Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Grenimelur 2, sérlegir gestabloggarar Dr. Unnur Anna dóttir Valda vegalöggu, Lilja Hugrún og (fyrrum) landsliðsmaður og núverandi KR-ingur og verkefnisstjóri Pétur Hafliði Marteinsson.
Verður hugsanlega örlítið stopult en til að Jón Bjarni skilji hvað er að gerast í leiknum mun ég þó reyna.
19.37 ætla að tékka á liðinu
19.39 Reina, Carra, Skrtel, Sami, Aurelio, Leiva, Mascherano, Gerri, Kuyt, Babel og hinn gullfallegi Fernando Torres
19.41 Inter er með 11 menn inná, nenni ekki að telja þá upp en Zlatan og listamaðurinn sem var áður þekktur sem Patrick Viera eru með.
19.42 Skrtel hefur ekki fríkkað á því að flytja til Liverpool, sjávarloftið ekkert hjálpað
19.43 Liver er með tvo brassa, Inter líka. Jafnt í Brössum, það er allavega eitthvað
19.45 Þetta er byrjað, Carra er hægri bakvörður. Torres að fá horn, Gerri tekur, muna bara yfir fyrsta varnarmann, jebbs en reyndar yfir alla hina líka
19.47 Stankovic að detta, það verður ekki eina skiptið, Carra var að klafsast í Zlatan áðan, held að það sé ekkert gaman að spila á móti Carra, eða reyndar Zlatan heldur. Zlatan með fyrirgjöf og Leiva hreinsaði í horn
19.51 Klafs, jamm og fuður á miðjunni eins og er, langur frá Carra, það verður heldur ekki eina skiptið
19.52 Zlatan að leggja til hliðar og síðan boltinn út, Cruz með gott skot en vel varið hjá Reina, horn sem fór o flangt, hreinsað og Inter fékk innkast
19.54 Virkilega vel varið hjá Reina áðan, Inter aðeins betri núna, þeir pressa nokkuð hátt, dáldið annað en hin glænýja lágpressa sem Newcastle beitti, auki Inter dáldið fyrir utan teig
19.57 Spjald á Babel fyrir að stökkva útúr veggnum, Zlatan tók þá fyrri í Babel og hina seinni yfir
19.58 Julio Cruz datt, dómarinn er búinn að flauta 300 sinnum, ekki bara á auka heldur líka svona áhersluflaut, dómarinn er Svíi, sköllóttur slíkur, hann er að verða dáldið rauður af öllu þessu flauti
20.03 Skrtel sparkaði í Cruz, það er fínt. Babel er kominn með gult og var eitthvða að vesenast í Maicon, sænski dómarinn er annar norskur
20.05 Það er smá action í leiknum, kapp meira en forsjá eða allavega svipa, Zlatan með fínan hæl áðan, þarf að tékka á því hvers lenskur Skrtel er, man það ekki, aftur eftir smá
20.08 Hann er víst Slóvaki, fæddur í Tékkóslóvakíu þá
20.10 Góður bolti frá Aurelio, Babel næstum innfyrir, vel gert hjá markmanninum að koma´út í hann
20.12 Hratt upphlaup hjá Inter, tæpt að einn kæmist innfyrir, það er tempó, Cambiasso að missa boltann, Torres í þröngt færi en varið, fínt ef þeir ætla að gefa dáldið á Torres
20.13 Cruz í gott færi eftir sendingu frá Zlatan, skot framhjá, hjúkk
20.15 Logi að rugla aðeins með nafnið á Zlatan, eftirnafnið þ.e.
20.16 Torres með of langa fyrirgjöf eftir að einn rann, Babel með fyrirgjöf með vinstri, sem eitt og sér er merkilegt, hann tékkar yfirleitt út, ágætis fyrirgjöf samt, Zlatan með klobba en þegar þriðji maðurinn renndi sér þá vann Liver boltann
20.19 Kuyt með fyrirgjafaskot í viðkvæman stað á kólombíumanninum
20.20 Babel með stökk, vilja fá gult á Babel, þeir vita sennilega ekki að þá færi hann útaf, eða kannski vita þeir það og öskruðu þess vegna
20.22 Liver aðeins að mjakast framar, Inter spilar spes taktík, það er lítið sem ekkert kantspil, setja mikið á Zlatan sem síðan trixar
20.28 Maicon upp að endalínu, fast fyrir en Reina var á tánum og tók það
20.29 Cruz liggur enn og aftur, Skrtel sparkaði í hann, ég vorkenni Cruz voðalega lítið, aukinn beint á fyrsta varnarmann, sem var fínt
20.32 Hálfleikur, þetta var fínn fyrri
20.36 Analýsa gestabloggaranna er eftirfarandi.
PHM: Það kemur á óvart hversu illa strúktúreraðan sóknarleik Inter, besta lið Ítalíu síðustu tvö ár, er með. Þetta virðist ganga útá einstaklingsframtak frá Zlatan. Liverpool er hins vegar ekki með leikinn alveg þar sem þeir vilja hafa hann, Liver eru bestir í hröðum powerbolta en það er lítið að gerast hjá þeim sóknarlega.
UAV: Þetta var heldur tíðindalítið
20.38 Nýr gestabloggari, Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði KR og (fyrrum) landsliðsmaður.
20.41 Pétur á 37 landsleiki, Gulli 11, ég var einu sinni markahæstur í bæjakeppni Ólafsfjarðar og Dalvíkur og skoraði einu sinni tvö í bikarnum á móti Kormáki Hvammstanga
20.43 Coke Zero auglýsing í svona quickie Mart, ágæt auglýsing, allavega betri en hnetuauglýsingin frá TM
20.45 Voda auglýsing, hún var líka ágæt
20.46 Tómasi Inga finnst Liver vera líklegir til að vera hættulegri þegar líður á leikinn, skiptum yfir til Loga og Arnars
20.47 Babel að hlaupa inn á völlinn, missti ekki boltann, fékk auka
20.48 Gerri að fá spjald, náði báðum ökklunum á Cambiasso
20.50 Inter sprækari í byrjun, Burdisso að fá annað gult, það er rautt, Liver einum fleiri
20.53 Inter fær þá næstu 12 auka geri ég ráð fyrir
20.53 Pétri Hafliða fannst þetta ekki vera gult, rétt að taka fram að hann er hafsent og skilur ekki að það má ekki taka 30 metra tilhlaup og hlaupa niður Lucas Leiva, þetta var víst gult, mér og Gulla fannst það
20.55 pétur með tárin í augunum, hann vill að Inter skori, ég vona frekar að Liver skori
20.56 Dagur er ekki að horfa á leikinn, hann valdi djazzballettsýingu frekar
20.57 Inter með auka á hættulegum stað
20.57 Gulla finnst að Rafa eigi að raka þennan kleinuhring af sér, aukinn fór annars yfir, held að kleinuhringurinn hafi farið úr tísku í kringum ´90, Skrtel að gefa Zlatan dauðafæri, það reddaðist
20.59 Samkvæmt Pétri gekk leikur Inter í fyrri dáldið líka útá að Zanetti hlypi með boltann og fengi auka, margt til í því, Babel að gera það sem hann gerir vel, taka menn á, auki hjá Liver, Gerri með ágætt skot.
21.02 Rivas er hafsent hjá Inter, hann er líkur Titus Bramble og Asprilla, ætli Faustino hafi eitthvað verið á svæðinu í kringum Ipswich og hitt mömmu Titusar??
21.04 Yossi kominn inná fyrir Babel
21.05 Nammi namm, Aurelio vann boltann, gaf á Torres, vel gert hjá hinum gullfallega Fernando Torres, 0-1, þetta er svo gaman, já og gott á Pétur Hafliða
21.06 Maicon er sennilega af argentískum ættum í Brasilíu, hann er vælukjói
21.08 Vel gert hjá Torres, það er reyndar yfirleitt vel gert hjá honum
21.09 Ágætt hjá Torres og Gerra, gleymdi mér aðeins í spjalli við landsliðsmennina um landsleik Dana og Íslendinga, horn hjá Liver
21.14 tuttugu eftir, Stankovic að fá spjald eftir að Mascherano vann af honum boltann
21.15 Maicon að rífa í peysuna á Yossi, Yossi fékk spjald fyrir olnbogaskot á Maicon, mér finnst það ekki eiga að telja þegar Yossi gefur olnboga, það er eins og að krakki ýti frá sér, ekki mikill kraftur
21.18 Pele inná fyrir Viera, mér finnst edson arantes dos nascimento eigi alltaf að byrja inná, það er kannski bara ég
21.19 Slappur auki hjá Inter, þeir eru ekki mjög sprækir
21.20 Zlatan innfyrir á hlið, skaut yfir, það var fínt, Suazo inná fyrir Zlatan, tíu eftir. Zlatan skoraði ekki mikið á móti Liver þetta tímabilið, Carra að klafsast og fá auka, sparkað í Yossi fyrir utan völlinn, það má ekki
21.24 Torres að fá auka, Lucas og Mascherano hafa verið góðir, Torres og Gerri eru alltaf góðir, þetta hefur verið alveg ágætt reyndar, tæpar tíu eftir, Riise næstum á Torres, Liver áfram með boltann
21.26 Jimenez inná fyrir Stankovic, það er þá bara að einbeita sér að deildinni Inter
21.27 Pennant að koma inná, veit ekki fyrir hvern. Liver í sparkámilli, þetta svona er að fjara út, Inter hafa ekki komið við boltann síðan Köben brann, en nú fengu þeir boltann, jimenez hljómar meira eins og golfari, Arnar skilur að stuðningsmenn Inter séu brjálaðir, Mascherano útaf fyrir listamanninn sem var áður þekktur sem Jermaine Pennant
21.29 Lucas með sendingu á markmanninn, reyndar hjá Inter en það breytir ekki öllu. Riise með skot framhjá, 90 búnar
21.33 Lucas með boltann, svo Mascherano, svo markmaðurinn, svo einhver annar, svo Reina
21.34 Flautað af, sanngjarnt og passlega þægilegt
21.35 Mat gestabloggaranna er eftirfarandi:
UAV: Heldur tíðindalítið
GJ: Já, ég sá nú bara seinni, fannst seinni svipaður og fyrri.
PHM: Pétur vill ítreka það sem hann sagði um fyrri, hann er eins og Unnur, hermir bara eftir henni. Honum fannst Inter ekki ná að opna Liverpool vörnina, Liver var ekki að gera mikið en þeir eru með hinn gullfallega Fernando Torres.
21.39 Mér fannst þetta fínt, best að hlusta á söguna hjá Pétri, hann er reyndar að hugsa núna en hún kemur.
Idol á morgun, sjáumst
![]() |
Torres skaut Liverpool í 8 liða úrslitin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Leikjadagbók | 11.3.2008 | 19:37 (breytt kl. 21:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
að mæta hálf átta í vinnuna. Vona að ég sé ekki að smitast af svefnleysinu hennar Maju.
Liver í kvöld, hef litlar áhyggjur af leiknum, Liver er góður í Evrópu og missa ekki niður tveggja marka forskot. Reikna frekar með því að þeir vinni leikinn.
Ekki nema rétt um mánuður í að ég byrji að slá golfbolta, nenni ekki að byrja mikið fyrr, einbeita mér frekar fram að þeim tíma, "see the field".
Tólf manna úrslit í Idol byrja í kvöld í USA, ef niðurhal væri löglegt þá sæi ég þau á morgun, ekki slæmt það.
Bloggar | 11.3.2008 | 08:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
úr búlgarska Idol
Idol | 10.3.2008 | 15:50 (breytt kl. 15:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
var þægileg. Fór með minime í vinnuna í páskaeggjadreifingu á föstudag og horfði á eitthvað af fótboltaleikjum. Æfing hjá honum á föstudag og í dag. Var annars að selja hornsófann græna á sama og ég keypti hann fyrir rétt um ári.
Hann passaði ekki almennilega hérna inn, ekki það að hann hafi passað á hinn staðinn en þangað komu færri.
Er sestur yfir The king of queens, þeim snilldarþáttum. Þetta ágæta fólk sem kaupir sófann var að koma hérna við, þau komu reyndar ekki öllu fyrir þannig að á morgun mæta þau til að taka síðasta hlutann. Hefst þá endurskipulagning stofunnar
Róleg vika framundan, Liver á þriðjudag reyndar, þeir ættu að klára það. Hef annars ekki hugmynd um hvað ég ætla að gera um páskana, einhverjar hugmyndir?
Bloggar | 9.3.2008 | 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Naustabryggja 29, sérlegir gestabloggarar Aron Freyr og Jón Pétursson
15.00 Liðið er Reina, Arbeloa, Carra, Skrtel, Riise, listamaðurinn sem var áður þekktur sem Jermaine Pennant, Alonso, Leiva, Gerri, Yossi og hinn gullfallegi Fernando Torres
15.01 Er ekki sérlega hrifinn af Yossi og Pennant, eins og áður hefur komið fram. Samkvæmt Secret á maður hins vegar að hugsa jákvætt. Liver er á heimavelli og á móti Newcastle Brown Ale.
15.02 Bekkurinn er Itandje, Hyypia, Kuyt, Crouch, Babel, þetta er byrjað
15.04 Gerri að pressa, það er ekki í fyrsta skipti
15.06 Nettur þríhyrningur hjá Torres og Gerra, Gerri skaut hins vegar ekki, spes.
15.06 Minime spáir 3-0 og Jón P spáir 5-1, best að ég spái þá 3-1
15.07 Torres með hæl á Yossi sem tók innanfótar á einhvern Newcastle kall, það er ágætt flæði hjá Liver fyrstu 6 mínúturnar, Skrtel ákvað að skalla auglýsingaskilti, eða eiginlega hnakka það
15.09 Newcastle fengu fyrsta hornið
15.10 Hættulegt horn, Reina reddaði í annað, það horn endaði síðan í hendinni á Duff, auki Liver
15.11 Við minime ætlum að sjá stórleik KR og Víkings á morgun kl 17
15.12 Torres með run utan af kanti, skot úr þröngu færi sem Harper varði í horn, lítið varð úr horninu
15.14 Fyrir þá sem ekki fylgjast með þá er Torres búinn að skora þrennu í síðustu tveimur heimaleikjum. Hann getur því skorað þrennu í þriðja heimaleiknum í röð í leik sem byrjaði klukkan þrjú
15.15 Korter búið, Liver töluvert betri en bara eitt skot frá Torres sem talist getur færi
15.17 Newcastle aftur með horn en það fór með jörðinni á fyrsta varnarmann, þetta var meira að segja léleg útgáfa af horni á fyrsta varnarmann
15.18 Ætli það sé eitthvað til sem heitir að pressa lágt? Ef svo er þá er Newcastle að því
15.19 Aftur horn hjá Newcastle, Reina sló það frá og síðan rangstaða á Newcastle. Sigfríð amma komin heim úr vinnunni, með ís fyrir minime
15.21 Aron missti annars eina af framtönnunum í gær, svona Joe Jordan look á honum
15.22 Arnar Björnsson er einn að lýsa, Pennant að reyna trix sem virkaði ekki, einhvern veginn fékk liver horn
15.24 Torres vann til baka eftir hornið, það þykir voða fínt
15.25 Riise með ágæta fyrirgjöf, reyndar ekki á neinn Liver kall en fín beygla samt
15.26 Riise skallaði Milner, það var held ég ekki gott, auki rétt til hliðar við teiginn og gult á Riise. Hörmuleg aukaspyrna hjá N´Zogbia langt yfir
15.28 Einn Pennant special, var með boltann en fékk dæmdan á sig auka, 25 búnar og Newcastle komnir meira inní þetta. Nicky Buttocks að brjóta á Arbeloa
15.30 Arbeloa að reyna skiptingu útaf, hún tókst
15.31 Leiva skutlaði sér niður inní teig, skondið því maðurinn var ekki kominn í hann, fékk ekki víti, hann þarf aðeins að skoða hvernig Ronni gerir þetta, hann bíður allavega eftir að maðurinn komi nálægt sér
15.32 Liver að fá gefins horn, Pennant ákvað þá að taka lélegt horn víst þeir áttu það eigilega ekki skilið
15.34 Liver að fá horn, það væri nú gott ef hornið þeirra væru hættuleg, þetta fór beint á markmanninn, svona fljótandi slakt horn, það er af svipuðum gæðaflokki og horn á fyrsta varnarmann, kannski ekki alveg en nokkurn veginn
15.36 Yossi er búinn að vera svipaður fótboltamaður í þessum leik og Gilzenegger er sem rithöfundur, svona er þarna
15.37 Þetta er ekki búið að vera spes leikur, eiginlega ekkert spes, 35 búnar
15.38 Nú fær Liver ódýran auka sem Gerri fékk skotfæri eftir, varið hins vegar og hreinsað, nú er Jón P að skipta á milli leikja, það er 0-0 alls staðar
15.39 Arnar þekkir ekki muninn á Leiva og Torres, mér sýnist taktíkin hjá Liver vera að gefa á Newcastle kall og sjá hvar hann missir boltann
15.41 japl jamm og klafs á miðjum vellinum þessa stundina, markmenn og hafsentar að gefa á milli, það er yfirleitt frekar leiðinlegt
15.45 Pennant að skora 1-0, gefins frá Enrique, hann skaut í Pennant og boltinn í boga yfir markmanninn, týpískt fyrir lið eins og Newcastle þegar það gengur illa, við tökum það
15.49 Torres-Gerrard-Torres 2-0 Gott hratt upphlaup og góð afgreiðsla, namminamm
15.50 Kominn hálfleikur, 2-0 Liver. Þeir hafa verið betri en dáldið mikið fyrir Newcastle að vera komnir tveimur undir
16.04 Seinni að byrja, engar breytingar ennþá, væri ágætt ef Torres gæti skorað 2 fljótlega o farið svo að hvíla sig fyrir Inter leikinn. Gerri og Torres byrja á miðju, Liver sækir að Kop end í seinni
16.05 Obafemi Martins að hita upp, dáldið merkilegt ða ekki sé hægt að nota hann meira. Hann er góður, það er meira en hægt er að segja um marga leikmenn Newcastle, ætli hann geti spilað hafsent?
16.07 Einn langur hjá Reina, aftur einn langur frá Reina, reyndar langt útaf núna, skemmtilegar fyrstu mínútur sem sagt. Newcastle búnir að bryeta aðeins í hálfleik, komnir úr lágpressu í miðpressu, ætli hápressan komi þá ef þeir lenda fjórum undir?
16.10 Kuyt að hita upp, hann er tiltölulega spakur
16.11 Torres á Gerra innfyrir, 3-0 gott spil og fín afgreiðsla, 51 mínúta búin, þá fara Gerri/Torres að fara útaf geri ég ráð fyrir
16.12 Mér þætti ekkert leiðinlegt ef Torres koraði þrennu en Rafa þarf eiginlega að vakna og taka Gerra og Torres útaf, ef leikmennirnir sem hann er með á bekknum geta ekki haldið 3-0 forystu á heimavelli þá ættu þeir eiginlega ekki að vera í hópnum
16.17 Gerri í færi eftir að Torres gaf á hann, veit ekki hvað hafsentarnir hjá Newcastle eru slappir en Torres fór afar létt með annan þeirr, hann féll fyrir einföldustu útgáfu af látannfaratrixinu, 3-0 ennþá en miðað við hvað þetta er opið þá fáum við líklegast einhvern mörk í viðbót
16.19 Löng fyrirgjöf og rangstaða hjá Newcastle, það er nokkurn veginn par hjá þeim. Það ætti ekki að þurfa snilling til að sjá það en ef Nicky Buttocks og Alan Smith eru miðjumennirnir þínir þá er liðið ekki líklegt
16.21 Pennant er búinn að gleym aþví að hann er ekki fljótur lengur, þá virkar sjaldnast að reyna mikið að taka menn á, sérstaklega ekki að gefa þeim 5 metra forskot, brotið á Riise en ekkert dæmt
16.23 Gerri með skondið horn, það fleytti kerlingar af gauknum sem stillti sér upp 9 metrum frá, varð hættulegt en reddaðist hjá þeim
16.24 Kuyt á leið inná, væntanlega fyrir Pennant en vonandi fyrir Torres
16.25 Skrtel með eitt karatespark í magann á Martins, það má víst, allavega ekki dæmt, Gerri að koma útaf fyrir Kuyt. Það er líka í lagi
16.27 Riise að reyna að láta reka sig útaf, missti boltann og datt, sló svo boltann en til Martins, ekkert dæmt enda fékk Martins skotfæri, hefði samt átt að gefa Riise annað gult eftir það.
16.28 Þetta er allt voðalega þægilegt eitthvað, nú má Crouch fara að koma inná fyrir hinn gullfallega Fernando Torres, hefur gert sitt í dag og má alveg fá smá hvíld, það er varla hægt að ætlast til þess að hann skori þrennu í hverjum leik, skot frá Martins af 40 metrum í slána, hendi á Arbeloa svo rétt fyrir utan teig, Geremi með skot í vegginn og horn, ekkert kom uppúr því
16.32 Crouch inná fyrir Torres eftir 72 mínútur, það var fínt, þetta er orðið gott í dag
16.33 Newcastle er búnir að fara þrisvar yfir miðju núna á stuttum tíma og það með boltann, horn hjá Newcie Brown Ale
16.35 Nicky Butt datt og greip boltann, fékk auka, svoleiðis gerist þegar maður er 3-0 undir
16.36 Newcastle eru búnir að fá 3 stig í síðustu 12 leikjum, það er svona heldur spes, eiginlega mjög spes. Ég vissi ekki að það væri hægt að ná verri árangri en Allardyce með liðið en Keegan er að rúlla því upp, ágætt breik hjá Newcastle en Reina tók fyrirgjöfina
16.38 Sami inná fyrir Pennant, þriggja manna vörn. Arnar að spekúlera hvort Rafa sé að spara Pennant fyrir iinter leikinn. Jón P segir Arnar vera ótrúlega óskynsaman fréttamann, það er rétt hjá honum. Ekki oft sem Jón kommentar á fréttamennina en var kominn með nóg þarna, enda var þetta tómt rugl
16.41 Mér finnst Arbeloa og félagar vera heldur mikið að renna sér miðað við að það eru 10 eftir og staðan 3-0, Liver með horn
16.42 Bara að minna lesendur á að Aron Freyr spáði 3-0, hann er líklegastur eins og er, Crouch skallaði til Kuyt en hann tók óþarfa touch, Rise með 2 góð skot er blokkað og varið, horn
16.43 Sami fékk að taka boltann á vinstri ristina uppúr horninu, það er dæmi um heldur dapran varnarleik þegar þú færð á þig horn og Sami fær að takann á vinstri ristina
16.45 Buttocks tók hann með hendi, greip næstum því en ekkert dæmt, reyndar bara önnur
16.46 Crouch er merkilega dapur skallamaður miðað við að vera veggja metra ágætis skallamaður, Riise er eitthvða utan við sig í þessum leik, óvenju kraftlítill
16.48 Fínt hlaup hjá hinum ágæta hægri kantmanni Dirk Kuyt, skalli frá Yossi og horn
16.49 Leikurinn fer að klárast, Lucas með trix áðan, hann einhvern veginn hljóp fram úr bolta sem hann var að skalla, hoppaði samt ekki, skallaði með undirsnúning
16.52 Newcastle hafa ekki verið merkilegir í þessum leik, það eina merkilega er eiginlega að einhverjum detti í hug að vera með Smith og Nicky Buttocks sem miðjumennina sína, hvað þá að tveimur detti það í hug.
16.53 Búið að flauta af, öruggur 3-0 sigur Liverpool gegn slöku liði Newcastle. Torres og Gerri bestir, ekki í fyrsta skipti
Leikjadagbók | 8.3.2008 | 15:03 (breytt kl. 16:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Naustabryggjqa 29, sérlegir gestabókarar Aron Freyr og fyrrum landsliðsfyrirliði Jón Pétursson.
Komum heldur seint inní þennan leik, 21 mínúta liðin og staðan 0-0.
13.10 Shrek að fá spjald fyrir tilraun til ninjastökks, náði ekki Krancjar, annars hefði hann líklega fengið rautt, Ronni átti að fá víti áðan en þar sem hann eyðir heilu og hálfu leikjunu í fallinni spýtu þá fær hann stundum ekki það sem hann ætti að fá, gott á hann
13.12 Nenni ekki að telja upp liðin en Nani, Hargreaves og Quasimodo komu inní liðið
13.13 Nani í appelsínugulum og Ronni rauðum skóm, Nani hélt að hann fengi að taka auka, neibbs, Ronni á rauðu skónum stillir upp og neglir í vegginn
13.15 Hemmi með þokkalega fyrirgjöf, reyndar lág og á varnarmann en allavega ekki á fysta varnarmann
13.16 Ronni með trix, stóð reyndar kyrr útá kanti með þrjá fyrir framan sig en trix engu að síður.
13.17 Hemmi framhjá Wes sem felldi hann, átti að fá gult en Hemmi kann ekki að detta þannig að það var bara auki
13.21 Jafnvægi í leiknum eins og er, allavega svona þokkalegt, ManU pressaði aðeins áðan og Shrek komst innfyrir en Calamity James þvældist fyrir því og Glen Johnson varði á línu frá Quasimodo.
13.22 Papa Boupa Diop er stór
13.23 Liverpool-Newcie Brown Ale á eftir, Hinn gullfallegi Fernando Torres að rena að skora þrennu í þriðja heimaleiknum í röð klukkan þrjú, ég ætla allavega að horfa á það
13.25 Höddi Magg er einn að lýsa, það er alveg ágætt, ekki alltaf sammála honum en hann veit allavega slatta um fótbolta.
13.26 Já, alveg rétt, þessi leikur er í 8 liða úrslitum bikarsins, svona fyrir þá sem ekki vissu
13.27 Diarra fattaði ekki trix hjá Ronna og stóð kyrr, Ronni hljóp á hann og Diarra fékk gult fyrir það, skulum vona að þetta sé þá fyrir endurtekin brot, ég veit ekki einu sinni hvort þetta var auki
13.29 Þegar Shrek komst innfyriráfram þá var það víst ekki James sem þvældist fyrir, það var varnarmaðurinn, Quasimodo hitti einhvern veginn Glen Johnson á línunni
13.35 Tafðist aðeins, var að setja hanakamb í son minn, hann hefur afar gaman af því, Vidic nálægt því að skora eftir horn, kominn hálfleikur
13.48 Andy Gray verður gestur þáttarins á eftir, 4 4 2 væntanlega þá.
13.49 Sýnist ManU annars vinna þennan leik, Portsmouth eru hreinlega númeri of litlir, reyndar hefðu Barnsley átt að vera nokkrum númerum of litlir fyrir Liver :(
13.52 Skipting hjá ManU, Kuszczak inná fyrir Edwin VD Sar.
13.53 Seinni byrjaður, Hemmi með fyrirgjöf á markmanninn
13.54 Milan Baros er á bekknum hjá Portsmouth
13.55 Shrek var dáldið pirraður í fyrri, geri ráð fyrir því að Rúdolf með rauða nefið hafi talað við hann
13.58 Rio aðeins pirraður eftir að það var dæmt á hann, reyndar dáldið mikið pirraður
14.00 Ætlaði að kaupa jarðarberjatopp áðan, gaukurinn í lúgusjoppunni kom hins vegar berjaeitthvað, alveg goslaust, kannski af því að þetta er bragpbætt vatn á kolsýru, það er eitthvað hálf misheppnað, Shrek með skot yfir
14.01 Baros inná fyrir Kanu, ekki Kidda Tomm heldur hinn Nwanku Kanu
14.04 Wes með fyrirgjöf með vinstri, í magann á James.
14.06 Alls konar klafs í teignum hjá Portsmouth eftir skalla frá Vidic, ManU tókst einhvern veginn að skora ekki, endaði á skoti frá Ronna rétt framhjá
14.10 Saha er ekki á bekknum, meiddist í upphitun, það er nýtt hjá honum, áður hefur hann meiðst í heimaleikjum, útileikjum, hlaupaæfingum, sundæfingum, hlaupaæfingum og göngutúrum, Rio hefur hins vegar meiðst við það að setja fæturnar uppá borð þegar hann var að horfa á sjónvarpið, kennir honum að maður á ekki að vera með fæturnar uppá borði
14.13 Ronni í gott skotfæri en átti lélegt skot framhjá, gott spil en afar dapurt slútt
14.15 Anderson á leið inná, líklegast fyrir Anderson
14.16 Anderson og Carrick inná fyrir Quasimodo og Hargreaves. Evra komst innfyrir áðan, skaut hins vegar ekki, ákvað að gefa afturfyrir Quasimodo
14.18 Einhvern veginn skoraði ManU ekki, Carrick klafsaðist framhjá James, lenti í klafsi við Distain sem fékk boltann óvart í stoðfótinn sem var á línunni, Carrick lá þarna líka en boltinn endaði hjá James, furðulegt allt saman, reyndar bjó Ronni færið til með frábærum hæl
14.21 Skot frá Evra sem James varði í stöng, skulum bara segja að það liggi aðeins á Portsmouth, reyndar þarf ManU að skora úr einhverju af þessum færum, það veit yfirleitt ekki á gott að nýta engin færi, nú fór fyrirgjöf framhjá öllum pakkanum 3 metra frá marki.
14.23 Þó Höddi viti slatta um fótbolta þá er hann ekki allt of skýr, nú var hann að segja að þetta minnti á árásir Bnadaríkjamanna á Baghdad, heldur ósmekklegt Höddi.
14.25 Markmaðurinn felldi Baros, víti og rautt, Rio í markið
14.26 Muntari skoarði en Rio fór í rétt horn.
14.27 Eitt dáldið spes varðandi þetta skyndiupphlaup sem Portsmaouth skoraði uppúr, Baros endaði í skallabolta við Anderson við miðju, fór þaðan á Krancjar, voru þá tveir á tvo, Krancjar og Baros á móti Anderson og Shrek, skil ekki alveg af hverju Anderson var einn aftast, reyndar gríðarlega vel gert hjá Shrek að koma sér alla leið til baka en samt spes að annar hvor bakvörðurinn sé ekki þarna
14.31 Tæpar tíu eftir, 0-1 og ManU einum færri
14.33 Auki hjá ManU á miðjum vallarhelmingi Portsmouth, Ronna ætlar held ég að skjóta, reyndar varð þetta nokkuð gott skot en færið svolítið langt, yfir
14.38 Fjórum mínútum bætt við
14.40 Diop fór uppí hornið og fékk auka, það er ekki létt að taka boltann af honum. Síðasti sénsinn hjá ManU fór í tómt rugl, Nani var að þvælast með boltann og endaði á að hlaupa á fjóra Portsmouth menn, hefði kannski verið betra að gefa á einhvern.
14.43 Búið að flauta af, Portsmouth vann 1-0. ManU átti eiginlega allan leikinn og fengu fullt af færum, einhvern veginn skoruðu þeir ekki og liðum er að jafnaði refsað fyrir það, kem aftur í Lier leiknum á eftir
Leikjadagbók | 8.3.2008 | 13:12 (breytt kl. 14:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þá værum við SGÓ að horfa á Idol, topp 8 stelpurnar. Á morgun verða úrslitin klár og topp 12 gengið komið á hreint. Veit ekki almennilega hverjir detta út aðrir en Kady Malloy og Luke Menard.
Vonandi noriega lúðinn. Kristy Lee Cook verður allavega vonandi áfram, hún er skemmtilega sæt
Fæ minime til mín á morgun, heimsókn í vinnuna þá með góðgæti, honum leiðist það ekki og reyndar ekki mér heldur.
Fylgjumst væntanlega grannt með hinum gullfallega Fernando Torres á laugardaginn, hann er heitur.
Bloggar | 6.3.2008 | 20:47 (breytt kl. 20:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Amanda Overmyer - þessa tímabils Daughtry
Idol | 6.3.2008 | 14:56 (breytt kl. 14:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
er klárlega Road House, ein vanmetnasta B-mynd sögunnar
![]() |
Patrick Swayze með krabbamein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | 6.3.2008 | 13:14 (breytt kl. 13:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
David Cook-Hello-Lionel Ritchie
Gott stöff
Idol | 5.3.2008 | 14:01 (breytt kl. 14:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |