Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Úff

Hvernig getur Bellamy fengið 75.000 pund í vikulaun? Er Eggið alveg að missa það? Bellamy ætti þá allavega að hafa efni á nýju golfsetti í hverri viku.
mbl.is Bellamy til West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líður einhvern veginn svona í dag

Carrie

Blake


Garðar Þormar

Eins og sennilega margir þá ólst ég að hluta til upp hjá ömmu og afa. Þau bjuggu á Háaleitisbraut, stutt í Framheimilið þar sem ég var ósjaldan á sumrin. Afi vann hjá Landsvirkjun og kom heim aðra hvora helgi, ég reyndi að að vera sem oftast hjá þeim þá helgi. Afi kenndi mér að tefla og spila. Hellingur af helgum þar sem að við spiluðum eða tefldum, að mér fannst, alla helgina. Reyndar þó ekki fyrr en við vorum búnir að fara í bíltúr á laugardagsmorgninum, oftast þá með viðkomu á umferðarmiðstöðinni þar sem að hann ræddi við menn um allt og ekkert.

Afi keyrði rútu lengi og ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt sögur af því hversu langan tíma það tók að keyra norður á veturna í gamla daga. Reyndar er ég nokkuð viss um að þegar ég var ca. 10 ára þá hafði það tekið um 15 tíma en einhverra hluta vegna lengdist tíminn smám saman og þegar ég var tuttugu og eitthvað þá heyrði ég sömu sögur en tíminn var þá kominn yfir sólarhring. Afi sagði nefnilega sögur og hliðarsögur af þeim. Án nokkurs vafa er þaðan kominn hinn einstaki hæfileiki minn að segja fólki sögur sem enda á einhverju allt öðru efni en þær byrjuðu. Ég byrja sem sagt á sögu sem á að vera tiltölulega stutt en fæ einhverja hugmynd um einhverja hluta sögunnar sem ég þarf þá að útskýra, að mér finnst. Eftir að þetta hefur gerst nokkrum sinnum þá er ég löngu búinn að gleyma um hvað upphaflega sagan var.

Ég hef ekki tölu á þeim prestsonum úr einhverjum sveitum sem eru skyldir sýslumannsfrændum sem unnu með afa eða hann hafði hitt. Hann hafði merkilegt lag á því að segja manni sögur. Ég veit satt að segja ekki hvort þessar sögur voru alltaf skemmtilegar en þær voru eftirminnilegar og klárlega líflegar.

Ég get hins vegar sagt að við vorum alltaf félagar, við höfðum alltaf eitthvað að tala um og það var gaman að hitta hann.

Hann var búinn að vera veikur í nokkur ár og ekki alveg alltaf með fulle fem en það var stutt í góða skapið. Hann var húmoristi og góður kall. Hann dó í dag og ég á eftir að sakna hans.

Bless afi

Fótboltakennsla - einn sá besti

Kóngurinn af Anfield


35-40 metrar

Sýndist mér vera lengdin á þessari sendingu hjá Bjarna. Þetta leit reyndar ekki sérstaklega vel út í TV en látbragðið var þess eðlis eftir markið að þetta hafi verið óvart. Rétt hjá honum að hlaupa inní klefa eftir leikinn, sýndist að nokkrir Keflvíkingar hafi verið frekar pirraðir, skiljanlega. Kristján þjálfarinn hjá Kef hefur verið ótrúlega rólegur í viðtölum eftir leiki og er það vel, hef kannast við hann lengi og alltaf fundist hann koma með frekar leiðinleg og neikvæð komment en allt annað að hlusta á hann í sumar, hann var reyndar aðeins pirraður eftir leikinn en það er eðlilegt, hann hélt sér hins vegar innan velsæmismarka sem er vel. Annars alltaf ágætt þegar Kef tapar, hefur lengi þótt það leiðindalið, þeir spila reyndar ágætan bolta en ég held að það sé eitthvað í vatninu þarna.

Pétur var rekinn útaf, ég gleymdi sennilega að láta hann vita að ég er ekki með hann í draumaliðinu lengur þannig að hann þarf ekki að safna mínusstigum lengur Smile

35-40 metrar er líka greinilega sú vegalengd sem ég get hlaupið á þokkalegri ferð án þess að að þurfa súrefni. Spilaði leik með norðanmönnum í Innri Fegurð(nafnið á stórliðinu) áðan, tók svona 3-4 run með boltann þar sem ég gerði trix u.þ.b á þriðjungshraða miðað við það sem var þegar ég var í þokkalegu formi. Eftir hvert þessara hlaupa þurfti ég allavega 5 mínútur til að ná áttum, vita hvar á landinu ég væri staddur og hvað ég væri að gera. Formið er sennilega ekkert spes, hvorki hlaupa eða prófíllinn miðað við þegar ég leit í spegilinn eftir sturtu, þetta er einhvers konar stundaglasform, nema akkúrat öfugt.

Boltinn var hins vegar skemmtilegur sem er hluti af nýju carpe diem pælingunum nema hvað yawp í þessu tilviki var sennilega tilraun til að ná í meira súrefni.  


mbl.is Skagamenn lögðu Keflvíkinga á dramatískan hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótboltakennsla - Furðuleg kaup

Þessi var keyptur frá Arsenal, bara til að hann eyðilegði ekki annað tímabil fyrir Liver með því að skora sigurmark fyrir Arsenal á Anfield í lokaumferðinni eins og hann gerði ´89


Fótboltakennsla - Stan the man

Virkilega góður - virkilega bilaður

Einn af þeim sem Villa gaf okkur pening fyrir löngu eftir að hann gat nokkuð


Gullfallegur

TorresMikilvægt þegar maður er með Kuyt og Crouch að fá einhvern þokkalega útlítandi, afar vanmetinn þáttur í leikmannakaupum.

Vona bara að hann nái að slá Voronin út

 

 

 

 

Kóngurinn


mbl.is Torres stóðst læknisskoðun hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Carpe diem

sögðu þeir í dead poets society, yawp var herópið þeirra ef ég man rétt. Fór að spá aðeins í þetta í gær eftir að ég horfði á mynd sem heitir Peaceful Warrior, já ég veit það er ótrúlegt en ég var að horfa á vídjó í gær. Kóðinn benti mér á þessa mynd og ég hef verið að geyma hana aðeins. Hún er um fimleikagauk en fjallar um mikilvægi þess að líta ekki of langt fram á veginn heldur staldra við og njóta dagsins i dag. Kjartan vinur minn er gott dæmi um einstakling sem fer eftir þessu og skrifar reyndar töluvert um það og ég man alltaf eftir því þegar Pétur Hafliði talaði um að hann og Unnur Anna gerðu í því að njóta þess hversdagslega í lífinu, fara saman útí búð og þess háttar.

Ég stend mig gjarnan að því að líta langt yfir skammt, velta því fyrir mér hvert ég sé að fara, hvað ég sé að gera. Ekki það að ég geti sagt að ég fari alltaf eftir því en ég hef alltaf gert dáldið af því að spá í því hvað sé framundan í stað þess að njóta dagsins. Held reyndar að það sé dáldið íslenskt, að vinna mikið til að geta farið í frí seinna. Vinna 12 tíma á dag og pompa síðan í það um helgar.

Týpískt reyndar að ég fari að pæla í þessu eftir að hafa horft á mynd en sennilega skárra en að pælingar um lífsgæði og stefnu ættu sér stað eftir standup með Dice Clay eða þátt af Walker,Texas Ranger.

Myndin minnir mig annars dáldið á aðra virkilega góða mynd, Touching the Void, sem fjallar að sama skapi um lífið og tilveruna, hvað það er sem skiptir mann máli. Hvers vegna við fókusum svona lítið á daglegt líf vegna þess að við erum svo upptekin af einhverjum markmiðum. Einhver gáfumaðurinn sagði eitthvað á þá leið að lífið væri það sem gerðist á meðan maður væri á leiðinni að markmiðum sínum. Satt að segja ekki það vitlausasta sem ég hef heyrt.

Markmið dagsins er því carpe diem, Yawp eða allavega þegar ég er búinn að vinna.


Fótboltakennsla - Listamaður

John Barnes


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband