Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Ef niðurhal væri löglegt

þá væri ég að bíða eftir setup á Manager, ætla að kaupa Torres til liver, kemur það á óvart?

Fyrir Ólafsfirðinga

hérna er lagið með Pétri, Birni og Jóni


Ekkert mál

restin klárar þetta, ef ekki þá eiga þeir ekki að vera í hópnum hvort eð er. Göngutúr í riðlakeppnina en ég þoli samt ekki landsleikjadaga, engir leikir í deildinni en það er ok, partý á laugardag og golfmót á föstudag, good times
mbl.is Meiðsli í herbúðum Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

5000 kall

í boði fyrir þann sem nennir að þrífa í 2 tíma. mig vantar sem sagt einhvern til að þrífa hjá mér þessa 50 fermetra sem ég bý í, ég augljóslega geri það ekki sjálfur. Áhugsamir(hmm ætli það se rétt orð) geta hringt í 6699484 eða 5520170, allavega 2500 kall á tímann annað hvort einu sinni í mánuði eða kannski tvisvar Smile

Sparar cash money

og er fáránlega einföl aðferð við að leysa hluta eineltismála, Kemur ekki mikið á óvart að snillingurinn Leifur Garðarsson sé viðriðinn þetta. Er annars einhver sem hefur á móti skólabúningum, væri gaman að sjá rök þeirra fyrir því, ef einhver þeirra 7 sem lesa bloggið mitt hafa á móti þessu þá vinsamlegast sendið kommentin
mbl.is Flestir vilja vera í skólabúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagmennleg vinnubrögð

Af hverju er þetta ekki valið af prófessorum í lögfræði eða öðrum fagaðilum, afskaplega sérstakt að hæstiréttur velji sér vinnufélaga. Þetta er hluti vandamálsins við þrískiptingu ríkisvaldsins í bananalýðveldi eins og Íslandi. Ég er sjálfstæðismaður en það er furðulegt að fá á endanum enn einn sjálfstæðismanninn í hæstarétt. Árna Kolbeinsson þekki eg pínkulítið og hann er bright kall og eflaust fær lögmaður, Jón Steinar er í Dabbaklíkunni og restin er lituð líka. Við erum bananalýðveldi, því miður en varla hægt að líta framhjá því


mbl.is Þrír hæfastir í Hæstarétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikjadagbók Arsenal-ManCity 25.8

Jórsalir 4, bjór á borðinu og Jón Bjarni sérstakur gestur

13.55 Höddi og Logi í settinu, ættu að verða nokkrir ódýrir brandarar í dag. Ok, hver er að fikta í míkrafónin hjá HöddLoga, það er búið að vera ískur í 30 sekúndur núna.

13.58 ískrið heldur áfram, liðin eru einhvern veginn, allavega Persie í liðinu, sem er gott, hann er í draumaliðinu hjá mér, ég fékk allavega assist fyrir Torres áfram. Emile Mpenza í liðinu hjá City, veit ekki af hverju, Mbo er betri

14.05 ég væri til í Micah Richards í Liver, 19 ára buff sem getur spilað margar stöður og það vel. Vinalegi draugurinn fór útfyrir teig að skalla boltann, vel gert. Hann minnir mig á Erland Hellström, svipaðar týpur og ég veit ekki hvor átti betri markmannspabba

14.11 Einn hjá Arsenik með ljósa tightdredda, sem væri ekki spes nema að hann er dáldið dökkur á hörund

14.12 Flamini er í liðinu hjá Arsenik, hljómar meira eins og kokteill en fótboltamaður

14.15 Logi þekkir fótbolta, sagðist hafa haft áhyggjur af því að Arsenik yrði í reitabolta á meðan City lægi í vörn, góð pæling en leikurinn hefur verið frekar opinn, Clint var a skora fyrir Fulham, ég hefði verið til í að fá hann í varaliðið hjá Liver, hefði verið sterk sókn hjá varaLiver að vera með clint, voronin og yossi

14.20 Hamann verður 34 ára eftir nokkra daga, fengum þá 30 sek af lýsingu frá Loga á því að það verði garðpartý af því að veðrið sé svo gott og að öll fjölskyldan komi í heimsókn frá Þýskalandi, jebbs Logi er að lýsa.

14.22 Sagna að fara útaf, heldur um bakið en ég held að hann sé að fara útaf af því að Wenger er ekki sáttur við hvítu þéttflétturnar, Denilson að koma inná, Höddi hins vegar að reyna að bera þetta öðruvísi fram en hjá skæradenna þannig að Höddi er kominn með einhvers konar DennillSonn framburð, vissi ekki að Höddi þekkti framburðarafbrigði á portúgölsku

14.28 Hendi á Persie, best að kalla hann Robin, það er dáldið eins og Halli er hjá mér þessa dagana

14.29 Robin dró löppina og sparkaði í hausinn á Kasper, það var ekki óviljandi

14.30 Jón í WOW, reyndar að tala við Maju um túnfisksalat, ætti að verða gaman að fara í heimsókn á Bifröst þegar þau verða nágrannar

14.37 best að flauta þetta af, verður bjór og bolti það sem eftir er, aftur á morgun með leikjadagbók þegar ManU ætla að reyna að koma sér aftur uppí 1 stig að meðaltali í leik


Leikjadagbók Sunderland-Liverpool 25.8

Staðsetning Jórsalir 4, Jón Bjarni sérstakur gestur.

11.56 Afsakið að ég komi of seint, var að ná í Jón, S í kladdann. Þorsteinn Gunnarsson einn í settinu, markmaður úr Vestmannaeyjum einn í settinu að lýsa fótboltaleik, það er dáldið eins og að láta málara vera með beina lýsingu frá tónleikum. Liver með auka rétt fyrir utan vinstra megin, Alonso að fara ða skjóta í vegginn, jebbs hann hitti í annan kall frá vinstri. veit hann ekki að boltinn fer ekki í gegnum mannslíkamann

12.00 Liðið er Reina, Finnan, Carra, Hyypia, Arbeloa, Pennant, Alonso, Momo, Babel, Voronin og hinn gullfallegi Fernando Torres. Fattaði ekki að við værum að spila við varaliði hjá Sunderland en það hlýtur að vera víst Voronin er að spila.

12.04 Hyypia utaf fyrir Agger, var með blóðnasir. Jón að spá í af hverju við værum að nota Sami í svona leiki. Málið er að ef þú getur ekki notað aukakallan þína í leiki eins og Sunderland þá eiga þeir ekki að vera í hópnum. Bekkurinn er Mascherano, Kuyt(lesist Kát), Riise og síðan Agger en hann er kominn inná

12.05 Bara til að minna á þá er leikmaður nr. 9 hjá Liver hinn gullfallegi Fernando Torres: Torres

12.12 Pennant með run á eigin vallarhelmingi, beygði inná völlinn og gaf þversendingu sem gaf færi, reyndar var það SUnderland sem fékk færi því maður á ekki að gefa þversendingar, eins og kennt var í fimmta flokki Fram en Pennant var fjarverandi þegar Guð úthlutaði knattspyrnuskynsemi 

12.14 Viðar Þorkelsson var vinstri bakvörður í Fram fyrir allmörgum árum, einu sinni voru þeir að spila í evrópukeppni einhvers staðar í austur evrópu og dómarinn var frá Albaníu og skildi ekki ensku. Viðar var þekktur fyrir að vera heiðarlegur leikmaður og eitt skiptið þegar leikmaður í hinu liðinu henti sér niður þá varð Viðar pirraður og gaf handaábendingar um leikaraskap, ætlaði svo að kalla á dómarann en hann kunni ekki ensku þannig að Viðar kallaði Skuespil, sem eftir því sem ég best veit þýðir leikrit á dönsku.

12.21 Það er eitthvða lítið að gerast í þessum leik, Liver er með boltann en gera lítið, Keaneland verjast hins vegar vel og Liver varla átt skot á markið. Þorsteinn er svona eins og dómari, maður verður lítið var við hann, sem er afar gott þegar um markmann er að ræða.

12.24 Við Jón vorum að ræða hversu léleg skytta Momo væri, var átti ömurlegt vinstri skot rétt áðan, þá tók hann sig til og negdli boltanum niðrí hornið, 1-0 Liver

12.34 Strongbow að hringja, hann var sáttur við stöðuna, Torres með góðan skalla á síðustu mínútu en markmaðurinn hjá Keaneland varði vel, hann er góður, þ.e. markmaðurinn. Góð kaup þrátt fyrir að hann hafi verið dýr.

12.38 Þorsteinn Gunnarsson komst vel frá fyrri hálfleik, heldur sérviskugæfumannakommentum í lágmarki, plús í kladdann fyrir hann eins og Liver svona, vinnusigur hjá báðum.

12.43 Hmm.... þá er hann byrjaður, var verið að sýna frá fyrri og Keaneland fékk hálffæri, Þorsteinn benti á að leikurinn hefði þróast öðruvísi ef þeir hefðu skorað, gott að vita

12.46 Búkolluauglýsing frá Voda, ég er sem sagt að vinna þar, góðar auglýsingar finnst mér, vandamálið er úr sögunni Smile

13.00 Sæt stelpa í stúkunni í norður Englandi, hlýtur að vera útlendingur

12.48 Mest auglýsing, ég man að það var steypustöðin sem var sameinuð einhverju öðru en ég man ekki hvað það var

12.49 Arsenal-ManCity á eftir, held að Svennismenn geti alveg tekið 3 stig þar. Everton-Blackburn síðan klukkan 4, reyni að skrifa um alla leikina, gleðiefni fyrir þessa 7 sem lesa síðuna mína reglulega

12.57 Torres setti í fimmta gír, stakk 2 af en Gordon´s dry gin varði vel. Pennant með skot úr auka, hvaða bévítans þvæla er það að láta Pennant taka auka rétt fyrir utan teig, hann hefur ekki skorað síðan Köben brann

13.00 Sæt stelpa í stúkunni í norður englandi, hlýtur að vera útlendingur

13.02 Voronin komst einn innfyrir áðan, samkvæmt Þorsteini allavega og er þekktur fyrir að vera of óeigingjarn, aftur samkvæmt Þorsteini. Hann komst sem sagt up kantinn en ekki einn innfyrir. Hefði reyndar verið hættulegt  ef þetta væri NFL því hafsentinn sem var fyrir miðju hefði aldrei náð honum ef þetta væri kapp hver væri fyrstur upp af hornfána

13.05 Babel er búinn að spila 58 mínútur en hefur ekki verið með, þetta er svona frekar enskur leikur, dáldið meira kapp en forsjá

13.06 Dwight Yorke er fremstur á miðjunni hja Keaneland, það er heldur sérstakt finnst mér

13.10 Torres aftur í hálffæri sem kemur eftir hraða hjá honum, skulum bara segja að Fowler hefði sennilega ekki náð þessu

13.14 Auka hjá Royland, fengu horn uppúr því, tekið stutt, Liver fékk útspark en Carra meiddi sig eitthvað, Carra á leið út, rifbeinsmeiðsli eða eitthvað

13.22 Skrytið, Carra vildi fara útaf og boltinn fór tvisvar útaf en þeir fengu ekki að skipta. Þorsteinn er búinn að vera útá túni í 5 mínútur núna með hver á þá að vera hafsent, datt loks inn á það augljósa að Arbeloa gæti verið hafsent, hann hefur falið það ágætlega að hann veit lítið um fótbolta en það lekur svona í gegn öðru hvoru. Momo á ekki að sóla, hann kann það ekki

13.26 Torres með gott run, Voronin fékk fínt færi  en Gordon´s dry gin varði aftur vel, hann er virkilega góður, markmaðurinn þ.e. og reyndar hinn gullfallegi Torres líka

13.27 Michael Chopra að brjóta aftur, hann var góður sem ungur leikmaður í manager fyrir slatta af árum, öllu verri í hinni alvörunni

13.30 Dirk"Diggler"Kuyt er að fara ða koma inná, Voronin þarf að spara smá orku fyrir varaliðsleikinn, hann hefur annars verið slatta góður í þessum leik. 84 búnar og þetta lítur vel út. Keaneland ekki verið að skapa mikið

13.34 fínt mark hjá Voronin, 2-0, run hjá Babel og hæll hjá Pennant, Torres lagði síðan á Voronin sem skoraði þrátt fyrir að markmaðurinn kæmi við hann, gott mark og leikurinn svo gott sem búinn. Babel farinn útaf fyrir Kuyt, var að fatta að hudurinn hans Jóns Bjarna heitir Kátur, Jón ætti þá að geta munað framburðinn á Dirk Kuyt

13.37 You´ll never walk alone heyrist sungið á leikvangi ljóssins, fallegt lag, betra en Uh Ah Cantona, best að finna eitthvað á youtube.......

13.45 endaði 2-0 fyrir Liver, þægilegur leikur, gott mark í fyrri og síðan klárað í lokin. reyndar skondið að sjá Voronin reyna að gefa á Torres alveg í lokin, þeir voru tveir á móti einum og varnarmaðurinn reyndi ekki einu sinni að fara í Voronin en það var í lagi. Pennant var eins og venjulega, reyndar aðeins vinnusamari til baka.


Chelsea að selja menn

Merkilegt, þeir eru ekki langt frá því að vera á núlli í eyðslu þetta árið, hlýtur að koma eitthvað Kaka, Ronaldinho rugl frá þeim fyrir mánaðamót
mbl.is Arjen Robben líka á leiðinni til Real Madrid
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Cry me a river

heitir lag sem timberland samdi til hennar til að bauna aðeins á hana eftir að þau hættu saman, veit ekki almennilega af hverju ég veit þettaErrm nema kannski af því að hausinn á mér er uppfullur af gagnslausum upplýsingum og gömlum popptextum

Hérna er það allavega


mbl.is Britney hætti á síðustu stundu við dúett með Justin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband