Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Fleyg orð

Kjartan vinur minn er með lið á blogginu sínu sem heitir vængjuð orð, ég er ekki jafn vængjaður og hann þannig að við skulum kalla mitt fleyg orð.

Það er svona gismo á facebook sem heitir famous quotes, sá þetta þar.

"Við sjáum ekki hlutina eins og þeir eru, við sjáum hlutina eins og við erum" Anais Nin

meikar sens


Idol

David og Brooke verða allavega með í viku í viðbót.

16 eftir, best að segja ekki hvaða fólki var hent út í þessari viku


Ef niðurhal væri löglegt

þá hefði ég verið að gera tilraun til að horfa á Pushing Daisies, meira crappið. Chi McBride úr Boston Public er einhver fýlukarakter í þessu, ég gafst upp eftir hálfan annan þátt.

Eignaðist nýjan bloggvin nýlega, hún skrifar ljóð á síðuna sína, skemmtilegar pælingar margar hverjar. Ég er reyndar dáldið upptekinn af bragarháttum þegar ég skrifa en það er bara ég.

Held að helgin verði skemmtileg, róleg en skemmtileg. Eins og áður hefur verið vikið að þá er bókamarkaður um helgina í Perlunni, held ég kaupi slatta þar. Les þetta reyndar ekki allt strax en gaman að eiga skemmtilegar bækur til að grípa í, gríp reyndar í þær sem jólagjafir stundum en það er önnur saga.

Topp 20 búnir í Idol, var búinn að setja inn David Archuleta, best að enda þá í dag á Brooke White


Ef niðurhal væri löglegt

þá væri ég að horfa á No country for old men aftur. Mér finnst hún jafn léleg í annað skiptið.

Viðtöl við sumarfólkið hefjast á morgun, gott stöff

Hlakka til helgarinnar, bókamarkaður í Perlunni, good times.

Nýja íbúðin er góð, reyndar ekkert TV en ég er svo lítið fyrir það hvort eð er.


Idol

Ekki lélegt hjá kjúklingnum David Archuleta


Ef niðurhal væri löglegt

þá væri ég að horfa á Rambo.

Sæll, grafíska ofbeldið! Ég held að það sé meira sýnt af limlestingum í þessari mynd en öllum topptíu hrollvekjulistanum sem ég horfði á. Þessi mynd ætti að vera bönnuð innan svona 65 ára.

Ágætis mynd samt


Naustabryggja

Ég er í Naustabryggju með minime. Erum að horfa á Chelski-Tottenham, Drogba var að skora úr auka af 30 metrum, innanfótar. Robinson ætti kannski að spá í að sjá boltann næst þegar hann stillir upp vegg.

Hinn gullfallegi Fernando Torres skoraði 3 í gær, ágætt því einhvern veginn skoraði Boro 2.

Fór á æfingu með minime í morgun, tók reyndar með mér ágæta bók sem ég fékk í jólagjöf, Bréf til Maríu.

Skemmtileg vinnuvika framundan, styttist í að ég geti farið að klára sumarundirbúninginn.


Veit einhver um

einhvern sem langar til að þrífa íbúð einu sinni í viku.

Tveggja tíma verk fyrir 5000 kall á viku

Þarf helst að vera einhver sem ég þekki, eða þið þekkið til. Ef þið vitið um einhvern sem hefur áhuga þá megið þið láta mig vita.

Við Siggi vorum komnir með manneskju í þetta en það datt uppfyrir.


Úldin appelsína

er ekkert spes. Ég var samt búinn með svona 2-3 báta áður en ég fattaði það, var örlítið utan við mig yfir Idol.

Topp 24 voru í gær og fyrradag, ég er ennþá að átta mig á þessum með Josiah Leming þannig að ég held mig við Michael Johns sem spá, dáldið langsótt samt að Ástrali vinni American Idol, allavega enginn sem stendur uppúr eins og er.

Afmæli hjá Finni stórvini mínum á morgun, örugglega skemmtilegt kvöld. Verður gaman að hitta þau hjónin Finn og Lovísu Þóru aftur.

Lovísa spurði mig reyndar í fyrra hvað Finn vantaði í golfi, hún var að leita að gjöf handa honum.

"kjark og hæfileika" var svarið Wink


Leikjadagbók Lyon-Manchester United 20.2.2008

Naustabryggja 29, sérlegur gestabloggari fyrrum landsliðsfyrirliði Jón Pétursson.

19.31 Liðið komið hjá ManU, Van Der Sar, Brown, Ferdinand, Vidic, Evra, Ronni, Scholes, Hargreaves, Anderson, Giggs, Shrek.

19.33 Toyotaauglýsing, Rav 4, vona að hnetuauglýsingin frá TM komi ekki í hálfleik, er að verða komið miklu meira en gott með hana

19.34 Spái 1-1, ManU fer létt með þetta Lyon lið í tveimur leikjum

19.34 Leifur Garðarsson og Rúnar Kristinsson í settinu með Arnari Björnssyni. Verið að sýna frá Emirates, Lehman er í voða fínum jogginggalla

19.36 Hvað ætli Flamini hafi gert langan samning við kölska, 1-2 ár? Hann er allt í einu orðinn góður, getur ekki enst

19.37 Best að skipta yfir á ManU leikinn, hárkollan á Gallas böggar mig

19.38 Verkfærasalan með skjáauglýsingu, njalunaut.is kjöt beint frá bónda, þarf maður þá ekki kjötbúðir? fer þessi leikur ekki að byrja?

19.40 ManU, Arsenik, Liver, Chelski, Real, Barca, Sevilla og Schalke fara þá áfram.

19.41 Gummi Ben og Bjarni Jó að lýsa, það er fínt, þeir vita báðir helling um fótbolta, gaman líka að hlusta á Bjarna segja "þanninað", segir sem sagt ekki þannig :)

19.43 Benzema og Shrek einir frammi, djurgårdengerpið källström og ronni"fallin spýta" eiga væntanlega að styðja við þá

19.45 Lyon byrjar með boltann

19.46 Gummi að segja "kollström", maður segir "sjellström"

19.47 Tvær ágætar fyrirgjafir hjá Grosso, Anderson var felldur og einn hefði átt að fá gult, Giggs með gefa á fyrsta varnarmann horn, virkaði ekki

19.49 Anderson er góður, enda brassi.

19.51 Clerc með vonlaust skot utan af vinstri kanti, Lyon með góða sókn og fá horn, hættulegt allavega

19.53 Langur á Shrek, útspark. Shrek er góður en ekki fríður, dáldið svipað og Yossi, nema hvað hann er ekki góður

19.54 Shrek var kominn aftur fyrir Hargreaves og co með boltann, kannskí óþarfi þegar þú ert einn frammi

19.56 Ekki mikið gerst fyrir utan ágæta sókn Lyon áðan, Källström með lélegt skot langt framhjá, fékk samt thumbs up frá þjálfaranum, meira sennilega um að hann eigi að halda áfram að skjóta en að þetta skot hafi verið gott, vona ég allavega

19.58 Benzema er dáldið eins og Hannes Þ.Sigurðsson í laginu, mínus ennisbandið nýja

19.59 Källström að væla, hann er líka djurgården gaukur

20.01 Korter búið, dáldið logn í leiknum

20.02 Horn frá Juninho, ManU hreinsa, Shrek næstum einn innfyrir, samt ekki

20.03 Hargreaves með sendingu 20 metra upp kantinn, reyndar 5 metra útaf, en samt

20.04 Vidic að brjóta á Benzema, ekki mikið, Juninho þá með auka af 45 metrum, sennilega skot þá

20.05 Gouvou í góðu skotfæri fyrir utan teig en ákvað að láta boltann fara, óviljandi en lét hann fara samt, var sem sagt skelfilega misheppnað skot

20.07 Rio að reyna að skora sjálfsmark, hitt ekki og horn

20.08 Annað horn, nú frá kim, í gegnum allt og ManU fékk innkastið

20.10 Shrek einn innfyrir en vel varið, snilldarsending frá giggs

20.11 Benzema í góðu færi, skaut yfir, fékk að vera einn í kringum vítateigslínu

20.12 Ronni lítið sést en með smá run, boltinn stuttu seinna á scholes í góðu færi, blokkað og horn. Gott scholes run í eyðu og síðan annað horn, og aftur heim til sín, 3 horn í röð, lyon hreinsar

20.15 Ronni með 3 skæri og skot í bringu, lifnað töluvert yfir leiknum, Ferguson með tyggjó, það kemur á óvart

20.17 Giggs með hlaup og bros, eitthvað innkasttrix þar sem wes henti í bakið á giggs, átti svo að fá boltann aftur en boltinn fór af hælnum á giggs og afturfyrir, Revelliere braut á Ronna og fékk gult

20.19 Ronni með skot í vegginn af 35 metrum, fékk boltann aftur og skaut 35 metra framhjá, var ég búinn að segja að Shrek er ekki fríður

20.20 Källström með gult fyrir að hlaupa á Ronna, rétt gult

20.22 Tæpar tíu eftir, Hargreaves slapp vel við gult, nei annars, fékk gult, Boumsong fékk líka gut fyrir að heimta gult, auki hjá Lyon rétt fyrir utan teig, reyndar aðeins til hliðar

20.25 Lélegur auki, slatta yfir, spái rauðu á Boumsong á eftir, hann er allt of vitlaust til að geta passað sig

20.26 Gouvou fékk að snúa of létt á wes, var síðan of lengi og wes náði honum aftur, 4 eftir og staðan ennþá 0-0

20.28 Ronni með skæratrix, lyon reddaði í horn

20.29 Ronni með skotsendingu úr auka til hliðar við teiginn, ágætt alveg, horn ManU

20.30 Ronni með skalla yfir eftir hornið, komst ekki alveg yfir boltann, hann er glettilega góður skallamaður miðið við allt soul-glowið í hausnum á honum 

20.31 Hálfleikur, eðlileg staða þó ég hefði frekar viljað hafa þetta 1-1 eða 4-4

20.33 Ok, skrifstofubleytuauglýsing frá TM, það er betra

20.47 Seinni byrjaður, engar breytingar nema þá helst ða liðið skipta um mark, það er yfirleitt gert

20.48 Hendi á Grosso, reyndar bara önnur en þetta var fyrir utan teig þannig að það er auki

20.49 Celtic eru 2-1 yfir á móti Barca, eftir eitt og hálft færi, hægri kantarinn hjá lyon heitir clerc, hann gæti verið svona fljótari týpa af Finnan, áhugavert

20.51 Gummi er eitthvað aðeins ringlaður í framburðum, nú heitir búmsong orðið bomsúng, Ronni með klobba og trix

20.53 Scholes með skot í mann, ekki horn, af því að markmaðurinn náði boltanum, nærmynd af upphitun hjá lyon, það er nú fínt

20.55 Benzema að skora 1-0, var svona að þvælast með boltann og negldi svo stöngin inn með vinstri, þröngt en vel gert, ManU kallarnir áttu samt að gera betur, 54 búnar

20.56 Hann er sterkur þessi Benzema og fljótur, gæti orðið dýr fyrir Real/Barca/AC/Inter eða hverjum þeim sem vill borga 30 mills, Benzema komst í smá break en Vidic hægði vel á honum, Rio er að safna hári sýnist mér

20.59 Hargreaves með snúnig og wes fyrirgjöf, skallað frá

21.01 Ronni með trix, Boumsong fattaði það ekki og tók boltann

21.02 Break hjá Ronna, léleg fyrirgjöf en horn

21.04 Anderson virkar ekki almennilega rétt fyrir aftan senter, er betri þegar hann fær að vera aðeins aftar, Källström að klúðra einhverju en það reddaðist, Shrek rangstæður

21.06 Nani og Quasimodo inná fyrir Scholes og Giggs, Rafa eru venjulega svona hálftíma að fatta skiptingar, sennilega tyggjóið hjá Alex sem heldur blóðinu á hreyfingu

21.07 Þetta er enn eitt dæmið um klassamuninn á Rafa og Ferguson, ekkert að bíða með skiptingar sem þurfa að koma hvort eð er, Benzema að fá ódýran auka

21.09 Juninho með furðulegan auka, rétt framhjá og vd sar alveg útá túni, verulega tæpt

21.11 Quasimodo með skalla sem Shrek skorar eftir en hann var slatta rangstæður, telur ekki, ennþá 1-0

21.12 tuttugu plús eftir, ManU líklegir eftir að Quasimodo og Nani komu inná

21.13 Bodmer á leið inná, fyrir Juninho, Benzema með skæratrix áðan, skemmtilegt

21.16 Benzema er eiginlega jafn góður og Shrek er ljótur, sýnist þetta enda 1-1

21.17 Einhver á leið inná hjá lyon sem er í appelsínugulum skóm, það virkaði ekki vel hjá zlatan í gær

21.19 Ben arfa inná fyrir Clerc, sýnist það vera carrick fyrir hargreaves líka, Ronni að fá smá pláss, lyon með klókt brot nálægt miðju

21.21 Rúmar tíu eftir og það er hellings tempó, ManU miklu beri samt , Ben arfa með skot slatta yfir, ljótt nafn

21.23 Hann er samt ágætur, heitir víst hatem ben arfa

21.24 Benzema útaf fyrir Fred, hann er góður reyndar, enda Brassi

21.25 Carrick er með dáldið beinan topp, ManU eru að gera sér þetta erfitt akkúrat núna, dáldið þröngt, hörmuleg sending hjá Ronna, Boumsong hreinsaði nokkurn veginn í rétta átt, innkast ManU

21.26 Auki hjá ManU rétt til hliðar við teiginn, Ronni að stilla miðið

21.27 Quasimodo að jafna, 1-1, sanngjarnt enda getur Lyon ekki hreinsað, skorað eftir klafs stöngina, Fred gaf á hann

21.29 Klafsaðist sem sagt af Fred, veit ekki hvað senterinn er að gera inní markteig þarna, Carrick átti reyndar dauðafæri rétt áður, sem klafsaðist frá

21.32 Barca komnir yfir 3-2 þeir eru aðeins betri en Celtic, manU eru að sama skapi aðeins betri en Lyon, rétt eins og liver eru aðeins betri en inter :)

21.34 þessi Fred er ekki að gera gott mót, búið að flauta af, endaði 1-1 rétt eins og ég spáði klukkan 19.34, þurfti kannski ekki mesta sérfræðing heimsins til að spá því. Ef einhver hefði hvíslað þessu að Gaupa þá hefði meira að segja hann geta giskað á þetta

21.35 Allavega búið og eðlileg úrslit, ManU labbar síðan yfir þá á Trafford eftir 2 vikur, Adebayor var annars að skalla í slána af 30 sentimetra færi, ótrúlegt færi, hættur í bili, Arsenik endaði 0-0 annars


mbl.is Tévez bjargaði Man.Utd í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband