Leikjadagbók Danmörk-Ísland 21.11.2007

Síðbúin byrjun en fer svona 3-1 fyrir Ísland

Nýi þjálfarinn hlýtur að koma með eitthvað nýtt og skemmtilegt inní þetta, allavega lá nógu mikið á að ráða hann. Leikurinn er annars að byrja eftir svona 2 mínútur.

Allt í lagi, ég skal spyrja

-Ætli ég sé sá eini sem er eiginlega spenntastur að sjá hvort Pétur Pétursson er með fatla eftir viðbeinsbrotið á æfingu?

-Hvort á Kristján eða Ragnar að miðla boltanum?

-Hvort á Stefán eða Brynjar að dreifa spilinu

-Er Veigar Páll miðjumaður?

-Erum við að spila 6-0-4 eða er gert ráð fyrir því að Emil, Theódór og Veigar verjist, allavega smá?

-af hverju er ég samt bjartsýnn fyrir þennan leik?

19.20 Kristján farinn útaf, Sverrir inná, nei ekki taktískt eftir kommentið frá mér heldur af því að hann skallaði Emil, staðan er ennþá 0-0, nennir einhver á vellinum að kalla á Emil og segja honum að horn þurfa að fara yfir fyrsta varnarmann

19.23 Pétur var í settinu áðan, hann var samt með símann á silent, best að testa að senda sms á eftir, skot frá Daniel Jensen en Árni ver í horn. Er að pæla í einu, miðað við hvað er skorað mikið í handbolta, af hverju koma þá fleiri mörk uppúr horni í fótbolta?

19.25 mynd af Morten Olsen, af hverju er vi er röde, vi er vide ekki á youtube, eða torrent.is, æ já , sú ágæta síða er ekki til lengur, nennir einhver að linka á lagið ef þeir vita hva það er geymt á netinu, öhh, ég meinti löglega á netinu

19.27 Hemmi var brjálaður, vildi fá dæmda ólöglega blokkeringu þegar danirnir áttu horn

19.29 Merkilegt nokk gengur okkur illa að halda boltanum á miðjunni, af hverju ætli það sé, af hverju er ekki besti varnarmiðjumaður Íslands, Kári Árnason, með í þessum leik? já kannski af því að hann hefur ekki hitt samherja í síðustu 3 leikjum

19.32 Allt í lagi, ég skal spyrja. Hvenær breyttist Kári Árnason úr hægri kantaranum sem var að taka Spánverja á í æfingaleiknum fyrir svona ári eða tveimur, í gaukinn sem hittir ekki á samherja og kemst ekki í hópinn(réttilega)

19.36 Hinn íslenskættaði Jon Dahl Tomasson í dauðafæri eftir að Stefán gaf auka, það er ágætt að þetta er ekki karfa, Stefán væri löngu farinn útaf með 6 villur þó það sé bara búinn rúmur hálftími

19.38 af hverju ætli Arnar segi æ æ æ þegar Ísland fékk á sig mark núna, þetta er dáldið eins og að krakkarnir hans séu að spila, væri eiginlega betra ef hann öskaði dammit eða eitthvað, sem sagt 1-0 fyrir Dani, Bendtner skoraði. Loga finnst vont að við séum undir því við erum búnir að versla svo mikið í Danmörku, hmm ok

19.41 Hvernig ætli þessi leikur þyrfti að fara til að Óli fengi eitthvað blame fyrir þennan leik, 6-0? 7-0? Hefur einhver þjálfari verið með minni pressu á sér fyrir landsleik? Ef vel gengur þá er það Óla að þakka en ef eitthvað klikkar þá er það Eyjólfi/Bjarna að kenna, þægileg staða allavega.

19.43 Okkur gengur frekar illa að halda boltanum á miðjunni, merkilegt nokk. Grétar Rafn að fá fyrsta gula spjaldið, það er svon 0,93 í stuðul að Stefán fái spjald í þessum leik. Það er reyndar merkilegt nokk sami stuðull og er í öllum leikjum á að Byrnjar fái spjald. Er einhver munur á þeim annar en hárliturinn?

19.46 Rommedahl reyndi horntrixið hans Emils, það tókst reyndar og Ísland fékk útspark, þetta er reyndar ekkert sérstakt trix, horn á nefnilega að fara yfir fyrsta varnarmann, það er svona næstum það eina sem horn þarf að gera, allavega það fyrsta

19.48 Arnar að hvetja Íslendingana til að færa sig fram með Veigari þegar hann hleypur upp með boltann, í þeim töluðu orðum kemst Rommedahl innfyrir hægra megin, gefur á Jon og hann skorar annað markið, 6 eða 7 æ frá Arnari og síðan komment um að við höfum verið komnir útúr stöðunum

19.55 Rúnar Birgir sendi okkur þennan link, snilld! re-sepp-ten, takk kærlega fyrir það

Hmm, merkilegt, var að skrifa eitthvað hérna sem virðist hafa gufað upp, reynum aftur. Fyrsta alvöru fótboltaminningin mín er frá HM´86 og þessu snilldarliði Dana. Man reyndar aðeins eftir Bjarna Fel frá ´82 þegar allir leikir voru sýndir eftirá og Bjarni var alltaf að kjafta frá því sem var að fara að gerast" Eder er þekktur fyrir að fara inní teiginn vinstra megin og vippa yfir markmanninn í fjærhornið" vill einhver giska hvað gerðist 5 mínútum seinna?

20.07 ok, seinni var að byrja, sem sagt 2-0 fyrir Dani í hálfleik, mörkin samtals af 11 metra færi(2*5,5; sem er markteigurinn"

20.09 Markskot hjá Dönum, sennilega síðasta skotið þeirra í leiknum, Ísland hlýtur þá að vinna 4-2, ég get varla annað en haft rétt fyrir mér með markamuninn

20.14 Emil með horn sem dreif ekki yfir fyrsta varnarmann, hann hefur sennilega gleymt að lesa bloggið í hálfleik, Hemmi þekkir hann hins vegar og var kominn framfyrir varnarmanninn

20.15 Þegar maður skoðar youtube þá koma svona tengd vídeó eftir að fyrsta er búið, eftir re-sepp-ten koma vídeó sem heitir Extreme Catepillar Breakdance, kannski bara ég sem sé ekki tenginguna

20.19 Fyrir þá sem ekki vita þá var Michael Laudrup betri en Brian Laudrup. Michael var sennilega einn af topp 5 leikmönnum í heiminum þegar hann var uppá sitt besta. Hann var hins vegar í fýlu þegar Danir unnu EM´92, ætli hann sjái eftir því? Æ Æ æ frá Arnari, þið vitið hvað það þýðir, 3-0.

Brian Laudrup var einu sinni í Fiorentina með idjótinum Stefan Effenberg, þeir voru litlir vinir og allavega einu sinni þegar Laudrup var í burtu þá hirti Effenberg Bensinn hans og notaði á meðan, bara til að bögga Brian. Hvernig veit ég þetta? jú hausinn á mér er uppfullur af gagnslausum upplýsingum og gömlum popptextum

20.29 smá tafir þar sem að ég þurfti að svara kommenti. Theódór vildi fá auka en fékk ekki, fékk gult ekki mörgum sekúndum seinna fyrir að fara utaní einn danann, fínt hjá honum, ágætt að láta finna aðeins fyrir sér, Theódór er annars búinn að vera sprækur, skotið hjá Brynjari rétt í þessu var hins vegar verra

20.32 staðan er allavega 3-0, sýnist við varla vinna leikinn úr þessu. Ef einhver horfir á vídeó af leiknum kíkið þá þegar klukkan er nákvæmlega 70 mínútur, þar er gott dæmi um hvernig kantmenn eiga að pressa, Theódór lokaði sendingaleiðinni upp kantinn og pressaði svo, reglan er að vísa manninum þangað sem hjálpin þín er, nei Ómar, það sama gildir ekki um markmenn, það er venjulega engin hjálp fyrir aftan þá

20.36 korter eftir og ennþá 3-0, væri ágætt að fá svona eitt mark allavega, 3-1 er strax betra en þetta hefur ekki verið gott. Jákvætt þó að Eggert Gunnþór er kominn inná, þekki hann ekkert en ungur leikmaður sem er í liðinu í efstu deild í Skotlandi á klárlega að fá séns hjá okkur

20.39 Stefán braut af sér, skulum bara segja að það hafi ekki veirð í fyrsta skipti, um leið og ég ætlaði að kommenta á að hann væri ekki ennþá kominn með gult braut hann aftur af sér og fékk gult. Fyrir þá sem veðjuðu á það beint á Lengjunni áðan þá unnu þeir allavega, eða töpuðu minna. Já annars, ég er að vinna, einhverjir sem ekki vita að ég er að skrifa þetta því það hafa komið nokkur símtöl, eruð þið til í að hringja eftir svona 10 mínútur

20.43 ágæt sókn frá baunum en það reddaðist, sem er gott. Hvað eru eiginlega margir í þessu danska liði sem heita eitthvað Jensen?

20.44 þá er vinnan að verða búin, þið sem biðuð í 10 með að hringja verðið bara að hringja á morgun, ég er allavega á útleið, kannski meira á eftir þegar ég er kominn heim, allavega frekar slappur leikur af okkar hálfu, fínt að geta þá allavega kennt einhverjum um það(lesist: Eyjólfur og Bjarni) Menn leiksins af okkar hálfu sennilega Theódór og kannski Gunnar Heiðar, þeir tóku vel á því og þar að auki má ekki velja mark-eða varnarmenn þegar þið fær á sig 3 mörk, það er regla sem er ákveðin hér með. Ætti reyndar ekki að velja sóknar-eða miðjumenn þegar lið fær varla færi en svona er þetta, auf wienerschnitzel


mbl.is Íslendingar sáu aldrei til sólar í 3:0-tapleik gegn Dönum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef niðurhal væri löglegt

hefði verið fínt að geta nýtt sér þetta Smile Sjáum til með það ef síðan verður opnuð aftur. Kannski að maður skoði hana þá.

Ætli fólki finnist vera munur á því að sækja erlent efni eða innlent?

Ætli þessar síður geti talist eins og útvarp, þ.e. hvort að síðunni beri að greiða stefgjöld í samræmi við það efni sem sótt er á þær?

Verður allavega spennandi að fylgjast með þessu. Skulum vona, þeirra vegna, að smáís og þessi samtök hafi þokkalega sterkt mál í höndunum því ef þessi Svavar verður sýknaður þá er hætt við því að þetta aukist, getum allavega átt von á fleiri sambærilegum síðum í skjóli dómsúrskurðar um að þetta sé í lagi. Þangað til er sennilega bara að bíða og sjá.

Veit ekki betur en að svipað mál hafi verið tekið fyrir í Svíþjóð vegna PirateBay síðunnar. Þar var reyndar eitthvað gert upptækt, sagan segir að það hafi verið eftir þrýsting bandarískra yfirvalda, en síðan hafi viðkomandi aðilar verið sýknaðir.

Smáís og co ættu kannski að fá Þorgrím Þráinsson sem svona lobbyista, allavega fór hann hamförum í tóbaksvarnarráði á sínum tíma og tókst að fá snus og ákveðnar gerðir neftóbaks bannað á meðan hið svokallað íslenska neftóbak er ennþá leyft. Veit reyndar ekki hvar þetta íslenska neftóbak er ræktað en það skiptir ekki öllu. Ætli það geti tengst því að það voru helst gamlir menn sem notuðu þetta íslenska neftóbak? Allavega, Togga í smáís, það verður allavega skemmtilegt, verst að þá hefur hann kannski ekki tíma til að skrifa sjálfstætt framhald á Tár, Bros og Takkaskór eða svona sjálfs(konu)hjálparbækur eins og hann er víst að gefa út núna.

Veit annars einhver hvort plötusala, þá meina ég að meðtöldu stöffi sem selt er í gegnum netið, hefur dregist saman? En aðsókn á tónleika eða hljómsveitaböll? Ef einhver veit það þá eru ábendingar vel þegnar.


mbl.is Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef niðurhal væri löglegt

þá væri ég að horfa á Spooks, breska snilldarþætti. 6 fyrstu þættir í sjöttu seríu nýkomnir í hús.

Bolti hjá fótboltafélaginu fyrrverandi á eftir, er reyndar ennþá slappur í hnjánum eftir síðasta tíma en læt mig hafa það. 

Smá að gera í skólanum næstu 2-3 vikur en ekkert alvarlegt. Erum að gera úttekt á ÞSSÍ þessa dagana en ég veit ekki alveg hvort að ég klári annars þetta MA-nám, er meira að spá í að taka Diplóma í þróunarfræðum og fara kannski í MBA nám í haust.

Held einhvern veginn að ég eigi aldrei eftir að gera rannsókn í þróunarfræðunum og því hálf pointless að halda áfram í MA-námi, sé til en finnst líklegra að ég fari í annað nám, þá væntanlega MBA í haust.

Var aðeins að skoða MBA námið í HÍ og HR, kemst varla hjá því að reyna frekar að fara í HÍ, svona miðið við hvað ég er búinn að tala mikið um að HR sé í raun framhaldsdeild í versló.


stand up

líka, dettur ekkert gæfulegt í hug að skrifa en jafn gott að setja inn stöffið sem ég er að skoða á youtube.

 

Russell Peters

 

Martin Lawrence, Chris Tucker og Bernie Mac

 


meira Idol

svona til að þið þurfið ekki að leita jafn mikið sjálf á Youtube

 

 

 


Marri vinur minn

er næstum jafn hrifinn af þessu lagi og ég

 


Þetta er ég

samkvæmt einhverju persónuleikaprófi á Facebook

 

You are a Benevolent Analyst.

 

You are an Analyst

 
  • Your attention to detail, confidence, sense of order, and focus on functionality combine to make you an ANALYST.

  • You are very curious about how things work, delving into the mechanics behind things.

  • Along those lines, how well something works is usually more important to you than what it looks like.

  • You find beauty and wonder mainly in concrete, functional, earthly things.

  • You are very aware of your own abilities, and you believe that you will find the best way of doing things.

  • Accordingly, problems do not intimidate you, as you believe in yourself.

  • You trust yourself to find solutions within the boundaries of your knowledge.

  • You don't spend a lot of time imagining how things could be different—you're well-grounded in the here-and-now.

  • It is important for you to follow a routine, and you prefer the familiar to the unknown.

  • Your independent streak allows you to make decisions efficiently and to trust your instincts

  • You're not afraid to let your emotions guide you, and you're generally considerate of others' feelings as well.

  • Generally, you believe that you control your life, and that external forces only play a limited role in determining what happens to you.

If you want to be different:

 
  • Try to embrace the imaginative, creative part of your personality more often.

  • Try moving beyond the things that you find comfortable—open yourself up to a broader range of experiences.

 

You are Benevolent

 
  • You are a great person to interact with—understanding, giving, and trusting—in a word, BENEVOLENT

  • You don't mind being in social situations, as you feel comfortable enough with people to be yourself.

  • Your caring nature goes beyond a basic concern: you take the time to understand the nuances of people's situations before passing any sort of judgment.

  • You're a good listener, and even better at offering advice.

  • You're concerned with others at both an individual and societal level—you sympathize with the plights of troubled groups, and you can care about people you've never met.

  • Considering many different perspectives is something at which you excel, and you appreciate that quality in others.

  • Other people's feelings are important to you, and you're good at mediating disputes.

  • Because of your understanding and patience, you tend to bring out the best in people.

If you want to be different:

 
  • You spend a lot of time taking care of others, but don't forget to take care of yourself!

  • Sometimes you can get overcommitted, and when you sacrifice spending time with those close to you, it can make them feel unimportant.

  •  

    Your Personality Chart

    »Glossary of Traits

    This chart shows thirteen personality traits. Each bar indicates the percentage of test takers who entered a lower value for that trait than you did. For example, if Confidence is at 80, that means that 80% of people entered lower values for confidence questions than you did. Based on a sample of 30,000 users.

    Confidence
    Low High
    88
    Openness
    Low High
    34
    Extroversion
    Low High
    82
    Empathy
    Low High
    90
    Trust in others
    Low High
    98
    Agency
    Low High
    78
    Masculinity
    Low High
    90
    Femininity
    Low High
    50
    Spontaneity
    Low High
    46
    Attention to style
    Low High
    54
    Authoritarianism
    Low High
    34
    Earthy/Imaginative
    Imaginative Earthy
    70
    Aesthetic/Functional
    Functional Aesthetic
    44

     <a href="http://www.personaldna.com/report.php?k=sRptxntZXbRjWeO-MO-DDAAD-91bf">
    My personalDNA Report</a>


Idol

ætla að brjóta odd af oflæti mínu og setja inn gaukinn sem vann norska idol og síðan world idol þar sem kelly clarkson lenti í öðru sæti Kurt Nilsen heitir hann.

úr world idol- beautiful day

úr norska idol - stuck in a moment

Perfect Day

með einhverjum félögum sínum að syngja Hallalujah eftir L.Cohen


Ofarlega á lista

yfir eitthvað sem ég nenni ekki að standa í er að vera andvaka. Er á leið á fund á þeim furðulega tíma kl 8 þannig að það er þá eftir rúma 5 tíma. Ef niðurhal væri löglegt þá ætti ég þó Shark og eitthvað til að horfa á og væri nýbúinn að klára Love Actually. Afar þægileg mynd annars og hæfir kannski árstíðinni ágætlega.

Jólahlaðborð í vinnunni eftir tvær vikur og síðan tekur afbragðsmánuðurinn desember við. Yfirleitt eitthvað skemmtilegt sem gerist þá, verður væntanlega engin undantekning þar á nú.

Best að einbeita sér að Shark


2 mánuðir í Idol

Best að setja eitthvað hérna inn víst það eru bara tveir mánuðir í Idol, I´m giddy

Daughtry-Hemorrhage

Daughtry-Higher Ground

Carrie og Rascal Flatts-God bless the broken road

eðlilega þarf að vera eitthvað með Kelly Clarkson líka, höfum það A moment like this fyrir Guðnýju Höllu, I surrender og síðan Natural woman

bónus-fyrsta skiptið hjá Clarkson í Idol

Enda samt á besta audition-i ever, jamms ég veit að ég er rúmlega 26 ára en ég hef samt horft á þetta svona 50 sinnum


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband