Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Akkúrat myndin sem þú vilt að heimurinn fái af fyrirtækinu þínu. Hver ætli ákveði svona þvælu?
Hvernig var fundargerðin þar sem að þetta var ákveðið?
1. Stefna rauða krossinum
2. Færri kúnna
3. Minni hagnað
4. Hætta rekstri
![]() |
Rauði krossinn kærður fyrir að nota rauða krossinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana | 9.8.2007 | 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Allur matur góður ef hann er merktur McDonalds |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.8.2007 | 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ef niðurhal væri löglegt | 9.8.2007 | 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
hefði ég tapað á KR-Valur leiknum, hvar ætli delete takkinn sé fyrir færsluna frá því í gær, hmm..
Markús vinur minn kallar mig Lengjuna eftir að ég sannfærði þá að vera með í Lengjukerfi með mér á Akureyri, mikil handavinna enda þarf að fylla út bunch af seðlum. Basically gengur þetta út á það að vera með 2 leiki rétta og svo græðir maður á öllum jafnteflum, hljómar flókið en er afar einfalt. Allavega, ég tel mig alltaf hafa rétt fyrir mér og merkilegt nokk unnum við slatta fyrstu vikuna og litum framhjá því að þetta var að mestu leyti grís , við hreinsuðum upp gróðann á nokkrum vikum en fyrir hverja viku var ég jafn pottþéttur á því að að við gætum ekki tapað. Eftir það heiti ég bara lengjan hjá Markúsi, þeim mikla snillingi
Það er framhald á sýningum frá íslandshestahlaupi í útlöndum, ég gæti skilið ef þetta væri keppni á milli hesta, svona eins og frjálsar. Þetta er hins vegar einhvers konar stílbrigðakeppni, reyndar svo morkið að ég er núna að horfa á þátt með hárgreiðslumanni og finnst þetta helv... fínt miðað hestaþátinn, greinilega ekki fyrir alla að horfa á hestaTV, sennilega eitthvað sem maður þarf að taka þátt í til að fíla. Best að enda þetta á einhverju sem tengist hrossum, country er þá sennilega næst, carrie underwood verður það þá þar sem að þetta lag er í ipodinum mínum, heitir jesus take the wheel, gott lag
Íþróttir | 8.8.2007 | 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þessi þrjú lög með Evanescence eru í ipodinum mínum - ekki alslæm
Tónlist | 8.8.2007 | 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þyrfti ég ekki að horfa á einhverja af þessum skrilljón stöðvum sem ég er áhorfandi að. Afar lítið að gerast á þeim vígstöðvunum en ég nenni ekki að lesa í kvöld, einhvern veginn þannig dagur.
Minime væntanlegur heim á morgun, verður gaman að sjá prinsinn, brúnan og sællegan. Nú er farið að styttast í nýja skólann hans, Hörðuvallaskóla, ég fór á smá kynningu þar í vor og þau eru með skemmtilegar pælingar. Samþætting náms virðist fyrirferðarmikil sem er afar gott mál enda skrifaði ég hina stórmerkilegu lokaritgerð mína í KHÍ um samþættingu, vona að einhver þarna kenni eftir landnámsaðferðinni hennar Herdísar Egilsdóttur, mesta snilld sem sögur fara af.
Mér finnst heimasmeistaramót íslenska hestsins, sem er í boði núna á RÚV, vera örlítið minna áhugavert en geimsmeistaramótið í slönguspilinu sem því miður er ekki í boði hjá Digital Ísland í dag. Veit ekki hvort að ég fer á völlinn á morgun, reyndar freistandi að sjá nýja KR liðið hans Loga, verður fróðlegur leikur allavega, gæti farið langt með að tryggja FH dolluna ef KR vinnur þarna, held einhvern veginn að það gæti orðið.
Best að enda þetta á Blake Lewis
Bloggar | 7.8.2007 | 22:47 (breytt kl. 22:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síðast sást til þess fjúkandi upp eitthvað fjall þarna á mánudagsmorgni, sendist í Jórsali 4, 201 Kópavogi takk
![]() |
Lögreglan í Eyjum sinnir eigendum tapaðra hluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.8.2007 | 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Heinze ítrekar að hann vilji fara frá United |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 7.8.2007 | 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er hérna http://fantasy.premierleague.com/
Deildin heitir Vodadeild, opin öllum sem ég þekki, ég reyndar vinn venjulega svona deildir en þið getið keppt um annað sætið. Skráið ykkur og veljið lið fyrir 11.8
Kóðinn í deildina er 640384-113221
Íþróttir | 6.8.2007 | 13:06 (breytt kl. 13:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mér hefur yfirleitt þótt verslunarmannhelgin vera endirinn á sumrinu, daginn er tekið að stytta og samfélagið fer að fara í gang eftir sumarfrí. Vissulega stundum ágætis vetur en engu að síður er haustið handan við hornið. Það er reyndar ekki alslæmt enda sumarið stundum dáldið furðulegur tími á Íslandi, það má varla sjást sól þá er hálf þjóðin komin í bæinn á stuttbuxur að fá sér ís.
Þetta sumar hefur verið frekar rólegt hjá mér. Ekki mikið um ferðalög og ég hef eytt nokkrum tíma með kóðanum. Hefur satt að segja verið alveg ágætt og umfram allt athyglisvert. Kóðinn er ekki alveg eins og fólk er flest, hefur skemmtilega sýn á lífið og það er alltaf gaman að kynnast slíku. Nú er verslunarmannahelgina hins vegar liðin og veturinn og hversdagsleikinn framundan. Lífið fer aftur í hefðbundið horf og kóðasamskiptum lokið.
Er með fimm bækur á borðinu sem ég kem til með að lesa í vetur, reyndar búinn að lesa þrjár þeirra að hluta en hlakka til að klára þær og lesa þessar tvær
Þessi er eftir Gilbert Rist of fjallar um sögu þróunarsamvinnu
Bók eftir Finn Tarp sem fjallar um svipað efni
Tek tvo kúrsa í haust og tvo næsta vor. Eftir það er það rannsókn á fullorðinsfræðslu á vegum íslenskra stjórnvalda í Afríku. Skemmtilegt stöff sem ég hlakka til að takast á við. Á eflaust eftir að leita slatta til Fjólu, hún er klók stelpa(reyndar að verða dáldið gömul) og afbragðs yfirlesari.
Ætli ég reyni ekki að setja verkefni vetrarins hérna inn, ekki það að þau verði skemmtileg en kannski einhver hafi áhuga á að lesa. Er annars mættur í vinnuna þannig að ég hætti í bili og fer að tala við fólk sem situr í umferðarteppu á leiðinni til borgarinnar. Í tilefni þess set ég inn 2 lög með Ugly Kid Joe sem við Sindri vorum með á ferðaspólunni og hlustuðum u.þ.b óteljandi sinnum á sumarið ´93
Cats in the cradle
Everything about you
Bloggar | 6.8.2007 | 12:32 (breytt kl. 12:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |