Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Bestu kveðjur til allra sem ég þekki, mikið eða lítið. Hvort sem þið búið á Ólafsfirði eða Akureyri, í Reykjavík eða London, vona ég að þið hafið það sem allra best.
Kveð árið með snillingunum í Baggalúti
Bloggar | 31.12.2007 | 15:47 (breytt kl. 15:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Naustabryggja 29, sérlegur aðstoðarbloggari er Aron Freyr.
16.10 ég er heldur seinn að byrja þetta, var að koma úr bolta, það eru búnar 9 mín.
16.11 Liðið er Reina, Finnan, Arbeloa, Carra, Aurelio, Yossi, Gerri, Mascherano, Harry, Kuyt og hinn gullfallegi Fernando Torres
16.12 Er ekki heldur slappt að vera farinn að stirðna upp 10 mínútum eftir að ég klára boltann, venjulega verður maður ekki stirður fyrr en eftir svona 3-4 tíma þegar maður hefur setið aðeins kyrr.
16.14 Yossi að reyna smá laumustungu á Torres sem klikkaði, það er annars óttalegt bras á Arbeloa og Carra þarna saman í hafsentinum, ég var að vonast eftir Hobbs en so be it
16.16 Joe Hart er í markinu hjá City, ég veit ekki almennilega á hvað hárið á honum minnir mig, einhvers konar lambagæra á kollinum á honum, dáldið spes
16.17 Rafa er brosmildur eins og vanalega
16.18 Petrov klobbaði Gerra hressilega, reyndar missti síðan af boltanum þannig að það telur ekki
16.19 Harry með smá run, gott að hann fái dáldið boltann, það er erfitt að gera mikið sem kantari ef þú færð ekki boltann, svona þegar ég hugsa um það þá á það við um flestar stöður
16.20 Gummi er einn að lýsa, einnhver þarf að rölta til hans og segja honum að Mascherano og Kuyt eru ekki líkir, Kuyt er þessi ljóshærði
16.22 Tuttugu búnar, eggið ennþá, leikurinn er þokkalegu jafnvægi, Harry með afar skemmtilega týpu af ýtaöðrummeginhlaupahinummegintrixi, fyrirgjöfin hins vegar svona la la
16.24 Arbeloa með aðra lélega hreinsun, getum alveg eins verið með Hobbs ef þetta á að vera svona, hann er þó allavega stór
16.27 Harry með skot sem Hart varði á endanum, Kuyt var rétt áður í skotséns sem Micah komst fyrir
16.29 Ágætis moment núna hjá City, Carra komst fyrir skot, ekki alveg fyrsta skipti sem sá ágæti maður þvælist fyrir, það er eiginlega sérsviðið hans, dáldið spes að þykja góður fótboltamaður og það sem þú gerir best er að þvælast fyrir
16.31 Kuyt örlítið seinn að afgreiða færi, Liver fékk horn, hefði heldur viljað mark
16.33 Aurelio með ágætis skot af svona 35 metrum eftir hornið, rétt framhjá, Hart ryendi einhvers konar magaskutlu á eftir þeim bolta, Liver aftur horn núna
16.33 Boltinn barst út eftir hornið, Aurelio með ágætis skot og Liver fékk horn, þetta er að verða eitthvað þema, nei annars, boltinn til Reina eftir þetta horn, það þýðir yfirleitt að hornið var ekkert spes, Torres reyndi hjólhest eftir síðasta klafs, skulum bara segja að hún hafi ekki tekist almennilega
16.37 Auki af 35 metrum hjá City, fór af Richards afturfyrir, útspark. Micah væri velkominn í Liver
16.40 Smá bögg á Liver núna, allar sendingar í magahæð, veit yfirleitt ekki á gott
16.41 Yossi að reyna að sóla fjóra í staðinn fyrir að renna á Kuyt, þoli ekki svoleiðis gáfupinnaspilamennsku, Torres fékk annars skoppandi bolta á sig og reyndi látannfaraoghlaupatrix, boltinn var hins vegar aðeins og laus þannig að Dunne náði að stoppa það með vinstri mjöðm, hann er dáldið þannig varnarmaður
16.45 þrjár eða fjórar eftir, lítið að gerast síðustu mínútur, í þeim töluðu orðum fékk Yossi eðalskotfæri beint fyrir utan teig, ákvað hins vegar að reyna renniskot framhjá, dáldið spes eða eiginlega ekkert spes
16.48 Harry sólaði Ireland en ákvað að gefa ekki fyrir, sólaði hann þá aftur og gaf ekki fyrir, Ireland akvað þá að taka bara af honum boltann, dapurt hjá Harry.
16.49 Kominn hálfleikur, 0-0 og ekki mikið af færum, Spái því að þetta endi 3-1 fyrir Liver, þeir eru búnir að vera betri en ekki mikið
17.05 Seinni byrjaður, óbreytt lið, Torres fékk tvö færi á fyrstu mínútunni, ekkert mark. Komst einhvern veginn ekki alveg clean í færin en lofar góðu
17.09 Micah með stökktæklingu á Torres, auki rétt fyrir utan teig en slakasti dómari Englands, Uriah Rennie spjaldaði ekki. Gerri skaut framhjá út aukanum, svona ok auki en samt ekki
17.10 Yossi með annað fullkomlega óásættanlegt rugl, var á run-i með boltann og Kuyt var alveg frír fyrir framan hann, Yossi hélt hins vegar áfram með boltann og missti hann svona sekúndu seinna, algjört crap hjá Yossi og hann þarf eiginlega að fara útaf eftir þetta, hann er greinilega að hugsa um eitthvað annað en fótbolta
17.16 þokkalegt break hjá Liver, Harry kom með boltann fyrir í fyrsta, sem er yfirleitt betra, Dunne hreinsaði í horn, Liver getur eiginlega hætt að taka þessi horn, Crouch og Hyyia ekki með, veit ekki alveg hver á að skalla þetta
17.18 Gott run hjá Gerra, Yossimeð skot sem Hart varði yfir, hmm ég hélt að Yossi væri farinn útaf, nei annars, ég vonaði það
17.20 Stephen Ireland farinn útaf, það eru búnar sextíu þannig að þá eru um 7 í skiptingu hjá Rafa
17.22 Itandje,Voronin, Riise, Babel, Alonso á bekknum, gleymdi að tékka á því áðan, væri fínt að fá Babel inná fyrir Yossi
17.24 Ætli það séu engir kjúklingar sem geta verið á bekknum í staðinn fyrir Voronin, hann er ekkert spes og er sennilega búinn að missa sjálfstraustið líka, hefur sennilega séð vídjó af sjálfum sér í leik
17.26 hmm, setíuogsjö búnar og ekkert ber á skiptingu hjá Liver, jæja, það verður þá bara að vera á 74. mínútu í staðinn
17.28 Enn eitt hornið í rugl hjá Liver, Elano útaf fyrir Bianchi, Rafa er sennilega svona ánægður með alla hjá sér, reyndar hefur Liver verið að spila vel en ekki svona vel
17.30 Yossi með sendingu á Joe Hart, verst að hann er markmaður hjá City og þetta átti að vera skot, Yossi drífur sem sagt varla frá vítateig, tuttugu eftir
17.33 Babel á leiðinni inná, merkilegt nokk á 74. mínútu, það er ekki alveg nýtt, ætli þetta verði ekki fyrir Harry, vona samt að það verði fyrir Yossi, jebbs, það er Hary sem fer útaf, nú höfum við eiginlega engan til að setja inná fyrir Yossi, og þó, kannski Alonso, hann er svona klassískur kantari
17.36 Aurelio með afbragðs 15 metra hæl, er nefnilega Brassi skiljiði, Gerri með skot framhjá
17.38 Torres innfyrir, Dunne braut á honum en lélegasti dómari Englands Uriah Rennie dæmdi ekki einu sinni á það, dæmdi síðan á Arbeloa fyrir minna. Þurfti svo að tala við Arbeloa og Bianchi þrátt fyrir að það væri ekkert í gangi á milli þeirra, hann hefur sennilega vantað athygli, afleitur dómari enda sá eini sem hefur veirð felldur niður um deild, féll síðan á þrekprófi líka, ef hann væri sjónvarpsmaður þá væri hann Gaupi, ef hann væri tónlistarmaður þá væri hann William Hung
17.44 og þá spjaldaði hann Torres fyrir lítið.
17.45 Babel með gott run, gaf boltann einu skrefi of seint, Liver fékk horn sem lítið varð úr, City reddaði síðan á línu mínútu seinna eftir eitthvað skallaklafs. Gerri síðan með góðan bolta fyrir en City komst fyrir skotið og Liver fékk horn sem merkilegt nokk varð lítið úr
17.48 City með auka en síðan dæmt á þá inní Liverteignum, var verið að endursýna þegar Dunne henti sér fyrir skotið áðan, vel gert hjá honum
17.50 þremur bætt við en þetta endar víst 0-0, þarf að nýta færin sem maður fær til að vinna
17.51 Yossi tókst að vera einu sinni enn of lengi með boltann, gat skotið eða gefið á Babel, ákvað hins vegar að hlaupa á varnarmann, kannski er það bara ég en ég man ekki eftir því að það hafi tekist að hlaupa í gegnum varnarmann, ever
17.54 Gerpið búið að flauta af, endaði 0-0, líklega sanngjarnt þó Liver hafi verið betri
Leikjadagbók | 30.12.2007 | 16:11 (breytt kl. 17:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
dagar eftir af árinu. Var að skoða einhvern pésa frá björgunarsveitunum um flugeldana þeirra með minime. Hann benti á 12 mögulegar tertur sem við getum keypt, 4 gerðir af fjölskyldupökkum og 8 gerðir af miðnæturbombum. Hef það á tilfinningunni að hann hati ekki áramótin, reyndar bara ágiskun hjá mér en grunar það .
Við horfðum síðan á 2 fótboltaleiki og 4 4 2 til að fá fótboltafix dagsins. Tveir leikir á morgun en tek bara liver leikinn, bolti á undan, af því að mig vantar að verða ennþá stirðari en ég er eftir fimmtudagsboltann.
Fór að hitta SGÓ&Co í gær, skemmtilegt kvöld og ég kynntist afar áhugaverðu fólki. ékk síðan þá afbragðs hugmynd að fara á Liver leikinn á miðvikudag, afar freistandi en það verður líklega að bíða. Stefni samt á að fara fljótlega
Best að enda á smá Alan Shore, svona fyrir þá sem hafa aldrei séð Boston Legal
Bloggar | 29.12.2007 | 22:50 (breytt kl. 23:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
geta verið naglar. Þetta held ég að sé samt alveg nýtt level af þrjósku/hetjuskap/liðsanda/íþróttaanda eða hreinlega naglaskap. Bandarísk high school keppni í víðavangshlaupi, sú sem þið sjáið í kringum 1:40 á myndbandinu áttaði sig á þessu þegar það voru 200 metrar eftir en vildi ekki bregðast liðinu, reyndi nokkrum sinnum að standa upp en datt alltaf aftur(sést einu sinni) þannig að hún ákvað að skríða restina.
Sumir kvarta yfir tognunum
Íþróttir | 27.12.2007 | 23:34 (breytt kl. 23:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
það kemur alltaf skemmtilega í ljós í skammdeginu.
Ég er greinilega ekki á spes dekkjum og var eiginlega fastur eftir vinnu, þ.e. bílnum var lagt í smá brekku og neitaði að fara uppávið, bíllinn bauðst hins vegar til að renna afturábak en þar var bíll fyrir.
Ég var að brasa við þetta í nokkrar mínútur, koma bílnum þvert til að fá grip af gangstéttinni, það tókst á endanum en ég komst ekki af stað upp brekkuna þrátt fyrir að vera kominn útá götuna, smá hálka skiljiði. Þá kom þar að þessi líka ágæti náungi og ýtti við bílnum þannig að ég komst af stað.
Hálka og vetur eru ágætis aðstæður fyrir náungakærleikann.
Grip og sumar henta betur bílnum mínum, hjálpin þó vel þegin
Bloggar | 27.12.2007 | 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggar | 27.12.2007 | 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
er afar þæhilegur dagur. Sit og horfi á Derby-Liver með mandarínur og nammi. Jólin voru afar þægileg, rjúpur á aðfangadag og hangikjöt í gær. Torres búinn að skora fyrir Liver. Hann klobbaði frummanninn hjá Derby svo illa að hann datt, renndi boltanum síðan í hornið.
Þægileg tilhugsun að nú eru bara tveir vinnudagar og síðan aftur 4 daga frí. Verð með Aron á gamlárskvöld í fyrsta skipti í langan tíma, hef verið að vinna með Maju síðustu 3 gamlárskvöld, á eftir að sakna hennar en það verður skemmtilegt að hafa minime hjá mér.
Ætli ég fari ekki til Dags í kvöld og sjái hvort það er einhver kalkúnn eftir á þeim bænum. Kannski scrabble líka.
Er kominn með nett ógeð á manager í bili, það gerist á hverju ári, nokkrum vikum eftir að ég kaupi leikinn, verður smá managerhlé næstu daga.
**uppfært kl 16.30 talandi um nett ógeð, shit hvað ég er að verða þreyttur á því að horfa á Voronin í Liver peysu, hann er búinn að vera að aulast núna um völlinn í rúman klukkutíma. Ryndar veit ég ekki alveg með hvaða hugarfari Liver liðið fór í þennan leik, þeir eru búnir að vera labbandi um eiginlega allan leikinn, jebb fyrir þá sem ekki vita þá var Derby að jafna
16.33 Korter eftir af þessu rugli, skondna er að Derby hafa verið betri í seinni, þ.e. ef hægt er að tala um betri þegar maður gerir ekkert annað en hlaupa um, Liver gaukarnir hafa ekki einu sinni nennt því
16.36 Voronin að klúðra því einu sinni enn að komast í færi, það er eitt að klúðra færum en alveg allt annað level að klúðra alltaf síðustu snertingunum á leiðinni í færið. Ef hann væri sjónvarpsþulur þá væri hann Gaupi. Ef hann væri bíll þá væri hann kassabíll
16.42 Alonso með gott skot en markmaðurinn varði vel, Torres síðan með hörmulegt skot í ágætu færi. Títtnefndur Voronin með horn beint á ysta varnarmann, jamms ætlaði að reyna svona trixhorn þar sem gefið er útfyrir teiginn, þar var hins vegar enginn Liverkall þannig að Voronin gaf þá bara á Derbykallinn. Í þeim töluðu orðum brenndi Derby af besta færi leiksins, skalla yfir af markteig
16.46 Gerri með skot í slá, þetta endar þá 1-1 sýnist mér, það er þá lélegustu úrslit sem ég man eftir
16.49 Gerri að skora eftir að Torres brenndi af í dauðafæri, 2-1. Gerri startaði þessu og fékk að hlaupa upp allan völlinn með boltann. Renndi á Yossi sem gaf á Torres í dauðafæri. Nei hver þremillinn, Voronin að koma útaf fyrir Leiva.
Bloggar | 26.12.2007 | 15:34 (breytt kl. 16:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Óska hinum sjö(úbbs, meinti átta, sorrí Hafdís) dyggu lesendum síðunnar,sem og öðrum sem líta hérna við, gleðilegra jóla. Hafið það gott
Bloggar | 24.12.2007 | 02:48 (breytt kl. 03:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Naustabryggja 29, sérlegur gestur fyrrum landsliðsfyrirliði Jón Pétursson ásamt Sigfríði Þormar en hún er reyndar inní herbergi, sjáum til hvort hún kemur og ryksugar eða neglir eitthvað á eftir.
Liðið er eins og á móti ManU, af hverju ætli Babel fái ekki að byrja.
15.00 Arnar Björnsson er einn að lýsa, æ það er hálf dapurt, hann malar stöðugt um einhverja gamla tölfræði, verst að hann fer fljótlega að tala um fótbolta, sem hann veit lítið um
15.01 Hemmi fór í skallabolta við Yossi og vann. Arnar er byrjaður að bulla, nú var hann að segja hvað það væri slæmt að Riise hefði strax fengið spjald en hann fékk bara tiltal, getur einhver farið til Arnars og slökkt á míkrafóninum.
15.03 Þá datt myndin út, það er akkúrat þar sem vantar, engin mynd en Arnar að blaðra um ekki neitt
15.05 Best að tékka á því hvað er að gerast annars staðar, Jón P á fjarstýringunni, það eru svona 11 sekúndur á hverjum leik. Arnar er svona textavarp núna, hann er að tala um stöðuna í öllum leikjum, það er hins vegar ekkert að gerast
15.06 Þá er skárra að fylgjast með á soccernet.com, allavega enginn Arnar þar að mala
15.07 Fulham-Wigan er orðinn aðalleikurinn á sýn2, það er dáldið eins og að kaupa bens en fá afhenta gamla inniskó í staðinn
15.10 Lítið annað að gera en taka hlé, ég nenni klárlega ekki að tala um fulham-wigan, sé til hvað gerist á soccernet.com
15.17 Yossi búinn að skora eftir sendingu frá Harry, það er þá annar hvor þeirra sem hefði ekki átt að vera inná til að koma Babel fyrir
15.18 Komið 2-0 fyrir Liver, sjálfsmark hjá Distin, fáránlega klaufalega gert hjá honum, eða réttara sagt ég ætla að halda því fram að það hafi veirð, myndin er nefnilega ekki komin en ég sá þetta á soccernet
15.22 Get hins vegar glatt ykkur með því að ég var rekinn frá Liver eftir þetta 7-0 tap g er tekinn við Eastleigh í Blue Square South, neðrideildarmanager verður það þá þessa helgina
15.26 Myndin komin aftur þá, Liver er í rauðum búningum en portsmouth bláum, var að testa hvernig það væri að vera arnar, gaupi eða þorsteinn, sem sagt henda bara fram pointless upplýsingum sem flestir eiga að vita, í þeim töluðu orðum hélt arnar áfram að kasta fram pointless tölfræði
15.28 mér þætti ágætt ef stjórnendur útsendingar á anfield myndu sýna mörkin svona víst ða það hefur verið vesen með útsendinguna eiginlega frá byrjun
15.29 Nennir einhver að segja þeim á anfield að það er meira að segja hægt að sýna þetta með svona mynd í mynd
15.30 Hermann hreiðarsson veit ekki af manni fyrir aftan sig, það sagði arnar allavega, þetta var samt nico crancjar, þeir eru bara ekkert líkir
15.32 Gerri að reyna að klobba einn án þess að snerta boltann, það gekk ekki, var eiginlega dáldið spes trix
15.35 Torres að reyna ýtaframhjáoghlaupatrixið á tvo, gekk ekki en Hemmi fékk gult án þess að það væri auki, veit ekkert fyrir hvað hann fékk gult
15.36 Yossi fékk fínan séns til að gefa fyrir en ákvað að hlaupa eitthvað og skjóta, slappt hjá honum
15.38 Gerri með fáránlega hæltilraun, hefði meira að segja verið lélegt þó það hefði tekist, sem segir slatta
15.39 Fyrrum landsliðsfyrirliði Jón´Pétursson með´ágætis komment, Rafa hefur eiginlega bara keypt einn góðan leikmann frá því hann kom, hinir eru flestir svona ágætir eða þokkalegir. Kuyt með furðulegt skot, fékk boltann til hliðar við teiginn en í staðinn fyrir að gefa fyrir ákvað hann að taka beina rist og negla framhjá, honum leiðist reyndar ekki að taka beina rist en þetta var algjör þvæla, þarf einfaldlega að gefa fyrir.
15.42 Riise greinilega of latur að lesa bloggið mitt, tók auka núna sem hann ákvað að sjá hvort færi í gegnum fremsta varnarmann, sko, John Arne, þetta virkar ekki, ég lofa, bara að koma þessu yfir fyrsta varnarmann
15.44 Kuyt með afar ljótt látannfaragegnumklofiðtrix sem virkaði reyndar, þetta var svona eins og eineygður maður í verpaeggi boltaleik við vegg, lyfta öðrum fæti sérkennilega hátt, eiginlega bara ljótt trix
15.46 Hálfleikur, 2-0 verður fínt að sjá mörkin öðruvísi en á soccernet textalýsingunni
15.57 ágæt mörk bæði, lítið sem Distin gat gert í þessu sjálfsmarki, Torres að þ´vælast í kringum bæði mörkin, samt engin stig í draumaliðsleiknum
16.16 Seinni löngu byrjaður, erfitt að vera með reglulegar uppfærslur þegar netið er í veseni, portsmouth var að skora, 1-2 sem sagt, Benjani var það, fyrstu 10 gerðist það helst að Mascherano reyndi að gefa á torres og gerra í sömu sendingunni, það fór á milli þeirra og á einhvern í bláum búning, 58 búnar og þá um 9 mínútur í að Babel komi inná fyrir Harry
16.19 Lítð að gerast hjá Liver en auki á Hemma útvið endalínu, Gerri að fara í að gefa fyrir, yfir fyrsta varnarmann Gerri
16.20 Sami með skalla eftir aukann, James varði með því að slá boltann með báðum höndum í magann á sér og svo í hnén, ekki margir sem kunna það
16.24 Nei, hver þremillinn, Babel inná fyrir Yossi á 64 mínútu, það er eiginlega rétt skipting á eðlilegum tíma, gott mál
16.25 Ágætt skot hjá Harry en aðeins yfir, hann hefði samt þurft að reyna þetta skot svona 50 sinnum til að skora þaðan
16.26 Hinn gullfallegi Fernando Torres með fína afgreiðslu, 3-1, Babel að skapa hættu og Torres fékk færið uppúr því. Babel var að fá stungusendingu sem bjó þetta til, að segja að Babel sé fljótari en Yossi er svipað og að segja að hann sé dekkri, það sést
16.31 Babel fékk boltann upp hægri kantinn en gat náttúrulega ekki gefið fyrir í fyrsta, hann þarf aðeins að klappa boltanum, góður samt, fljótur og sterkur, það er eiginlega eins og Yossi, hann er lítill og ljótur
16.34 Arnar veit það mikið um fótbolta að það gæfulegasta sem hann gat sagt síðustu 5 mínúturnar var að nú væri Portsmouth að tína afríkumennina af velli, hmm, hann getur þá fengið vinnu í just4kids geri ég ráð fyrir
16.37 Allt í lagi, ég skal spyrja. Ef Wigan og Birmingham falla, fær þá Bruce kredit fyrir að fella bæði lið?
16.40 Það er erfitt að nota bara ristina í fótbolta en Kuyt er að reyna, var núna að reyna 10 metra þversendingu og ákvað að nota beina rist, það fór til Hermanns
16.42 Svona tíu eftir, Liver með stjórn á leiknum, væri í lagi ef Gerri skoraði eitt eða legði upp, hann er nefnilega fyrirliði í draumaliðinu þessa vikuna
16.43 Aurelio er ekki ómyndarlegur, ágætis spyrnumaður líka. Torres er frekar fljótur, hann var að stinga svartan mann af. Í þeim töluðu orðum skallaði Gerri til Torres sem skoraði með vinstri, það er haugur af stigum í draumaliðsleiknum, fínt þegar það tekur þá ekki nema mínútu að lesa bloggið mitt og fara eftir því
16.47 Það eru nokkrar mínútur eftir og þetta er safe, ég ætla að einbeita mér að leiknum hjá Eastleigh, eigum leik við Yate núna í Blue Square South deildinni, aftur eftir smá
16.52 hjúkk, var við það að detta út fyrir yate í 2. undanumferð fa. bikarkeppninnar, þeir eru ekki í neinni deild, á allt öðrum nótum þá vann Liver fínan sigur á Portsmouth, 4-1, Torres með 2, Yossi 1 og Distin með sjálfsmark, komnir á beinu brautina aftur. Varaliðsleikur við Derby á miðvikudag, það fer væntanlega svona 6-0. Ágætur dagur og nú þarf ég að einbeita mér að Eastleigh
Leikjadagbók | 22.12.2007 | 15:01 (breytt kl. 18:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég átta mig ekki á þessum ágæta manni sem var í Ísland í dag í gær eða fyrradag fyrir þeirra hönd. Honum tókst allt í einu að koma með athugasemd um að þeir létu ekki einhverja Dani stjórna því hvernig þeir auglýstu. Ástæðan var sem sagt sú að Toys´R Us ætla að kæra auglýsingar frá þeim.
Just4Kids auglýstu líka fyrir einhverjum vikum í útvarpinu að starfsfólkið þeirra talaði íslensku. Er það ekki heldur mikil hræsni að kalla búðina Just4Kids og vera síðan að plebbast út í útlendinga, minnir að það heiti Xenophobia.
Ætli útlendingar megi versla þar?
Mátti verslunin ekki bara heita RisaLeikbær víst hún á að vera íslensk fyrir Íslendinga?
eða XLeikbær?
hvað ætli hafi verið pointið með því að vera með skot á útlendinga, var ekki nóg að segjast vera með langlægsta verðið?
En yfir í eitthvað skemmtilegra, liðið mitt í Manager er eins og smurð vél, það er yfirleitt svona(4-3-1-2): Reina, Micah Richards, Carra, Agger, Aurelio, Gerri, Mascherano, Van der Vaart, Aimar, Torres, Huntelaar. Varaliði sem ég notaði í Worhtless Cup í síðasta leik var síðan Carson, Finnan, Garay, Agger, Insúa, Babel, Lucas, Baptista, Welliton, Owen, Vagner Love.
Ætla sem sagt að gera ekkert um helgina, búinn að kaupa jólagjafir þannig að ég eyði helginni í að horfa á fótbolta á meðan ég er í manager, get ekki sagt að það sé fyrsta skipti sem ég tek slíka helgi.
Hafið það gott
p.s. búið að opna reynsluaðgang fyrir pirraða vin minn hann Ómar, sá hefur ekki getað skrifað athugasemdir síðan um helgina, sjáum til hvernig hann fer með þessa nýfengnu heimild sína
Bloggar | 21.12.2007 | 15:16 (breytt kl. 15:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |