Fór með MiniMe á fótboltamót um helgina. Landsbankamót Aftureldingar. Vonaðist til að sjá markmann meistaraflokks þar en kjúklingurinn sá var veikur heima. Spilaðir 5 leikir sem unnust allir. Aron Freyr skoraði 2 mörk og tilkynnti eftir mótið að hann hefði verið bestur, hógvær eins og pabbinn. Fórum síðan á Valur-Cork um kvöldið. Valur tapaði 2-0 og Kjartan vinur minn átti ekki sinn besta leik, hann er hins vegar mikið karlmenni og rífur sig eldsnöggt uppúr því. Gleymi annars seint leiknum í Póllandi þegar við slógum Pogon út, get varla ímyndað mér að markmaður geti spilað betur en Kjartan í þeim leik. Hann er jafnframt einn skemmtilegasti bloggari sem ég veit um, verst að kúrbítssíðan hans er í pásu.
Leikurinn var annars ekki búinn fyrr en að verða 10 og MiniMe var orðinn þreyttur eftir langan dag. Ekki sáttur við úrslitin heldur þannig að hann kvaddi Laugardalsvöll með tárin í augunum, þó viss um að Valur gæti alveg unnið 3-0 á Írlandi.
Vöknuðum snemma á sunnudagsmorgun og ræddum saman um fótbolta til hádegis. Fórum þá í heimsókn til langafa og langömmu, honum fannst það ekki slæmt enda þar komið nýtt fólk sem hægt var að segja frá fótboltamótinu. Fótboltanámskeið hjá Víkingi beið á mánudagsmorgun þannig að hann sofnaði á skikkanlegum tíma hjá afa og ömmu, ég var að vinna.
Vikuplanið er annars undirlagt í prófanir, verð að vona að Murphygengið finni ekki fleiri villur, prufukeyrslan þarf að ganga vel þessa vikuna til að við getum byrjað af krafti eftir helgi.
Stórmót nr. 2 hjá Vodagolf á miðvikudag í Þorlákshöfn, nokkuð viss um að ég vinni það, smá möguleiki á að Sir Makan vinni með nýja drævernum en Finnur á allavega ekki séns.
Ég myndi halda áfram með Traveler ef niðurhal væri löglegt en klukkuna vantar eina mínútu í næstu mínútu og hér er næsta lag
(When footballers still had long hair and dirt across the face er sennilega uppáhalds popplínan mín)
Flokkur: Bloggar | 25.6.2007 | 20:38 (breytt kl. 20:43) | Facebook
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.