru heldur plebbaleg.

Ekki bætti svo úr skák þegar þessi afar furðulegu skilaboð komu frá Sjálfstæðiskonum um að þetta væri allt gott og blessað, konur yrðu örugglega formenn nefnda.

Formaður Landsambands sjálfstæðiskvenna segist síðan hafa viljað fá tvær konur en sætti sig við val formannsins. Hún vildi sem sagt ekki einu sinni fá helming.


mbl.is Bæði kynin reikna með því að konur sætti sig við lægri laun en karlar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessir leikmenn eru klárir fyrir Liver

Sebastian Leto, vinstri kantmaður(sleði?)

 

Andriy Voronin - spilar margar stöður(illa?)

 

Lucas Leiva - Brassinn-snillingur!

 


Panorama?

Nóvember 2001 Nóvember 2001

 

 

 

 

Desember 2006

 Desember 2006


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband