Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Jim Carrey-In living color

Sjálfsvarnarnámskeið - færa líffærin


"stuðnings"plebbar

Það hlýtur einhver að vita hverjir þessir plebbar eru sem voru að þessu. Er ekki rétt að smella myndum af þeim á einhverja bloggsíðu, sjáum hvað þessum idjótum finnst þetta fyndið þá. Ætli þeir hafi pælt mikið í því að það var fullt af börnum á vellinum. Fátt sem fer meira í taugarnar á mér en svona plebbaskapur
mbl.is KSÍ sektar Fjölni um 30 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Losing a friend

Ég hlusta á þetta lag oft á dag

Getið náð í það hér Wink


mbl.is Emilía hættir í Nylon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var nú ofsalega fínt

að Kef-Skaginn hafi náð sáttum. Sáttum um hvað annars? Að Kef séu fúlir yfir markinu eða að þeir hafi reynt að ráðast á Bjarna. Það hefði annars verið best ef hann hefði ekki hlaupið inn í klefa, hvað ætluðu Keflvíkingarnir að gera þá, 16 manns að reyna að berja Bjarna uppá Skaga? hefði skilið að þeir hefðu reynt þetta á barnum í Kef en varla á vellinum uppá Akranesi. Heimskulegt mál í flesta staði og það þarf enginn að segja mér að allir séu sérstaklega sáttir, líklega best að hafa eitthvað fólk í kringum Bjarna þegar þeir spila í Kef.

Fór annars á Fram-Valur með Daisy Hill, Minime og Þróttaranum. Ágætur leikur og valsarinn söng hástöfum með öllum stuðningsmannalögunum. Gummi Ben skoraði með skalla sem var næstum jafn fyndið og að sjá Eymus vanda sig við að spjalda með hægri en síðan braust Gylfi Orra fram í honum og hann notaði vinstri þegar hann rak gaukinn útaf. Síðan er alltaf gaman að því að sjá hann spjalda Reyni fyrir kjaft, annað skiptið í sumar í þremur leikjum Smile.

Minime hjá mér þessa vikuna, byrjuðum að lesa fyrstu Harry Potter bókina í gær, skemmtileg bók og ég hlakka til að lesa þær allar með honum á næstu mánuðum. Við sofnuðum reyndar um 6 leytið og sváfum til að verða 9 Errm, það var heldur erfitt fyrir litla manninn að sofna aftur í gærkvöldi. Hann fór hins vegar í vinnuna í morgun, þ.e. í Nóa, nefnilega sumarfrí þar og amma þurfti hjálp frá honum , annars hefði Nói þurft að hætta að framleiða nammi í smá tíma. Golfkeppni hjá honum við afa á morgun og hestamannamót um helgina. Veit ekki alveg hvernig helgin verður hjá mér en allavega hellingur að gerast í næstu viku, Nina og Flogman mæta og við ferðumst eitthvað um landið. Styttist í skólann líka. Ágætt að ég tók ekki leskúrsinn í sumar, hefði sennilega ekki nennt því.

Fór reyndar að pæla aðeins í leiguverði á Bifröst eftir fréttir í síðustu viku. Hvernig getur kostað 95þús að leigja nokkurn skapaðan hlut þar. Þetta er útí sveit og að það sé dýrara að leigja þar en í Rvík er djók en þetta er einkaskóli og þeirra hlutverk er að græða, magnað að það sé hægt að græða á leigumarkaði útí sveit. Ætli það sé tekið sem dæmi í viðskiptafræðikúrsum þarna, arðsemi einkaskóla.


mbl.is Mark ÍA stendur og sættir hafa náðst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótboltakennsla

Einn besti slúttarinn - Fowler


Ágætt að fá ekki Fram-KR í bikarnum

Skilgreining á eilífð er væntanlega tíminn sem tæki þessi lið að klára vítakeppni
mbl.is Víti varið frá KR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þessi fyrirsögn í lagi?

eða eru sumarfrí hjá Mogganum?
mbl.is Nýjustu plötu Prince dreift ókeypis á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn af Bush

2 skemmtileg myndskeið sem Björn vinur minn sendi mér.

 


Afmælisbrúðkaupsveislan

Föstudagskvöldið var gott, strákakvöld eiginlega. Vindmyllan bauð heim til sín í Fifa og bjór. Algott þó ég sökki reyndar í fifa. Fórum á hressó en ég stoppaði stutt við, hélt heim á leið fyrir 3, ekki síst til að verða frískur í boðinu á laugardag. Vaknaði í hádeginu og kom við í pasta á sólon áður en ég fór í veisluna. Fór nefniega þangað með Jóni Bjarna nýlega og pastað var mjög gott þá en núna var það ekki mikið meira en sæmilegt. Mætti rétt fyrir 3 á Grenimel í garðveislu, enda snilldarveður. Það kom slatti af Kr-ingum en þeir stoppuðu stutt enda leikur í kvöld á móti Kef, talandi um það, Pétur á bekknum sem er afskaplega furðulegt en þjálfarinn virðist greinilega halda að það leysi vandann að setja hann úr liðinu, hefur sennilega verið ánægður með að þeir voru mjög nálægt því að detta ekki útúr bikarnum Errm.

Þarna var líka mikið af öðru skemmtilegu fólki, Gísli, Vala, Rúnar, Selma, Siggi og síðast en ekki síst listamaðurinn Viðar, Hannes Hólmsteinn var þarna að fræða fólk um skatta og Jazzgaukar að spila. Þetta var nálægt því fullkomið en því miður komst Gauti Laxdal ekki þannig að þetta varð ekki nema svona rúmlega sæmilegt. Veðrið snilld og fólkið skemmtilegt, ég var ekki alveg viss um hvert þetta stefndi þannig að ég hélt mig við Topp en eftir að ég var kominn hættulega nálægt því að fá Lime-eitrun af Toppnum þá ákvað ég að færa mig í bjórinn. Talaði við kóðann og hún ætlaði að kíkja í bæinn með okkur Viðari. Þetta breyttist síðan í það að Pétur, Unnur, Viðar, Gísli, Vala og ég fórum að borða á Silfur, afskaplega góður matur og skemmtilegt kvöld með góðum vinum, sem reyndar voru ekki allir fullklæddir. Kóðinn kom síðan og hitti okkur og fór með okkur Viðari á Oliver/Næstabar/B5/Thorvaldsen.

Skemmtilegur náungi Viðar, áhugaverður spjallfélagi sem alltaf hefur eitthvað skemmtilegt til málanna að leggja, reynar hefði verið gaman að hafa Gauta með okkur þarna en við þrjú höðum það mjög gott. Haldið heim á leið á skikkanlegum tíma eftir virkilega gott kvöld.

Svaf til hádegis í dag og fór með Aron áðan í garðkaffi til Unnar og Péturs. Hann var að fara í leikinn en við urðum reikna út smá breytingu á undirbúningsmataræðinu til að hámarka árangurinn á þeim 15-25 mínútum sem hann spilar líklega uppúr kl 20.30. Vinnuvika framundan og kóðinn á leið í hlutleysið í viku. Styttist í Nínu/Flogman og vonandi Bruno.  


Gömul helgi

Fór í jarðarför í gær hjá afa, rúmlega 300 manns sem mættu, hann átti ekki í vandræðum með að kynnast fólki kallinn. Fór síðan í matarboð um kvöldið heima hjá frænda mínum. Bróðurpartur ættarinnar var á svæðinu, sjaldan sem það gerist þannig að þetta var skemmtilegt kvöld. Vann nú lítið í dag, svaraði reyndar slatta af pósti og einhverjum símtölum en viðvera í skútuvogi var heldur lítil.

Á leið á æfingu með son minn sem rétt áðan tilkynnti það yfir hópinn að hann væri heitur í fótboltanum. Hann skortir ekki sjálfstraust frekar en pabbann. Fer í 10 ára brúðkaupsafmæli hjá Pétri Hafliða og Unni Önnu á morgun, verður án efa skemmtilegt. Reyndar ellimerki að vera vinur fólks sem er búið að vera gift í 10 ár, já og þau eru bæði yngri en ég, já og ég hef ekki verið í 10 ára sambandi, já reyndar varla 10 mánaða en það er önnur saga. En klukkuna vantar eina mínútu í næstu mínútu og hér er næsta lag

Helena Christiansen er rugl flott


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband