Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Gott undirbúningstímabil

Greinilega vel skipulagt undirbúnigstímabil hjá kallinum. Minnir dáldið á Skagaliðið síðustu ár hjá Óla Þórðar þegar þeim gekk gjarnan illa á undirbúningstímabilinu og sama sagan í viðtölum hjá Óla eftir fyrstu leikina, menn ekki tilbúnir að leggja sig fram, ætli honum hafi ekki dottið í hug að breyta undirbúningnum til að að hafa menn örlítið frískari í byrjun móts.
mbl.is Níu leikmenn Chelsea á sjúkralistanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En samt fór þetta allt vel fram?

Samkvæmt annarri fyrirsögn rétt hjá þessari þá fór allt voða vel fram á Ak og í Eyjum. En annars feginn að vera ekki í Eyjum núna, það verður þokkalega þreyttur hópur sem heldur heim á leið á morgun. Búinn að tala við slatta í vinnunni um helgina, misjafn ástandið á þeim skulum við bara segja, einn sem hringdi á föstudagkvöldið heldur þreyttur hringdi síðan aftur kl 3 í gær, (þ.e. kl 15) afskaplega hress en örlítið þvoglumæltur og byrjaði á því að bjóða hressilega góða kvöldið
mbl.is Erill og ölvun í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá tekur alvaran við

Basically sama lið og í fyrra en þó með einni lykilbreytingu, Torres í stað bellamy eru þokkaleg skipti, hefði reyndar viljað almennilegan hægri kantmann og annan hafsent en so be it. Varaliðið er ennþá sterkara með Voronin og Yossi þannig að þetta lítur bara nokkuð vel út


mbl.is Jafntefli hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá lúr

Ég kom heim úr vinnunni áðan og var með alls konar plön fyrir kvöldið. Hafði upphaflega ætlað í bjór með SGÓ og manninum hennar Ólafar en frestaði því meira að segja af því að ég ætlaði í heimsókn. Kom heim heim rétt fyrir hálf sjö og var á leiðinni í sturtu. Fór aðeins í lazyboy-inn og hallaði mér aftur yfir tv. Var sem sagt að vakna nú kl hálf tíu. Er eiginlega orðinn of seinn í heimsókn og er svo myglaður að ég nenni ekki í safa, sjit hvað ég er orðinn gamall. Mætti halda að ég hefði verið í gleði í gær en ég sofnaði um miðnætti yfir tv og vaknaði hálf tíu þannig að ég var útsofinn.

Ef niðurhal væri löglegt væri ég búinn að ná í Simpson myndina og væri að kveikja á henni núna, ef niðurhal væri löglegt þá væri þetta fáránlega þægilegt.

Samt dáldið fúll að komast ekki í safann með SGÓ og manninum hennar Ólafar, það er orðið allt of langt síðan við ræddum heimsins mál saman. Talaði aðeins við Maju áðan, hún er á leiðinni heim frá Köben, sem er gott. Verst að hún fer væntanlega beint aftur í sveitina þannig að ekki hitti ég hana mikið.

Minime er í Svíþjóð með ömmu sinni og Unni Maríu frænku sinni, hefur það afskaplega fínt en er kominn með nokkra furðulega takta. Er greinilega að tékka á því hversu langt hann kemst þannig að hann er farinn að prófa sig áfram með orð seme eru ekkert sérlega sniðug, hann er venjulega kurteis þannig að hann lærir fljótlega að þetta er ekkert spes. Reyndar í þessum tilraunum hans kemur öðru hvoru upp hitt og þetta sem er skemmtilega skondið, áðan voru mamma og Eva að vaska upp og mamma spurði hann hvort hann ætlaði ekki að hjálpa þeim. Hann leit víst frekar hneykslaður á þær og sagðist ekki vera stelpaSmile, ágætt að ég var ekki á staðnum, hefði sennilega sprungið úr hlátri.

Best að drösla sér í korter í ellefu til að finna eitthvað snarl, aldrei þessu vant tómlegur ísskápurinn hérna


Meira af jólasveinunum Bush

Hann er eiginlega of vitlaus.


Mancrush

ekki að setja neina pressu á hann en þessi er með framtíð Liver í höndum sér. Gullfallegur leikmaður, annað en feiti dvergurinn og Quasimodo hjá ManU

Snillingurinn


Josh Groban

ég frétti fyrst af honum í Ally McBeal þætti


Lamontagne og Rice

Strongbow var að benda mér á þetta. Hef aldrei heyrt um þennan Ray áður en hann er góður


Til hvers?

eru þeir á mótorhjólum, varla sérstaklega mikill sparnaður ef þau kosta 5 mills, ef vídjóstöffið er nóg til að það nægi að 1 lögga mæli þá gildir væntanlega það sama um bílana. Þeir geta heldur varla notað þau alla daga frekar en önnur hjól
mbl.is Fjögur sérútbúin lögreglubifhjól tekin í gagnið - bylting fyrir umferðardeildina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verslóvæl

Ég verð sem sagt í vinnunni um helgina. Ætlaði í bústaðinn hjá mömmu og pabba, nú eftir að þau áttuðu sig á því að það er árið 2007 og tengdu rafmagn þangað Smile

Það var svo sem ekki alveg ákveðið hvenær ég færi en ákvað svo að vinna bara í staðinn. Ætti að verða ok, allavega smá bolti til að horfa á á sunnudaginn(skrýtið einhvern veginn að skrifa 2 á í röð, minnir mig alltaf á uppáhaldssetninguna mína sem er: Bóndinn á Á á á á fjalli) but anywho, verð hérna og er að pæla í að fara og tékka á Caruso á sunnudag, Justin Newman félagi minn er að spila þar á sunnudaginn og fer heim á mánudagsmorgun þannig að ég þarf eiginlega að ná að hlusta á hann einu sinni áður en hann fer. Veit ekki hvort ég tek kaldan í kvöld, stefnir eiginlega í að ég verði að vinna til 11 og fari síðan heim að horfa á ekki allt og ekki neitt.

Stefni á bústað einhvern tímann í ágúst, verður nóg að gera eftir það, skólinn að byrja, hellingur að gera í vinnunni og svo er ég víst búinn að ákveða að vera hjá Kollu í Pilates tvisvar í viku í vetur, finnst það finnst það reyndar frekar fyndið en þarf líklega að gera eitthvað reglulega því ef ég myndi sofna á einhverri strönd núna þá myndi ég sennilega vakna við það að Greenpeace væri að vökva mig


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband