Færsluflokkur: Bloggar

Vinna í dag

og vinna í gær. Sofnaði snemma í gærkvöldi, eitthvað kvef. Klukkuna vantar eina mínútu í næstu mínútu og hér er næsta lag(smá vinnutengt)


Bollagata

Kominn heim úr afbragðs fríi. Vinna í fyrramálið, meira síðar

Eldsnöggt

Saenskt lyklabord, netvesen

Golf, fundur, rigning, flug, matur, bolti, matur, golf, klapp, slökun, nammi, bolti.

Sushi faest 'i Stokkholmi, H&M er opid

Algott


Ekki

versti dagur í heimi.

Golf í Þorlákshöfn og matur á Stokkseyrarbakka. Smá sandur á milli tánna er hollur, nei Sigfríð, ekki á milli stórutánna.

Kóngsins Köben á þriðjudag, einn fundur og smá golf. Stokkhólmur á miðvikudag, tveir fundir og hellings golf.

Fólkið er eitthvað á þessa leið, Bessi, Eva, Niclas, Jensa, Bruno, Jenna, Nina, Flogman, Peter, Börný, Fredrik, Tomas, Marie, Jessica

Good times


Hugdetta

í kjölfar umræðu dagins

Reyna að botna, bragur hljómar

blikið í augum eftir hikið.

Brátt nýr kylfuberi ómar,

brosi mikið fyrir vikið.


Eydís

þema í partýinu á Bollagötu í gær. Bauð hingað vinnufélögum úr tveimur deildum. Skemmtilegt partý og allir virðast hafa skemmt sér nokkuð vel. Við SGÓ vorum að þrífa áðan, það var örlítið óhreint verður að segjast.

Fór annars að vinna frá 2-7 í dag, smá pickles sem þurfti að leysa en þetta ágæta fólk sem vinnur með mér var meira en tilbúið að mæta í dag og redda því.

Var í mat hjá þeim hjónum Sverka og Fríðu, horfði síðan á Portúgal-Tyrkland með þeim, alltaf gaman að koma þangað.

Spurning hvað verður á morgun, reikna svona frekar með að fara í golf. Auglýsi hér með eftir kaddí.


Útlönd

Á þriðjudag, Köben nánar til tekið

 Stokkhólmur á miðvikudagskvöld, ekki alslæmt það

Fundir og golf, meira golf og svo fundir

Blogghlé þar af leiðandi


Þegar

ég skrifaði færsluna hér á undan gerðist ég heldur sjálfhverfur og endaði með þetta,

150

Ég tala um margt og ég töluvert segi

ég tímanum stel og svo vona að ég megi.

Á mínum vegi á mögnuðum degi,

svo margt ég teygi og jafnvel beygi.


Föstudagurinn

Hef verið að velta því fyrir mér hvernig ég á að lýsa ferðinni norður og suður. Var að punkta hjá mér það sem flaug í gegnum hugann á leiðinni norður og það var einhvern veginn svona

Leiðin

Á langri leið á hrjóstrugu landi

á sólríkum degi á skrykkjóttum sandi.

Við þokuðumst nokkuð því Boratinn þandi,

við brátt hittum fólkið er tengjumst blóðbandi

 

Hugurinn reikaði heilmikið þó,

hress ekki í bragði því frændi minn dó.

Doði og nokkur deyfð en samt ró

dauðinn hann nýverið góðan mann hjó


Hinn gullfallegi

í auglýsingu


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband