Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Diouf í vanda enn og aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | 31.1.2008 | 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jórsalir 4, engir gestir en ég var að klára túnfiskssamloku
19.38 Best að tékka á liðinu.
19.39 Liðið er Reina, Finna, Carra, Sami, Aurelio, Yossi, Gerri, Xabi, Harry, Kuyt og hinn gullfallegi Fernando Torres. Varamenn eru Itandje, Skrtskrlkhgl, Lucas, Babel og Crouch
19.42 Ella Þóra með eitthvað plebbakomment, hún er stelpa þannig að það er skiljanlegt að fótboltakomment frá henni meiki ekki sens
19.43 Já, kannski rétt að taka fram að Ella heldur með ManU
19.44 Þessi leikur fer 1-1, leikir þessara liða fara þannig og í ljósi þess að Liver er að reyna að bæta jafnteflismet deildarinnar þá er það eðlilegt.
19.45 Gummi Ben er annars einn í settinu, það er fínt, bullið verður þá í lágmarki, bright fótboltagaukur Gummi
19.46 Er annars að pæla í að flytja fljótlega þar sem að ég bý í um 1300 km fjarlægð frá vinnunni. Liver er í hvítum peysum og að mér sýnist svörtum buxum, Torres lítur vel út í þessu eins og öðru
19.48 Sokkarnir hjá Liver eru svona eins og nælonsokkar, dáldið spes, leikurinn byrjaður og Kuyt byrjaður að hlaupa
19.49 Gummi með tölfræði um Liver, þeir hafa ekki tapað í síðustu 10 leikjum, 5 sigrar og 4 jafntefli, hmm eru það ekki 9 leikir?
19.50 Ég er ánægður með að fá Xabi í liðið, vel spilandi náungi og þá sleppur Gerri vonandi við að þurfa alltaf að dreifa spilinu
19.51 Kuyt að klafsast, hmm nú er Gummi að tala um bróður Alan Curbishley, Bill. Sá er víst m.a. umboðsmaður The Who. Hæll hjá Kuyt og Finna fékk auka til hliðar við teiginn, Gerri tekur
19.53 Lítið gerðist í þessum auka, 3 lélegar hreinsanir í röð hjá west ham, endaði síðan méð lélegu skoti frá Yossi
19.55 Anton Ferdinand er ekki bara bróðir Rio heldur líka frændi Les. Gummi með fullt af aukainfo-i, auki á Alonso
19.56 Kuyt með skelfilega sendingu í ágætis breiki hjá Liver, bara svona 30 metrum of framarlega fyrir Torres
19.57 Alan er víst fimmtugur, Alan Green með baksnúningsútkast, Aurelio missti boltann illa en Finnan reddar
19.58 Kuyt nú með sendingu á Green, bara 10 metrum of framarlega fyrir Yossi
19.59 Mér er sama hvað stelpur segja, Ljungberg er ekki myndarlegur, hann er eins og múmínálfur. Alonso með lélega sendingu rétt fyrir utan teiginn hjá west ham
20.01 Ljungberg var í Halmstad, lét hafa eftir sér að hann myndi sko aldrei láta sjá sig í íþróttafötum hvunndags, Halmstad er svona Ísafjörður Svíþjóðar
20.02 Torres er fljótur
20.04 Aurelio missti boltann, Torres komst næstum innfyrir, komst reyndar innfyrir en náði ekki boltanum, það telur þess vegna ekki mikið
20.08 Torres að hlaupa með boltann, komst ekki framhjá þremur
20.10 Boltinn í gegnum klofið á Sami, Boa Morte með skot yfir af 7 metrum, lélegt skot með hægri
20.13 Jón P í símanum, ManU komið í 1-0 Ronni með auka núna, Ronni skoraði áðan og líka núna, 2-0 fyrir ManU, Ronni búinn að skora 2 á 12 mínútum
20.15 Rosalegur auki hjá Ronna, skeytin
20.15 Finnan með skalla í slána á Liver markinu, ágætt flikk
20.18 Golfumræður við JónP, var nefnilega að komast inní GR
20.22 Búinn í símanum, það er óttalegt bras á Liver eitthvað, eiginlega á báðum liðum. Dáldið svona mótherja á milli. Kuyt er góður í svoleiðis
20.24 Fór í hendina á Ljungberg, ekkert dæmt, bara önnur. Dæmt á Aurelio til hliðar við teiginn, gult
20.26 Pressa frá west ham, lélegar hreinsanir hjá liver hjálpa ekki til
20.28 Það er erfitt að tala við fólk á msn á sama tíma og maður skrifar svona leikjadagbók, reyndar erfitt síðan líka þegar maður er í símanum, Yossi er annars ekki búinn að gera neitt, kannski af því að hann getur ekki neitt
20.30 Annars að verða búinn hálfleikurinn, óttalega plebbalegt eitthvað
20.32 West ham hafa verið skárri en samt ekkert sérstaklega góðir, Kuyt hleypur mikið en gefur yfirleitt á mótherja, dáldill Momo í honum, Reina að sóla, hendi á Harry, hann tók með báðum
20.34 Einni mínútu bætt við og klukkuna vantar eina mínútu í næstu mínútu, nú er þessi mínúta búin en samt fær west ham horn, fengu að taka hornið, frákastið og annað frákast, þegar liver loksins hreinsaði 30 sekúndum seinna þá var loksins flautað af, það var sem sagt tveimur bætt við
20.36 Best að skipta aftur yfir á ManU sem er að spila heima á móti Portsmouth, þeir eru með sautján leikmenn úr byrjunarliðinu í afríkukeppninni, Hemmi samt á bekknum, spes. Hinn geðþekki Milan Baros er í liðinu hjá Portsmouth
20.38 Gaupi er einn að lýsa ManU leiknum, Shrek í góðu færi eftir fínt spil en hitti varla boltann. Ella er stolt af ManU, má alveg vera það. Ég held að ég horfi frekar á auglýsingar á Omega en að hlusta á Gaupa, kem aftur þegar seinni byrjar hjá Liver
20.52 Byrjað aftur, sömu lið, Harry með þrjár fyrirgjafir á Anton Ferdinand, hann er fremsti varnarmaður, lyfta boltanum kannski meira?
20.54 Mér þætti ágætt ef Liver skoraði fljótlega eða í það minnsta hitta á samherja
20.55 Kuyt með smá trix á kantinum og ágætis fyrirgjöf, ætli hann endi eins og Diouf, 10 milljón punda senter sem fer fljótlega á kantinn af því að hann skorar aldrei, Harry átti að gera betur en hitti þó næstum markteiginn
20.56 Af hverju ætli ég hafi túnfiskssamloku áðan þegar mér finnst túnfiskssalat ekkert gott
20.57 Veit einhver hvað Boa Morte er raunverulega gamall og reyndar víst við erum á þeim nótum hvenær hann varð einhvers konar fyrirliðatýpa, Ljungberg hitti nú ekki frían skalla, ekki markið sko heldur boltann
20.58 Sun Jihat að skora sjálfsmark hjá City, Derby komnir í 1-0, Torres dæmdur rangstæður en var það ósammála að hann tók tveggja handa vísifingursveif, 53 búnar og Rafa staðinn á fætur til að undirbúa skiptinguna sína á 67. mínútu
21.01 Fyrirgjöf frá Yossi sem var skölluð uppí loftið, Gerri ákvað þá að bíða og sjá hvort það mundi líða yfir varnarmanninn í staðinn fyrir að fara í skallann
21.02 Auki hjá west ham svona 30 metrum frá marki, aðeins hægra megin
21.03 Boa Morte með færi af markteig eftir klafs, fékk boltann á vinstri núna og skaut framhjá, allavega ekki yfir núna
21.04 Gerri með fyrirgjöf en hreinsað útaf, horn hjá Liver og tvær skiptingar hjá west ham, Rafa hlýtur að vera steinhissa, hann vissi ekki að þetta mætti
21.05 Dean Ashton og strípurnar hans konar inná, nei annars strípurnar eru farnar, hann er allavega massaður
21.07 Merkilegt nokk er Liver að skipta á 60 mínútu, Lucas inná fyrir Harry, þriggja manna miðja og þá væntanlega Kuyt og Yossi að þvælast sitt hvorum megin við Torres
21.09 Babel kemur þá væntanlega inná á 73 mínútu, Lucas með utanfótar uppí hornið á Torres, boltinn fyrir aftur og Lucas kominn inní, horn
21.10 Dæmt á Torres í horninu, hann haltrar eitthvað, torres er annars kominn með þetta líka fína hárband
21.11 Dæmd hendi á Torres, fór í hægri geirvörtuna á honum, það er ekki hendin
21.12 Sturridge að jafna fyrir ManCity, hann er búinn að skoraí tveimur leikjum í röð, ef Kuyt skorar í þessum leik þá er hann búinn að skora í einum í röð, Lucas með skot yfir eftir ágætt run hjá Gerra
21.14 Sami og Reina að sparka á milli, Hyypia sólaði síðan einn, boltinn endaði hjá Gerra sem hljóp aðeins og sparkaði síðan 30 metra yfir, ekki einu sinni hægt að kalla þetta skot, segjum frekar spark
21.15 Ég held að Torres sé kalt, Yossi hefur ekkert gert af viti enda vitlaus keppni hjá honum, á að vera í bikar og deildarbikar þegar hann er ekki upptekinn í varaliðsdeildinni
21.17 Lucas Neill sparkaði nokkrum sinnum í Torres, mótmælti síðan aðeins og fékk gult, þessi dómari er ekki alveg með fulle fem
21.18 Auki frá Aurelio á fyrsta varnarmann, Babel á leið inná fyrir Yossi á 73. mínútu, kemur á óvart, hefði mátt gerast fyrir korteri
21.19 Torres í færi en einhver komst fyrir þetta
21.20 Ljungberg með hlaup eða svoleiðis, veit ekki hvor er seinni, hann eða Aurelio, horn hjá west ham sem Cole skallar framhjá
21.21 Korter eftir og lítið gerst eiginlega í þessum leik, mér er hálf kalt, nema á lærunum, tölvan er þar, Ljungberg innfyrir eftir klafs en Aurelio komst fyrir það, horn
21.23 Etherington hitti ekki markið eftir hornið, það var ágætt
21.24 Ætli Crouch eigi ekki að koma inná á 84. mínútu? Kuyt með skot, horn
21.25 Sami með skalla en varið með hendi, bara önnur þannig að ekkert víti
21.26 Aurelio með skot framhjá úr auka af 35 metrum, hefði getað tekið þetta 30 sinnum og hefði aldrei skorað, hver tekur 2 skrefa tilhlaup af 35 metrum
21.27 Gerri með gott hlaup og gaf á Torres sem ákvað að hlaupa aðeins og senda síðan útaf, dapurt. Mér sýnist Torres ekki hafa gaman af janúar í englandi
21.28 Lucas Neill á undan Lucas Leiva, þessi lína er eiginlega það merkilegasta sem hefur gerst síðasta korterið
21.30 Mér er hálf kalt, held að það sé eftir samlokuna áðan, hún var ekki góð
21.31 Fimm eftir og Crouch fær líklega ekki að koma inná, Reina gaf á Aurelio, hann vill koma boltanum í spil
21.32 Ljungberg og Aurelio passa ágætlega saman, báðir seinir og litlir, Yossi gætu verið með þeim í hóp. Alonso tók gult eftir að Liver missti boltann klaufalega, vel gert hjá honum
21.35 Liver fékk auka fyrir utan vinstra megin, Gerri að fara í trix sýnist mér
21.36 Einn fékk að hlaupa útúr veggnum og Gerri varð að gefa til hliðar, dómarar eru svo miklar gungur í þessu, gefa aldrei gult, nú var sparkað í Leiva en ekkert dæmt
21.37 Torres ákvað að missa boltann klaufalega frekar en að gefa fyrir, dapurt, Liver fær nú horn með eina eftir
21.39 Carra að renna sér asnalega og west ham að fá réttilega víti þegar leiktíminn er búinn, Liver setur þá ekki jafnteflismetið eftir allt saman, Noble tekur það
21.40 Reina í rétt horn en gott víti, endar 1-0 og alveg eins sanngjarnt, ekki það að west ham hafi verið góðir en liver voru ekkert spes heldur, best að lífga uppá þetta og skipta yfir í Idol
Leikjadagbók | 30.1.2008 | 19:38 (breytt kl. 21:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
en samt ekki nema að þið séuð með Facebook
http://www.facebook.com/album.php?aid=11034&id=553729522&ref=mf
Ekki pláss fyrir nema eina hér, útskriftarferð KHÍ 2005 sem sagt
Bloggar | 29.1.2008 | 19:05 (breytt kl. 23:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er búið að breyta spánni úr -12/15 gráðum í -2/3 gráður. Get ekki sagt að ég sé mjög fúll yfir því en er þetta ekki dáldið mikill munur? anywho..
Fékk 2 ný dekk í morgun, þurfti víst ekki að skipta um afturdekkin, ágætt að þurfa ekki tilhlaup til að komast yfir hraðahindrun.
Idol í kvöld í USA, ef niðurhal væri löglegt þá væri það komið hjá mér á morgun.
Bloggar | 29.1.2008 | 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þá væri ég að horfa á Hairspray. Jamms, dans og söngvamynd. Hún er samt helling skárri en draslið sem ég byrjaði á áðan, The game plan og He was a quiet man, sá korter af hvorri og henti þeim báðum. Ekki það að hairspray sé merkileg mynd en á meðan þetta blessaða handritshöfundaverkfall er í gangi þá er lítið annað að horfa á.
Tókst annars að festa mig á jafnsléttu áðan, eða næstum því, ný dekk allavega í fyrramálið.
Þægilegt með facebook annars hvað fólk getur sett inn af myndum, sniðugt fyrirbæri facebook.
Ef niðurhal væri löglegt | 28.1.2008 | 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hver pantaði 12-14 stiga frost í Reykjavík á hádegi á föstudag og 15-16 stiga frost á hádegi á laugardag?
Ef einhver þarf að hitta mig þessa daga þá verð ég inni. Jórsalir 4, gengið inn vinstra megin
Bloggar | 28.1.2008 | 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fyrir 6 ára syni mínum í keilu í gær, 112-101. Það er dáldið spes af því að ég var ekki að reyna að tapa. Æfingabúðir framundan líklega. Fæ jafnvel að hafa minime aðeins lengur þessa helgina, Rakel veðurteppt á Akureyri þannig að ég fer með hann í skólann á morgun.
Skemmtileg vinnuvika framundan, förum væntanlega langt með að klára undirbúning vegna sumarsins.
Er að melta það hvort ég eigi að fara á Bifröst næstu helgi, þægilegt að vera þar og við Jón Bjarni finnum okkur yfirleitt eitthvað til dundurs, Maja er líka stöðugt að suða í mér að koma oftar í heimsókn , sjáum hvað gerist.
Það var einhvers konar heilsumæling í vinnunni um daginn, ég man ekki allar tölurnar nákvæmlega en þær voru einhvern veginn svona, 99,9 kg, 22,5% fituhlutfall, 96 cm ummál, 4,38 í kólesteról og 120/80 í blóðþrýsting.
Þeir sem þekkja mig vita að mér er nokk sama um þetta en forvitnilegt engu að síður í ljósi þess að ég er orðinn þremur árum eldri en jesú, hef allavega aldrei farið í blóðþrýstings- og kólesterólælingu áður. Það er víst einhvers konar efturfylgni í maí, setja meira inn þá.
Vantaði reyndar hæðarmælingu í þetta, ég hef ekki mælt það almennilega síðan ég var 187,5 cm á lögreglustöðinni í reykjavík. Það var 2001 ef ég man rétt
Bloggar | 27.1.2008 | 13:42 (breytt 28.1.2008 kl. 13:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Liverpool-Havant&Waterlooville hefst eftir 10 mínútur. Torres, Gerri og Carra á bekknum. Rocky Baptiste er í liðinu hjá H&W. Spái því að Rocky þessi skori í dag.
Ef Crouch skorar ekki í dag þá þarf að selja hann fyrir kvöldmat. H&W fær víst 350.000 pund fyrir þennan leik sem gerir töluvert meira en að greiða upp allar skuldir félagsins. Liver var hins vegar að taka glænýtt 350.000.000 punda lán.
Meðalfjöldi áhorfenda á heimaleikjum H&W er 606 á þessu tímabili.
Hendi inn stöðunni í leikjum dagins eftir því sem ég sé það á soccernet, er staddur í Naustabryggju en á leið í Jórsali, engin Sýn hér en er að horfa á Króatía-Frakkland á RÚV, er með Sýn í Jórsölum og fer þá væntanlega að horfa á Arsenal-Newcastle og síðan Wigan-Chelski, allavega...
14.57 Lið Liver er Itandje, Finnan, Sami, Martin, Riise, Pennant, Mascherano, Lucas, Yossi, Babel, Crouch.
14.59 Súrt að leikurinn sé ekki sýndur, BBC klúðraði því víst eitthvað og voru búnir að velja Mansfield-Boro sem tv-leik, getið þið nefnt mér tvo sem hafa áhuga á þeim leik, fyrir utan þá sem aldir eru upp í Mansfield. Lið úr Blue Squre South deildinni á Anfield í fjórðu umfeðr bikarkeppninnar er dáldið stærri saga.
15.01 Boro vann annars Mansfield 2-0 áðan, jibbí. Spái 15-1 fyrir Liver.
15.03 Stórleikurinn hafinn
15.06 Jay Smith tók innkast á vallarhelmingi Liverpool
15.08 Plymouth komnir í 1-0 á heimavelli Portsmouth, liðið hjá Portsmouth er Hemmi og unglingaliðsgaukar held ég, gerist þegar allt aðal- og varaliðið þitt fer á Afríkumótið
15.09 Havant & Waterlooville fékk fyrsta horn leiksins, Itandje tók það
15.11 Havant & Waterlooville eru komnir yfir á Anfield, Richard Pacquette skoraði með góðum skalla á fjær, 0-1, óvæntustu úrslit í sögu bikarkeppninnar ef dómarinn flautar af áður en Liver skorar
15.13 Mo Harkin lagði upp markið
15.14 Liver greinilega að einbeita sér of mikið að því að dekka Rocky Baptiste
15.17 Staðan á Anfield eftir korter er 0-1, sanngjarnt eftir því sem ég best veit. Mark Richard Pacquette kom á áttundu mínútu
15.20 Liver að fá eitthvað af hornum og Riise allavega búinn að eiga tvö skot
15.21 H&W á dáldið af markspyrnum
15.22 Tuttugu búnar og staðan 0-1, var annars að kveikja á Sýn2, Villa-Blackburn er í gangi þar, tuttugu búnar og staðan 0-0
15.23 Jay Smith tók þrjú innköst á sömu mínútunni, Neil Sharp átti síðan skot framhjá marki Liverpool, versta við þetta er að við getum líklega ekki einu sinni selt Pennant til liðs í Blue square south eftir þetta
15.29 Lucas Leiva að jafna á 27. mínútu eftir sendingu frá Babel, fjórtán eftir, mörk þ.e.
15.33 H&W komnir yfir aftur, sjálfsmark hjá Martin Skrtel, ég er hættur að kalla hann Martin, hann heitir hér eftir bara eitthvað, t.d. akhgaaædjgnk, 1-2
15.35 Sjálfsmarkið kom eftir skot frá hinum geðþekka leikmanni H&W Alfie Potter
15.37 http://www.havantandwaterlooville.net/club/clubinfo.shtm er heimasíða stórliðsins, þarna ætti að vera hægt að nálgast miða á leikinn svo lengi Liver nær að jafna. Best að fara að tékka á því hvenær sá leikur er spilaður, gæti verið gaman að kíkja á þann leik
15.38 Er einhver sem les bloggið með sambönd á Westleigh Park, gæti orðið erfitt að fá miða, 37 mínútur búnar og staðan 1-2
15.41 Markið hjá Lucas áðan var víst með góðu skoti af 25 metrum, hlaut að vera, ekki auðvelt að koma boltanum framhjá Kevin Scriven í marki H&W
15.44 Philip Warner meiddist, Tony Taggart kom inná fyrir hann, veit ekki hvaða taktísku afleiðingar það hefur en ég er hrifinn af Tony Taggart, hlýtur eiginlega að vera nagli miðað við þetta nafn, annað hvort það eða hann leikur í fullorðinsmyndum, þarf að passa orðalagið skiljiði, Aron er á ferðinni hérna í nánd
15.46 Yossi að jafna, 2-2, hann væri góður blue square south leikmaður, allavega yfir meðallagi, ætli Thurrock vilji fá hann?
15.47 Pennant lagði þetta víst upp með sendingu frá vinstri, hvað ætli Pennant hafi verið að gera þar
15.49 Tom Jordan er á miðjunni hjá H&W, hann er sonur hins snoppufríða Joe Jordan
15.50 Flautað til hálfleiks á Anfield Road í Liverpool, staðan er 2-2
15.52 Þetta er allt gott og blessað nema hvað gallinn er að nú gæti Rafa fengið þá hugmynd að setja Torres og Gerra inná, ef hinir leikmennirnir þínir geta ekki klárað Havant & Waterlooville þá er vandamálið stærra en það að þú þurfir að gefa Torres og Gerra frí öðru hvoru, finnst mér allavega
15.56 Af öðrum leikjum er það helst að frétta að arsenal-newcastle er 0-0 og stórlið derby er að tapa 0-3 heima fyrir Preston
16.01 Frakkland yfir 22-21 á móti króatíu, ef einhver hefur áhuga, fimm mínútur eftir.
16.05 nú fer seinni væntanlega að byrja fljótlega, þetta fer allavega ekki 15-1
16.08 Seinni byrjaður, engar skiptingar
16.09 Kevin Scriven að taka útspörk
16.20 Yossi búinn að skora tvö í viðbót, er hættur að skrifa um þetta, er nefnilega að horfa á leikinn
Enski boltinn | 26.1.2008 | 14:58 (breytt kl. 16:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
og að liðið yrði uppiskroppa með grænt teip
Hann skoraði reyndar þetta mark á móti Toulouse
Voronin frá í sex vikur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | 26.1.2008 | 00:04 (breytt kl. 01:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
varð valið hjá Aroni Frey þegar hann fékk að velja kvöldmatinn í Naustabryggju.
"Af því að það er svo karlmannlegt"
Klókur piltur
Bloggar | 25.1.2008 | 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |