Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Kvennalistinn

Ég þoldi ekki kvennalistann. Á lokaárinu í MR var ég í félagsfræði hjá Helga Gunnlaugssyni. Vorönnin var tekin í það að fjalla um stjórmálafræði og aðallega þá stjórnmálaflokka á Íslandi. Kvennalistinn var stofnaður ´83 og því nokkur reynsla komin á hann vorið ´92 þegar ég var í þessum félagsfræðitímum.

Það voru 19 í bekknum ef ég man rétt, allavega vorum við strákarnir þrír. Ólíkt því sem er í dag þá átti ég það til að tala dáldið mikið og einstaka sinnum án þess að hugsa fyrst. Ég hafði gagnrýnt kvennalistann eftir kosningarnar ´91 fyrir merkingarlítil kosningaloforð og þegar kom að því að skrifa um flokka þá valdi bekkurinn merkilegt nokk að ég skyldi skrifa um kvennalistann. Álitið batnaði ekki mikið við það enda fannst mér þetta vera uppfullt af loforðum um hærri bætur fyrir allt og alla. Niðurgreidda leikskóla og elliheimili og hallalaus fjárlög án þess að tiltaka hvaðan peningarnir ættu að koma til að borga fyrir þetta allt.

Ég þoldi ekki kvennalistann. Hann stóð jú umfram allt fyrir femínisma. Mér fannst femísnismi vera jafn vitlaust fyrirbæri og karlremba. Jafnrétti meikar sens fyrir mér en ekki femínismi eins og hann virkaði á mig þarna. Fannst jafnrétti kynjanna vera frekar augljós krafa og trúði ekki öðru en að hlutir eins og launamisrétti kynja væri fyrirbæri sem myndu leiðréttast sjálfkrafa með tíð og tíma.

Var allavega að lesa þetta áðan. Stelpa úr vinstri grænum sem er að skora á fólk að vera í einhverju bleiku til að minna á að 19.júní 1915 fengu konur kosningarétt. Fékk mig einhverra hluta vegna til að hugsa um kvennalistann aftur. Ekki síst í ljósi þess að launamunur kynjanna hefur lítið breyst síðan ég kláraði MR 1992. Þetta gerist þá kannski ekki sjálfkrafa.

Kvennalistinn hafði þá kannski eitthvað til síns máls eftir allt saman, ekki það að stefnuskráin hafi fyrir mér meikað mikið sens sem slík heldur voru þetta ef til vill pælingar um hvað betur mætti fara í samfélaginu. Ef til vill þurfum við að minna okkur á það reglulega að hlutirnir breytast ekki sjálfkrafa heldur þurfum við hugsanlega að hafa fyrir þeim.

Mér finnst allavega hallærislegt að launamunur kynjanna fyrirfinnist í dag. Ef eitt skref í þá átt að leiðrétta hann er að mála bæinn bleikan þá er ég ekkert of góður til að taka þátt í því. Það gera það vonandi sem flestir.


Fyrir varamann?

Ef ég man rétt þá verður hann 29 ára í haust. Góður leikmaður en hefur ekki verið fastamaður í liði síðan Köben brann. Kannski fæst hann til að spila útileiki með landsliðinu ef hann er að spila reglulega með félagsliði. Ekki er hann allavega að nenna því eins og er, miðað við þetta gula spjald sem hann sótti sér á móti Liechtenstein til að sleppa við Svíaleikinn.

Stefndi lengi vel í að hann yrði besti leikmaður okkar fyrr og síðar en hefur aldrei komist nálægt þeim hæðum sem t.d. Ásgeir Sigurvinsson náði með því að verða valinn  leikmaður ársins í Þýsklandi. Ef hann á að fá einhver verðlaun þessa dagana þurfum við líklega að byrja með eitthvað í líkingu við NBA, þ.e. besta sjötta manninn. Gætum þá kannski eignast besta tólfta mann ensku eða spænsku deildarinnar.

Hann á væntanlega ekki mörg ár eftir í þessu en vona að hann fari til West Ham og spili reglulega. Akademían á fullt af stuðningsmönnum hérna og Eggert/Björgólfur virðast ætla að eyða slatta af peningum í að byggja upp lið þarna. Það væri fínn endir á ferlinum að ná 3-4 góðum árum hjá West Ham, já og að haga sér eins og fyrirliði í landsleikjum.

Fannst annars skondið að sjá frétt af fótbolta.net um að einhverjum hjá Chelsea finnist ManU vera að yfirborga fyrir Nani. Ágætt hjá liði sem borgaði einhverjar 15 fyrir Jan Obi Mikel og víst nálægt 10 fyrir Frank Arnesen, sem var reyndar fínn leikmaður einu sinni en er yfirmaður knattspyrnumála hjá þeim núna. Þurfti í alvöru að kaupa einhvern á því verði til að benda þeim á Ballack, Ashley Cole, Shevchenko og félaga. Skilst reyndar að hann sé klár kall en er það ekki að kasta steinum úr glerhúsi þegar Chelsea gagnrýnir einhverja fyrir að yfirborga.


mbl.is Býður West Ham 12 milljónir punda í Eið Smára?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sonur minn er Valsari

Veit ekki hversu mikið ég hefði hlegið fyrir 10 árum ef einhver hefði sagt mér þetta en það er staðreynd. Aron Freyr er sem sagt knattspyrnumaður með meiru í Val. Hann heldur líka með Chelsea, Barca og Milan. Að eigin sögn er hann fótboltastjarna og betri í fótbolta en ég, reyndar er ég víst ennþá betri að halda á lofti.

Sniðug mynd en hvernig þeir(fotbolti.net) náðu mynd úr leik þar sem einungis voru tveir guttar í kringum boltann veit ég ekki

Hvernig fótbolti.net fór að því að ná mynd úr leik þar sem bara tveir voru í kringum boltann veit ég ekki.

 

 

 

 

 

Einbeittur

Einbeittur að gera trix

 

 

 

 

 

Þakkir til fótbolta.net fyrir þessar skemmtilegu myndir


Er Idol nörd

Ef ég átti inni einhver rokkstig þá fara þau líklega með þessu en skítt með það. Sjaldgæft að geta tengt Idol og Liver


Merkilega gott

Horfði á þennan leik í gær. Hef hingað til ekki verið hrifinn af kvennaknattspyrnu, þ.e. horfi yfirleitt meira á leikmennina en leikinn. leikurinn í gær var hins vegar merkilega góður, taktískt vel sett upp og barátta, færsla, agi eitthvað sem hitt landsliðið mætti taka sér til fyrirmyndar. Þokkalegt flæði í leiknum þó það gengi stundum illa að halda boltanum og færa liðið upp. Hins vegar verður það ekki af þeim tekið að þær unnu liðið í sjöunda liðið á FIFA listanum. Ágætasti leikur og besti kvennafótboltaleikur sem ég hef séð.
mbl.is Ísland sigraði Frakkland 1:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinna á 17.júní

Merkilega lítið að gera í vinnunni í dag. Hlýtur eiginlega að vera víst ég nenni að opna blogg.

Allavega, er að bíða eftir að Barca/Madrid leikirnir byrji á eftir. Sé ekki hvernig Real á að geta tapað titlinum en verður gaman að fylgjast með því engu að síður. Us Open klárast líka á eftir, horfi á það líka, ágætt að fá borgað fyrir að horfa á íþróttir. Líklega draumastarf margra, íþróttaáhorfsatvinnumaður.

Fór á Austur-Indíafélagið með kóðanum í gær. Virkilega góður matur og ágætis þjónusta. Félagsskapurinn fínn þannig að þetta var ágætt kvöld í alla staði. Reyndar skondið að kynnast veitingastaða/bar/sófa/íssnobbi. Gaman að kynnast nýju fólki.

Gengur hálf brösuglega að fá kennara í uppeldisfræði í HÍ til að svara mér, verð því líklega að taka leskúrsinn í haust. Eflaust strögl en ágætt að klára 3 fög í einu, það er þá lítið eftir, eitt fag plús ritgerð. Talandi um þróunarfræðinámið(með þ en ekki f), Fjóla vinkona mín fékk ekki styrkinn frá ÞSSÍ og er eðlilega súr yfir því, eiginlega bitur. Það er ólíkt henni en skil hana svo sem, þetta setur strik í reikninginn hjá henni og gerir henni erfiðara um vik að klára rannsóknina sína um götubörn. Ætla sjálfur að skrifa um fullorðinsfræðslu á vegum ÞSSÍ, ætli styrkurinn minn verði ekki háður því að niðurstaðan verði jákvæð, pæli í því síðar.

Skemmtilegt viðtal við Pétur Hafliða í KR-blaðinu. Opinskátt viðtal og nett skot á Fram, sem þeir reyndar eiga skilið. Þekki það mál ágætlega, afar klúðursleg afgreiðsla í alla staði. Hef ekki talað við hann í nokkra daga, hann er reyndar ekki týpan sem tekur vinnuna allt of mikið heim en þessar hörmungar KR-inga það sem af er móti eru að verða fáránlegar, hugsanlega að hluta til mér að kenna þar sem að ég var með Pétur og Skúla Jón í draumaliðinu, veit ekki á gott að velja vini sína í draumalið. Vona að ég hafa ekki varanlega skaðað ferilinn hjá Skúla Jóni með því að draga hann með.

Búið í bili, hafið það gott

pbj

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband