Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Gott lag

á góðum degi úr góðri mynd


Syesha Mercado

3 eftir


David Archuleta

3 eftir


David Cook

3 eftir


Styttist í

að ég fari að sofa

minimehelgi

að ég geti farið í golf reglulega

sumarfrí, tek alveg heila viku í júlí

að ég fari til Danmerkur

að ég fari í klippingu, það er að verða kominn tími til

að ég skipti út nagladekkjunum, það þarf samt að breyta reglunum þannig að maður megi hafa nagladekk á sumrin ef það er snjór, sbr. grundarfjörður síðasta föstudag

að ég fari í ferðalag norður

að ég geri eitthvað gæfulegra en að sitja með tölvuna í fanginu kl. 00.35 að skrifa um hvað styttist í

að ég klári big brother usa 4, errr. eða væri að klára ef niðurhal væri löglegt

að ég fari að sofa


Daloon dagur í dag

Fínasti dagur sem sagt. Afslöppun og vídjógláp, borðaði samlokur og skoðaði slatta af myndum.

Spilaði meistarann í gær og vann eftir mikið comeback.

Hef ekki sérstaklega mikið að segja, er dáldið sloj eitthvað, best að kveðja þá með einhverju lagi, hmm....... best að hafa það Harry Connick jr.


Að venju

var spáin mín tóm della. Valur fékk á sig dáldið mikið af mörkum finnst mér.

Gleymdi fyrr í dag ða minnast á Ingvar Helgason, það ágæta fyrirtæki. Ég keypti sem sagt Boratinn þar í byrjun mars. Eitthvað ískur var í bremsunum og svo startaði hann ekki um daginn.

Ég ákvað að fara með bílinn til Ingvars Helgasonar þar sem það var ekki svo ýkja langt síðan ég keypti hann.

Snillingarnir þar létu mig hafa nýjan rafgeymi og löguðu ískrið í bremsunum, var víst tilkomið útaf nýjum diskum og klossum. Allavega, kærar þakkir fyrir það, sparaði slatta cash money

Er að melta planið í kvöld, reikna með þvi að gera ekki neitt, kemur í ljós 


Boltinn

byrjar að rúlla eftir hálftíma, ætla að fylgjast með leikjunum  í útvarpinu, nenni ekki á völlinn.

Grundarfjarðarstoppið var fínt, borðuðum góðan mat og hittum skemmtilegt fólk. Vorum komin í bæinn um 11 og ég fór aðeins niðrí bæ, reyndar frekar stutt. Afskaplega skemmtilegt kvöld í alla staði.

Það er að verða frekar þreytt að vera ekki með tv, gæti þá t.d. horft á Valsleikinn á eftir en það verður lítið úr því. Geri fastlega ráð fyrir að ég sitji í lazyboyinum bróðurpartinn af deginum, það er reyndar ekki alslæmt.

Þar sem allar spár eru pointless er best að spá í þetta mót sem er að byrja. Valur verður meistari allavega og skulum segja að Guðjón Baldvinsson verði markahæstur með 20 mörk. Leikirnir í dag fara þá væntanlega 4-0 fyrir KR, 2-1 fyrir Fram, 3-1 fyrir Val, 3-0 fyrir FH, 2-0 fyrir Þrótt og 2-1 fyrir ÍA. Ef þið ætlið að taka lengju þá myndi ég ráðleggja ykkur að leggja svona 13 krónur undir á þetta, ekki mikið meira allavega. Farinn að borða og vinna aðeins, L8R


Fannar

heitir strákur sem var að byrja í sumarstafi í dag, hann er að fara á tónleika með John Meyer í sumar

Best að setjaþá smá stöff inn með honum, Meyer þ.e.


Juno

er afbragðs mynd með ágætustu tónlist, hér er smá


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband