Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

GottVont

Gott að sjá Tottenhamskútuna sökkva enn dýpra en verra að sjá Everton vinna. Annars slatti af fróðlegum leikjum á morgun, Quasimodo með fyrsta leikinn hjá ManU, vissara fyrir þá að vinna þann leik, annars geta þeir pakkað saman og stefnt á framrúðubikarinn
mbl.is Everton vann Tottenham á White Hart Lane, 3:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef niðurhal væri löglegt

væri ég að horfa á Rush Hour 3 í vonlausum gæðum og þætti hún vera eins og hinar tvær, alveg þokkaleg skemmtun.

Miðvikudagurinn verður annars skemmtilegur, næ í Aron Frey fljótlega eftir hádegi og við förum með afruglarann í Naustabryggju. Þar tekur við Liver kl 14.30 og eftir það ManU og Chelski leikir. Ætti að verða afskaplega skemmtilegt enda Minime mikil knattspyrnubulla. Hann verður svo hjá mér annað kvöld þannig að ég geri ráð fyrir að við höldum áfram með Harry Potter, hlakka til að lesa bækurnar með honum í vetur. Skólinn hans byrjar eftir rúma viku, sem er afar gott, ekki síst í ljósi þess að skólinn hans er ekki svo langt frá mér.


Annar Liver kall

hann átti eiginlega að koma til okkar, eins og reyndar Malouda, massagóður leikmaður. Þá getum við allavega hætt að tala um að Chelsea hafi ekki eytt miklu þetta sumarið, um 40 mills fyrir hægri bakvörð og vinstri kantmann. Þá eru þeir komnir grunsamlega nálægt ManU og Liver í eyðslu
mbl.is Daniel Alves til Chelsea fyrir 3,2 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ipodinn minn - nokkur lög í viðbót

In the end-Linkin Park

Goo Goo Dolls - Iris - úr frekar sérstakri mynd með Nicholas Cage og Meg Ryan

U2 og Green Day - samið út af endurbyggingu New Orleans eftir fellibylinn Katrínu


Hérna er hún og smá stöff um Cowell

Vídjóið af henni í keppninni

Cowell í 60 mínútum-smá hökt í byrjun

 Hérna er hann í Top Gear, linkur þarf að duga að þessu sinni

http://youtube.com/watch?v=NzHure-YBmA


mbl.is Simon Cowell sveik sex ára gamla stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru allir á leiðinni þangað

Er það nú gæfulegt að kaupa 32 ára kantmann, varla ætla þeir að nota hann í bakvörðinn þegar þeir eru með lucas Neill á hellings launum
mbl.is Solano segist jafnvel á förum til West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Korter

er það ekki heildartíminn sem tekur að leita í öllum húsum á Stokkseyrarbakka


mbl.is Húsleitir á Stokkseyri og Eyrarbakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afskaplega eðlilegt

Hann er í sterkri stöðu. Er með fínan samning við Barcelona og á 3 ár eftir af honum. Af hverju ætti hann að fara eitthvað án þess að fá hækkun þegar það eru nokkur lið sem vilja fá hann. Það er allt önnur spurning hvort hann eigi skilið að vera á svona háum launum en ég sé ekkert að því, hann hefur vissulega verið varamaður en það hefur þó verið í góðum liðum, ekki eins og að hann hafi verið á bekknum hjá Stoke.

Þetta verður væntanlega síðasti stóru samningurinn sem hann gerir og sniðugt hjá honum að nýta þetta tækifæri til að hækka aðeins launin og væntanlega lengja samninginn aðeins. Miðað við launin sem West Ham er að borga gaukum eins og Lucas O´Neill þá sé ég ekki annað en að Eiður endi þarna með 4-5 ára samning og 100þús pund á viku. West Ham á líka slatta pening inni eftir að Newcastle bjargaði þeim frá því að kaupa Kieron Dyer og sjúkraþjálfarann hans, hann átti eflaust að fá 60 þús á viku þannig að West Ham er þá í raun að fá Eið á 40 þús pund á viku sem er nokkuð vel sloppið fyrir góðan leikmann í ensku úrvalsdeildinni.


mbl.is Segir launakröfur Eiðs Smára háar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rise and shine, eða svoleiðis

Klukkan sjö og ég var að vakna, vann til rúmlega 2 en fór þá heim í smá nap, afar þægilegt. er nú að horfa á Ellý Ármanns segja frá dagskrá kvöldsins, er búinn að gleyma því jafn óðum. Held að þetta hafi verið passlega langur nap, svona 4 tímar, kemur í ljós á eftir. Ég held að menningarnótt sé næstu helgi, ég er ekkert spenntur yfir risatónleikum rásar2 og Landsbankans, sennilega aldurinn. Hlakka hins vegar til miðvikudags, ætla þá að vinna aðeins fram yfir hádegi en ná þá í minime og fara í Jórsali til að horfa á fótbolta, Liver í undankeppni meistaradeildarinnar 14.30, Arsenal eftir það og síðan Chelski í deildinni. Ekki leiðinlegt að boltinn sé byrjaður aftur.

Styttist annars í skólann, ég er farinn að hlakka til, tveir kúrsar núna og svo tveir eftir áramót. Eftir það ferð til Afríku til að rannsaka fullorðinsfræðslu. Er að spá í að setja öll verkefni vetrarins hérna inn, sennilega bara Fjóla sem hefur einhvern áhuga á þeim en hún verður líklega búin að fá að lesa þau öll yfir hvort eð er áður en ég skila þeim, gott að eiga góða að Smile

Stendur á msn-inu hennar Maju að hún sé í Reykjavík City, hef ekki séð hana samt, merkilegt

Kveð ykkur með Alanis Morissette, af einni af uppáhaldsplötunum mínum, Jagged Little Pill. Hún er skemmtilega lítið pirruð í þessu lagi.


Ofmat

Getur verið að fyrirtækin hafi verið ofmetin? og krónan kannski líka, hlakka til verðhækkana í verslunum útaf lækkun krónunnar, ekki það að sömu verslanir hafi lækkað á meðan krónan var að hækka, skemmtileg hagfræði
mbl.is Nær 76 milljarðar horfnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband