Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Leikjadagbók Man City-Man U 19.8

Naustabryggja 29, ekkert nammi ogo ekkert gos en kaffi og eitthvað kex. Aron er staddur hérna einnig sem sérlegur ráðgjafi.

Höddi Magg og Óli Kristjáns í settinu, gott mál

12.31 Hargreaves í liðinu hjá ManU, snilld fyrir þá, hann gæti verið mikilvægasti leikmaðurinn sem var keyptur á þessu tímabili fyrir utan Torres. Liðið hjá ManU er Van Der Saar, Brown, Vidic, Ferdinand, Evra, Nani, Hargreaves, Carrick, Giggs, Scholes og Quasimodo.

12.34 Nani að reyna að vera Ronni, sólar sig síðan í rugl og Quasimodo skammar hann. Hamann er varnarmiðjumaðurinn hjá ManCity, ég þarf að tékka dagatalið, hélt að það væri 2007

12.36 Gott færi hjá Nani en Kasper ver vel, City ekki farið yfir miðju ennþá, nýi senterinn Bojinov lagstur útaf, gæti verið meiddur. Höddi segir að Svennis sé mikill snyrtipinni, rétt hjá honum

12.38 Bojinov er á leiðinni útaf, Óli segir að þetta sé slæmt því að Svennis hafi líklega lagt leikinn upp þannig að Bojinov sé frammi, ætli það sé þess vegna sem hann var í byrjunarliðinu?

12.40 Emile Mpenza kom inná fyrir Bojinov, ég var alltaf hrifnari af Mbo bróður hans, flottara nafn

12.42 Óli bendir á að Nani sé ekki að gera eins og hinir leikmennirnir vilja, HöddÓli segja þetta svipað og þegar Ronni kom til ManU, margt til í því. Umræðan hjá HöddÓla er um fótbolta það sem af er, sem er gott, tökum mínútu í að þakka fyrir að gaupi er ekki að lýsa og aðra í að vona að hann eða Arnar verði ekki með Liver leikinn

12.45 Brown fær tiltal frá dómaranum fyrir að brjóra tvisvar á Petrov á fyrsta korterinu, 1,25 í stuðul að Wes fái gult í leiknum, 1,90 að spjaldið komi í fyrri hálfleik.

12.48 Aron segir að Nani sé í hörkuformi, hann er á vinstri núna og er búinn að fá tvö færi, Kasper hefur tekið bæði

12.50 Hargreaves tekur aðeins á Elano sem liggur á eftir, Hargreaves hefur komið vel inní leikinn og er svei mér þá betri en O´Shea á miðjunni

12.52 tvö horn í röð hjá ManU, eitt í viðbót og þá er það víti. Vinalegi draugurinn með vonlaust úthlaup en slapp með það. Quasi næstum einn innfyrir en Micah reddaði því vel, hann væri velkominn í Liver. Elano meddi sig aftur, núna eftir Scholes

12.55 Fáránlega flott sending frá Nani á Evra sem komst í gott færi og skaut framhjá en meiddi sig eitthvað. Óli segist vera lélegur dómari, gott að vita

12.58 Quasi næstum innfyrir aftur en Micah reddaði aftur, hann er ekki lélegur

12.59 að vera með Emile Mpenza einan frammi er dáldið eins og að vera með Gaupa einan að lýsa, ekkert spes hugmynd

13.00 Svennis og Hasse Backe eru með 2 fyrir 1 bindi

13.01 Óli segir okkur að Hasse Backe sé fyra fyra två skipulagður

13.02 Geovanni skorar fyrir City með góðu skoti sem breytti aðeins um stefnu held ég, 1-0 fyrir City sem er heldur ósanngjarnt, það telur hins vegar frekar afar lítið í fótbolta

13.04 Wes Rown fékk gult fyrir að sóla mann, hann reyndi hlaupígegnummanninntrixið hans Riise en með nýjum varíant, toga manninn niður í leiðinni, það má ekki og hann er búinn að brjóta nógu oft á sér til að fá uppsafnað gult

13.08 Elano með 60 metra sendingu til baka á markmanninn, ég reyndi það einu sinni í varaliðsleik í Svíþjóð, lagi upp mark með því fyrir hina, dreif sem sagt ekki, maður á víst ekki að reyna 60 metra innanfótarvolleysendingar, Elano tók á ristinni, reyni það næst þegar ég spila varaliðsleiki í OldBoys í Svíþjóð

13.11 kasper ákvað að missa boltann útí teiginn til að micah gæti reddað með tánni.

13.12 Óli segirst vilja að markmaðurinn haldi bolta eins og Kasper missti áðan, jebbs sammála því, reyndar ætti 6.flokks markmaður að halda svona

13.14 Bekkurinn hjá ManU er O´Shea, Eagles, Frazier Campbell og Silvestre, viltu franskar með því? Nani með gott skot sem fór undir hendurnar á Kasper en framhjá

13.17 Enn eitt horn hjá ManU, reyndu tökumstuttþóþaðséunokkrirCitykallaraðdekkastuttahorniðtrixið sem virkaði merkilegt nokk ekki, flautað til hálfleiks, Ferguson reynir eflaust nokkrar skiptingar til að brydda uppá nýjungum í sóknarleiknum, nei annars sennilega ekki nema að hann hafi verið svo ánægður með O´Shea senterævintýrið frá ReadingleiknumErrm 

13.22 Pétur Jóhann er snillingur, Thule, svellkaldur

13.24 Gaupi er í aðalsettinu með tvo markmenn með sér, það er erfitt að vera skrýtnari en tveir markmennWink en Gaupi getur það sennilega

13.34 Seinni að byrja, Aron segist ætla að fá sér hrátt Cocoa Puffs í glas

13.36 Horn númer 345 hjá ManU, Vidic með skalla í slá, vinalegi draugurinn ekki alveg með á nótunum

13.38 Enn eitt hornið, ManU malar allavega tölfræðina, það er þó eitthvað

13.42 Micah að redda enn einu sinni, ManU eru all nokkuð betri, Emile Mpenza er ekki að virka sérstaklega vel, veit ekki alveg hvað hann er að gera þarna, ætli þeir geti leigt O'shea af ManU til að setja hann fram

13.47 Chris Eagles að koma inná fyrir Nani, sennilega eftir síðustu hörmulegu fyrirgjöf Nani þar sem að hann stóð inní teig en tókst ekki að hitta teiginn. Það er endalaust af færum og hálffærum hjá ManU, Quasi nú með skot rétt framhjá í dauðafæri eftir góða sendingu Giggs

13.50 ManU með boltann 71% í leiknum, jú það eru 11 í hvoru liði, eða réttara sagt 10 og einn þriðji hjá City víst þeir eru með Mpenza inná, nú kemur Bianchi inná fyrir Elano, hmm á þetta að styrkja miðjuna?

13.52 Höddi segir að Eagles hafi stundum verið líkt við Beckham, hmm þeir eru allavega ekki með svipað hár

13.54 ManU mega eiga það að þeir reyna slatta af fyrirgjöfum, gæfulegra en moka upp miðjuna kerfið sem þeir notuðu í Reading leiknum

13.55 Geovanni með lélega aukaspyrnu, fékk hann ekki brasilíska aukaspyrnugenið?

14.00 Eagles við það að komast í færi en klúðraðist einhvern veginn. Þetta lítur ágætlega út hjá City, þeir hafa þolað pressuna í 70+ mínútur, Frazier Campbell að koma inná, hann er víst mikil varaliðsskytta, ætli hann sé betri en Voronin?, O´Shea líka kominn inná fyrir Wes

14.03 Carrick fór útaf fyrir Frazier, Höddi nú að spá í hvort Carrick detti þá útúr liðinu þegar sjúkralistinn styttist, nú hefur Höddi verið að borða frostpinna og fengið smá heilafrost held ég, allavega er þetta ekkert sérstaklega gæfuleg pæling miðað við hvernig hann spilaði í fyrra

14.07 Höddi sá einn áhorfanda vera að naga neglurnar og sagði þær líklega vera búnar, velti því þá fyrir sér hvernig væri með táneglurnar, það hlaut að koma allavega eitt bullkomment frá honum

14.12, þarf að skreppa aðeins, aftur eftir hálftíma


Allt að gerast

Ætli það sé eðlilegt að vera svona gríðarlega spenntur þegar það er Ágúst, þ.e. ekki maðurinn hennar Ólafar heldur mánuðurinn. Það er eiginlega eins gott fyrir ManU að vinna í dag ef þeir ætla að vera með í þessu móti, held reyndar að það fari jafntefli og ManU endi með sín 38 stig eftir 38 jafntefli Smile.


mbl.is Manchester-slagurinn og stórleikur í Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er það búið

Sterkt hjá Fjölni, rúlla KA upp og klára sennilega deildina með þessu, það verður erfitt fyrir Fjarðabyggð að ná þeim úr þessu. Sennilega ágætt eftir allt saman, veit ekki hvort Fjarðabyggð eru tilbúnir í efstu deild, leikmenn eða klúbbur. Gaman að sjá Fjölni fara upp, tek smá kredit fyrir það enda átti ég þátt í að koma þeim uppúr þriðjudeildarruglinu á sínum tíma. Nu þarf hins vegar að búa til aðstöðu á vellinum til að hann verði fólki bjóðandi. Þetta er reyndar klúbbur sem gæti orðið stórlið ef þeir halda vel á spilunum, gríðarlega öflugt yngri flokka starf og stórt hverfi til að styðja þá. Það getur hins vegar reynst erfitt að breyta hugsunarhætti í ungmennafélögum, vona að það takist. Í raun ekkert sem segir að þetta eigi ekki að verða stærri klúbbur en t.d Fram eða Víkingur, allavega hafa þeir fjöldann í það í yngri flokkum. Nú þarf bara að fá Ívar Björns til baka á næsta ári og hugsanlega Andra Stein, þjálfarinn veit greinilega hvað hann er að gera þannig að það ætti ekki að vera vandamál að halda aga á leikmönnum.

Skrýtið að sjá KA og Þór í svona miklu rugli, veit ekki hvort það er sign en bæjarfélagið er greinilega með hugann við annað eins og sést á því að vilja fjarlægja flottasta vallarstæði á landinu til að koma upp enn einni Hagkaupsbúðinni, nær að byggja við stúkuna og fjarlægja hlaupabrautina. Munurinn á liðum eftir stuðningi bæjarfélaga sést ágætlega á HK og Blikum, bæði lið í efstu deild og byggt við Kópavogsvöll, bærinn hefur eflaust fengið tilboð í lóðina sem Kópavogsvöllur stendur á en sem betur fer hefur þeim ekki dottið í hug að selja það undir búðir eða blokkir.


mbl.is Fjölnismenn náðu sex stiga forskoti á Fjarðabyggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

(Svefn)leikjadagbók 18.8

Staðsetning: Naustabryggja 29, minime viðstaddur að auki. Ekkert saltnammi en djús á borðinu.

Stórmóti ÍR lauk um hádegi, Aron spilaði í næstum öllum leikjunum í 7.flokksmótinu í dag og hafði afskaplega gaman af. Það gekk líkega alveg ágætlega hjá þeim. VIð fórum síðan í Naustabryggju og tókum til við að horfa á bunka af fótboltaleikjum. Ég sofnaði hins vegar þegar west ham leikurinn byrjaði og vaknaði ekki fyrr en í seinni hálfleik í Newcastle leiknum. Nú eru um 10 mín eftir og Höddi Magg er að lýsa.

17.58 Owen er kominn inná, þ.e. skilst mér. hann hefur held ég ekki komið mikið við boltann og allavega ekki gert neitt af viti. Alan Smith er í Newcastle að gera það sem hann gerir best, tækla menn aftan frá, merkilegt ða hægt sé að troða honum í landsliðið, hvaða stöðu ætli hann eigi að gera þar. Höddi bendir réttilega á að leikur Newcastle sé hugmyndasnauður, varla við öðru að búast þegar Smith og Nicky Butt eru á miðjunni hjá þér.

18.02 Dómarinn að massast og spjaldar einhvern fyrir kjaft, Reo-Coker er það víst, jebbs þeir sýndu núna þegar hann henti boltanum í burtu, alltaf sniðugt, Höddi segir okkur frá því að að Reo-Coker hafi fengið 13 gul spjöld á síðasta ári, sem er óvenju vel af sér vikið

18.04 Höddi segir okkur að James Milner minni hann á Chris Waddle, ýmislegt til í því, hann er á miðjunni en restin af miðjunni er sem sagt Smith, Butt og Geremi, má bjóða þér franskar með þvíErrm

18.06 Höddi segir okkur að Claudio Cacapa sé þúsundasti maðurinn til að spila fyrir Newcastle og að það sé sögulegt, en síðan að það skipti ekki nokkru máli, getur eitthvða verið sögulegt en skipti ekki nokkru máli, hmm

18.08 Höddi segir það vanta hugmyndaauðgi í leik Newcastle, ætli hann hafi verið með orðabók hjá sér? Leikurinn annars búinn, ekkert gerðist í þann tíma sem ég horfði. Newcastle víst búnir að spila 9 klst á heimavelli án þess að skora, það er lélegra en ÍBV held ég svei mér þá.

18.10 Býð upp á nýjungar í dag, ætla að skrifa um 4-4-2, sennilega samviskubit yfir því að hafa ekki skrifað neitt fyrir Jón um leikina í dag. Sýn er besta sætið og samkvæmt auglýsingu hjá þeim er aldrei auðvelt að vinna leiki í Cardiff, hmm

18.16 4-4-2, í settinu Heimir Karlsson, Guðni Bergsson og Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis.Leifur hljóp 10 km en Heimir hleypur bara í spik að eigin sögn.

18.18 Portsmouth-Bolton í lýsingu Arnars Björnssonar, Anelka er rugl fljótur, stakk Hemma af og skoraði 1-0, Kanu 1-1 eftir að enginn ákvað að koma til baka hjá Bolton, þetta var sem sagt Nígeríu Kanu en ekki Kiddi Tomm. Einhver Utaka hjá Portsmouth stakk alla varnarmenn Bolton af, jamms hann er svartur. Kanu fékk víti, sparkaður niður en Arnar segir samt litla snertingu, hann er núna búinn að horfa á þetta oft í tv og segir þetta samt, á hvað er hann að horfa. endaði 3-1 fyrir Portsmouth. Sammy Lee segist hafa séð framfarir hjá liðinu en hvorki Guðni né Heimir sjá þessar sömu framfarir. Leifur segir að Portsmouth þurfi að safna sem flestum stigum fyrir áramót því að þegar Afríkukeppnin byrji tæmist klefinn hjá þeim

18.28 Birmingham-West Ham, úff Gaupi að segja frá leiknum, þarna skall hurð nærri hælum hjá West Ham. Markmaðurinn gaf víti þegar 20 mínútur voru eftir, Noble skoraði, nokkur skot í viðbót og í hvert skipti missti Gaupi legvatnið, ég er alltaf við það að æla uppí mig þegar ég heyri í Gaupa, það er langt síðan þetta þvaður hans var skemmtilegt. Steve Bruce er afleitur þjálfari og er farinn að kenna dómurunum um þetta, merkilegt að þeir þjálfarar sem segjast ekki ætla að ræða dómaramál tala einna mest um það.

18.35 Leifur er skemmtileg týpa, þeir mættu fá hann til að lýsa leikjum í hverri viku, hann segir það sem honum finnst

18.37 Tottenham-Derby, shit hvað Derby eru að fara að húrra niður aftur, Malbranque búinn að skora 2 eftir 6 mínútur. 3-0 eftir 14 mínútur, Jenas labbaði í gegnum vörnina. Lítið um þetta að segja annað en að Arnar er að lýsa, Darren Bent skoraði svo fjórða markið, af 30 sm færi.

18.39 Það eru leikirnir á morgun sem skipta máli, spái 1-1 hjá Arsenal og 1-1 í Man leiknum, Torres sér síðan um Chelski á morgun. Ætti að verða skemmtilegur dagur, over and out 


Gott hjá Breiðhyltingum

Merkilega góður sigur hjá þeim. 10 stig í 8 heimaleikjum hjá ÍBV er hins vegar eiginlega jafn merkilegt, þeir hafa síðan reyndar fengið 16 stig í 8 útileikjum, sem er gott, en það hefur lengi þótt erfitt að fara til Eyja, hélt að ég ætti seint eftir að sjá þessa tölfræði frá ÍBV.

Eitt sem ég hef annars aldrei fattað hjá Leikni, lítlu félagi sem byggir réttilega upp að mestu á leikmönnum sem aldir eru upp hjá félaginu en kalla síðan heimavöllinn sinn gettóið eða gettóvöllinn. Völlurinn heitir sennilega ekki gettóvöllurinn en ég hef séð auglýsingar og umræðu á þeim nótum og tilgangurinn þá væntanlega að byggja upp stemningu. Orðið er hins vegar ákaflega neikvætt hlaðið, dáldið svipað og að kalla sig hinn grófa í staðinn fyrir naglann eða eitthvað á þeim nótunum. Pælingin er ekki vitlaus en þeir hefðu getað hitt á skemmtilegra og jákvæðara heiti á völlinn án þess að tapa lágstéttar- og/eða hörkutilvísuninni hafi það verið meiningin með þessu Gettónafni. Hins vegar afar sterkt að vinna í Eyjum og losa aðeins um pressuna eftir að Reynir vann í gær.

Fjarðabyggð þarf að vinna Þór á morgun, Todda þætti klárlega ekki leiðinlegt að vinna Þór og liðinu veitir ekki af stigunum. Spái því að Kató klári leikinn, líklega eftir að ólafsfirðingurinn og framkvæmdastjórinn William Geir leggur markið upp fyrir hann, 0-1 fyrir Fjarðabyggð verður það þá. Sir Makan þarf síðan að passa upp á að taka stig af Fjölni til fá smá spennu í deildina. Segjum 1-1 í þeim leik. Grindavík og Þróttur komin upp, þarf ekki að pæla meira í því


mbl.is Leiknismenn unnu í Eyjum - Grindavík aftur á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórmót ÍR

er í fyrramálið, Minime er óvænt að fara að keppa með 7.flokki á móti hjá ÍR í fyrramálið, það ætti að verða skemmtilegt þó varla sé hann tilbúinn að keppa flokk upp fyrir sig ennþá. Eftir það tekur meiri fótbolti við, horfum á 2-3 leiki á morgun og 3 á sunnudaginn. Stórleikurinn er eðlilega Liver-Chelski, Terry með þannig að Crouch verður hvíldur, ágætt að sjá Kuyt og Torres saman aftur. Held að þetta fari 4-1 fyrir Liver og Torres skori 4, það myndi reyndar henta vel fyrir draumaliðið mitt líka.

Litli maðurinn var dáldið spenntur áðan og tilkynnti rúmlega 7 að hann ætlaði að fara að sofa til að vera vel undirbúinn fyrir mótið, sýndi mér síðan 3 trix sem hann ætlar að taka á morgun. Klukkan er núna að verða hálf níu og hann er reyndar við það að sofna, ætti að verða skemmtilegur dagur allavega á morgun.

Friends eru í sjónvarpinu, svo mikil snilld. Kominn tími til að sækja þá aftur, líklega komin þrjú ár síðan ég horfði á þá síðast. Bara svo að það sé á hreinu þá er gæðaröð karakteranna eftirfarandi: Joey, Phoebe, Chandler, Monica og Rachel. Ross er svo dáldið langt á eftir.

Ef heppnin er með okkur þá losnum við leikina hjá Gaupa/Arnari/Þorsteini á morgun. Sé til hvað ég tek margar leikjadagbækur fyrir Jón, yfir/undir á það núna er 2,5


Rætist úr mótinu

Gæti orðið skemmtilegur endir á þessu. 4 lið sem geta fallið, eitthvað sem segir mér að það verði Víkingur, Valur á svo sem séns ennþá á dollunni en þeir verða sennilega að vinna rest, ættu að vera 2 erfiðir leikir eftir hjá þeim, næsti leikur í Keflavík og síðan FH í næstsíðustu umferð. HK reddaði sér held ég með leiknum í kvöld, þeim duga 2 stig í viðbót til að vera sloppnir, 1 gæti verið nóg.

KR leysti vesenið sitt í kvöld, þeir vinna allavega 2 leiki af þeim sem eftir eru og það er nóg. Fram gerir sennilega nóg með því að vinna 2 af heimaleikjunum en ég sé ekki alveg hvaða leik Víkingur á að vinna. Blikarnir eru allt of heitir í næsta leik, Valur þar á eftir heima og Valur þá í toppbaráttu, eftir það eru útileikir í Kef og uppá Skaga, sénsinn þeirra liggur jafnvel í því að FH verði búnir að vinna dolluna fyrir síðasta leik á Víkingsvelli. Ég er svo sem ekkert sérstaklega getspakur en held að FH klári þetta á móti Val í næstsíðasta leik í Krikanum(ætti að verða magnaður leikur) og Víkingur falli


mbl.is KR landaði sigri - toppliðin náðu aðeins stigi á heimavelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

38 stig

úr 38 jafnteflum ættu að duga ManU til að sleppa við fall, good times Smile
mbl.is Man. Utd. náði aðeins stigi gegn Portsmouth, Heiðar skoraði fyrir Bolton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikjadagbók Toulouse-Liverpool 15.8

Mini útgáfa í dag

Staðsetning: Naustabryggja 29, einnig viðstaddur: Aron Freyr sérlegur knattspyrnuráðgjafi.

Gummi Ben einn í settinu á Sýn, gott mál

14.30 Liðið nokkuð breytt Reina, Finnan, Carra, Hyypia, Arbeloa, Babel, Mascherano, Gerri, Babel, Crouching Tiger og Voronin, smá breytingar á liðinu Smile, liðið hjá Toulouse er einhvern veginn, allavega Elmander, veit ekki me restina, Gummi búinn að vera 3 mínútur að reyna að bera þau öll fram

14.33 Gerri reyndi laumu úr aukaspyrnu, virkaði ekki alveg, markmaðurinn fattaði ekki að hann átti að villast í hitt hornið

14.34 ég hélt aða Babel væri líka vinstri kantmaður en er farinn að efast, hannn var að snúa sér í hring ogo rakti boltann 19 sinnum í röð með hægri, sem er erfitt, ég held að einn hjá Toulouse heiti för fan

14.38 Tólf leikmenn Toulouse eru t.d með tvö til tíu t í nafninu, hvað eru mörg t í því

14.39 Crap, Voronin er númer 10, hvaða vitleysa er það, Pele og Maradona myndu snúa sér við í gröfinni ef þeir lifðu ekki í eigin heimi, já og væru í gröfinni

14.41 tíu mínútur búnar og Liver betri en engin færi ennþá

14.42 Yossi er greinilega með tækni, lærist sennilega þegar menn alast upp við að sóla sprengjur, á eftir að verða topp 5 leikmaður í varaliðsdeildinni í vetur

14.45 Voronin er sennilega jafn langur og crouching tiger ef þeir eru báðir með hárið beint uppí loftið

14.54 búnar 25 mín og Gummi ekki búinn með einn lélegan fimmaurabrandara, afar þægileg tilbreyting, Toulouse skárri síðusta korterið, ekki eitt færi ennþá í leiknum

14.58 Run hjá Babel, trix og sending á Gerra en hann með afar dapurt skot, vel gert hjá Babel, hann er kominn yfir á vinstri og má eiga það að tekur menn allavega á

15.01 Yossi reyndi hlaupígegnummanninntrixið hans Riise en það virkaði ekki, held að Yossi sé á milli 23 og 25 kíló

15.03 rúmlega hálftími búinn, hlé þangað til í seinni, það er lítið að gerast

15.49 korter búið af seinni, staðan 1-0 fyrir Liver, Voronin með gottt skot í lok fyrri. Yossi farinn útaf fyrir Riise, hann er sterkari og því betri í að reyna hlaupígegnummanninntrixið

15.53 Gerri útaf fyrir Momo, hann fer þá ekki til Inter eftir allt saman, ætli warnock, gamli þjálfarinn hjá sheff utd sé brjálaður líka núna

15.57 það er eiginlega ekki jafn gaman að skrifa þegar bara gummi er að lýsa, bullið í lágmarki en leikurinn svona 20 sinnum skemmtilegri á að horfa, sem er gott. Er hættur með þennan leik, kannski smá komment eftir leikinn, Jón Bjarni verður bara að bjarga sér sjálfur, hann er hvort eð er á msn núna þannig að hann geetur bara spurt

16.21 leikurinn búinn, endaði 1-0 fyrir Liver, sanngjarnt og frekar létt, það skemmtilegasta sem frá restinni af leiknum er að Sissoko kom inná hjá Toulouse, Sissoko var sem sagt nr 22 hjá Liver og Toulouse, það var sem sagt ekki mikið að gerast en þægileg úrslit í léttum leik, ágætis upphitun fyrir Chelskileikinn


Snillingur

Þetta er sami maðurinn og talaði um að alvöru stuðningsmenn væru ekki í heiðursstúkum að borða rækjusamlokur eins og eitthvað yfirstéttarlið
mbl.is Roy Keane: Eiginkonurnar ráða of miklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband