Færsluflokkur: Bloggar

36

í gær. 18 á Korpu og 26 punktar, 18 á Garðavelli á skaganum og 22 punktar, ekki sérlega góðir hringir sem sagt of forgjöfin komin í 24.5. Er að fara í Grafarholt á eftir að spila með m&p, Aron Freyr verður sérlegur kaddí, mér gengur vel með hann með mér, best að við förum í Bása á undan, sjá hvort ég get notað eitthvað af járnunum, það gekk allavega ekki nægilega vel í gær.

Minime verður hjá mér í tvær vikur, algjör snilld, verðum bæði á Bollagötu og í Naustabryggju. Hann fer á golfnámskeið í vikunni, gott að læra basic atriðin, svona golfleikjanámskeið hjá ProGolf.

Einhver fótbolti og svo finnum við okkur eitthvað til dundurs...


27 holur í dag

9 í Grafarholti og 18 á Korpu, ég held nei ég veit að ég er hrifnari af vellinum á Korpu, miklu minna upp og niður labb. Spilaði þokkalega á Korpu, 35 punktar en verr í Grafarholti, 13 á fyrri 9. Hækka þess vegna í forgjöf, er nú með 24.3.

Ætla að reyna að taka 36 holur á morgun, mjög gott þegar ég get bara slegið með driver, blendingi og wedge-um, flest hin járnin eitthvað að stríða mér, kennari kannski??

Hef komist að því að ég er afar misjafn púttari, að jafnaði þokkalegur en á reglulega svona prumpupútt, 50% of stutt.


Ég er

einföld sál. Golf vonandi þrjá daga um helgina, jafnvel fjóra. Þarf reyndar held ég að fara til kennara eftir helgi, er kominn með einhverja furðulega takta.

Verð eitthvað að vinna en aðallega í golfi. Tvær vikur í mót, væri til í einn flanker í Liver, Downing kannski.


Og

þá er forgjöfin komin í 24.2. Mjakast en ég held að ég sé að verða búinn að golfa yfir mig. Er allavega eitthvað krambúlerðaur í bakinu en það lagast.

Er kominn á nýjan stað í vinnunni, færði mig yfir í suðvesturálmuna.

Robbie Keane kominn í Liver, verður að koma í ljós hvernig hann virkar þar en allavega leikmaður í akkúrat þá stöðu sem Liver vantaði, þ.e. aftari senter. Listamaðurinn sem var áður þekktur sem Jermaine Pennant er vonandi á förum aftur til Blackburn.

Liver gæti alveg notað einn sóknarmann í viðbót, skiptir ekki alveg máli í hvaða stöðu, bara svona sóknarmann. Gæti þá leyst Kuyt, Babel og Keane af.

Væri ánægður með að fá Barry en veit ekki alveg hvort okkur vanti hann nema Xabi verði seldur, eigum Gerra, Mascherano, Lucas og Xabi þar núna og svona þennan Plessis sem spilaði aðeins í lok síðasta tímabils. Er ekkert sérlega ánægður með að Arbeloa sé að fara, hann var fínn kall til að hafa í hópnum, svona eins og Ronnie Johnsen, Nicky Buttocks, Phil Neville voru hjá ManU. Liver hefur gjarnan verið með svoleiðis kalla en þá reyndar sem aðalmenn, það er ekki jafn kúl.

Styttist í mót, leikjadagbækur og hinn gullfallega Fernando Torres


Ekkert

golf í dag. Smá hlé, veitti eiginlega ekki af því. Stefni á að spila allavega á sunnudag, vonandi eitthvað fyrr.

Er allavega kominn í 28.5 í forgjöf. Mjakast hægt og bítandi niðrávið. Hlakka aðallega til að byrja aftur að spila af gulum teigum, rauðir eru frekar lame.

Veit annars einhver hvað hægt er að spila lengi hérna á klakanum, þ.e. hvenær vellirnir loka í haust. 7 vikur í september, cirka. Það verða þá að minnsta kosti 20 hringir, stefni á 30, næsta mót er föstudaginn 25.7, eitthvað mót á vegum VÍS.

Auglýsi eftir leikmannakaupum hjá ensku liðunum, það mætti allavega einhver kaupa eitthvað, óvenjulegt ástand.


47+47=94

Var skor dagsins, fimmti besti hringur dagsins. Finnur átti besta hringinn, 89 högg.

Furðulegur dagur á golfvellinum, ég spilaði fyrstu 5 á einum yfir pari og fjórar síðustu á einum yfir pari. Það er sem sagt 2 yfir á 9 af 18 holum. Aðeins 21 yfir pari á þessum 9 í miðjunni, það er dáldið spes. Einn fugl í dag, á fimmtu holu í grafarholti, sem er erfiðasta hola vallarins.

Lækka sennilega í tæpa 29 í forgjöf við þetta, nálgast markmið sumarsins, sem er 22.5, þriðji flokkur sem sagt.

Smá golfhlé held ég næstu daga, tek sennilega næsta hring á sunnudag.


51+49=100

Var skor dagsins, gekk alveg ágætlega sem sagt. 8 á sextándu var hæsta skorið, fékk reyndar 6 á sautjándu eftir að hafa slegið í vatnið beint framan við teiginn, það var ekkert spes.

Veit ekki alveg hvenær ég á teig á morgun, það verður frekar snemma held ég. Er allavega í fríi á morgun í vinnunni. Bónus á eftir, tómlegur ísskápur heima.

Samtals á 210 höggum eftir tvo hringi, dáldið yfir því sem ég ætlaði en miðað við storminn í gær get ég svo sem ekki kvartað.


55+55=110

högg á Korpu í dag. Ekki gott af rauðum teigum nema fyrir það helst að það var stormur. Ég er í 18. sæti af 36. Það merkilega var kannski helst að ég týndi ekki einum bolta. Ein nía á tólftu holu en annars ekkert yfir sjö.

Á teig klukkan 8.20 í fyrramálið, sem er heldur ókristilegur tími. Stefni á einu höggi betra á holu, sem sagt í kringum 90-94. Ætti ekki að vera útilokað, svo lengi sem veðrið skánar eitthvað.


Rigning og bolti

og myrkur og meinlegir skuggar. Ætlaði í golf í dag, sjötta daginn í röð en af því varð víst ekki. Leiðindaveður en læt það ekki trufla mig allt of mikið. Tek þátt í meistaramóti GR á morgun, fjórða flokki. Á teig kl. 13.40 á Korpúlfsstöðum, áhorfendum er ráðlagt að mæta snemma til að fá örugglega pláss.

Vaknaði annars snemma í morgun, lagði mig reyndar fjórum sinnum en er nú búinn að setja í þvottavél og er kominn á ról. Reikna ekki með að gera mikið í kvöld, leggja mig kannski einu sinni eða tvisvar og fara svo að sofa :)

 Finnur á teig kl. 12 en við ætlum báðir að mæta uppúr 11, kannski að ég æfi púttin og vipp aðeins.

Hvað er þetta annars með HK? Næ því ekki alveg að reka þjálfarann en hafa ekki hugmynd um hvern á að fá í staðinn, hefði ekki verið betra að hafa allavega hugmynd um hvaða þjálfara þeir ætluðu að fá í staðinn. Ég er laus en æfingar þurfa þá að vera snemma eða seint, svo ég komist í golf. HK er með ágætis lið sýnist mér en þyrftu kannski að pæla í því að hleypa mönnum ekki í reitabolta inní teig hjá sér eins og í siðasta leik.

Furðulegt hvað lítið er búið að gerast á leikmannamarkaðnum, ætli lánsfjárkreppan sé að hafa þessi áhrif, það er enginn að kaupa neitt, allavega af viti. Liver búnir að kaupa tvo bakverði og ManU engan eftir því sem ég best veit.

Chelski eru hins vegar eitthvað að brýna veskið, buðu víst í Kaka, hann er góður, buðu víst líka 30 mills í Robinho, hann er ekki jafn góður en ágætur engu að síður. Átakið Ronni í Real er að taka tíma, geri ekki ráð fyrir að hann fari. Liver þarf að kaupa senter og kantmann, Keane er í lagi en ég væri allvega til í Silva þó hann sé eiginelga ekki kantari heldur meir svona sóknarmaður, við þurfum þá reyndar líka þannig að það er í góðu lagi.

Flyt fréttir af mótinu daglega, er kominn með 30.3 í forgjöf, höggleikur hins vegar í þessu móti, engin X og vonandi engir týndir boltar. 


Nammidagur 5.7.2008

Aron er að horfa á barnaefnið hérna í Naustabryggju. Hann er heldur nefmæltur, sagði við mig um daginn í símann "Pabbi, ég er með fðnjókodnaoðnæmi" Það er heldur þreytandi kvilli að vera með en minime höndlar það vel. "1973 and here I go again" söng hann allt í einu við morgunverðarborðið áðan, er sem sagt farinn að hlusta á James Blunt og Damien Rice, algott.

Veit ekki alveg hvað vakir fyrir Rafa. Liver eru búnir að fá tvo bakverði, Degan frítt og svo var Dossena keyptur á 7 eða 8 mills, ég er ekki viss um að þeir séu góðir. Mér finnst eiginlega bakvörður þurfa að vera góður svona ef maður borgar 8 mills fyrir hann.

18 mills eru heldur í hærri kantinum fyrir Barry en kannski í lagi ef við fáum svipað fyrir Xabi, er annars einhver sem vill Voronin? skulum láta boltapoka og ársbirgðir af teipi fylgja með ef einhver er til í að taka hann.

Talandi um teip, Agger er víst kominn í lag og klár í undirbúningstímabilið.

Liver er víst á leiðinni að kaupa brassa, mér finnst samt einhvern veginn eins og Liver vanti meira en tvo nobody-bakverði og brasilískan markmann.

Er að fara með minime í Bása á eftir, ætlum síðan að sjá Kollu stökkva útúr flugvél. Viðar er að opna málverkasýningu kl 3 sem við minime ætlum síðan á.

Ég er með 31.2 í forgjöf, er búinn að ná 2 fuglum á síðustu vikunni og ætla að keppa í 4. flokki á meistaramóti GR eftir rúma viku.

Best að enda þetta á Blunt, 1973.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband