Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Enn einn hlekkurinn í keðju skynsamlegra ákvarðana

Hvenær hefur það virkað að reyna að stinga lögguna af? Sérstaklega á Íslandi þar sem yfirleitt er ekki hægt að fara mikið af krókaleiðum á miklum hraða.
mbl.is Reyndi að komast undan lögreglu á 166 kílómetra hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað héldu þeir eiginlega að væri að gerast þarna

ætli þeir hafi haldið að þarna væri einhvers konar samkomustaður kampavínsáhugamanna. Ég hef eðlilega aldrei komið inn á svona staði en þetta kemur ekki sérstaklega á óvart.

Annað er svo hvort við eigum yfir höfuð að vera að pæla í þessum stöðum. Afskaplega dularfull skilaboð frá löggunni í goldfingermálinu að erfitt hafi verið að fá svör frá starfsfólki þar varðandi aðstæður þeirra. Heyrst hafa sögur af því að fólkið hafi ekki haldið vegabréfunum sínum en það getur ekki hafa verið erfitt fyrir lögguna að tékka á því hvort að fólkið hafi vegabréfin. Væntanlega verður stutt í að þetta kallist einkaklúbbar og þá getur löggan varla gert mikið í að stoppa þá. Það virðist allavega vera markaður fyrir þetta á landinu víst þeir geta haldið úti stað í smiðjuhverfinu í kópavogi, ekki beint nafli alheimsins.


mbl.is Lögregla lokaði skemmtistað í Lækjargötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reggie Bush

Er leikmaður New Orleans Saints - skulum bara segja að hann sé ekki sleði

Ekki er hann kveif heldur, stóð allavega upp eftir þetta og kláraði leikinn, þetta gerðist í byrjun leiks


Enn einn hlekkurinn í keðju skynsamlegra ákvarðana - og betri Bush

Rúmt ár eftir af þessu rugli. Hérna er hins vegar einn miklu gæfulegri Bush að leika sér við Beckham - sniðugt stöff, sérstaklega þegar Reggie spyr Beckham hvort hann sé rétthentur


mbl.is Bush meinar Rove að bera vitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef niðurhal væri löglegt - Jekyll

Hefði ég verið að ná í þessa þætti frá BBC og væri jafnvel búinn að horfa á fyrstu 3 og þætti þeir ekki alvitlausir


Best að hringja og hugga hana

Hvenær ætli menn læri að þeir eiga ekki að rífast við konur eins og hana. Hann er samt með ágætis rep. Paltrow, Aniston og Jolie eru í lagi en hvernig ætlar hann að toppa þetta
mbl.is Brestir í sambandi Brads og Angelinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli sjúkraþjálfarinn fylgi með?

Hann er nú dáldið mikið meiddur en fínn leikmaður. Stefnir í ágætis lið á Upton Park í vetur. Gylfi Orra, hluthafi í West Ham, ætti að vera ánægður Smile
mbl.is Dyer fær leyfi til að ræða við West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágúst

er vinur minn sem gjarnan er nefndur maðurinn hennar Ólafar. Hann er geðprúður með eindæmum, sérstaklega á knattspyrnuvelli. Hann er mikill dansari og átti eitt kvöldið gólfið á besta skemmtistað í heimi, Global í Ljubljana

er mánuðurinn sem enski byrjar, spái 6 mörkum hjá Torres í mánuðinum. Ég þoli ekki bið, 10 dagar í fyrstu leiki


Evru takk

Getum við ekki drifið okkur í að taka upp Evru áður en gengið fellur um 12-15% eins og einhverjir spekúlantar voru búnir að spá. Þetta þýðir fljótlega að þeir sem eru með gengislán á bílunum sínum og íbúðum þurfa að borga haug í viðbót. Síðan fáum með haustinu fréttir af verðhækkunum í verslunum vegna lækkandi gengis þrátt fyrir að þessar sömu verslanir hafi ekki lækkað þegar gengið hækkaði. Svartsýnt kannski en klókur bisness hjá búðafólki.
mbl.is Krónan veiktist um 2,82%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Infernal repairs

eða internal affairs, ætli þeir séu líka litnir hornauga af öðrum löggum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri af þeim, virðist ekki vera mikið að gera hjá þeim víst að þetta er það fyrsta sem þeir koma í fréttirnar
mbl.is Varðstjóri ákærður fyrir brot í opinberu starfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband