Færsluflokkur: Bloggar
Var í fermingarveislu áðan hjá frænku minni, hellingur af góðum mat og alltaf gaman að hitta fjölskyldumeðlimi sem maður hittir sjaldan.
Í venjulegum fermingarveislum er alltaf svona 5% séns að bara séu kökur á boðstólnum. Í fermingarveislum þar sem Hafdís frænka mín kemur nærri eru líkurnar 0%, sem er virkilega gott.
Ég borðaði svona 12 fulla diska, er dáldið saddur núna, reikna allt eins með því að Greenpeace komi og reyni að bjarga mér.
Er merkilegt nokk að horfa á King of Queens, kominn í þátt 6 í seríu 6, fjórar seríur eftir, ég hef þá eitthvað að gera fram í apríl. Eftir það ætti að vera golf fram á haust.
Bloggar | 16.3.2008 | 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
en er samt að horfa á Liver. Það er smá ryð í mér eftir gærdaginn. Fór með SGÓ á Sálartónleikana í gær, hrein snilld. Fórum síðan á Apótekið, hittum Kollu, Skúla KA-mann og ofurlögfræðinginn Katrínu.
Gummi Ben er að lýsa leiknum, hann var að kommenta á nýja nafnið, sagði að þetta myndi örugglega venjast.
ÓskÓsk og Helga lentu í pickles með að komast heim, vonum að þær meiki það heim í dag, best að fara þá og hitta þær í kvöld. Eitthvað vesen á vélinni frá Abu Dabi sagði Ósk, held að hún hafi verið að búa það nafn til, hljómar eins staður sem Andrés og Jóakim aðalönd fara til í fjallaleiðangur.
Bloggar | 15.3.2008 | 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
í gær, ekki slæmur matur og fínasti félagsskapur. Fróðlegt kvöld sem vonandi skilar sér í enn betra þjónustuveri hjá Valitor.
Chill um helgina geri ég ráð fyrir, reyndar að fara í fermingu á sunnudaginn hjá frænku minni en að öðru leyti reikna ég með að vera fyrir framan sjónvarpið
Drátturinn í meistaradeildinni á morgun, vona að Liver fái Schalke
Heimaleikur við lestrarfélagið um helgina, Liver ættu að vinna það auðveldlega
Bloggar | 13.3.2008 | 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
að mæta hálf átta í vinnuna. Vona að ég sé ekki að smitast af svefnleysinu hennar Maju.
Liver í kvöld, hef litlar áhyggjur af leiknum, Liver er góður í Evrópu og missa ekki niður tveggja marka forskot. Reikna frekar með því að þeir vinni leikinn.
Ekki nema rétt um mánuður í að ég byrji að slá golfbolta, nenni ekki að byrja mikið fyrr, einbeita mér frekar fram að þeim tíma, "see the field".
Tólf manna úrslit í Idol byrja í kvöld í USA, ef niðurhal væri löglegt þá sæi ég þau á morgun, ekki slæmt það.
Bloggar | 11.3.2008 | 08:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
var þægileg. Fór með minime í vinnuna í páskaeggjadreifingu á föstudag og horfði á eitthvað af fótboltaleikjum. Æfing hjá honum á föstudag og í dag. Var annars að selja hornsófann græna á sama og ég keypti hann fyrir rétt um ári.
Hann passaði ekki almennilega hérna inn, ekki það að hann hafi passað á hinn staðinn en þangað komu færri.
Er sestur yfir The king of queens, þeim snilldarþáttum. Þetta ágæta fólk sem kaupir sófann var að koma hérna við, þau komu reyndar ekki öllu fyrir þannig að á morgun mæta þau til að taka síðasta hlutann. Hefst þá endurskipulagning stofunnar
Róleg vika framundan, Liver á þriðjudag reyndar, þeir ættu að klára það. Hef annars ekki hugmynd um hvað ég ætla að gera um páskana, einhverjar hugmyndir?
Bloggar | 9.3.2008 | 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
þá værum við SGÓ að horfa á Idol, topp 8 stelpurnar. Á morgun verða úrslitin klár og topp 12 gengið komið á hreint. Veit ekki almennilega hverjir detta út aðrir en Kady Malloy og Luke Menard.
Vonandi noriega lúðinn. Kristy Lee Cook verður allavega vonandi áfram, hún er skemmtilega sæt
Fæ minime til mín á morgun, heimsókn í vinnuna þá með góðgæti, honum leiðist það ekki og reyndar ekki mér heldur.
Fylgjumst væntanlega grannt með hinum gullfallega Fernando Torres á laugardaginn, hann er heitur.
Bloggar | 6.3.2008 | 20:47 (breytt kl. 20:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fékk sem sagt nóg af Escortinum ágæta. Keypti nýjan bíl áðan. VW Bora, sérkennilegt nafn samt, ætli ég komist upp með að kalla hann Borat?
2001 og keyrður 58.000, það er alveg ágætt.
Það er alls konar lúxus í þessum bíl, rafmagn í rúðum, hiti í miðstöð, hægt að opna hann þegar maður vill, alls konar munaður sem sagt. Ekki rafmagn í framrúðu samt, glatað
Bloggar | 3.3.2008 | 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
eru almennt betri bílstjórar en karlmenn, hér er þó reyndar undantekningin sem sannar regluna
Jamms, það er getur verið erfitt að keyra beinskiptan bíl
Bloggar | 1.3.2008 | 18:55 (breytt kl. 18:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þá hefði ég verið að gera tilraun til að horfa á Pushing Daisies, meira crappið. Chi McBride úr Boston Public er einhver fýlukarakter í þessu, ég gafst upp eftir hálfan annan þátt.
Eignaðist nýjan bloggvin nýlega, hún skrifar ljóð á síðuna sína, skemmtilegar pælingar margar hverjar. Ég er reyndar dáldið upptekinn af bragarháttum þegar ég skrifa en það er bara ég.
Held að helgin verði skemmtileg, róleg en skemmtileg. Eins og áður hefur verið vikið að þá er bókamarkaður um helgina í Perlunni, held ég kaupi slatta þar. Les þetta reyndar ekki allt strax en gaman að eiga skemmtilegar bækur til að grípa í, gríp reyndar í þær sem jólagjafir stundum en það er önnur saga.
Topp 20 búnir í Idol, var búinn að setja inn David Archuleta, best að enda þá í dag á Brooke White
Bloggar | 28.2.2008 | 21:51 (breytt kl. 21:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er í Naustabryggju með minime. Erum að horfa á Chelski-Tottenham, Drogba var að skora úr auka af 30 metrum, innanfótar. Robinson ætti kannski að spá í að sjá boltann næst þegar hann stillir upp vegg.
Hinn gullfallegi Fernando Torres skoraði 3 í gær, ágætt því einhvern veginn skoraði Boro 2.
Fór á æfingu með minime í morgun, tók reyndar með mér ágæta bók sem ég fékk í jólagjöf, Bréf til Maríu.
Skemmtileg vinnuvika framundan, styttist í að ég geti farið að klára sumarundirbúninginn.
Bloggar | 24.2.2008 | 15:46 (breytt kl. 15:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |