Færsluflokkur: Bloggar

Veit einhver um

einhvern sem langar til að þrífa íbúð einu sinni í viku.

Tveggja tíma verk fyrir 5000 kall á viku

Þarf helst að vera einhver sem ég þekki, eða þið þekkið til. Ef þið vitið um einhvern sem hefur áhuga þá megið þið láta mig vita.

Við Siggi vorum komnir með manneskju í þetta en það datt uppfyrir.


Úldin appelsína

er ekkert spes. Ég var samt búinn með svona 2-3 báta áður en ég fattaði það, var örlítið utan við mig yfir Idol.

Topp 24 voru í gær og fyrradag, ég er ennþá að átta mig á þessum með Josiah Leming þannig að ég held mig við Michael Johns sem spá, dáldið langsótt samt að Ástrali vinni American Idol, allavega enginn sem stendur uppúr eins og er.

Afmæli hjá Finni stórvini mínum á morgun, örugglega skemmtilegt kvöld. Verður gaman að hitta þau hjónin Finn og Lovísu Þóru aftur.

Lovísa spurði mig reyndar í fyrra hvað Finn vantaði í golfi, hún var að leita að gjöf handa honum.

"kjark og hæfileika" var svarið Wink


Inter

hljóta að vera skjálfandi í beinunum fyrir heimsóknina á Anfield í kvöld.

Ég er ennþá netlaus, eðlilega ekki Voda að kenna, var tengt á föstudag, eitthvað innanhússpickles á Bollagötu, alveg morkið

Er þreyttur eftir helgina, aldurinn

Fæ minime um helgina, hlakka til að heyra hvað hann gerði skemmtilegt í útlöndum síðustu helgi, á síðustu 12 mánuðum hefur hann farið tvisvar út, ég aldrei

Stórleikjadagbók í kvöld, síðasti séns Rafa til að redda djobbinu, vona að Liver vinni meistaradeildina og hann hætti síðan, hann getur ekki þjálfað í ensku deildinni

 


alls(net,tv,bremsu)laus

Ég er fluttur á Bollagötu 16. Það er annars ekkert sérlega skemmtilegt að flytja, ágætt að það er búið.

Er búinn að vera netlaus í nokkra daga, alveg morkið

Var í afar skemmtilegu brúðkaupi í Kef á laugardag, Ingunn frænka mín að gifta mig. Skemmtilegur dagur.

Er sjónvarpslaus, eitthvað pickles á loftnetstenginu heima, alveg morkið

Escortinn stórskemmtilegi varð bremsulaus á fimmtudag, fór með hann á verkstæðið Bremsuna á föstudag, það er svona tannlæknaverðskrá þar, kostaði 16.627 að skipta um bremsuslöngu vinstra megin að framan. Það þýðir að þessi slanga er verðmætari en restin af bílnum held ég.

Josiah Leming datt úr úr Idol, góða spáin hjá mér, Michael Johns er þá gisk nr. 2, aðallega af því að ég man ekki hvað rokkarastelpan heitir.

Skemmtilegt að Liver skyldi segja sig úr bikarkeppninni á laugardag, svona rétt á meðan ég var í brúðkaupinu, Inter hljóta að skjálfa í beinunum eftir að Barnsley kom á Anfield og vann


Bíða bíða bíða

er eitthvað sem ég er ekkert sérstaklega góður í. Er sem sagt að bíða eftir íbúðinni á Bollagötu sem við SGÓ fáum vonandi í lok vikunnar. Væri ekki leiðinlegt að vera fluttur þangað um helgina.

eftir golfsumrinu. Komst inn í GR og vill ólmur fara að spila. Nenni hins vegar engan veginn að spila í snjó.


Minnispunktar 10.2.2008

* 4 4 2 er snilldarþáttur

* það er til ferlega mikið af leiðinlegri tónlist, er búinn að vera með eitthvað af henni í gangi í tv á meðan ég er að gera ekkert á netinu.

* hvað ætli maður þurfi að fara í marga ljósatíma til að verða ryðbrúnn eins og gaukurinn í hey hey ho ho laginu í laugardagslögunum í gær.

* Jón P, Sigfríð og minime fóru í Bása áðan, ég hef áhuga á golfi en þegar það er þriggja metra snjór úti þá held ég að ég sleppi golfi.

* Ég hef ekkert sérstaka tilfinningu fyrir Liver leiknum á eftir, þætti betra ef Torres væri með

* Held að ManU labbi yfir City á eftir

* Hlakka til að sjá báða leikina og ætla að reyna að skrifa eitthvað um þá báða

* Held að flestum, þ.m.t. mér sé sama hvort skrifað verði um leikina á eftir.

* Er afar ánægður með að uppáhalds bloggarinn minn, Maja, sé komin úr bloggdvala. Hefur verið eitthvað bloggdeprímeruð undanfarna mánuði. Velkomin aftur

* Sýnist ég vera kominn með rétt um 400 færslur á rétt um 8 mánuðum með þetta blogg, misjafnlega gæfulegar en líklega engar sem hafa verið jafn pointless og managerdagbækurnar, hafði samt glettilega gaman af því að skrifa þær þó ég hafi verið með nettan kjánahroll

* Sýnist svona 30 manns kíkja á bloggið á dag, tel eðlilega ekki þessar sérkennilegu tölur sem koma þegar maður tengir við moggafrétt.

* Fékk einu sinni rúmlega 1000 heimsóknir á síðuna á einum degi og það var alveg án tengingar við mbl, það var færslan þar sem ég auglýsti eftir einhverjum til að þrífa íbúðina mína fyrir 5000 kall. Einhvern veginn endaði það inn á barnalandi þar sem linkað var á þetta. Fékk nokkrar umsóknir um starfið en lét ekki verða af því þá, ég er það mikill snyrtipinni þannig að þess gerðist ekki þörf.

* Við Siggi verðum með einhvern til að þrífa íbúðina okkar vikulega, 5000 kall á viku fyrir 2 tíma, eigum eftir að ráða þannig að ykkur er velkomið að hafa samband, ákveðum okkur í vikunni. 


Leikjadagbók Ason Villa-Newcastle 9.2.2008

Naustabryggja 29, sérlegur gestabloggari og yfirlesari Aron Freyr Pétursson

Keegan hefur ekki brillerað frá því að hann tók til en það kemur væntnanlega á endanum. Villa er við það að parkera sér á sinn hefðbundna stað í deildinni 6-12 sæti. Sir Makan vinur minn er Villa fan og það er víst mjög þægilegt, skilst reyndar að hjartveiku fólki sé ráðalagt að halda með þeim, Villa eru alrei í fallhættu og aldrei í toppbaráttu

12.45 Gaupi er einn að lýsa, það er þá sennilega leikjahlé í öllum handboltadeildum heimsins eftir HM. Er ekki annars réttast að Gaupi sé þá líka í fríi.

12.46 Best að tékka á liðinum, brb..

12.47 Villaliðið er Carson, Mellberg, Laursen, Davies, Bouma, Petrov, Barry, Reo-Coker, Young, Maloney og hinn geðþekki eða ekki John Carew

12.49 Liðið hjá Newcastle er Given, Carr, Taylor, Cacapa, Beye, Barton, Butt, Duff, Milner, Owen Smith. Var að átta mig á því af hverju Aghbonlahor er ekki í liðinu hjá Villa, ég var að kaupa hann í draumaliðinu. Það eru þá hann og Torres sem ég er með í liðinu og eru ekki að spila.

12.52 Owen að skora 1-0 eftir fyrirgjöf frá vinstri með hægri, ágætis skalli eftir sendingu frá Milner

12.54 Sigur hja Newcastle myndi styrkja stöðu Keegan hjá Newcastle segir Gaupi. Gaupi þarf yfirleitt að tala um flest annað en leikinn, kemur til af því að hann skilur ekki leikinn

12.57 Það er þokkalegt tempó hjá Newcie Brown Ale. Alan Smith er orðinn senter aftur, það er þá búið að parkera Viduka

13.00 Ashley Young með gott run og Barry með gott skot. Barton greip næstum því boltann í skotinu hjá Barry en dómarinn dæmdi samt ekki víti, þetta má sennilega í fangelsisbolta og þær reglur verða að gilda alls staðar þar sem Barton spilar á meðan hann er laus gegn tryggingu

13.04 "hér sjáum við Alan Smith, greiðslan góð en mætti vera betri í fótbolta" merkilega rétt lína hjá Gaupa nema hvað greiðslan var ekkert sérlega góð

13.06 Reo-Coker með frekar einfalda 40 metra skiptingu sem var víst frábær samkvæmt Gaupa, nú er búið að sýna hendina á Barton 40 sinnum og þá var Gaupi að uppgötva að þetta hafi líklega verið hendi

13.08 Það eru allavega búnar 20 og staðan er 0-1, Milner er þokkalega sprækur

13.11 Nú átti að vera annað klárt víti á Barton, hann þrumaði Young niður inní teig en dómarinn, sem stóð nokkra metra frá, ákvað að dæma ekkert, Young er haltur á eftir

13.13 Maloney með skot yfir úr auka og Barry svo með stökkskot framhjá stuttu seinna

13.15 Bein lýsing hjá aðstoðarbloggaranum á því hvað Donatello er að gera

13.16 Aðstoðarbloggarinn er nefnilega ða leika sér með Turtles kall eftir að hafa horft fjórum sinnum á Turtles myndina á síðasta sólarhringnum

13.18 Þessi leikur er ekkert sérstaklega skemmtilegur, sést kannski best á því að aðstoðarbloggarinn er farinn inní herbergi að horfa á ostaauglýsingu og hann er fótboltafíkill

13.22 Mikil skipulagning í gangi varðandi flutningana í Bollagötuna, sgó erum búnir að komast að þeirra niðurstöðu að við þurfum að byrja á að kaupa ísskáp og þvottavél, ég þarf síðan rúm. Borðstofuborð er þá líklegast næst. Samningar í gangi við manneskju til að þrífa, staðan í leiknum er annars ennþá 0-1 og 20-20 í marblettum

13.28 Skalli hjá Carew en Carson ver vel, sniðugt að skilja Carew eftir einan á vítapunkti. Nú held ég reyndar að Gaupi hafi endanlega veirð að missa það, hann sagði að Carson væri feykilega reyndur markmaður, hmm..... nennir einhver að segja honum að hann sé á láni hjá Villa meðal annars af því að hann fékk lítið að spila hjá Liver, það var verið að gagnrýna val hans í landsliði nýlega af því að hann væri svo reynslulítill

13.34 Hálfleikur og staðan 0-1, Owen. Svona lala leikur, slatta aksjón en kannski er það bara af því að mér er sama um liðin en finnst þetta ekkert spes

13.37 Ekki að það þurfi að koma mikið á óvart en það er innipúki um helgina

13.38 Þessi auglýsing þar sem gaukurinn hoppar ofan í bað til konunnar og maður sér hneturnar eru dáldið spes, eða eiginlega ekkert spes, mér finnst hnetur í auglýsingum alveg óþarfar um hábjartan dag

13.49 Marlon Harewood kominn inná fyrir Petrov, ég sá Petrov ekki einu sinni í fyrri, seinni er sem sagt að byrja, Gardner kominn líka inná hjá Villa

13.51 Villa hefur spilað tuttugu og eitthvað leiki án þess að ná ekki að skora, ég hef ekki hugmynd um hvað það þýðir, nennir einhver að ýta við Gaupa og spyrja útí það

13.53 Bouma að jafna með hægri, lélegt skot sem breytti um stefnu, Given rann á hausinn í skotinu sem hjálpaði ekki til, 1-1

13.54 Gaupi er með dáldið sérstakan stíl, "markið er klaufalegt, það leikur ekki nokkur vafi á því" hann þarf stundum að leggja áherslu á það sem hann e rað segja, virkar svona dáldið eins og að hann viti að það trúir honum enginn almennilega þannig að það virki kannski ef hann segir að það sé pottþétt rétt sem hann segir.

13.57 John Carew að skora eftir horn, 2-1. Keegan fór þá á fætur, óþægilegt sennilega að vakna svona eftir að hafa dottað þægilega á bekknum

13.59 Harper inná fyrir Given, kúl að skipta um markmann eftir að hann fær á sig 2 mörk á nokkrum mínútum, það er skemmtilegri saga en sú rétta, sem er að Given er eitthvað meiddur.

14.02 Butt að fá spjald, kemur lítið á óvart, Villa vinnur þetta og ég ætla að fara að horfa á teiknimynd með minime, kveð í bili, hendi inn hérna á eftir hvernig þetta endaði en það eru litlar líkur á því að Newcastle fái stig. Auf Wienerschnitzel

14.42 Endaði 4-1, Carew með þrennu


sem vinnur Idol 2008 heitir Josiah Leming, vídjó af honum er hérna aðeins neðar.

Þar sem þetta er mín síða má ég ráða reglunum. Reglan er sú að maður má bara breyta tvisvar og aldrei eftir topp 7. Fyrsta spá allavega komin

Hann er annars með myspace síðu líka, ekki alvitlaus

http://profile.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewprofile&friendid=96470600


Eftir viku

flyt ég í höfuðborgina. Við SGÓ fengum að vita áðan að við fáum leiguíbúðina á Bollagötu.

Hreint afbragð og verður ekki sérlega leiðinlegt að geta labbað í vinnuna, sér í lagi af því að ég er svo mikið fyrr að labba.

Fínasta íbúð annars, stór herbergi og í raun tvær stofur. Allt samt frekar opið og nýtt, gott mál sem sagt.


Saltkjöt og baunir

hjá ömmu í kvöld. Fékk reyndar saltkjöt í hádeginu en geymi baunirnar þangað til í kvöld.

Kláraði Hjälp í gær, afar skemmtilegir þættir þrátt fyrir að systir sálfræðingsins væri allt of leiðinleg. Benjamin var góður sem og Lars Magnus(minnir að hann heiti það).

Idol á morgun og hinn, lítið eftir af fyrstu þáttunum þannig að nú fer eitthvað að gerast.

Kosningar í HÍ á morgun, ég fer og kýs eðlilega Vöku, bara lúðar sem kjósa Röskvu.

Hér er snillingurinn Felix Herngren sem Benjamin

Varúð, sænska

Hér fór hann heim með stelpu þrátt fyrir að hann búi með manni.

Varúð, smá nekt


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband