Helgin

var þægileg. Fór með minime í vinnuna í páskaeggjadreifingu á föstudag og horfði á eitthvað af fótboltaleikjum. Æfing hjá honum á föstudag og í dag. Var annars að selja hornsófann græna á sama og ég keypti hann fyrir rétt um ári.

Hann passaði ekki almennilega hérna inn, ekki það að hann hafi passað á hinn staðinn en þangað komu færri.

Er sestur yfir The king of queens, þeim snilldarþáttum. Þetta ágæta fólk sem kaupir sófann var að koma hérna við, þau komu reyndar ekki öllu fyrir þannig að á morgun mæta þau til að taka síðasta hlutann. Hefst þá endurskipulagning stofunnar

Róleg vika framundan, Liver á þriðjudag reyndar, þeir ættu að klára það. Hef annars ekki hugmynd um hvað ég ætla að gera um páskana, einhverjar hugmyndir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér skilst að það vanti sárlega fólk að pakka páskaeggjum uppi í Nóa.....þannig það er nóg að gera félagi !

Pottarinn (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband