Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Justin Newman

Þetta er félagi minn sem hefur verið slatta að spila á Íslandi. Fékk plötuna hans þegar hann var hérna síðast. Nokkur af lögunum á henni eru hérna. Hann spilar yfirleitt slatta af Damein Rice lögum þegar hann er hérna og tekur þau sennilega betur en Rice. Hann ætlaði að koma aftur síðasta vor en eitthvað klikkaði, það verður gaman að hlusta á kallinn þegar hann mætir.

Ég mun að sjálfsögðu tilkynna þeim 7 sem lesa síðuna mína reglulega þegar hann heldur tónleika


Gott mál

Nú vantar okur bara nothæfan hafsent og þá er þetta klárt. Hann ætlar augljóslega að nota Gerra á kantinum þannig að við ættum að verða í ágætum málum. Náum vonandi að hanga í ManU og Chelski og miðað við kaupin á Voronin og Yossi þá rúllum við upp varaliðsdeildinni
mbl.is Liverpool kaupir Ryan Babel af Ajax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fínt að styrkja varaliðið

Hann getur gefið á Voronin í varaliðsleikjunum. Þetta er farið að minna grunsamlega á endana sem Inspector Clouseau keypti í bunkum frá Noregi. Ætli einhver sakni hans?

 

houllierpeter sellers2


mbl.is Benayoun gengur í raðir Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýta Ölfusá

Hvernig getur verið vatnsskortur á Íslandi? það er ár og lækir útum allt fyrir utan að það rignir hér 300 daga á ári
mbl.is Byrjað að spara vatn í Árborg vegna þurrka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver ætli hafi hjálpað honum að fylla út eyðublaðið?

En kannski eðlilegt að hann hafi sérréttindi, svona special politics í anda special olympics

Hann er alltaf svo gáfulegur á svipinn Errm

Best að setja smá vídjó með kallanganum, svona rétt fyrir svefninn


mbl.is Bush hafnar óskum Bandaríkjaþings um yfirheyrslur yfir fyrrum aðstoðarmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Quaresma og/eða Babel

Babel(sleppa hljóðinu)

Quaresma - svona wannabe Ronaldo týpa, já og sleppa hljóðinu hérna líka


Styttist í það

Sumarfríið mitt verður vikuna 23-27.7 eða réttara sagt 25-27(verð hálfan daginn 24 í vinnunni). Ætti að verða skemmtileg vika og gæti orðið frábær. Endurheimti kóðann frá útlöndum og vinir mínir Jensa og frúin hans Nina ásamt vonandi Peter "Bruno" Berggren.

Vikan er einhvern veginn á þá leið að það er golfmót á Hellu í hádeginu 25. og síðan leikur hjá KR um kvöldið. Á fimmtudeginum er mikill bíltúr, skoðum Suðurland, alla leið að Jökulsárlóni, tekin handbremsubeygja þar og gullfoss/geysir teknir í bakaleiðinni. Reyndar að spá í það hvort gaman væri að vera í tjaldi í Skaftafelli á fimmtudagskvöldið en það er sennilega pointless. Reikna síðan með því að við förum í eitthvað matartrix á föstudagskvöldið, væntanlega hjá Einari vini mínum á Silfri. Skemmtilegur staður það, alls konar skemmtilegar matartýpur og eina drekkanlega hvítvínið í heiminum, Cloudy Bay, Sauvignon Blanc, já ég lofa að þetta verður í fyrsta og eins skiptið sem ég mæli með víni hér, allavega svona léttvínsdóti. Kúrbíturinn vinur minn veit allt um rauðvín og því eðlilegt að láta sérfræðingana um þetta.

Hlakka til þessarar viku, þangað til ætla ég að taka til á hverjum degi, þrífa bílinn, fara út að hlaupa daglega, borða hollan mat. Já eða horfa á dáldið TV


Ef niðurhal væri löglegt

Þá væri ég búinn að horfa á slatta af Top Gear um helgina og þeir hefðu kannski fengið mig til að fara og þrífa Escortinn FootinMouth. Skemmtilegir þættir enda þessir gaukar uppfullir af furðulegum hugmyndum.

Læt eitt slíkt dæmi fylgja


Er hægt að finna ljótara senterapar

en Tevez og Rooney. Það eina sem vantar er að þeir kaupi Franck Ribery líka.

Þeir þurfa að taka liðsmyndina í myrkri


mbl.is Tevez: Hef lofað Ferguson að koma til United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hinni þekktu íslensku Lafleur ætt

Ég rétt nennti að færa mig frá rúminu í sófann áðan. Eitt reyndar sérkennilegt við þessa frétt, hann reyndi ætlaði að reyna við þetta síðasta september en frestaði því vegna slæmrar veðurspár. Er búið að vera vont veður þarna í 10 mánuði þá?
mbl.is Benedikt Lafleur að hefja Ermarsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband