Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Liver

tók ekki nema 207 mínútur í að skora fyrsta og eina markið gegn Standard Liege, það hafðist á endanum en ekki sérlega mikill sómi af því. Gerri á leið í aðgerð á nára, segja að hann verði 10-15 daga frá. Ég veit ekki alveg hvaða aðgerð það er en mér þykir afar sérstakt ef hann fer í náraaðgerð og verður ekki frá nema tvær vikur.

Leikjadagbók Liverpool - Standard Liege 27.8.2008

Bollagata 16, engir gestabloggarar en SGÓ er á staðnum.

19.08 Liver byrjaði með boltann, það er happa, best að tékka á liðinu

19.10 Liðið er Reina, Arbeloa, Carra, Skrtel, Aurelio, Kuyt, Gerri, Alonso, Yossi, Keane og hinn gullfallegi Fernando Torres

19.12 Smá aksjón í byrjun og Liver pressar eðlilega framarlega. Varamennirnir eru Cavalieri, Dossena, Agger, Plessis, Spearing, El Zhar og Babel

19.13 Mikið skot frá Standard en Reina varði sem betur fer vel, gott skot og horn Standard. Lélegt horn og hraðupphlaup Liver, Torres fékk ódýra aukaspyrnu til hliðar við teiginn, best að Aurelio taki

19.15 Klafs eftir aukann og Keane reyndi að vippa 8 metra yfir markið, það tókst

19.16 Standard eru þokkalegir, fljótir og sterkir allavega

19.18 Löng hreinsun afturfyrirsig með beinni löpp, kúl gert en dáldið skrýtið að sjá, Standard tækla og allt, Yossi dettur og allt 

19.19 Það er dáldið um skrýtið hár og skegg hjá Standard

19.20 Horn Standard sem lítið varð úr, Kuyt skallar frá

19.21 Standard eru ekkert verri eins og er, þetta er í lagi samt ennþá

19.22 Yossi með gott hlaup en hefði betur sleppt boltanum síðan á Torres

19.23 Boltinn er stjörnum prýddur, Standard með tvö færi og Reina reddaði aftur vel. Standard betri síðustu 5 en þeir höndla ekki ðressuna frá Anfield til lengdar. Eitt sem ég er að pæla, þegar hinir eru fljótir og sterkir af hverju er þá Yossi inná en ekki Babel?

19.26 Ágætis touch hjá Arbeloa og gott skotfæri hjá Alonso en lélegt skot, útspark. Keane missti síðan boltann næstum því ekki

19.28 Dante klobbaði Kuyt og nú annað gott skot hjá Standard. Skrtel að reyna eitthvað sem hann ræður ekki við, að hlaupa með boltann

19.30 Torres missti boltann, Carra með einhvers konar utanfótarhreinsun, það er dáldið hans thing

19.32 Veit ekki alveg hvers vegna en það er engin klukka á skjánum, það er sennilega meistaradeildarregla, kannski heimatilbúin en við segjum það í bili. Dómarinn er frá Sviss, hann er alveg hlutlaus

19.33 Í ekkifréttum dagsins er það helst að mikil seinkun er á flugi Iceland Express í dag

19.35 Ágætt spil en hörmuleg sending fyrir frá Aurelio

19.37 Skulum segja að það sé hálftími búinn, það er svona nokkuð nærri lagi en klukkuna vantar á skjáinn, tvö horn Liver

19.40 Liver búnir að eiga góðan kafla núna, eru með boltann á helmingnum hjá Standard, Torres klafsaðist næstum í gegn.

19.43 Standard með auka til hliðar við teiginn, Reina tók´ann. Keane er ekki mikið að spila einfalt

19.44 Einhver að reyna stungusendingu á Yossi, það virkaði merkilegt nokk ekki, fer líklega að nálgast hálfleik, eða sem sagt 5 eftir

19.46 Liver að fá horn án þess að boltinn hafi farið afturfyrir eða það var allavega tæpt en Liver er á heimavelli

19.47 Hætti í hálfleik, ætla að fá mér eitthvað að borða og einbeita mér svo að leiknum, þetta gengur eitthvað brösuglega

19.49 Hendi á Yossi eftir að hann lá einhvers staðar, það er hendi á liggjandi mann, Yossi var annars búinn að rembast við að sóla alltofmikið þarna

19.51 Liðin svipuð í fyrri og 0-0 í hálfleik, Standard með betri færi. Hættur að þessu sinni


Læri

hjá Ingömmu áðan. Er að horfa á stórleik KR og Kef, Pétur átti ekkert spes ekkiskalla áðan þegar Kef jafnaði. FH er að tapa í grafarvogi þannig að þetta lítur ekki sérlega vel út fyrir þá ef kef vinnur, sem allt stefnir í. Gerði ekki ráð fyrir Kef svona sterkum en þeir hafa verið bestir til þessa á mótinu, væri kannski bara ágætt ef þeir vinna, ekki á FH það skilið miðað við hvernig þeir hafa verið að spila.

Skólinn byrjar eftir rúma viku, síðasti kúrsinn í dilómanámi í þróunarfræðum. Það ætti þá að vera næst síðasta námið í bili, stefni á MBA næsta haust. Pétur Hafliði byrjaði í því núna í HR.

**Endaði í jafntefli bæði í grafarvogi og á kr velli, lítil breyting á toppnum þá.


Ekki leikjadagbók

í dag, var aðeins ryðgaður og missti af fyrsta korterinu. Liver voru ekki góðir í dag en redduðu sér fyrir horn í lokin. Áttu annars held ég ekki nema eitt færi áður en Gerri skoraði, varla hægt að kalla það færi sem Carra skoraði úr.

Er annars heima í lazy-boyinum að horfa á Arsenik, er annars með hugann aðallega við leikinn í fyrramálið. Ísland kemst held ég í 12-0 og vinnur leikinn örugglega, snilld að vinna gull í hópíþrótt á Ólymíuleikum, eða vinna gull yfirleitt.

Finnur stórvinur minn er kominn aftur me lægri forgjöf en ég, hann er held ég í 22.0 en ég í 22.3 eftir ófarirnar í Borgarnesi fyrr helgi. Er að pæla í að hætta við golfferðina til kanarí um áramótin en fara í staðinn í einkaskóla ProGolf, kostar reyndar 100þús kall sem er samt töluvert minna en kanarí myndi kosta. 32 einkatímar hjá golfkennara hljóta að koma forgjöfinni eitthvað niður.


Golf, golf, golf

í morgun, á eftir og á morgun.

Fór með Finni 9 holur í morgun, byrjuðum korter í 7. 14 punktar á þessar níu þannig að forgjöfin hækkaði aðeins, 22.1 núna.

Ætla að reyna að fara hring á eftir og svo er mót hjá Nóa á morgun í Borgarnesi. Liver heima á laugardag, 3 stig þá geri ég ráð fyrir.


Leikjadagbók Sunderland-Liverpool 16.8.2008

Fyrsti leikurinn hjá Liver, hvað er Gaupi að gera í settinu? Er ekki handboltamót sem hann þarf að lýsa.

16.24 Best að tékka á liðinu.

16.25 Reina, Arbeloa, Carra, Sami, Dossena, Kuyt, Gerri, Plessis, Yossi, Keane og Hinn Gullfallegi Fernando Torres. Einhverjir í liðinu hjá Sunderland

16.27 Jebbs, Gaupi er að lýsa, hmm... sennilega ekki rétt orð yfir þetta, hann er að tala

16.28 Cavalieri, El Zhar, Aurelio, Ngog, Skrtel, Agger, Xabi á bekknum

16.29 var að lesa aftur línuna hér á undan, ElZhar, Ngog, Skrtel. Lítur dáldið út eins og ritgerð eftir lesblindan mann, eintóm ónöfn

16.30 Já alveg rétt, er á Bollagötu, gleymdi að taka það fram

16.32 Missti af því hverjir byrjuðu með boltann, það breytir kannski ekki alveg öllu.

16.33 Gaupi að lesa upp tölfræði frá síðasta ári, það er alltaf jafn lítið skemmtilegt, Gaupi er sannfærður um að Malbranque verði Sunderland mikilvægur, ætli það hafi verið þess vegna sem hinn Keane keypti hann?

16.35 Fjórar búnar, lítið gerst annað en að Sami reyndi að leggja upp færi fyrir Diouf, tókst ekki, kannski ágætt þar sem hann er ekki í Liver lengur

16.36 Keane að reyna tveggja fóta sendingu, tókst ekki, tekst reyndar sjaldnast

16.37 Diouf með nýja klippingu, held það allavega, ólíklegt að það sé komin snjókoma. Dossena og Yossi misstu báðir boltann, ekkert spes miðað við að Sunderland náði honum eiginlega ekki á milli

16.39 Plessis er langur og mjór, hann er þó allavega örvfættur

16.40 Torres með fyrsta, annað og þriðja touch, Liver fékk svo innkast

16.41 Ég held að Gerri sé meiddur, hann elti ekki einu sinni bolta sem var að leka útaf, haltrar ekki en það er eitthvað ekki í lagi

16.42 Gaupi æsti sig aðeins, eða reyndi að æsa sig, svona úlfaldi úr mýflugu

16.43 Dossena gaf á Sunderland kall, hann hitti þó boltann núna, færi núna Sunderland en skallinn beint á Reina

16.44 Kuyt fékk högg á lærið, hnjask

16.45 Er með kók og snakk, enginn bjór ennþá, fer í kveðjupartýsafmæli til hins geðþekka knattspyrnumanns Gústa á eftir. Torres hrint en lítið dæmt, reyndar fékk Sunderland innkast

16.46 Leikmenn Sunderland virka víst mjög þéttir, er það ekki frekar liðið sem er þétt, nema Gaupi sé að meina að þeir sé feitir eða massaðir

16.47 Boltinn beint á Dossena, hann náði honum næstum því með hoppinu sínu en boltinn fór undir hann

16.49 Yossi að tékka á því hvort Sunderland kallinn vildi hlaupa framhjá boltanum, sá ákvað frekar að sparka honum útaf. Gerri með skot áðan sem fór lítið sem ekkert

16.50 Dossena hitti Plessis, alveg 5 metra sending, allt að koma, einn langur frá Sami

16.52 Tuttugu búnar, eggið ennþá, lítið gerst nema þessi skalli frá Murphy áðan

16.53 Arbeloa með fína fyrirgjöf á Gordon, prófar kannski Liver kall næst

16.55 Sunderland með auka dáldið til hliðar við teiginn, reddaðist í öðrum fráskalla

16.56 Horn Liver, 25 búnar

16.58 Diouf með skot slatta yfir, Gaupi heldur áfram að mala, hvenær ætli verði boðið uppá að slökkva á þeim sem lýsir og fá bara hljóðin af vellinum

16.59 Hinn gullfallegi Fernando Torres með smá run, gerðist ekki mikið en hann er að vakna

17.00 Plessis með svona kvennaknattspyrnumarkmannshopp, hoppaði niðrávið

17.01 hálftími búinn, 0-0 og ekki mörg færi, eiginlega ekki nema eitt, Carra með einn langan

17.03 Fjóla var að biðja mig að tefla við sig, hún er ekki með fulle fem. Plessis spilar einfalt

17.04 Auki Liver rétt fyrir utan teig, Gerri tekur, Keane ýta til hliðar

17.05 þeir fengu að hlaupa útúr veggnum eins og venjulega, dómarar eru svo miklar gungur, fyrirgjöf Kuyt síðan og Liver nú með horn

17.06 Liver aftur horn, Liver aðeins að koma til

17.08 Dossena missti boltann næstum því ekki. tæpar tíu eftir

17.09 Keane tók 7 skrefa bakk í mann, það má ekki. Diouf er sköllóttur en með einhvers konar blettaflösu held ég. Gaupi nú að segja okkur að Liver hafi bara tapað tveimur heimaleikjum á síðasta ári, fín tölfræði nema hvað að leikurinn er ekki á Anfield

17.11 Yossi með ágætt run en Torres tókst ekki að komast óvart í gegn, Yossi renndi sér, dáldið skondið, hann hækkaði næstum við það

17.12 Ég er allt of mikið klæddur, er ennþá í golffötunum síðan í morgun, Liver með horn sem lítið varð úr

17.13 Trix hjá Keane en skot framhjá, ágætt samt

17.14 Damien Omen Plessis prófaði núna að hoppa uppávið, vann þennan skallabolta

17.15 Við það að koma hálfleikur, frekar sloj allt eitthvað þessi hálfleikur

17.16 Rangstaða á Kieron, hann varð eitthvað hálf súr, hann var samt rangstæður. Flautað til hálfleiks, hápunktur hálfleiksins var sennilega þegar Fjóla vinkona mín poppaði upp á msn og spurði hvort ég vildi tefla

17.33 Xabi að koma inná fyrir Plessis í hálfleik

17.34 Liver byrjar með boltann í seinni, það er happa

17.35 Diouf með trix úti á kanti og kom boltanum fyrir, tekur reyndar alltaf korter hjá honum en vel gert

17.36 Xabi með langa sendingu afturfyrir

17.37 Gerri og Keane að reyna samtrix, virkaði ekki alveg

17.38 Rafa er í gráum fötum, með grátt bindi, grátt hár, grátt skegg og tyggjó sem sennilega er grátt.

17.39 Torres er vel klipptur

17.42 Gerri með skot framhjá, boltinn þvælist dáldið fyrir Kuyt eitthvað

17.43 Diouf í færi en laust skot beint á Reina. Liver í snögga sókn en trixið hans Torres virkaði ekki

17.44 Ágætt skot frá Yossi en Gordon varði vel, horn Liver

17.45 Arbeloa með ömurlega sendingu og fékk síðan næstum spjald fyrir að brjóta á Kieron, hefði reyndar átt að fá spjald bæði fyrir brotið og sendinguna

17.46 Sami er ekki sérlega fljótur, Yossi er ekki sérlega stór, þetta er ekkert sérstakur leikur en svo sem þokkalegur

17.49 hálftími eftir, fer líklega ekki 5-5 þá, svona víst það er 0-0 ennþá

17.50 Langur bolti frá Sunderland en Carra skallaði í innkast. Er að pæla í því hvað kom yfir Rafa í hálfleik, Plessis hlýtur að hafa meiðst því Rafa hefur sjaldan skipt í hálfleik, það er kannski trixið fyrir þetta tímabil

17.52 Xabi með fyrirgjöf í innkast

17.54 og nú er enn minna að gerast

17.57 Klukkuna vantar eina mínútu í næstu mínútu og hér er næsta lag

17.58 Gaupi að velta því fyrir sér hvað Rafa geti gert, ekki mikið finnst honum

18.00 Auki hjá Liver á vítateigslínu, spurning um að skjóta beint núna

18.01 hmm, Torres skaut í Keane, svona 3 metra frá markinu, gott að þeir vinna vel saman félagarnir, já og Diouf fékk að hlaupa 4 metra á móti aukanum hjá Gerra, hef ég minnst á að dómarar eru gungur

18.04 Gerri að reyna að koma boltanum í gegnum mann, virkaði ekki, Reina er í mjög grænni peysu

18.05 Liver ætla sennilega að reyna áramótatrixið strax, ná dáldið af jafnteflum. Keane útaf fyrir El Zhar

18.08 Kuyt er orðinn senter, það er vænlegt, El Zhar á kantinum

18.09 Aurelio inná fyrir Yossa

18.11 níu plús tafir eftir, Xabi skaut rétt framhjá af 60+ metrum

18.12 Hinn gullfallegi með gullfallegt mark, skot nokkra metra fyrir utan teig, 1-0 Liver

18.13 Veit ekki hvar bandaríkjamenn eru að leita, osama er í stúkunni þarna

18.14 Torres hleypur slatta, El Zhar datt en fékk ekki auka

18.16 Einn sunderland kallinn tók boltann á bringuna, lærið, hnéð og tána í sömu hreyfingunni, Liver komst síðan í hraðupphlaup

18.19 El Zhar að fá spjald fyrir að sparka boltanum í burtu, tafði alveg í 12 sekúndur, 90 búnar, 3 mínútur í viðbót

18.20 Léleg fyrirgjöf hjá Kieron, Reina fékk hann í fangið, það er fínt

18.22 Þá er þetta búið, 3 stig til Liver eftir gott mark hjá Hinum Gullfallega Fernando Torres, alveg eins sanngjarnt, enginn rjómaleikur en svo sem í lagi

18.24 Fínt að boltinn er byrjaður aftur, fínt að Torres skoraði og fínt að liver vann, sjáumst síðar


Meira

golf og loksins Liver á eftir. Spilaði býsna vel annars, 43 högg á fyrri 9, verst að geta ekki skráð 3 síðust, hefði lækkað aðeins meira þá, spiluðum sem sagt fyrri 9 og svo 10, 17 og 18. 22 punktar á fyrri 9 og forgjöfin komin í 21.9. Er annars að horfa á arsenal og handbolta til skiptis, arsenik tekur 3 stig á móti wba. Ísland tekur í mesta lagi 2 stig, jafnt eins og er þar, seinni nýbyrjaður

Liver um 4 leytið, einhver þarf að fara að rétta Rafa servíettu útaf Barry málinu, hann þarf að fara að huga um eitthvað annað, Barry er hvort eð er ekki kantmaður eins og hann virðist nú vera að nöldra yfir.


Golf

í kvöld, eiginlega sinnum 1,5.

Spilaði með 3 gaukum fyrri níu á Korpu, ákvað að klára hringinn einn og spila tveimur boltum. Spilaði því seinni níu eiginlega tvisvar þar sem ég passaði uppá að spila með sitthvorri týpunni af bolta. Allavega þá er forgjöfin komin í 23.5, var eiginlega kominn tími til að ég lækkaði mig aðeins, spilaði ekki sérlega vel en var eitthvað voðalega safe, það er ekki beint minn stíll.

Mótið byrjar á morgun, eðlilega stefnt á leikjadagbók, svona svo Jón Bjarni átti sig á því hvað er að gerast í leikjunum.


Golfleikja

námskeiðið var orðið fullt þannig að við vreðum þá bara saman í golfi þessa vikuna. Afmæli reyndar á morgun sem minime er að fara í en annars verðum við að mestu í golfi og kannski smá fótbolta.

Vorum í kjúlla áðan og förum í fisk til ömmu á morgun, afbragðs matur á morgun væntanlega og minime kallaði kjúllann áðan fullkominn.


Draumaliðsleikur

Ég á harma að hefna í draumaliðsleiknum frá fyrra ári. Er búinn að endurvekja deildina, þeir sem hafa áhuga á að vera með fara inná http://fantasy.premierleague.com/ og skrá sig, deildarnúmerið er síðan 705025-136964  sem slá þarf inní private league reitinn.

Gef lítið upp um mitt lið annað en að ég verð með Torres og Gerra, veit það kemur mikið á óvart.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband