Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
með 19 stig sagði Höddi Magg í Landsbankadeildarþættinum rétt í þessu, heppilegt orðalag hjá kallinum.
Samkvæmt KSÍ eru þeir með 5 erlenda leikmenn á sínum snærum. Þar af fengu þeir markmanninn eftir að Hjörvar meiddist. FH er með 3, Valur 3, ÍA 2, Fylkir 4(+1 með 1 leik), Keflavík 5, HK 3, Fram 5, Víkingur 2 og KR engan. Er það ekki heldur mikið að kalla þetta útlendingahersveit?
FH, Fylkir og ÍA höfðu sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 30.8.2007 | 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lögregla kölluð til vegna deilna um tölvunotkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.8.2007 | 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Af hverju 50? gott að hann finnur leiðir til að eyða peningum víst Bandaríkin skulda svo lítið
Bush sagður ætla óska eftir 50 milljarða dala aukafjárveitingu vegna Íraksstríðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.8.2007 | 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunderland fékk skell | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | 28.8.2007 | 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta var nú heldur létt hjá Liver áðan, Toulouse gerðu eiginlega ekki neitt allan leikinn, Lucas Leiva og Leto spiluðu sína fyrstu leiki, Lucas leit betur út. Riðlarnir á fimmtudag, ætti ekki að verða allt of erfitt að fara upp úr honum.
Fékk heimsókn frá Þór Þormar áðan, hann er byrjaður í stýrimannaskólanum, já eða fjöltækniskólanum, gott hjá honum og við tökum stöðuna vikulega í haust. Lokagofmótið á föstudag, mig vantar caddie, tek á móti umsóknum á kommentasvæðinu, það verður allavega matur og meira eftir mótið þannig að það ætti ekki að vera alslæmt. Kveðjupartý á laugardag fyrir mig, Jón Bjarna og Ómaríó sem sagðist vera spenntari en feitur maður að bíða eftir muffins, ég er heldur spakari en þetta ætti að verða skemmtilegt kvöld enda fullt af skemmtilegu fólki sem verður þar.
Nóg að gera í vinnunni í þessari og næstu tvær reyndar líka, þessar síðustu rúmu tvær vikur verða líklega fljótar að líða og það verður skrýtið að hætta en jafnframt spennandi tímar framundan.
Ef niðurhal væri löglegt hefði ég horft á einn þátt af Flight of the Conchords en gefist upp á þeim, ekki fyrir mig. Kveð að þessu sinni með einhverju nýju úr ipodinum, hmm.... I Alone með Live en að þessu sinni með Magna úr Supernova
Bloggar | 28.8.2007 | 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gríðarlega góður leikmaður og einn besti slúttari sem ég hef séð.
Næst besti varamaður allra tíma, á eftir þessum:
Solskjær leggur skóna á hilluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | 27.8.2007 | 23:07 (breytt kl. 23:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
virðist það vera allavega að fá 2500 kall á tímann fyrir að þrífa íbúðina mína, fjórir búnir að lýsa yfir áhuga á þessu, reiknaði satt að segja ekki með að þurfa að velja úr, fer í það eftir helgina, ætti þá að vera hægt að fara í þetta næsta laugardag eða mánudag. Tekur ekki meira en 2 tíma þannig að ég reikna með að þetta sé þá auðvelddur 5000 kall, ég verð allavega feginn að þurfa ekki að standa í því. Hmm, gleymdi að tékka á því hvort ég þurfi þá að fara að kaupa fötu og stöff, ég uppgötvaði áðan að ég á moppu, veit ekki alveg hvenær ég keypti hana, læt venjulega duga að ryksuga.
Er annars að horfa á 60 mínútur á st2+, það er grunsamlega heitt hérna inni, hitaleiðslurnar í gólfi og veggjum í stað hefðbundinna ofna, það væri betra að hitastilligismoinn virkaði þá almennilega, sem hann gerir ekki.
Bloggar | 26.8.2007 | 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sérstakt að nú eru liðnar 30 mínutur og ekki eitt komment um leikina í seinni, eitthvað eru Moggamenn daprir í leikjadagbókunum sínum
Búið að reka þennan GUðmann útaf hjá Blikum, ég sá reyndar ekki fyrir hvað en hann virkar ekki á mig sem skynsamasti fótboltamaður í heimi, er eitthvað pirruð týpa.
19.40 nú koma breytingar loksins hjá moggamönnum, búið að reka Hermann útaf hjá Víkingum, hversu oft ætli það komi annaðð rauut í leikjum þegar einhver er rekinn útaf, dómarar merkilega iðnir við að jafna svona út. ´
19.45 rétt í þessu var Páll Einarsson að fá víti og skora út því, ég fer alltaf að brosa þegar ég sé Pál útaf blaðaskrifunum hans Atla Eðvalds þegar Páll fór frá Þrótti, hvar annars staðar nennir fyrrum landsliðþjálfari að skrifa í blöðin af því að leikmaður í annarardeildarliði borðaði samloku stuttu fyrir leik. Furðulegt mál í alla staði.
19.48 KR að jafna á síðustu mínútu, ágætt hjá þeim að ná allavega í stig úr því sem komið var, hlakka til að sjá mörk dagsins á eftir, næstum jafn mikið og ég hlakka til að sjá svipinn á Reyni Leós í vinnunni á morgun eftir að Maggi gefur honum fjórða spjald sumarsins, fyrir þá sem ekki vita þá vinna þeir á sama stað og Maggi hefur gefið honum 2 gul í sumar fyrir kjaft, snilldin ein satt að segja þar sem Reynir er bara kominn með 3 gul í allt.
19.52 Auki hjá Fylki, síðasti séns, kom ekkert útúr því. Það er þá búið, Fylkir annars verið ágætir í seinni.
19.57 Búið hjá Fylki-FH, báðir þjálfarar ósáttir við dómarann, reyndar ágætis punktur hjá Óla Jó að Kiddi Jakobs var fjórði dómari, merkilegt að hann sé ekki frekar að dæma. Kr-ÍA jafntefli, heldur dapurt hjá Kr að vinna ekki heimaleikina en þeir fengu þó allavega eitthvað úr þessum leik, ég átti ekki von á því að Víkingar fengju stig í þessum leik en þeir náðu einu, sýnist Valur hafa unnið þannig að toppurinn er svipaður. Held ennþá að FH klári mótið í Kaplakrika í næstsíðasta leik og að Víkingur falli, Fram gæri reyndar lent í veseni ef þeir vinna ekki HK en þeir ættu að vinna það nokkuð létt.
Valur og FH sigruðu - Guðmundur tryggði KR stig gegn ÍA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 26.8.2007 | 19:36 (breytt kl. 20:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jórsalir 4, Jón Pétursson fyrrum landsliðsfyrirliði væntanlegur.
Höddi Magg með Boga Ágústsson og hinn vel greidda Tómas Inga Tómasson í settinu. Pælinar um sentera hjá ManU, þeim finnst líklega John O´Shea ekki vera lausnin þar.
14.45 Höddi ræðir um að Berbatov fari jafnvel til ManU en þeim finnst líklegra að Defoe fari þangað af því að hann hefur ekki skrifað undir samning. Mér finnst reyndar Defoe vera góður en fatta ekki alveg hvers vegna hann er svona heitur, hefur ekki verið í liðinu hjá Tottenham síðan Köben brann.
14.49 Martin Jol veit hvað hann er að gera. það hefur komið fram þrisvar núna á 3 mínútum. Tómas Ingi er ekki hrifinn af Wes, er ekki einn um það
14.56 Arnar Björnsson og Heimir Guðjónsson að lýsa leiknum, það er allavega hálfgott. Reyndar gott að sjá að það eru yfirleitt einhverjir fótboltaspekúlantar með Arnari, Gaupa og co, Pétur Ormslev og Atli Eðvaldsson voru áðan að ræða um Boro-Newcastle leikinn, þeir eru eldri en tvævetur.
14.59 Liðið hjá ManU er Wes, Rio, Vidic, Evra, Nani, Carrick, Hargreaves, Giggs, Scholes og Quasimodo. Liðið hjá Tottenham er einhvern veginn, allavega er Defoe á bekknum. Þetta er annars leikur á milli liða í 19. og 16. sæti í deildinni, svona dáldið eins og Birmingham-Bolton verður seinna á leiktíðinni.
15.02 Nani með þversendingu sem leiddi til sláarskots, reyndar hjá Tottenham, fín byrjun hjá Nani
15.04 Gareth Bale hinn ungi, sem er víst fulla nafnið hans samkvæmt Arnari, átti tvær fyrirgjafir beint á fyrsta varnarmann, ein í viðbót og þá hefði hann unnið sett af steikarhnífapörum
15.21 fyrrum landsliðsfyrirliði Jón Pétursson er mættur á svæðið
15.28 ManU með slatta af færum síðustu mínútur, sýnist Tottenam vera einu númeri of litlir í þennan leik.
15.33 Wes lítur ekki sérstaklega knattspyrnulega út þegar hann er með boltann, eitthvað spes við hann
15.34 Scholes með afskaplega hægt hraðupphlaup, það tók hann sennilega 15 sekúndur að fara yfir miðjuhringinn, 18.3 metra
15.39 ManU saknar dáldið Ronna og Shrek, þetta er ekkert sérstaklega beinskeytt hjá þeim
15.42 það er víst heil umferð í Landsbankadeildinni á eftir, það verður einhvern veginn ekki jafn áhugavert þegar enski er byrjaður.
15.44 Giggs fékk eitt Pennant gult spjald, hljóp á eftir einum og renndi sér síðan aftan í hann, kvartaði síðan yfir spjaldinu, það virkar alltaf vel
15.47 0-0 í hálfleik, ManU eru komnir í trixið frá Reading leiknum, fá ekki fyrirgjafir heldur vera í reitabolta fyrir utan teig, virkaði allavega vel fyrir Reading.
15.58 Bogi er heldur sáttari en Tómas Ingi, það vantar bit í sóknarleikinn hjá ManU, þeir gefa ekki mikið fyrir en ManU eru samt töluvert betri, Tottenham vinnur allavega ekki leikinn, gætu hins vegar alveg náð í jafntefli miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn var
16.09 Seinni byrjaður, engar breytingar ennþá, Zokora farinn að hita upp, gæti komið inná fyrir annan hvorn senterinn ef Tottingham ná að hanga á þessu jafntefli næstu 20 mínúturnar
16.13 Tottingham með fyrirgjöf, einfalt hjá þeim, gefa á senterinn, hann úta kant, svo koma menn sér inní og fá fyrirgjöf, ætli ManU hafi tekið eftir þessu?
16.17 Frír skalli hjá Tottingham á markteig, Rio með senteradekkningu, svona vissi hvar maðurinn var. Eagles kominn inná fyrir Carrick, hann er með afskaplega fínt hár
16.20 Rio missti boltann, ekki hans besti leikur, horn hjá Tottenham sem lítið varð úr
16.25 Hörmung hjá Vidic, break hjá spurs og líklega víti á Rio, Berbatov náði einhvern veginn næstum því að skora en Rio hreinsaði upp á línu, ágætt að hann gerði eitthvað rétt, Tottenham fékk síðan annað færi, eitthvað í ólagi hjá ManU
16.28 Það er að lifna yfir þessum leik, spurs voru að redda á línu eftir ágætis upphlaup hjá Man. Nani síðan með þvílíkt skot, 1-0 fyrir ManU, þeir þurftu á þessu að halda
16.30 tuttugu eftir og 1-0 fyrir ManU, sé ekki að spurs séu að fara að jafna, ManU getur lagst aðeins aftar og það ætti að nægja, Jol verður þá rekinn og Klinsmann tekur við, versta við það er eiginlega að þá geetur maður ekki minnst oftar á að Martin Jool á 2 bræður, sem heita Dick og Cock
16.36 Defoe inná fyrir Keane, Robbie hefur ekki gert mikið í þessum leik, veit ekki hvort þetta breytir miklu en Jol þurfti að breyta einhverju, Scholes gefur auka rétt fyrir utan teig, ekki fyrsti aukinn sem hann gefur. Tevez útaf fyrir Fletcher
16.40 Berbatov með góðan snúning og skot, hann er góður, verður fínn á næsta ári með Torres hjá Liver. Gareth Bale hefur reyndar verið ágætur líka, allavega eftir að hann hætti að gefa á fyrsta varnarmann
16.52 90 búnar, þetta er safe, ágætis leikur hjá ManU og gott mark hjá Nani. Bale átti síðan ágætis séns að gefa fyrir en ákvað þá að gefa á næsta varnamann í staðinn. Flautað af og tiltölulega sanngjarnt hjá ManU, þeir eiga Sunderland heima næst, sjáum hvort það verður lífsmark á Keane þá
17.47 Smá viðbót, það var skemmtilegt glott á hinum hárprúða Tómasi Inga, Bogi var hins vegar heldur tapsár, var einhvern veginn búinn að finna út að Tottenham hefðu líklega verið betri, fór síðan að halda því fram að árangur Tottenham síðustu ár hafi ekki verið meðalmennska áf því að þeir komust tvisvar í undanúrslit í bikarkeppnum , ágætt að sjá það sem mælikvarða hjá liði sem á nógu mikið cash money til að vera í toppbaráttu. Þetta er allavega endanlega búið hjá Tottingham, mega þakka fyrir að ná inn á topp 8 í lok móts. Held að ManCity, Everton og Newcastle verði allavega fyrir ofan þá, fyrir utan 4 toppliðin sem eru að verða áskrifendur að meistaradeildarsætunum
Leikjadagbók | 26.8.2007 | 14:47 (breytt kl. 17:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
um þessa frétt http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1287435
fyrsta skiptið sem ég sé engan link tl að kommenta á mbl frétt, kannski af því að það er of augljóst að benda á að þetta er enn einn hlekkurinn í keðju skynsamlegra ákvarðana
Stjórnmál og samfélag | 25.8.2007 | 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |